Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL 1975 ar undan brúargólfinu. Engin slys urðu á mönnum. Siglt var .á 91esta dekkbát vestur af Bjarg- töngum. Eigandinn var einn i bátnum og svaf, þegar ásigling- in átti sér stað. Báturinn sökk, en eigandinn komst i gúmbát og var bjargað. Loksins eftir langa mæðu var Lénharður fógeti sýndur i sjón- varpinu. Fátt fólk var á ferli á meðan sýningin stóð yfir, þvi að allir vildu sjá þessa frægu mynd. Flestir virtust þó verða fyrir vonbrigðum. Gott veður var sérlega siðari hluta mánaðarins. Sauðburður stóð yfir um land allt. Siðari hluta mánaðarins voru miklir hitar víða um land og undi fólk vel i sólbaði. Norður við Kröflu var farið að bora vegna fyrir- hugaðrar virkjunar. Fyrsta aksturskeppnin fór fram hér- lendis og tóku 54 bilar þátt i keppninni. 1 Hvitá i Borgarfirði lögðu menn laxanetin og lax- veiðitiminn hófst. Ekkert veidd- ist þó fyrsta daginn, en tveir laxar komu þann næsta. En fleiri veðimenn voru einn- ig á ferð. Suður með sjó voru byssuglaðir menn á ferð, og skjóta á hvað sem fyrir er. Skutu m.a. á skepnur. í borgarráði er samþykkt skipulag að nýjum miðbæ i Reykjavik. Þetta er fyrri áfangi skipulagsins. Miðbærinn nýi hefur verið nefadur Kringlubær. Hvassafellið, sem legið hefur strandaðvið Flatey siðan i vet- ur náðist á flot. Farið verður með það i slipp á Akureyri til að kanna skemmdirnar, en síðan sent utan til viðgerða. Maður verður úti i Hestfirði. Maður myrtur i Ólafsvik. Júní ALÞÝÐUSAMBAND Islands hafði boðað allsherjarverkfall 11 júni, ef samningar hefðu ekki tekizt fyrir þann tima. Stöðugir samningafundir stöðu, og þegar sýnt þótti að skammt væri i samninga var verkfallinu frest- að um tvo daga. Sá frestur dugði, þ.e.a.s. samningar voru undirritaðir aðfaranótt 13. júni. Félagsfundir voru haldnir i flestum félögum næsta dag og samþykktu þeir samningana. Varð þvi einungis nokkurra klukkustunda vinnustöðvun. Talið er að samningarnir gefi Hvað er þér minnisstæðast d drinu 1975? Asta Lárusdóttir, banka- starfsmaður Búnaðarbankan- um: Það er erfitt að svara þessu, það er svo margt sem gerzt hefur. Það er auðvitað þetta nýja eldgos fyrir norðan, sem mér dettur fyrst I hug. Og svo hinn stóri viðburður, kvennadagurinn 24. október. Ég álit, að mikið hafi áunnizt á þessum fundi og á kvennaári, samstaðan meðal kvenna hef- ur aukizt, en jafnréttisbarátt- unni verður ekki lokið að loknu kvennaári hún verður aldrei búin. Einstök hlýindi voru slðari hluta mal. Komst hitinn iðuiega upp i 20 stig. Fólk naut veðurbllðunn- ar, en um mánaðamótin snerist veöur til hins verra og gerði mikla kulda. Tímamynd: Gunn- ar. Verkfall var i rikisverksmiöjun- um i maí. Vandræðaástand skapaðist vlða og byggingar- iðnaður stöðvaðist. Bændur fengu ekki afgreiddan áburð fyrr en 4verkfallið leystist. Timamynd: G.E. Alandseyjavika haldin i Nor- ræna húsinu. Stórtjón varð i eldsvoða i Mosfellssveit, þegar þar brann vélaverkstæði og stórvirkar vinnuvélar. Einnig varð mikið tjón i Grindavik, þegar bifreiða- verkstæði eyðilagðist af eldi og 6 bilar brunnu inni. I einni viku urðu þrir brunar á Akureyri, en enginn þeirra mjög stór. Indriði G. Þorsteinsson var i sviðsljósinu. Forsætisráðherra fól honum að skrifa þjóðhátiðar- sögu og lögbann var sett á upplestur hans I útvarp úr bók sinni Þjófur I Paradis. Danska visindafélagið gefur íslendingum frummyndirnar úr ferðabók Eggerts og Bjarna. 