Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 30. desember 1975. TÍMINN 17 ..Við komum hingað til að sigra — sagði Kevin Beattie, fyrirliði Ipswich- liðsins, sem vann góðan sigur gegn West Ham (2:1) á Upton Park — Við komum hingaö til aö sigra — lékum vel og áttum það svo sannar- Iega skilið, sagði enski landsliðsmaðurinn Kevin Beattie, eftir að Ips- wich-liðiðhafðilagt West Ham aðvelli (2:1) á Upton Park i Lundúnum. Ipswich-Iiðið, sem byrjaði keppnistimabilið mjög illa, virðist nú vera komið á skrið. — Það hefur nú aðeins tapað einum leik af 13 slðustu leikjum liðsins i 1. deildarkeppninni. Um jólin vann liðið góða sigra gegn Lundúnarliöunum Arsenal og West Ham. Ipswich sigraði Arsenal 2:0 á Portman Road á annan i jólum — liðið fékk óskabyrjun, þegar CLIVE WOODS skallaði knöttinn fram hjá JIMMY RIMMER.markverði Arsenal eftir aðeins 6 minútur — eftir sendingu frá TREVOR WHYMARK. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 71. min. fékk GEORGE ARMSTRONGgullið tækifæri til að jafna fyrir Arsenal. Hann skallaði glæsilega að marki Ipswich, en PAUL COOPERbjargaði meistaralega á siðustu stundu. Þetta var slð- asta tækifæri Arsenal-liðsins i leiknum. Það hefur ekki unnið leik á úti- velli frá þvi 19. ágúst 1 Sheffield. Rétt fyrir leikslok innsiglaði ALLAN HUNTER sigur Ipswich (2:0), þegar hann skallaði knöttinn I net Arsenal-marksins, eftir hornspyrnu frá MICK LAMBERT. MICK LAMBERTvar aftur i sviðsljósinu á Upton Park á laugardag- inn, þegar hann kom Ipswich á bragðið (1:0) gegn West Ham I byrjun siðarihálfleiks. Stuttu slðar var West Ham-leikmaðurinn KEITH ROB- SONrekinn af leikvelli — en þrátt fyrir það að leikmenn West Ham léku aðeins 10 inn á, tókst þeim að jafna. Það var TOMMY TAYLORsem jafnaði (1:1) úr vitaspyrnu. En Ipswich-leikmennirnir gáfust ekki upp — JOHN PEDDELTYskoraði sigurmark Angliu-liðsins rétt fyrir leiks- lok. -SOS ,,Við munum selja okkur dýrt... — hvar sem við leikum" sagði Jimmy Armfield, framkvæmdastjóri Leeds- liðsins, sem stöðvaði sigurgöngu AAanchester City — Við iii iiiiiiíii selja okkur dýrt, hvar sem við leikum — við stefn- um að meistaratitlinum, sagði Jimmy Armfield, framkvæmda- stjóri Leeds. Leeds-Iiðið sýndi það um jólin, að það er vont að hamla gegn þvl, .þegar það er komið á ferð. Leikmenn liðsins stöðvuðu 18 leikja sigurgöngu Manchester City á annan i jólum á Maine Road i Manchester — sigraði þar 1:0. Þetta var fyrsti tapleikur City-Iiðsins I 1. deildar- og deildarbikarkeppninni frá þeim gegn Derby á Baseball Ground 20. september sl. A laug- ardaginn vann Leeds-liðið siðan stórsigur (4:0) yfir Leicester á Elland Road. Leeds-liðið hafði svo sannar- lega meistaraheppnina með sér gegn Manchester City. 48.077 á- horfendur sáu tvö þrumuskot skella á stöngum Leeds-marksins I fyrri hálfleik — og knötturinn vildi ekki fara inn i Leeds-mark- ið. Það kom bezt i ljós i byrjun siðari hálfleiksins, þegar DENNIS TUEART, sem átti snilldarleik