Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 30. desember 1975. METSÖLUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI í SIS-FODIJK SUNDAHÖFN GBÐI fyrir góéan maM ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Rega getur ekki mætt fyrir rétti vegna sykursýki! Reuter/Buenos Aires. Dóttir Jose Lopez Rega, fyrrum velferöarráðherra i rikis- stjórn Mariu Estellu Peron, Argentfnuforseta kom fyrir rétt i gær og sagoi, að vegna lasleika hefði faðir hennar ekki getað mætt fyrir rétti þá um daginn til þess að svara spurningum réttarins um ákæruatriðiþau.er borinhafa verið á hendur honum um þátttöku I fjárdrætti og ýmiss konar spillingu innan argentfnska stjórnkerfisins meðan hann var ráðherra. Sagöi dóttir Rega, að faðir hennar þjáðist af sykursýki og gæti þvi ekki komið til Argentínu. Rega dvelst á Spáni en honum var visað Ur landi i júli sl. og sviptur völd- um samkvæmt kröfu verka- lýðsleiðtoga og ráðamanna hersins. Rega var helzti ráðgjafi Mariu Estellu Peron núver- andi forseta. Indland: Kosningum frestað í eitt ár Reuter/Nýja Delhi. Stjórnar- flokkurinn á Indlandi, Kongressflokkurinn, flokkur Indiru Gandhi, forsætisráðherra, hefur ákveðið að leggja til við indverska þingið, að kosningum til neðri deildar þingsins verði frestað um eitt ár. t áskorun, sem flokksstjórn Kongressflokksins, beindi til þingmanna efri deildar þingsins i gær, er þess farið á leit við þing- mennina að þeir samþ. i skjóli S'i. greinar indversku stjórnar- skrárinnar, að framlengja umboð neðri deildar þingsins um eitt ár og fresta þannig kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári. i áskorun flokkstjórnarinnar segir, að þetta sé nauðsynlegt til þess að tryggja stöðugleika f efnahags- og stjórnmálalifi landsins i þvi umróti, sem nú eigi sér stað í þjóðlifi landsins. Til þess að frestun kosninganna til neðri deildarinnar nái fram að ganga, þarf samþykki efri- deildarinnar, eins og fyrr segir, Indland: Enginn komst lífs af úr námaslysinu Argentína: Reuter/Chasnalla, Indlandi. Verkamenn, sem unnið hafa að björgunarstörfum i Chasnalla á Norður-Indlandi, þar sem a.m.k. 370 verkamenn lokuðust inni i námu sl. laugardag, er náman fylltist af vatni, gáfu i gær upp alla von um að bjarga mætti mönnunum. Taliðer að a.m.k. 370 verkamenn hafi látið Hfið, er námagöngin fylltust af vatni, eftir að sprenging varð i námunni. Lögreglan hélt i gær i skef jum hópi 2000 reiðra kvenna og barna, sem ráöast vildu á embættis- menn, er björgunarmennirnir gáfust upp við björgunarstörfin i gær, og sögðu ekki fræðilegan möguleika á þvi, að neinn hefði komizt lifs af úr slysinu. Talið er að vatnið hafi að mestu l'yllt göngin, sem eru um 200 metra djúp. Er þetta mesta námaslys, sem orðið hefur á Ind- landi. Kona eins námaverka- mannanna, sem fórst i slysinu, reyndi að brenna sig til bana, er hún frétti, að það væri álit tals- manna félagsins, sem námuna rekur, að engin von væri um björgun. Kona þessi úðaði paraffini yfir sig, en bar siðan eld i klæði sin, inni i litilli tveggja herbergja ibúð hjónanna.Lögreglanruddist inn i ibúðina er hún komst að þessu og tókst að slökkv eldinn i klæðum konunnar. Er hún illa særð og vart hugað lif. Það var siðvenja til forna i Norðaustur-Indlandi, að eigin- konur ættu að færa þessa fórn við bálför eiginmanna sinna, en siður þessi var aflagður fyrir meira en heilli óld, en virðist, eins og dæmi þetta sannar eiga sterk itök meðal þjóðarinnar. Rannsókn á hendur Peron óumflýjanleg? Reuter/Buenos Aires. Talsmaður argentínska stjórnarflokksins, Peronistaflokksins, lýsti þvi yfir á þingi i gær, að hann og stuðningsmenn hans myndu hafna með iilln kröfum um að fram fari á vegum þingsins rannsókn, sem beint verði að Mariu Estellu Peron, forseta, og stjórnarstörfum hennar. Talsmaðurinn gaf hins vegar til kynna, að stuðningsmenn forset- ans yrðu að rökræða kröfuna um rannsókn á hendur forsetanum við flutningsmenn tillögunnar, og að umræður um tillöguna kynnu að fara fram á opnum fundi. Alyktanir þessar eru dregnar af yrirlýsingu. Alfredos Rodrigos, sem situr á þingi fyrir Peronista- flokkinn, en