Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. desember 1975. TÍMINN 3 LOÐNULEIT HEFST EFTIR ÁRAMÓTIN gébé Rvik — Rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur i leiðang- ur þann 2. janúar áleiðis á ioðnu- miðin fyrir austan og norðaustan land. Búizter við, að leiðangurinn taki um fjórar vikur. Leiðangurs- stjóri verður Hjálmar Viihjálms- son fiskifræðingur, en auk hans verður i ferðinni Eyjólfur Frið- geirsson fiskifræðingur og einn annar starfsmaður Hafrann- sóknastofnunar. — Það er misjafnt eftir árum hve langt loðnan er komin á þess- um tima, en algengast er að hitta á hana austur af Langanesi i janúarbyrjun, sagði Hjálmar. — Við munum leggja mikið kapp á að fylgjast með loðnugöngum af Austfjarðarmiðum um alla ver- tiðina, en jafnframt er meiningin að fylgjast betur með vestur- svæðinu en við höfum getað gert hingað til, ef ske kynni að ein- hverjar loðnugöngur kæmu það- an, sem við höfum reyndar haft grun um pndanfarin tvö ár, sagði Hjálmar Vilhjálmsson. gébé Rvik — — Andro- meda reyndi hvað eftir annað ásiglingu á okkur eða um 6-7 sinnum, jafnvei þótt engin ástæða væri til þess, sagði Guð- mundur Kærnested skipherra á Tý, sem sigldi inn i Reykja- vikurhöfn I gærdag i miklu hvassviðri og snjókomu. — Við vorum á siglingu í beinni stefnu á sunnudagsmorguninn þegar freigátan Andrómeda tók að hefja ásiglingatilraunir. Við drógum úr ferðinni þegar við sáum hvert stefndi, en allt kom fyrir ekki — ekki var hægt að forðast áreksturinn. Við ásiglinguna losnaði landgangur á þilfari freigátunnar og þaut til um allt og munaði þar minnstu að Bretarnir misstu marga menn, sem voru á stjái á þilfar- inu. Talsverður sjór var, eða um 4-5 metra ölduhæð, og voru togararnir þarna ekki með veiðarfæri sín úti — né við held- ur með klippurnar, sagði Guð- mundur. Þetta var ekkert nema einhver strákaskapur úr þeim og m jög léleg sjómennska, enda ekki farið eftir neinum siglingarreglum, þetta voru beinar hernaðaraðgerðir. Guðmundur sagði, að þau brezk skip, sem hafi fréttamenn um borð, séu mun árásargjarn- ari en önnur, og kvaðst búast við, að ástæðan væri sú að skip- herrar þeirra vildu komast i blöðin. Þarna voru t.d. allar lik- Varðskipið Týr lagðist utan á Baldur við Ingólfsgarð i Reykjavik i gær. Veður var leiðinlegt, allt að átta vind- stigum og snjókoma af og til. Timamyndir: Róbert ur á þvi, að stórslys hefði getað orðið, sagði hann, og við gátum ekkert gert annað en að draga úr ferðinni, þar sem ef við hefð- um reynt að bakka, hefði Týr getað snúizt og þvi rekist á frei- gátuna, sem var alveg upp við bakborðshlið okkar. Við gerðum allt til þess að forða frá árekstrinum. A þilfari freigát- unnar eru þykkir pollar, sem myndu gera gat á okkur ef við rækjumst á þá, sagði skipherr- ann, en auk þess eru þeir með fina hnifa úr „massifu” stáli aftastá skipinu, sem notaðir eru sem skrúfuv-örn, en þeir gætu rist siðu okkar i sundur mjög auðveldlega, þvi að þunginn er það mikill þegar árekstur verð- ur, en freigátan er þrjú þúsund tonn. Hnifarnir eru ekki stórir, — ná i mesta lagi um það