Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. Sfifífl ,,Adenauer-kletturinn" Eduard Adorno ráðherra, talaði um „Roccia di Adenauer" þeg- ar hann ávarpaði þýzka og italska gesti I tilefni af Adenau- er-árinu, sem er að hefjast, en hundraðasti fæðingardagur hans er 5. janúar nk. Þessi Adenauer-klettur er hjá italska smábænum Positano og hafði útgefandi nokkur frá Þýzka- landi komið auga á að hann likt- ist hinum látna stjórnmála- manni. Hann benti stjórnvöld- um borgarinnar á þetta og þeir skirðu klettinn eftir Adenauer. Gefur siðan að lita myndir i ferðamannabæklingum til að laða Þjóðverja til Positano. Kletturinn hefur reyndar áður verið látinn heita ýmsum nöfn- um, en borgarstjórinn i Posi- tano lét satt kyrrt liggja, þegar Adorno ráðherra afhenti italska sendiherranum fagurlega inn- rammaða mynd við fyrrgreint tækifæri, að fyrir skömmu hét kletturinn „Testa del Duce" eða „Höfuð Mussolinis"! Brotlending. Hann féll niour úr himninum og lenti í hjónabandinu ,,Ef ég stend mig á ao reka mig" ekki Hvernig á ég að fara að þvi að segja stúlku, að ég elski hana? — Ungur Tyrki datt niður á lausnina. Hún varð honum dýr- keypt, en árangursrik. Fyrr meir var lif ástfanginna ungra manna auðveldara. Þeir gripu mandólinið sitt og skeið- uðu með það að heimkynnum sinnar heittelskuðu og kyrjuðu við mánaskinið undurblið ljóð. Ef stúlkan henti rós niður til Rómeósins sins, vissi hann að honum yrði tekið. En nú á dög- um þegar ástarljóð óma úr hverju útvarpstæki, gengur þetta ekki lengur. Frammi fyrir þessari staðreynd stóð Tyrkinn Nafiz frá Ankara ráðþrota. Hvað gat hann gert til að heilla sina heittelskuðu? Loks- ins datt þessum áhugaflug- manni gott ráð i hug. Hann leigði sér litla flugvél af Cup Piper-gerð. Yfir húsi stúlkunnar lék hann alls konar listir, hinn hugaði Nafiz flaug steypiflug, i slaufum og beygjum, og á hvolfi, — i stuttu máli sagt, þá var þetta frækileg sýning. En Adam var ekki lengi i Paradis. Nafiz gerðist of djarf- ur, — hann missti stjórn á vél- inni og hún hrapaði. Piperinn lenti á þaki hússins, sem kær- astan bjó i. Þaðan féll flakið niður á svalirnar á fjórðu hæð og siðan koll af kolli þar til hún stöðvaðist á svölum fyrstu hæð- ar, einmitt þar sem stúlkan hafði staðið stuttu áður. Þetta var lán i óláni, — hvorugt þeirra slasaðist. Að visu fékk flugmað- urinn fáeinar skrámur en ekk- ert sem orð er á gerandi. Nokkr- um dögum eftir óhappið fóru þau til dómarans i ákveðnum erindagjörðum. Unga frúin sagði hlæjandi. — Það er miklu auðveldara fyrir tvo en einn að borga skemmdirnar á flugvél- inni. Segir James Levine, 32 ára gamall, sem er nýorðinn aðal- hljómsveitarstjóri Metropolitan óperuhússins. Hann byrjaði 13 ára gamall að læra hjá Rudolf Serkin, og 19 ára lærði hann við Juilliard skólann i New York á einu ári, það sem öðrum tekst tæplega á fimm árum. Þetta vakti athygli hljdmsveitarstjórans George' Szell, sem gerði James Levine að aðstoðarhljómsveitarstjóra hjá sér þegar hann var tvitug- ur. Hann lærði i sex ár af Szell, og hóf svo að stjórna við Metropolitan-óperuna. Þegar Rafael Kubelik lét af stöðu sinni sem aðalhljómsveitarstjóri hússins 1974, tók Levin við stöðunni, en hann var þá orðinn mjög vel þekktur fyrir Verdi óperurnar, sem hann hafði stjórnað. Plötufyrirtæki rifast nú um hann og þegar hann stjórnaði London Symphony Orchestra á tónlistarhátiðinni i Salzburg i sumar, var hann af sumum talinn betri en Karl Böhm og Leonard Bernstein. Slikur árangur kostar vinnu. Levine ferðast með vinkonu sinni, sem spilar á óbó, segir hann: — 1 tuttugu ár hef ég fengizt við tónlist frá þvi snemma á morgnana þar til seint á kvöldin. Ég læri „partitúrin" min að minnsta kosti tvær til þrjár stundir á dag. Með hliðsjón af þessu er skiljanlegt, að hann kann 55 óperur og gifurlegt magn af sinfónlskum tónbókmenntum utan að. Hann leyfir sér stund- um þegar heitt er að stjórna á skyrtunni, og leyfir tónlistar- mönnunum lika að spila þannig. Hann mun að visu eiga i nokkru striði i framtiðinni, þvi að þeir sem styðja Metropolitan— óperuna vilja frekar fá að heyra „Aida" og „Tosca", heldur en ómstriðari verk eins og Wozzeck" eftir Alban Berg og „Moses og Aron" eftir Schönberg. En Levine lætur ekki skjóta sér skelk i bringu. Endir flugrdmantikinnar. — t stað þess að arka af stað með mandólinið sitt undir hendi að svölum sinnar heittelskuðu, á- kvað Nafiz að reyna að heilla hana með flugkúnstum. Hinn galvaski ofurhugi lenti vél sinni á syölum vinkonu sinnar, — án þes's að slys hlytist af. Góður endir eftir brotlendingu. Þetta djarfa flug borgaði sig fyrir Nafiz. Stuttu eftir hrapið fór kærastan hans með honum til dómarans. DENNI DÆMALAUSI Hr. Wilson segir, að það sé ekki hundi út sigandi, svo hann átti von á mér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.