Tíminn - 30.12.1975, Side 13

Tíminn - 30.12.1975, Side 13
Þriðjudagur 30. desember 1975. TÍMINN 13 ivi h m Válegar blikur á lofti Nú finnst mér válegar blikur á lofti. Liti maður i fréttablað eða hlusti á hljóðvarp, er það og oft til óyndis: Sifelldar slysa- eða striðsfréttir og að þjóðir, sem teljast kristnar og kaþólsk- ar, berast á banaspjót. Það litur út fyrir, að fólk sé búið að gleyma boðorðunum: Elska skaltu drottin guð þinn af öllu hjarta þinu, allri sálu þinni og öllum huga þinum og ná- ungann eins og sjálfan þig. Og gullnu reglunni: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þvi að öll eigum við að vera bræður og systur i drottni. Að hugsa sér til dæmis, að i Lundúnum eru vfðs vegar látnar sprengjur og vitisvélar til að sprengja jafnt stórhýsi, samkomuhús og bila, sem sak- laust fólk er i, fyrir nú utan öll löndin, sem sifelldur ófriður er i, bæði vegna kynþáttaóeirða og landaþrætu. Algóður guð forði heiminum frá þriðju heimsstyrjöldinni. Ég hef einnig miklar áhyggjur út af landhelginni okk- ar. Við, fámenn og fátæk þjóð með litil landgæzluskip, eigum i höggi við hernaðarstórveldi með mörg og stór herskip, enda þótt Englendingar viti að fisk- stofninn er að eyðast. Ég man eftir þvi, er ég var barn, fyrir og eftir aldamótin, þá komu sex hallærisár á Alfta- nesi og Suðurnesjum. Þótt ró ið væri suður i Garðsjó, fékkst ekki i soðið. Var þvi algert hallæri. Þá byrjaði fólk að fara til Vesturheims. Þá voru Englendingar með togara sina uppi i landsteinum, og einn enski togarinn strandaði upp i vör i Garðinum. Englendingar hafa gleymt þvi, að i siðustu heimsstyrjöld sigldu íslendingar til þeirra á litlum togurum, ljóslausir og radarláusir, til þess að færa þeim björg i bú. Englendingar hafa aldrei hugsað nema um sjálfa sig, og þeir ræna lifsbjörg okkar Islendinga. Þjóðin okkar ætti sifellt að sameinast i bæn i kirkjum, á fundum og i heimahúsum, og jafnvel i alþingissölum, um frið á jörðu, sæ og i lofti. Friður á jörðu fögnuð vekur, friðhelg styrkjast kærleiksbönd. myrkrin flýja, flóttann rekur frelsarans mikla guðdömshönd. Friður á jörðu, friður á hæðum, friður um gervöll heimsins lönd. Sambæn um allt land gæti orðið mikill verndar- og orku- gjafi sjómönnum okkar, sem á sjómannadaginn eru kallaðir hetjur hafsins. Lifið þið öll heil i Jesú nafni. Guðrún Eiriksdóttir, Kirkjuvegi 3, Hafnarfirði. Kaupið bílmerki Vinningsnúmer Landverndar i simahappdrætti Styrktarfélags lamaðra Æ og fatlaðra. /OKUM\ Svæðisnúmer 91 - 21227 /ekki\ Svæðisnúmer 91 - 38093 £UTAN VEGA) Svæðisnúmer 91 - 38213 Svæðisnúmer 92 - 1820 Til sölu hjá ESSO og SHELL Svæðisnúmer 92 - 2502 bensínafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustig 25 Arni Böðvarsson kennari sýnir hér nokkrar kennslubóka þeirra, sem á sýningunni eru. Timamynd: Róbert Sýning í Hamrahlíðarskóla: 100 kennslu- bækur á 50 tungumálum gébé Rvik — 1 Menntaskólanum i Hamrahlið stendur yfir nokkuð sérstæð sýning á eitt hundrað kennslubókum á fimmtiu tungu- málum. Eigandi bókanna er Arni Böðvarsson, kennari við skólann, en hann sér einnig um bókasafn skólans. Kennslubækur þessar eru úr safni séra Ragnars Ófeigs- sonar frá Fellsmúla á Landi, en Arni var einn af mörgum nem- endum Ragnars, — sem kenndi fjölda námsmanna undir stú- dentspróf. — Séra Ragnar Ófeigsson er látinn fyrir mörgum árum. Hann var mikill málamaður, og las er- lend tungumál sér til skemmtun- ar, sagði Arni Böðvarsson. — Hann stundaði tungumálanám i Kaupmannahöfn aðeins einn vet- ur, en var að öðru leyti sjálf- menntaður. Meðal kennslubókanna á sýn- ingunni, eru bækur um Norður- landamál, germönsk, slavnesk, rómönsk og mörg fornmái. Þá er einnig þar að finna egypzkar fleygrúnir og myndaletur. kennslubækur i japönsku, javönsku og ,,hausa”, sem er afriskt mál, svo eitthvað sé nefnt. Sýningin, sem opnaði i nóvem- bermánuði, mun verða opin eitt- hvað fram i janúar, að sögn Arna Böðvarssonar. Leyfðu óskunum að nætast Þær veröa aö fá tækifæri - mörg og góö tækifæri. SÍBS - happdrættiö býöur þau. Þar hækka vinning arnir um 50 milljónir og veröa 201 milljón og 600 þúsund. Og aukavinningurinn er sannkallaö- ur óskabíll: Citroén CX 2000. Bifreiö, sem kom fyrst á markað 1974, hönnuö til aö mæta kröf- um nútímans um öryggi, þægindi og sparneytni. Vinningarnir veröa 17500 talsins, frá 10 þúsund kr. upp í milljón. En kannski koma vinningar á 50 - 200 þúsund þægilegast á óvart. Hvaö finnst þér? Happdrætti moguíeikar allra y* * i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.