i yfirlýsingu hans segir, að stuðningsmenn forset- ans hafi útnefnt hann til þess að standa fyrir svörum og halda uppi vörnum fyrir forsetann, þeg- ar rannsóknartillagan kæmi til umræðu i þinginu. Formleg tillaga hefur verið lögð fram á þinginu um að opin- ber rannsókn verði hafin á stjórnarstörfum forsetans og þátttöku hennar i spillingunni innanstjórnkerfisins. Það eru tólf þingmenn, sem lagt hafa tillög- Blaðburðarfólk óskast í Kópavogi Kársnesbraut vestan Urðarbrautar og Hraunbrautar. Umboðsmaður i Kópavogi. Simi 42073. una fram og saka þeir forsetann m.a. um lélega stjórnun, spillingu og hæfileikaskort til þess að stjórna landinu. Fréttaskýrendur segja, að þó að flokkur Peronista hafi klofnað i afstöðunni til rannsóknarinnar, og stuðningsmenn forsetans séu i minnihluta i neðri deild þingsins, geti þeir engu að siður komið i veg fyrir að tillagan um rannsókn nái fram að ganga, þvi að til þess að svo geti orðið, þarf hún að njóta stuðnings 2/3 þingmanna deildarinnar. Þá er það og áskilið i stjórnar- skrá landsins, að til þess að ræða megitillöguna á opnum þingfundi þurfi samþykki 2/3 þingmanna deildarinnar. I tillögunni er for- setinn einnig sakaður um að hafa reynt að koma i veg fyrir aö rannsaka mætti mál Lopez Rega, fyrrverandi velferðarmálaráð- herra. Peron hefur fram til þessa lagzt gegn þvi, að unnt væri að rannsaka mál Rega, en sl. laugardag venti hún sinu kvæði i kross og fyrirskipaði velferðar- málaráðuneytinu að veita rannsóknanefndinni allar þær upplýsingar sem hún þyrfti á að halda. en i raun er áskorun þessi forms- atriðieitt, þar sem fullvíst má telja, að tillagan verði samþykkt, enda ræður stjórnarflokkurinn yfir meira en 2/3 atkvæða i efri deildinni. Akvörðun þessa efnis kom ekki á óvart, þvi að talsmenn stjórnar- innar hafa gefið þetta ótvirætt I skyn um nokkra hrið. Hefur ákvörðun þessi ekki valdið teljandi ágreiningi innan flokks forsætisráðherrans, og þykir það bera vott þess, hversu traustum höndum Gandhi haldi um sljúm- völinn. Ekki er talið óllklegt, að fram- undan séu róttækar breytingar á stjórnarskrá Indlands. Horfið verði frá hinni brezku fyrirmynd um stjórnskipulag landsins og tekið upp forsetakerfi. Gandhi hefur þó sagt, að slikt þarfnist samþykkis þjóðarinnar. Toss: Sovétríkin ekki við- riðin Opec-árásina Samkomulag um aðvörunar- stöð í Sinai Reuter/Jerusalem. Israels- menn og Egyptar komust að samkomulagi i gær um deilu þá, er þeir hafa átt i um stærð og staðsetningu aðvörunar- stöðvar Egypta við Giddi fjallaskarðið á Sinaieyði- mörkinni, að þvi er talsmaður Sameinuðu þjóðanna skýrði frá i gær. Erfitt hjá Rolls-Royce Reuter/London. Hinar virðu- legu Rolls-Royce vélaverk- smiðjur i Bretlandi, sem nú eru i rikiseign, tilkynntu i gær, að þær hyggðust fækka starfs- mönnum sinum um 6000 og loka tveimur verksmiðjum, i Yorkshire og á Norður-Ir- landi. Fyrr á þessu ári fækkaði verksmiðjustjórnin starfsmönnum um IMOO. Er þetta gert vegna rekstrar- örðugleika og samdráttar á viðskiptamörkuðum verk- smiðjanna. Reuter/Moskva. Hin opinbera fréttastofa I Sovétrikjunum, Tass, bar harðlega til baka þær sögusagnir, sem komizt hafa á prent i sumum vestrænum blöð- um, að einn skæruliðanna fimm, sem tók OPEC ráðherrana í gfsl- ingu, er þeir sátu á fundi I Vin, skömmu fyrir jól, hefði hlotið þjálfun slna I hryðjuverkastarf- semi I Sovétríkjunum, er hann hefði verið þar við nám. Tass endurtók fyrri fullyrðing- ar þess efnis að það hefðu verið zionistar og heimsvaldasinnar, sem hefðu staðið að baki árásinni á Vinarfundinn. Sovétrikin styddu ekki aðgerðir sem þessar, enda væru þær til þess fallnar að skaða málstað frelsissamtaka Palestinuaraba. Blaðburðarbörn Tímans Timinn býður öllum blaðburðarbörnum i Reykjavik, Kópavogi, "Garðahreppi og Hafnarfirði á jólatrésskemmtun Fram- sóknarfélaganna i Reykjavik að Hótel Sögu i dag 30. desember kl. 15.00. Blaðburðarbörn eru vinsamlega beðin að sækja miða i afgreiðslu Timans, Aðal- stræti 7, og i Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði til umboðsmanna Timans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.