Tíminn - 30.12.1975, Qupperneq 4

Tíminn - 30.12.1975, Qupperneq 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 30. desember 1975. LITIÐ LEGGST NU FYRIR KAPPANA! <Z> Breyttir timar með miklum skattgreiðslum og ýmsum öðrum útgjöldum, hafa orðið til þess, að margir stjörnuleikarar hafa „lagzt svo lágt” eins og einn þeirra orðar það, að leika i sjónvarpsauglýsingum. Meira að segja Sir Laurence Olivier, hinn frægi brezki leikari — sem ofan i kaupið er aðlaður — hefur auglýst fyrir Polaroid — myndavélar, en samnings- upphæðin fékkst ekki uppgefin hjá fyrirtækinu. Orson Welles leikari lætur sig hafa það að auglýsa vissa tegund af sherry, og tekst vist vel upp i auglýsingunni. Svo vel að sumir halda að liklega hafi „senan” verið endurtekin nokkrum sinn- um, eins og oft þarf að gera við myndatöku, og auðvitað hefur Welles orðið að drekka eitt staup i hvert sinn. I niunda sinn hafi svo myndatakan heppnazt svona prýðilega — en þvi miður höfum við ekki mynd af Orson Welles I þessu hlutverki. Svo er það hann Peter Sellers. Hann leikur i sjónvarpsauglýsingu fyrir Trans World Airlines. Leikurhann þrjú hlutverk i' aug- lýsingunni. Hann kemur fram sem skozkur nirfill, sem veltir hverju pennil fyrir sér, sem enskur herramaður og suður-ameri'skur glaumgosi og kvennagull. Peter Sellers setti i samninginn, að þessa aug- lýsingamynd mætti ekki sýna i Bretlandi. Yfirleitt eru þessir brezku leikararmjög fúsir til að gera samning um auglýsinga- myndir við bandarisk fyrirtæki — en þeim þykir miður, ef þær eru sýndar i Bretlandi, og þvi hafði Peter Sellers vaðið fyrir neðan sig í samningunum. Óvanalegt verkefni fyrir hvalaskyttu Ein af skyttum sovéska hval- veiðiflotans hefur fengið dálitið óvanalegt verkefni. Hann á heima i Kaliningrad, en er nú farinn þaðan til oliu- og gas- lindasvæðanna i Vestur-Siberiu. Viðhald röraleiðslanna á þessum slóðum hefur reynzt ákaflega erfitt. Leiðslurnar liggja viða um mosa- og mýrar- fláka, og á veturna þegar torf- lagið frýs pressar það rörin upp á yfirborðið af svo miklu afli, að þau geta rifnað. Reynt hefur verið að halda rörunum niðri með þrýstingi ofan frá, en það hefur ekki borið árangur. Þá kom mönnum i hug, að reyna að leggja rörunum við akkeri á nægilega miklu dýpi, og þar kemur hvalaskyttan til sögunn- ar, þvi að akkerinu er skotið niður i jörðina með samskonar byssum og hvalveiðimenn nota. Byssan skýtur akkerinu,sem er með ásoðinni stálstöng, 6-7 metra niður i jörðina, og siðan eru rörin fest við stöngina. LORD OLIVIER PETER SELLERS TOLO [denni 1 DÆMALAUSI „Þcr var hrósaö áöan. Þegar þú kallaöir og sagöir mér aö koma heim, sagöi Wilson, aö þaö væri fegursta hljóö, sem hann hefur nokkru sinni heyrt.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.