bil fet út, en gætu gert geysilegan skaða. — Ég harma það, að brezki sjóherinn s'kuli ekki sýna betri sjómennsku en þetta, áður voru þetta „gentlemen”, en nú eru þetta ungir drengir, sem ekkert hafa gert annað en að sækja kokteilboð og sigla milli landa i Miðjarðarhafinu. Þó má ekki setja alla brezka sjómenn undir sama hatt, t.d. á birgðaskipun- um Miröndu, Hausa og Othello, það eru „Gentlemen” og hafa aldrei sýnt varðskipunum yfir- gang né áreitni, það eina, sem þeir hafa gert, er að láta flotann vita hvar við erum staddir i það og það skiptið. En dráttar- bátarnir, það eru ekkert annað en leiguofbeldismenn og þeirra eina hlutverk hér er að keyra á islenzku varðskipin, þvi að aldrei hjálpa þeir togurunum brezku að neinu leyti. 1 þriðja lagi eru það svo sjómennirnir i brezka flotanum, og þarf ég ekki að lýsa aðferðum þeirra sem öllum ætti að vera ljósar. Að lokum skal þess getið, að i 24. grein siglingarlaganna segir Jarðskjálftavirknin frekar að aukast miðað við síðustu sólarhringa gébé-Rvik. — Jarðskjáiftar mældust i fyrrinótt, sá stærsti var kl. 03:42 og varð 4,3 stig á Richter kvarða, sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur i gær, annar varð svo i gær- morgun um hálf ellefu sem mæld- ist liðlega fjögur stig. Upptaka- svæði frá því á mánudag virðast nú verða frá öxarfirðinum og norður undir Kópasker. Talsvert er mikið um jarðskjálftavirkni á þessu svæði. i gærdag mæidust nokkrir kippir i norðanverðum Axarfirði og i Núpasveit, og voru þeir rúmlega fjögur stig á Richter kvarða að stærð. Miðað við siðustu sólarhringa er óhætt að segja það að jarðskjálftavirknin aukist frem- ur en hitt, eri samt er hún að sjálfsögðu ekki eins mikil og fyrst eftir að gosið hófst. — Þetta hleypur mikið til og það er hægt að eiga von á öiiu meðan jarðskjálftarnir eru sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og var sammála Ragnari að virknin virtist frekar að vera að aukast upp á siðkastið fremur en hitt. Húsbruni á Flateyri KSn-Flateyri. — Aðfaranótt þriðjudagsins sl. brann til grunna húsið að Brimnesvegi 12 hér á Flateyri, en hús þetta hafði þá staðið autt i tæpan mánuð. Þá flutti úr þvi Hinrik Magnússon, en hannhafði búið i þvi, meðan hann var að vinna að lagfæringum á húsi sinu, sem skemmdist af eldi á sl. sumri. Eldurinn kom upp um 4-leytið um nóttina, og var þá versta veður af norðaustri og hrið. Brann húsið til grunna, en slökkviliðinu tókst að verja næstu hús. Stóð reykhafið og neista- flugið lagt á haf út. Húsið að Brimnesvegi 12 var eitt af fáum húsum á Flateyri með nafni, en það nefndist Þönglabakki. Þar bjó á sinum tima, Snorri Sigfússon, skóla- stjóri. orðrétt: „Skipsem siglir annað skip uppi, skal skilyrðislaust vikja. — Skip telst sigla annað skip uppi ef það nálgast úr ein- hverri átt, sem er meira en 22 1/2 gráðu fyrir aftan þverskips- stefnu en þá sést hvorugt hliðar- ljósið i myrkri.” Búizt er við að varðskipið Týr Guðmundur Kærnested skip- herra i brúnni á Tý við kom- una til Reykjavikur i gær. haldi aftur til gæzlustarfa strax eftir áramótin, eða 2. janúar. GUÐMUNDUR KÆRNESTED SKIPHERRA: i-EIGUOFBELDISAAENN, SEM VIRÐA ENGAR REGLUR Framsóknarféiögin i Reykjavik héldu jólatrésskemmtun að Hótel Sögu I gær og bauð Timinn þangað blaðburðarbörnum sinum á Reykjavikur- svæðinu. Ilúsfyllir var og mikið grin og gaman eins og þessi Timamynd Guðjóns Einarssonar sýnir. 