fyrir City, átti þrumuskot að niarki Leeds — knötturinn stefndi i netið, en á siðustu stundu tókst PAUL REANEY að bjarga á linu — skallaði knöttinn frá marki. Geysileg stemning var á áhorf- endapöllunum, enda var leikur- inn mjóg góður — en það sló þögn á áhorfendur á 73. min. Þá átti FRANKIE GRAY góðan sprett- hann sendi knöttinn til bakvarð- arins PAUL MEDLEY, sem skoraði gott mark fyrir Leeds — hans fyrsta mark á keppnistima- bilinu. Leikmenn City sóttu stift eftir markið — þeir reyndu án af- láts að jafna. Eitt sinn skoraði PAUL MADELEY ..... skoraði sigurmark Leeds gegn City. DENNIS TUEART mark, sem dómari leiksins dæmdi af — einn leikmaður City hafði snert knött- inn með hendi. Leeds-liðið varðist vel og stöðvaði sigurgöngu Man- chester-liðsins. PETER BARNES, hinn ungi framlinuspilari City meiddist illa á öxl i leiknum — á 20. minútu. Þessi efnilegi leikmaður getur ekki leikið með City-liðinu næsta mánuðinn. Liðin voru skipuð þessum leik- mönnum: LEEDS: — Harvey, Reaney, Madeley, F. Gray, Cherry, Bremner, Yorath, E. Gray, Lorimer, Clarke og McKenzie. MAN. CITY: — Corri- gan, Donachie, Clements, Booth, Doyle, Watson, Hartford, Oakes, Barnes (Paul Powell), Royle og Tueart. Leikmenn Leeds-liðsins hungr- aöi eftir mörkum á laugardaginn á Elland Road —-þeir skoruðu þá fjógurmörk (4:0) gegn Leicester. ALLAN CLARKE, DUNCAN McKENZIE (2) Og PETER LORIMERskoruðu mörk liðsins. —SOS DON MASSON.....sést hér skora fyrra tnark Q.P.R. gegn Norwich. Masson spyrnir knettinum fram hjá Kevin Keelan og Duncan Fobes. Mortimer hetja Aston Villa — þegar liðið vann stórsigur (4:1) yfir West Ham • Phil Parkes átti stórleik í marki Q.P.R. * Birmingham vann sinn fyrsta sigur á útivelli DENNIS MORTIMER, sem Aston Villa keypti f rá Coventry f yrir jólin á 175 þús. pund, var het[a Villa-liðsins á Villa Park í Birmingham á annan í jólum. Mortimer var pott- urinn og pannan í stórgóðum leik Aston Villa, og hann var maðurinn á bak við stórsigur (4:1) Villa yfir Lundúnaliðinu West Ham. Þessi 22ára piltur er mjög markagráðugur, og er sagður sem nýr Bobby Charlton. JOHN DEEHAN stuölaði að glæsilegri byrjun hjá Aston Villa. — Þessi 18 ára unglingur skoraði 2 mörk á fyrstu 20 minútunum. Villa-liðið náði frábærri sóknar- lotu, sem þeir Deehan og DENNIS MORTIMER ráku endahnútinn á — Deehan skoraði með góðu vinstrifótarskoti, eftir sendingu frá Mortimer. Stuttu siðar átti IAN HAMILTON þrumuskot, sem skall i stöng Lundúnaliðsins —- knötturinn hrökk til RAY GRAYDON sem sendi krossbolta fyrir mark West Ham. Deehan var þar á réttum stað og afgreiddi knöttinn i netið. Eftir þetta fóru leikmenn West Ham að sækja og átti KEITH ROBSON gott skot, sem skall i stöng. Réttfyrir leikshlé var Rob- son aftur á ferðinni, þá sendi hann knöttinn til BILLY JENNINGS, sem skoraði (2:1) með skalla. Aston Villa svaraði fyrir sig i siðarihálfleiknum, þegar Skotinn ANDY GRAY og IAN HAMIL- TON innsigluðu sigur (4:1) Villa- liðsins með góðum mörkum. 