6 hlutu starfslaun listamanna. Útflutningur á fatnaði að hefj- ast. 1000 sett áf kórónafötum seld til Danmerkur fyrir um 20 millj. kr. Iðnaðarráðherra boðar til fundar á Blönduósi til að kynna heimamönnum hugmyndir um virkjun Blöndu. Tvihöfða lamb fæðist á Hnjúki i Vatnsdal. Undarlegar manna- ferðir 1 Loðmundarfirði. 12 ára börn keppa um að komast á alþjóðlegt hjólreiðamót I Kaup- mannahöfn. Tvitugur piltur lætur lifið i Urriðaá i Skilmannahreppi. Pilt ur deyr af raflosti. Fimm ára stúlka drukknar i Eyvindará við Egilsstaði. Sjómaður drukknar skammt vestur af Rifi, Tveir ungir menn drukkna, þegar trilla ferst við Kjalarnes. Ekið á fótgangandi stúlku á veginum skammt frá Hnifsdal og hún lézt. Maí VERKFÖLL starfsmanna i Áburðarverksmiðjunni, Se- mentsverksmiðjunni og Kisil- iðjunni standa yfir. Vá fyrir dyrum I landbúnaði, þar sem siðustu forvöð eru til áburðar- dreifingar og áburður fæst ekki afgreiddur. Súrefni fæst ekki til málmiðnaðar og stöðvun er i by ggin gariðnaði vegna sementsleysis. Þetta hefur valdið verulegum töfum á fram- kvæmdum við Sigöldu og hafn- arframkvæmdum i Þorláks- höfn. Að loknu 17 daga verkfalli set- ur rikisstjórnin bráðabirgðalög, þar sem ákveðið er að hæstirétt- ur tilnefni þrjá menn I kjara- dóm, sem ákveði kaup og kjör starfsmannanna. Verkföll þvi óheimil. Samningaviðræður höfðu þá siglt I strand. Starfsmenn i verksmiðjunum mótmæla þessari lagasetningu og mæta ekki til vinnu þrátt fyr- ir lagasetninguna. Málið kemst þó á hreyfingu á nýjan leik og allt útlit á samkomulagi strax eftir mánaðamótin. Stóru skuttogararnir liggja bundnir allan mánuðinn vegna verkfalla. Útgerðarmenn vilja m.a. fækka um 6háseta á þeim, en sjómenn taka ekki i mál að fækka nema um einn. Kaup- skipin stöðvast vegna samúðar- verkfalla. 400 starfsmenn við Sigöldu leggja niður vinnu i nokkra klukkust. Flugumferðarstjórar neita að vinna yfirvinnu. Krefj- ast þeir, að yfirvinna þeirra verði minnkuð, og telja það stofna öryggi á flugleiðum i hættu hve langan vinndag margir þeirra hafa. Tafir á flugi. Ýmsar fleiri vinnustöðv- anir i mánuðinum og ASl boðar verkföll 11. júni, ef samningar hafa ekki tekizt. Grasmaðkur herjar á heiðar- lönd jarðanna Hvamms, Skarðs og Galtalækjar i Landmanna- hreppi. Hefur eytt nær öllum gróðri á stóru svæði, og unnið mikil spjöll á landsvæðum. Loftshúsin i Keflavik eyði- leggjast af eldi og 18 lestir af saltfiski brunnu inni. Með snör- um handtökum tókst að bjarga 15 lestum út. Bóma á skurð- gröfu, sem verið var að flytja undir Kópavogsbrúna rakst i undirstöðubita og féllu þrir bit- Hvað er þér minnisstæðast á érinu 1975? Asdis Siguröardóttir, húsfrú: Ætli það sé ekki þessi eilifa landhelgisbarátta, sem er ekkert nema taugastrið. Kvennaár finnst mér ósköp þreytandi og finnst að þetta hafi gengið út i öfgar og er feg- in að þvi er lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.