Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriðjudagur 30. desember 1975. aSQfl ^5i LITIÐ LEGGST NU FYRIR KAPPANA! Óvanalegt verkef ni fyrir hvalaskyttu Breyttir timar með miklum skattgreiðslum og ýmsum öðrum útgjöldum, hafa orðið til þess, að margir stjörnuleikarar hafa „lagzt svo lágt" eins og einn þeirra orðar það, að leika i sjónvarpsauglýsingum. Meira að segja Sir Laurence Olivier, hinn frægi brezki leikari — sem ofan i kaupið er aðlaður — hefur auglýst fyrir Polaroid — myndavélar, en samnings- upphæðin fékkst ekki uppgefin hjá fyrirtækinu. Orson Welles leikari lætur sig hafa það að auglýsa vissa tegund af sherry, og tekst vist vel upp i auglýsingunni. Svo vel að sumir halda að Hklega hafi „senan" verið endurtekin nokkrum sinn- um,einsogoft þarf að gera við myndatöku, og auðvitað hefur Welles orðið að drekka eitt staup ihvert sinn. I niunda sinn hafi svo myndatakan heppnazt svona prjíðilega — en þvi miður höfum við ekki mynd af Orson Welles I þessu hlutverki. Svo er það hann Peter Sellers. Hann leikur i sjónvarpsauglýsingu fyrir Trans' World Airlines. Leikur hann þrjú hlutverk i' aug- lýsingunni. Hann kemur fram sem skozkur nirfill, sem veltir hverju pennfi fyrir sér, sem enskur herramaður og suður-ameri'skur glaumgosi og kvennagull. Peter Sellerssetti i samninginn, að þessa aug- lýsingamynd mætti ekki sýna i Bretlandi. Yfirleitt eru þessir brezku leikararmjög fúsir til að gera samning um auglýsinga- myndir við bandarisk fyrirtæki — en þeim þykir miður, ef þær eru sýndar i Bretlandi, og þvl hafði Peter Sellers vaðið fyrir neðan sig i samningunum. Ein af skyttum sovéska hval- veiðiflotans hefur fengið dálítið óvanalegt verkefni. Hann á heima í Kaliningrad, en er nú farinn þaðan til oliu- og gas- lindasvæðanna i Vestur-Siberiu. Viðhald röraleiðslanna á þessum slóðum hefur reynzt ákaflega erfitt. Leiðslurnar liggja viða um mosa- og mýrar- fláka, og á veturna þegar torf- lagið frýs pressar það rörin upp á yfirborðið af svo miklu afli, að þau geta rifnað. Reynt hefur verið að halda rörunum niðri með þrýstingi ofan frá, en það hefur ekki borið árangur. Þá kom mönnum i hug, að reyna að leggja rörunum við akkeri á nægilega miklu dýpi, og þar kemur hvalaskyttan til sögunn- ar, þvi að akkerinu er skotið niður i jörðina með samskonar byssum og hvalveiðimenn nota. Byssan skýtur akkerinu,sem er með ásoðinni stálstöng, 6-7 metra niður i jörðina, og siðan eru rörin fest við stöngina. * LORD OLIVIER PETER SELLERS TOIO «V bÉNNI DÆMÁLAUSI „Þér var hrósað áðan. Þegar þú kallaðir og sagðir mér að koma heim, sagði Wilson, að það væri fegursta hljóð, sem hann hefur nokkru sinni heyrt."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.