51.300 áhorfendur urðu vitni að þessum stórsigri Villa-liðsins, sem hefur skorað 16 mörk i sl. fimm leikjum sinum á Villa Park — metaðsókn á keppnistimabil- inu. PHIL PARKES, hinn frábæri markvörður Queens Park Rang- ers, átti stórleik á Loftus Road, þegar Norwich kom þangað i heimsókn. Parkes lokaði marki Lundúnaliðsins algjörlega og varði tvisvar sinnum stórkost- lega. 1 byrjun leiksins átti TED MacDougall skalla að marki Q.P.R., eftir sendingu frá COLIN SUGGETT. Knötturinn stefndi upp undir þverslána. Parker sa knöttinn seint — en á ótrúlegan hátt tókst honum á sið ustu stundu að stökkva upp og slá knöttinn yfir þverslána. Parker var óstöðvandi, — hann varði stuttu siðar þrumuskot frá PHIL BOYER —snilldarlega vel. Indverjinn KEVIN KEELAN i marki Norwich varði einnig vel — en honum tókst þó ekki að koma i veg fyrir tvö mörk. DON MASSON skoraði fyrra mark DENNIS MORTIMER.....Aston Villa keypti hann frá Coventry á 175 þús. pund. Q.P.R.eftirsendingufrá GERRY FRANCIS og siðan innsiglaði STAN BOWLES sigur (2:0) Lundúnaliðsins. — Ég varð fyrir miklum vonbrigðum — við áttum með réttu að skora a.m.k. 2-3 mörk i leiknum, sagði JOHN BOND, framkvæmdastjóri Nor- wich, eftir leikinn. BRYAN KING markvörður Coventry átti einnig stórleik á annan i jólum - hann átti stærstan þátt i sigri (1:0) Coventry gegn Úlfunum & Molineux i Wolves- hampton. JOHN GRAVEN skor- aði mark Coventry, með skalla, eftir sendingu frá MichaelCoop. ALAN FOGGON skoraði fyrir Middlesborough á Bramall Lane, en BILL GARNER jafnaöi (1:1) fyrir Sheffield United. TOMMY GRAIG tryggði Newcastle sigur (1:0) gegn Burnley á Turf Moor, þegar hann skoraði úr vita- spyrnu. TREVOR FRANCIS var hetja Birmingham, sem vann stórsigur (3:1) gegn Tottenham á White Hart Lane i Lundúnum. Þetta var fyrsti sigur Birmingham á úti- velli. Francis átti heiöurinn af öll- um mörkum Birmingham-liðsins — skoraði tvö þau fyrstu eftir varnarmistök leikmanna Totten- ham. TERRY HIBBITTgaf langa sendingu fram völlinn — PAT JENNINGS, markvörður Totten- ham, sem að öllu eðlilegu heföi gómað þessa sendingu — fraus i markinu. Francis náði knettinum og skoraði — 1:0. Siðan varð leik- mönnum Tottenham aftur á mis- Framhald á bls. 19 ÞEIR SKORA ÞEIR sem hafa skoraö flest mörk i ensku 1. deildarkeppninni, eru: MacDougall, Norwich.........16 Duncan, Tottenham .:----.....13 McKenzie, Leeds..............12 Latchford, Everton............11 MacDonald, Newcastle ...".....11 Noble, Burnley................H Cross, Coventry...............10 Francis, Birmingham.........10 Lorimer, Leeds ...............10 A.Taylor, WestHam..........10 Toshack, Liverpool............10 Clarke, Leeds................. 3 George, Derby................ 9 Lee.Derby.................... í> Tueart, Man. City............. í> Grenhoff. Stoke............... 8 Pearson, Man.Utd............. 8 McIlrov.Man. Utd............. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.