Tíminn - 30.12.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 30.12.1975, Qupperneq 9
Þriöjudagur 30. desember 1975. TÍMINN 9 *v V. (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasiim 19523. Verð j lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. v Blaöaprentir.fí Vafasamar fréttir um atvinnufyrirtækin Siðustu mánuðina hafa siðdegisblöðin i Reykja- vik gert sér tiðrætt um skuldamál vissra atvinnu- fyrirtækja og talið það merki um heiðarlega og ,,opna” blaðamennsku. Sannleikurinn er þó sá, að oftast er um meiri eða minni ágizkanir eða missagnir að ræða, og almenningur verður þvi ekki fróðari eftir en áður og oft raunar ófróðari, þegar um meira og minna rangar frásagnir er að ræða. Stundum er hér um fyrirtæki að ræða, sem miklu skiptir fyrir atvinnu fjölda manna, að ekki verði fyrir óþörfum álitshnekki, sbr. Byggingar- félagið Breiðholt. Það ætti að vera vitanlegt öllum, sem eitthvað hafa fylgzt með gangi efnahagsmála siðustu misserin, að atvinnufyrirtækin hafa átt og eiga við margvislega erfiðleika að etja. Hin mikla verðbólga hefur m.a. haft i för með sér, að þörf þeirra fyrir rekstrarfé hefur stóraukizt. Á sama tima hafa svo bankarnir talið sig tilneydda til að gripa til meiriháttar lánshafta. Þetta hefur skapað atvinnurekstrinum mikinn vanda og þó einkum þeim fyrirtækjum, sem hafa mikla at- vinnustarfsemi með höndum. Þess vegna þarf aukin skuldasöfnun hjá slikum fyrirtækjum að vera siður en svo óeðlileg. Hún er óhjákvæmileg afleiðing þeirra efnahagslegu erfiðleika, sem hafa sótt þjóðina heim siðustu misserin. Það er sjálfsagt, að fylgzt sé með atvinnu- rekstrinum og sagt frá þvi, sem miður kann að fara. Þetta verður hins vegar að byggjast á full- um rökum og hafa annan tilgang en að auka götu- sölu vissra dagblaða, sem reyna að notfæra sér,að oft hefur verið vænlegt til vinsælda að hnjáta i atvinnurekendur. Þrátt fyrir þá efnahagslegu erfiðleika, sem hafa steðjað að atvinnurekstrinum siðustu miss- erin, hefur ísland þá sérstöðu meðal vestrænna landa, að þar hefur ekki verið neitt atvinnuleysi. 1 flestum öðrum vestrænum löndum hefur mynd- azt stórfellt atvinnuleysi á umræddum tima. Þetta er sumpart þyi að þakka, að rikisstjórnin hefur lagt áherzlu á að haga fjármálalegum að- gerðum sinum á þann veg, að ekki kæmi til at- vinnuleysis og sumpart er þetta að þakka þvi, að atvinnurekendur hér hafa lagt meira á sig til að halda i horfinu en stéttarbræður þeirra erlendis. Þetta er vert að meta og viðurkenna. Þess vegna er það óþarft verk að vera að ófrægja menn, sem hafa lagt á sig aukna áhættu til að tryggja atvinnu og þannig stuðlað að þvi ánægjulega meti Islend- inga, að ísland hefur verið eina vestræna landið, þar sem enn hefur ekki myndazt atvinnuleysi. Sjalfsogo viovorun Brezku herskipin halda áfram ásiglingum á is- lenzku varðskipin. Eftir ásiglinguna á Tý siðastl. sunnudagsmorgun, er vissulega orðið timabært, að sú samþykkt þingflokks Framsóknarmanna sé látin koma til framkvæmda, að Bretum sé gert ljóst, að frekari ásiglingatilraunir brezku her- skipanna muni leiða til slita á stjórnmálasam- bandi milli landanna. Það yrði þá sök Breta, ef til þeirra kæmi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Var Judith njósnari eða óstmey Kennedys? Hoover lét þau hætta kunningsskapnum Juditli Campell Exner á blaðamannafundinuni. SÉRSTÖK nefnd öldunga- deildarþingmanna i Banda- rikjunum hefur undanfarið unnið að rannsókn á störfum njósnastofnunarinnar, sem venjulega gengur undir skammstöfuninni C.I.A. Nefndin hefur fyrir skömmu birt skýrslu um nokkrar helztu niðurstöður rannsóknar sinn- ar og kemur þar m.a. i ljós, að CIA hafði haft til athugunar að láta myrða Fidel Castro, og ráðið til þess verks tvo af leið- togum Mafiunnar, þá John Roselli og Sam Giancana, en sá siðarnefndi var myrtur i júnimánuði siðastl. Af þessari morðtilraun varð þó ekki. Ráðagerðir þessar áttu sér stað i stjórnartið Kennedys forseta, en nefndin komst að þeirri niöurstöðu, að hann hefði ekki vitað neitt um þær. Þó voru um þetta vangaveltur i skýrslu nefndarinnar, sem blaðamönnum þóttu athugun- arverðar, en þær voru á þessa leið: Nefndin varð áskynja um, að náinn vinur Kennedys forseta, sem hitti hann oft á árunum 1961 og fram á mitt ár 1962, var einnig náinn vinur þeirra RöseMisog Giancana.