Tíminn - 30.12.1975, Side 10

Tíminn - 30.12.1975, Side 10
10 TÍMINN ÞriOjudagur 30. desember 1975. ar i Vestmannaeyjum með hita- veitu fyrir Vestmannaeyja- kaupstað i huga, hefði vafa- laust orOið eftir hinni staðfestu reglu, að greiða eiganda Kirkju- bæjar fyrir „hitaréttindin”. Og þá spyrja menn. Hvað um eld- gosið? Á eigandi Kirkjubæjar ekki að borga tjón Vestmanna- eyinga? Eiga eigendur Svarts- engis ekki að borga tjón, sem hlýzt af jarðskjálftum sem upp- tök eiga i landi þeirra. Og nú siðast, ef jarðeldurinn i Mý- vatnssveit veldur tjóni á mann- virkjum saklausra manna. Hver á þá að borga. Eigendur ökutækja verða að greiða spjöll, er bifreiðar þeirra valda. Eru lagaskyldir til þess að tryggja sig fyrir bótaskyld- um tjónum. En eru eigendur eldstöðva og sprungulands skyldugir til þess? Eða á þjóðin að greiða tjónið, sem hlýzt af höfuðskepnum þeirra? Spyr sá sem ekki veit. Hin tvö aðgreindu afbrigði eignaréttarins á islandi. Svartsengi og Vestmannaeyjar. i ööru tilfellinu (Svartsengi) ber að greiða landeigendum fyrir jarðvarma. i hinu tilfellinu (eldgos) ber þjóðinni að greiöa tjónið. Jónas Guðmundsson: all til sölu Ein af þeim skelfingum, er fylgdu i kjölfar þjóðhátiðarinn- ar uiiklu var sú uppgötvun, að þjóðin áltf-ekki sitt land, heldur einhverjir menn. Að bendla sjáifa þjóðliátiðina við þetta þykir máske langsótt, en sú mikla upphafning, þjóðhátiöin, kom mönnum á islandi til aö hugsa á annan hátt, hugsa um þetta sameiginlega, hugsa i stærri einingum. Enn hefur komið upp eldur úr landi þessara manna og þjóðin er skelfingu lostin. Heilt kjör- dæmi virðist vera að gliðna i sundur, orkuhús Kröflunefndar, kisilgúrverksmiðjan og mörg önnur mannvirki standa á gig- börmum og hvenær sem er geta þau fallið niður i eldhyli Leir- hnúks. Og vaknar þá sú spurn- ing hjá almenningi: Hver borgar allt þetta tjón? Eignarétturinn hefur niu lif innan skamms feliur gerðar- dómur i Svartsengi, þar sem grundvölluð verður gjaidskrá fyrir Keflavik og Suðurnes, hvað fólkinu þar er ætlað að borga löglegum, þinglýstum eigendum jarðvarpa og þeirrar orku, er i iðrum landsins kraumar og vellur. Margir hafa áhyggjur stórar af dómnum, og hvað nú tekur við veit enginn. Hin mismunandi andlit eignaréttarins Eignarétturinn á islandi er i svolitlum vanda þessa dagana. Þótt við getum fallizt á ýmis sjónarmið eignaréttarins, þá finnst landlausu fólki að nokk- urs ósamræmis gæti. Vil ég þar nefna fáein atriði. Mönnum er meinaður aðgangur að landi undir vissum kringumstæðum a.m.k. Bannað er að tjalda nema gegn gjaldi, eða bara að þeim er alveg bannað það. Bannað er að ganga til rjúpna, að tina egg og snara fugl, að ekki sé nú minnzt á veiði i ám og vötnum, nema fyrir gjald. Ekki hindrar þessi eignaréttur samt, að almenningi sé gert að greiða landgræðslu.sbr. þjóðargjöfina, þar sem almenningur allur er kvaddur til með sköttum til þess að hindra að sauðkindin éti landið upp til agna. Við þeir landlausu teljum að þeir, sem hafa afsöl fyrir landinu og eiga sauðféð allt, eigi að borga þjóðargjöfina, en ekki leiguliðar þeirra. Sama er með stofnanir eins og Veiðimálastofnunina. Af hverju er l'ólk, sem ekki veiðir og kaup- ir ekki veiðileyfi, látið greiða fyrir visindi landeigenda og fiskiklak? Spyr sá sem ekki veit. Þannig birtist eignarétturinn á nýjan hátt. Eigandi fóstur- jaröarinnar