Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 31. desember 1975. INNLENDUR FRÉTTAANNALL 1975 opnað sem minjasafn. Flug- félagiö Ernir á Isafirði flýgur með ferðamenn á Hornstrandir og sex radióamatörar dvelja i Heimaey um eina helgi og hafa samband við um 1000 kollega sina viös vegar um heim. Leitað að sprengju i brezkri jumbóþotu á Keflavikurflug- velli, án árangurs. Fyrstu dóm- arnir i VL málinu kveðnir upp. Ágúst Þúsundir tslendinga halda til Vesturheims til að vera við- staddir hátiðahöld i tilefni 100 ára afmælis tslendingabyggðar iManitoba. Forseti tslands fær- . ir Vestur-tslendingum likan af Vallanesi á Völlum S.-Múlas. meö kirkju, bæjarhúsum og úti- husum, eins og það var um sið- ustu aldamót, sem gjöf frá is- lenzku þjóðinni. Þjóðleikhúsið fer i leikför um Kanada og Bandarikin i tilefni afmælisins og er skinandi vel tekið. Forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs þingar á Húsavik. Karl Bretaprins veiðir i Hofsá i Vopnafirði og Kekkonen Finn- landsforsetiveiðir22 laxa í Viöi- dalsá. Alþjóðleg vörusýning haldin i Laugardal. Tilgangur sýningar- innareraðgefa neytendum kost á aö gera samanburö á verði flestra vöruteg. Forseti ts- lands leggur hornstein að Sig- ölduvirkjun. Tillögur að nýju Grjótaþorpi lagðar fram, og kostnaðaráætlun að nýju Borg- arleikhusi er upp á 940 millj. kr. Armannsfelli afhent fjölbýlis- húsalóð án umsóknar á sama tima og fyrirtækið er á eftir með framkvæmdir fyrir Reykjavik- urborg. Vestur-þýzk eftirlitsskip elta islenzku varðskipin og talið er Hvað er þér minnisstæðast á árinu 1975? Sóley Brynjólfsdóttir, varð- stjóri á simanum i Stjórnar- ráðinu: Þessu er vandi að svara, en ætli útfærsla land- helginnar i 200 milur sé ekki efst á blaði. Svo er það eldgos- ið i Leirhnjúk, hvað svo sem úr þvi verður. Annars finnst mér þetta hafa verið hið mesta slysaár, slysin i um- ferðínni hafa verið mörg og tið á þessu ári og það er átakan- legt hve mikið af ungu fólki hefur látizt i þeim. — Kvennaárið hefur komið mörgu góðu af stað, og sýnir að karlmenn bæði vilja og geta létt undir með konunum heima fyrir og sérstaklega taka yngri menn virkan þátt i sliku. Minn maður tekur t.d. þátt i heimilisstörfum heima. að þau gefi togurunum upp stað- arákvarðanir varðskipanna. Samið um kaup á nýrri flugvél fyrir Landhelgisgæzluna, sem væntanleg er fyrir árslok 1976. Ovenju mikið um landhelgisbrot Islenzkra báta og Hður vart sá dagur að ekki sé bátur tekinn. Þrfr sfldveiðibátar I Norðursjó sviptir veiðileyfi vegna brota á hámarksafla. Atta verkalýðsfélög i deilum við verktakana við Grundar- tanga. Hvergerðingar efna til funda um skattamál. Viglundur Jónsson, útgerðarmaður og saltfiskverkandi i Ólafsvik, greiðir milljón i skatta á mán- uði. Þrjátiu ára afmælis Stéttar- sambands bænda minnzt á aðal- fundi sambandsins á Laugar- vatni. Stéttarsambandið gefur milljón krónur til rannsókna- stofu i landbúnaði, sem sett verður upp á Selfossi. Geysivið- tækar beitartilraunir standa yf- ir á sex stöðum. Sameinuðu þjóðirnar styrkja tilraunirnar. Minni mjólk berst til mjólkur- búanna vegna kulda og lélegrar sprettu. Visitala framfærslukostnaðar komin upp i 459 stig. Flugfar- gjöld innanlands hækka um 17%. Viðskiptaráðuneytið gengst fyrir námskeiðum i still- ingu oliukynditækja. Sendiherra Kinverja á tslandi ferðast um Vestfirði ásamt föruneyti. Fyrsta heimsókn er- lends sendiherra þangað. Kristilegt mót norrænna stúdenta i Laugardalshöll. Nor- rænt lógfræðingamót haldið i Reykjavik og norrænir rafverk- Maðkur rótarfiðrildis olli gifur- legum skemmdum á heiðalönd- um Mývetninga i júlí. Tima- mynd: Ask. takar þinga á Laugarvatni. Færeyska bflferjan flutti 330 bfla i 11 ferðum, en siðasta ferð sumarsins var farin I mánuðin- um. Maður drukknar i Meðalfells- vatni. 