Á umræddu thnabili, hafi þessi vinur forsetai s átl ekki færri en sjötiu samtöl við hann samkv. si'mtalaskrá Hvita hússins. Bæði þessi vinur for- setans og Roselli hafa neitað þvi, að hann hafi vitað nokkuð um hina fyrirhuguðu morðtil- raun. Giancanavar ekki hægt að yfirheyra, þvi aðhann hafði verið myrtur, eins og áður segir. Blaðamenn létu sér ekki þessar vangaveltur nægja, heldur hófu rannsókn á þvi hver væri þessi sameiginlegi vinur Kennedys og Mafiuhöfð- ingjanna-Tveir blaðamenn, sem vinna hjá Scripps-Ho- ward-blaðahringnum, þeir Dan Thomasson og Tim Wyn- gaard, tóku sér fyrir hendur að rannsaka málið. Niður- staða þeirra var sú, að hinn sameiginlegi vinur forsetans og Mafiuleiðtoganna hefði verið bráðfallegur kvenmað- ur. Jafnframt þiessu upplýstu blaðamennirnir, að Edgar Hoover, hinn frægi yfirmaður leynilögreglunnar (FBI), hefði skorizt i leikinn, en hann lét hlera sima þeirra Gian- cana og Rossellis, sem mjög voru grunaðir um græsku, og komst þannig að því, að um- ræddur vinur Kennedys hefði hringt til hans úr sima Gian- cana. Þetta þótti Hoover svo grunsamlegt, að hann lét Ro- bert Kennedy dómsmálaráð- herra, bróður forseta, vita af þessu 27. febr. 1962. Þegar það bar ekki árangur snæddi Hoover hádegisverð með for- setanum 22. marz sama ár. Eftir það féllu þessi samtöl niður. ÞESSAR upplýsingar urðu til þess, að vinurinn taldi sér ekki annað fært en að koma i dagsljósið. Það reyndist rétt að hann var kona, Judith Campell Exner að nafni. Raunar hét hún aðeins Judith Campell á þeim árum, sem hún átti kunningsskap við Kennedy, en hún giftist fyrir nokkru kunnum mann’i á sviði golfiþróttarinnar og hlaut þá nafnið Exner til viðbótar. Þau hjónin efndu saman til blaða- mannafundar, ásamt lög- fræðingi þeirra. Þar játaði frú Exner, að hún hefði þekkt for- setann mjög náið á árinu 1961 og fram á árið 1962, en þá hafi snögglega tekið fyrir það, en þó hefði hún rætt við forsetann seint á árinu 1962. Hún játaði einnig að hafa þekkt þá Gian- cana og Rosselli á þessum tima. Hinsvegar hefði hún ekkert heyrt um neinar fyrir- ætlanir þess efnis að ráða ætti Castro af dögum, enda hefði kunningsskapur hennar við forsetann og Mafiuleiðtogana snúizt um annað en njósnir og stjórnmál. Að spurð sagði hún, að kunningsskapur þeirra for- setans hefði verið mjög náinn. Hún kvaðst hafa snætt með honum hádegisverð i Hvita húsinu alloft á umræddu túna- bili eða a.m.k. tuttugu sinn- um. Hinsvegar vék hún sér undan að svara þvi, hvort hún hefði dvalizt með honum á Palm Beach á Florida. Hún kvaðst hafa borgað sjálf allan kostnað, sem hlauzt af ferða- lögum hennar til Washington, þegar hún var að heimsækja forsetann. Hún hefði að visu ekki haft neina sérstaka at- vinnu á þessum tima, en hafi þó verið sæmilega fjárhags- lega stæð. Þá upplýsti hún, að hún hefði fyrst kynnzt forset- anum i Las Vegas i febrúar 1960, en hann var þá að undir- búa framboð sitt i forseta- kosningunum. Sameiginlegur vinur þeirra hafi kynnt þau, og er talið að það hafi verið leik- arinn Frank Sinatra. Kunn- ingsskapur hennar og forset- ans hófst þó ekki að ráði fyrr en tæpu ári siðar. A FUNDINUM með blaöa- mönnunum gaf frú Exner til kynna, að hún myndi siðar skýra nánar frá kunningsskap sinum við forsetann, jafnvel skrifa bók um það efni. Vafa- laust á þessi kunningsskapur eftir að gera hana þekkta. en hingað til hefur hún ekki gert neitt til þess að halda honum á lofti, nema siður sé. Þess- vegna voru blaðamenn lika alls ófróðir um hana, þegar hún birtist óvænt á sjónar- sviðinu. Helztu upplýsingar þeirra um hana eru þær, að hún sé 41 árs að aldri, sé fædd Judith Immoor, hafi gifzt William Campell leikara, þeg- ar hún var 18 ára og skilið við hann eftir sex ár. Siðan hafi hún verið ógift þangað til á þessu ári, þegar hún giftist Exner. Vafalaust eiga blaða- mennirnir eftir að hafa upp á þvi, hvað á daga hennar hefur drifið milli hjónabandanna. Hvað varðar samtöl hennar og forsetans, virðast þeir yfir- leitt á þeirri skoðun, að þar hafi ekki verið um njósnir eða stjórnmál að ræða, heldur hrein einkamál, sem ekki hefðu orðið opinber. ef hún hefði ekki átt kunningsskap við Mafiuleiðtogana á sama tima. Vafalaust á þessi kunn- ingsskapur eftir að verða mik- ið söguefni, eins og ráða má af mörgum bókum, sem hafa verið skrifaðar um ástamál fyrrverandi Bandarikjafor- seta. —Þ.Þ. Jolin F. Kennedy.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.