hirðir arð hennar, en almenningur greiðir visindi og landspjöll. Fleira mætti nefna eins og það, að almenn- ingi er bannað að virkja vatns- föll en er hins vegar skylt að sjá landeigendum fyrir rafmagni eins og öðrum, — i versta falli með linu að sunnan, þvi að menn, sem hindra vilja virkjan- ir, vilja ekki án rafmagns vera, og þjóðin verður að afla gjald- eyris til þess að knýja túrbinur og disilvélar svo þeir hinir sömu fái ljós. Ný hlið á eignarétti Á eignaréttinum hafa nú birzt nýjar hliðar. Það liggur nú fyrir að Suðurnesjamenn eigi að greiða landeigendum Svarts- engis fyrir heitt vatn, eða gufu. Ef svipaðar boranir eftir heitu vatni hefðu verið fram- kvæmdar i landi Kirkjubæj- Hvernig væri að kaupa landið handa þjóðinni Eignarétturinn er lög- verndaður i stjórnarskránni. Meiri vernd er ekki unnt að veita neinu hugtaki en að geyma það i þeirri bók. Hann er lika verndaður i boðorðum guðs með vissum hætti. Hann er þvi helgaður eins vel og unnt er i andlegum og veraldlegum bók- um fátækrar þjóðar. Þetta segir okkur, að allar breytingar eru mjög torveldar. A hitt er einnig að lita, að öldum saman "hefur verið kúgað fé af almenningi með landi, og byltingamenn hafa skipt landinu upp, m.ö.o. þegar öllum hefur ofboðið ofriki landeigenda, eða eigenda fósturjarðarinnar. Rétturinn til landsins á að vera jafn. A þvi fer bezt. Lika á íslandi. Þá er að- eins um tvennt að velja, að taka landið, eða kaupa það. Ég er hlynntur hinu siðarnefnda. Þjóðin verður að kaupa landið allt. Allar jarðir, allt vatn.alla rjúpu, mús og fiska, refi og skarfa. Lika fjöll, elda og isa. Annars stendur hún ekki fyrir sinu svo hún megi heita þjóð. Miiljarðarnir tveir hefðu ver- ið góö útborgun — eða þjóðar- gjöfin. Svo hefði mátt gefa út skuldabréf, og svo er bara að borga. Finnar greiddu striðs- skaðabætur eftir seinasta strið, sem mörgum óaði við —en þeim tókst að borga i topp og nú liöur öllum betur. Jarðeldurinn i Vestmanna- eyjum, Viðlagasjóður allur gæti lika talizt sem hluti af útborgun i landkaupum þjóðarinnar og ýmsir reikningar aðrir fyrir landspjöll og vegaskemmdir, en umfram allt verður að fá þetta allt saman á hreint — þvi fyrr þvi betra. Ég veit ekki hvort eldfjöll eru i svipinn til sölu á fasteignasölum, en hitaréttindi eru það og ýms veiðiréttur og jaröir. Já hver borgar? spyr sá sem ekki veit. Hver er það sem borg- ar allt, sem borga þarf i þessu landi og reyndar i öllum löndum heims. Bankastjórar standa að visu við prentvélar, en bak við hvern seðil er súr sviti heillrar þjóðar, menn sem verka hey, menn sem draga fisk, klippa á togvira og renna búkkenholt þjóðaskútunnar svo allt megi ganga snurðulaust. Allt þetta kemur siðan til skila með sjóða- kerfum þjóðarinnar og sú sneið -er viö fáum af þjóðarkökunni er lögvernduð. Eignum manna er skipt i tvo meginflokka, lausafé og fast- eignir. Fasteignir eru hærra settar en lausafé. Menn eignast fjöll og fossa, silfurtærar ár, rjúpur á flugi. Fé af fjalli á hausti, egg á ilmandi vori, mús og fugl, gæs og ref. Lika margt annað, reka og söl, grös og mosa, og fleira og fleira. En nú hafa menn eignazt dá- litið nýtt. Það er orka landsins og hjá þvi verður allt annað sem menn eiga tiltölulega litils virty. Hvers virði orkan er þessum mönnum er ekki enn vitað, en

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.