2,2 MILLJARÐAR KRÓNA ÓGREIDDIR gébé Rvik — Miðað við daginn i dag, er ckki gert ráð fyrir að nema 75% innheimtistaf álögöum gjöidum fyrir árið 1975. Þau 25%, sem búizt er við, að verði úti- standandi, nema 2,2 milljörðum króna, sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaIdheimtustjóri í viðtali við Timann I gær. Hins vegar sagði Guðmundur Vignir, að erfitt væri að segja til um þetta enn, og að þetta væri lausleg áætlun hjá sér. Þá sagði gjald- hcimtustjóri, að ef miðað væri við siðustu tölur, þá myndi þetta vera rúmlega 2% minni innheimta en á siðasta ári. — Og þá á ég við per- sónuskatta, sagði liann, inn- heimtá fasteignagjalda verður sennilega svipuð og i fyrra. Alögð gjöld fyrir árið 1975 námu 8,8milljörðum króna. Lögtök hóf- ust átta dögum eftir eindaga sem var 16. ágúst s.l., og komu þá 1 1/2% dráttarvextir á ógoldnar skuldir, en verða 2% eftir ára- mótin. Nokkur ös var hjá Gjaldheimt- unni i gærdag, en i dag verður opiðfram til hádegis, og er þá bú- izt við miklu fjölmenni i stofnun- ina. — Margir eru þeir, sem draga að greiða skatta sina fram til allra siðustu daga, og sem dæmi má nefna að mánudaginn 29. desember komu inn 96 milljónir króna hjá Gjaldheimt- unni i Reykjavik. Rannsókninni haldið ófram FJ-Reykjavik. Rannsókninni á hvarfi Guðmundar Einars- sonar er haldið áfram af full- um krafti, en að sögn rann- sóknarlögreglunnar i gær- kvöldi höfðu þá ekki komið fram neinar nýjar upplýsing- ar til viðbótar frétt Timans i gær. Guðniundur Einarsson 82 létu lífið í slysum drið 1975 FB-Reykjavík. 1 yfirliti, sem SVFÍ hefur gert um slysfarir ts- lendinga á árinu 1975, kemur fram, að i sjóslysum og drukkn- unum hafa 17 látizt, en 29 árið á undan, 35 i umferðarslysum en 21 árið 1974, i flugslysum 7, en fjórir árið áður og i ýmsum slysum 23, en 39 árið áður. Þvi hafa 82 Is- lendingar látið lifið i slysum á þessu ári, en 93 árið 1974. Banaslys i hverjum mánuði ár- ið 1975 eru sem hér segir: janúar 7 (4), febrúar 2 (6), marz 5 (3), april 7 (4), mai 1 (5), júni 6 (12), júli7 (6), ágúst 6 (14), september 6 (7), Október 14 (3), nóvember 9 (10) og desember 12 (19). Tölurn- ar innan svigans eru frá þvi árið 1974. 225 manns var bjargað úr lifs- háska á árinu 1975 en 223 árið þar á undan. Fiskverðið BH—Reykjavik. — Yfirnefnd verðlags sjávarútvegsins náði i gær samkomulagi um breyting- ar á stærðarhlutföllum fisks. og gildir það frá 1. janúar 1976. Þorskur. smár 43-54 sm. miðl- ungs 54-70 og stór 70 sm og yfir. Ýsa smá 40-52 sm. stór 52 sm og yfir, ufsi smár að 54 sm. miðl- ungs 54-80 og stór 80 sm og vfir. Einnig ákvað nefndin verð i nokkrum stærðarflokkum. en verð i hverjum stærðarflokki skal vera óbreytt út janúarmán- uð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.