Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 30. desember 1975. TÍMINN m & &- •^ m Ovelkominn gestur lengur. Já, hann var athyglisverður.....Augu hennar lok- uðust og hún sveif inn í draumlausan svefn. 2. kafli. Þegar Jane opnaði dyrnar morguninn eftir, hrasaði hún næstum um tvær töskur, sem stóðu fyrir utan. Nú, svo Dick haf ði þá getið sér þess til að hún hef ði skilið þær eftir hjá Abner... Hugulsamt af honum að láta sækja þær svona f Ijótt. Raulandi fór hún inn fyrir með þær og lok- aði á eftir sér. Herbergið var allstórt, með gluggum á f ramhlið húss- ins, yfir veröndinni. Sem betur fór voru fataskáparnir rúmir, svo þar var nóg pláss fyrir öll fötin hennar. Seinna komst hún að því, að þetta herbergi og það næsta við hliðina, voru þau einu í húsinu, sem innréttuð voru með nýtízku þægindum eins og fataskápum. Henni til undrunar voru gluggatjöldin heldur leiðinleg, gerð úr dökku og dapurlegu ef ni. Gluggatjöldin í stof unni niðri voru líka úr þessu efni, hugsaði hún. Það var eins og það hefði verið valið af þvi það var endingargott. Þetta kom ekki alveg heim og saman við þá skoðun, sem hún hafði myndað sér um frú Conway. A gólf inu í her- berginu voru nokkrar mottur, skelfing litlausar og óskemmtilegar, þótt gólfiðsjálft væri gljábónað. Skrít- ið, hugsaði hún. Hún hefði haldið, að móðir Dicks hefði góðan smekk, og eftir því sem hann hafði gef ið í skyn, skorti f jölskylduna ekki peninga. Hún fór í gráar, þröngar buxur og græna silkiblússu, sem undirstrikaði græn augun og rauðbrúnt hárið. Hún gekk fram í forstofuna og öðrum megin heyrðust ein- hver hljóð, sem bentu til þess að þar gæti Wilma verið að störfum. Eftir andartaks umhugsun ákvað Jane að trufla hana ekki. Gólf ið í forstof unni var gljábónað líka og það munaði minnstu, að hún rynni til, þegar hún gekk út á veröndina. Sólin var þegar komin hátt á lof t. Hún hlaut að haf a sof ið lengi.....! Þannig átti maður ekki að byrja daginn á ókunnum stað. Hún horfði f ram f yrir sig f ramhjá garðinum, þar sem hlöður og gripahús voru með jöf nu millibili eins langt og augað eygði. Beggja vegna stígsins, sem lá heim að hús- inu voru blómstrandi runnar og fjær sá hún geysistórt HVELL steinbeð. Það var ekki vandi að f inna hentuga steina til slikra nota í þessu umhverfi. Allt í einu varð hún þess vör, að einhver horfði á hana. Innst inni í horni á veröndinni, þar sem gott útsýni var til f jallanna, lá grannvaxinn, dökkhærður drengur í garð- stól og horfði á hana með athygli. Andlit hans var óvenju f ölt og stór, blá augun voru mött og dapurleg. Þegar Jane kom nær, tók hún eftir að hann hafði djúp- ar hrukkur við munnvikin og að húð hans var gegnsæ, eins og er á þeim, sem lengi haf a verið veikir. — Halló, hver ert þú? sagði hún vingjarnlega. Hann mældi hana út frá hvirfli til ilja, næstum dóna- lega og loks svaraði hann önuglega: — David Conway. — O, ertu bróðir Dicks? — Nei, það er ég alls ekki, svaraði hann, svolítið hæðnislega. — Hann er frændi minn. Jane varð hissa á tóntegundinni, þegar hann nefndi Dick og sagði ekkert góða stund. Drengurinn spilaði með fingrunum á stólarminn og loks spurði hann með ákaf a: — Til hvers ert þú að koma hingað? Hvorki ég eða Neil kærum okkur um það. Jane horf ði f ast á hann og tók ef tir að hann beit á vör- ina, eins og hann væri óstyrkur. — Það kemur Neil ekki við, hvers vegna ég er hér, sagði hún kuldalega. — Það vill svo til að ég er gestur Dicks. — Allir, sem hér eru, koma Neil við, sagði drengurinn hranalega. — Þú verður bara til trafala...vinir Dicks koma alltaf illu af stað hérna á búgarðinum. Hann settist upptil hálfs og tók að stara á hana. — Farðu aftur þang- að sem þú varst! — David....svona talar maður ekki við gesti. Biddu af- sökunar eins og skot! Jane stóð eins og negld niður á veröndina. Þessi alvar- lega rödd var svo undarlega kunnugleg. Loks sneri hún sér hægt við og leit inn í köld, grá augu mannsins, sem hafði hjálpað henni kvöldið áður. Hún greip andann á lofti og grænu augun stækkuðu, þegar hún leit f yrst á mannion og síðan á drenginn. — David....? Röddin var róleg, en í henni var skipun undir niðri. — Allt í lagi, Neil, ef ég verð! Ég bið afsökunar......... Það var á mörkunum að Jane tókst að koma upp nokkrum orðum. \ \a\m siilSH Kil?L* 1 ^&W IssísíÍW ¦parr/I W0JJ l*g m Framhald. Þriðjudagur 30. desember 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jónas Jónasson les sögu sina „Húsálfinn" (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Hljómplötusafniö kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundssonar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál" eftir Joanne Greenberg Bryndís Vig- lundsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (20). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlista. Sónata nr. 2 fyrir pianó eftir Hallgrim Helgason. Guðmundur Jónsson leikur. b. Sönglög eftir,Elias Daviðsson. Guð- rún Tómasdóttir syngur. Höfundurinn leikur með á pianó. c. „Þorgeirsboli", balletttónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson! Sinfóniu- hljómsveit íslands leikur. Bohdan Wodiczko stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 l.itli barnatíminn Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sáðmenn að starfi Séra Björn Jónsson flytur þætti úr vestur-islenzkri kirkju- sögu. 20.10 Lög unga;fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Frá ýmsum hliðum Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ungl- inga. 21.40 Samleikur f útvarpssal Jón Sigurbjörnsson, Halldór Haraldsson og Pétur Þor- valdsson leika „Smátrió" eftir Leif Þórarinsson. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jóns- son flytur fimmta erindi sitt, „Mannssonurinn" 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir „Boranir og hallarekstur" smásaga eftir Svein Asgeirsson Höfundur les. 22.40 Harmonikulög Horst Wende og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi Dæmisögur Leonardos da Vinci. Alfred Drake les. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Kaupið bílmerki Landverndar ?Verjum ?So9róöurJ verndurm landögí LArMDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstotu Landverndar Skólavöröustig 25 AUGLÝSID r I TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.