17 ára Akureyringur lézt af völdum umferðaslyss. Bana- slys á Vesturlandsvegi, og piltur úr Keflavfk lézt á Eskifirði. Eins hreyfils flugvél nauðlenti i Jökulsá á Brú. Engan sakaði. Komið upp um hóp afbrotaung- linga á Sauðárkróki. Nato flotadeild i kurteisis- heimsókn á Islandi. Rússneskur verksmiðjutogari kemur i Kollafjörð. Tvo hvali rekur á land I Hrútafirði. Kjötið af öðr- um notað. Deilt um hvort greiða megifyrir „guðaveigar" með á- visunum. Afköst þangverksmiðjunnar að Reykhólum komin i 9—10 tonn á sólarhring. Hluti hita- veitu í Hafnarfirði tekinn i notk- un. Hitaveituframkvæmdir þar og i Kópavogi ári á undan áætl- un. Flotbryggja Akraborgar I Reykjavikurhöfn tekin i notkun og Djúpvegur opnaður smábil- um. Brúin yfir Múlakvisl bilaði. Unnið að gerð sögualdarbæjar- ins að Skeljastað i Þjórsárdal. Guðlaug Þorsteinsdóttir varð Norðurlandameistari kvenna i skák. Jónas Kristjánsson ákvað — i ruggustólnum — að vera áfram ritstjóri, en blaðstjórn Visis segir hann hættan ritstjórn. September Landhelgismálið komst mjög isviðsljósið i mánuðinum þegar Þjóðverjar hófu þá iðju að elta islenzku varðskipin og gefa togurunum upp staðar- ákvarðanir þeirra. Málið var rætt I rikisstjórn, og athugað að setja hafnbann á eftirlitsskipin. ASI samþykkti á stjórnarfundi, að skora á alla slna félags- menn að leggja ekki hönd að nokkurri þjónustu við þýzku skipin. Hafnarstjórinn i Reykja- vik upprýsir, að þar i höfn hafi þýzk skip ekki fengið neina þjónustu frá árinu 1972, þegar þorskastriðið hófst. Bretar og íslendingar ræddu hugsanlega landhelgis- samninga i Reykjavik. Lftið gerðist annað en upprifjun staöreynda. Islendingar ekki bjartsýnir á að samningar takist. Næsti fundur ákveðinn i London. Samningaviðræður fóru einnig fram við Belga. Þeir vilja viðurkenna 200 mllna mörkin, fái þeir að veiða innaii 59 mflna. ISALtelurað rikissj- skuldi fyrirtækinu 400 millj. kr. Mikil deila hefst milli rlkissjóðs og fyrirtækisins. Margir ts- lendingar telja að viðskipta- hættir fyrirtækisins séu óeðli- legir. Það geti t.d. tekið lán hjá fyrirtækjum sinumog ákveðið sjálft vexti og greiðslutimabil. Þrir Islenzkir bátar hafa að undanförnu verið við loðnu- veiðar i Barentshafi. Hafa þeir landað aflanum i Norglobal. Skipstjórarnirhafa fullan hug á að fylgja bræðsluskipinu eftir, en nú heldur það að Afriku- ströndum. Hyggjast þeir veiða þar makril. Endanlega var gengið frá sildveiðileyfum til 46 sildarbáta hér við land. Sjávarútvegsráðuneytið gerir að skyldu, að sjómenn salti sildina um borð. Námskeið var haldið til að fullgilda eftirlits- menn, sem verða að vera i öllum skipunum. A hvalveiðiver- tiðinni veiddust alls 420 hvalir. Göngur og réttir standa yfir um land allt. Þús. fjár koma af fjalli. Fé virðist vænt. Slátrun hefst i öllum sláturhúsum Stóru togararnir lágu bundnir við bryggju um ellefu vikna skeið vegna verkfalla. Myndin er tekin i Reykjavíkurhöfn 1. júni. Timamynd Gunnar. landsins. Nokkrar deilur verða um kaup og kjör sláturhúsa- fólksins, sem leysast. Fleira fé en nokkru sinni fyrr slátrað. Undirritaður i Reykjavik viðskiptasamningur upp á 350-400 milljónir króna milli Sambands Islenzkra samvinnu- félaga og samvinnusam- bandsins sovézka. Gagnkvæm viðskipti landanna hófut 1960 og hafa stöðugt aukizt. Þá sendi SÍS mann til Arabalandanna til að kynna isl. vörur. Viðræður hefjast við Svla um að þeir kaupi allt að 17 millj. lestír af heitu vatni héðan. Laxveiðum lýkur i öllum lax- veiðiánum. Allt útlit fyrir metár. t Þverá er laxafjöldinn mestur, eins og oft áður, en sú á, sem mest aukning hefur orðið á veiði i, er Miðfjarðará . Þar veiddust nú um 1500 laxar, en i fyrra veiddust þar 837 laxar. A þessu ári greiða Islendingar rúma fjóra milljarða i tekjuskatt. Margir telja Hvað er þér minnisstæoast á árinu 1975? Egill Friöleifsson kennari: Það er sólarleysið á siðast- liðnu sumri. Ég beið i heilan mánuð eftir sólinni hérna heima, en gafst svo upp og fór til ttaliu þar sem ég dvaldist i dýrðlegan hálfan mánuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.