Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 14
TÍMINN Miövikudagur 31. desember 1975. INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL 1975 höfninni i Sandgerði Fé flæddi við Olfusá. Landhelgismál voru mikið umtöluð allan mánuðinn. Samningurinn við Breta rann út um miðjan mánuðinn og var ekki framlengdur. Viðræður fóru fram við Breta en báru engan árangur. Strax og slitnað hafði upp úr samningaum- leitunum, sendu Bretar dráttarbáta á íslandsmið til að verja togarana. Þrátt fyrir það tókst varðskipum að skera á togvira og kröfðust togara- skipstjórarnir að freigátur yrðu sendar. bær komu siðar i mánuðinum. Einnig flugu Nimrod njósnaþoturnar yfir. Brezkum hervélum bannað að koma inn i islenzka lofthelgi og brezk skip verða ekki afgreidd i islenzkum höfnum nema i neyðartilfellum. Samningar takast við Vestur-Þjóðverja og eru staðfesl ará Alþingi með 42 atkvæðum gegn 18. Miklar umræður urðu um samningana og lagðist stjórnarandstaðan eindregið gegn þeim, en allir stjórnar- . þingmenn greiddu atkvæði með samningum. Samningurinn er til tveggna ára og heimilar Þjóðverjum að veiða 60 þúsund lestir af fiski innan fiskveiðilög- sögunnar á ákveðnum svæðum hvert ár. Aðeins má þó veiða 5 lestir af þorski. Samningurinn við Belga framlengdur. Skipum fækkað frá þvi sem áöur var og veiðisvæði minnkuð. Settur á hámarksafli. Starfshópur, sem rannsóknarráð rikisins setti á fót, gaf út skýrslu um ástand fiskistofnanna. Þar kemur fram, að afkastageta islenzka flotans er helmingi meiri en nauðsyn er til að fullnýta aflann á tslandmiðum. Mikið vitnað-til skýrslunnar i samninga- viðræðunum. Stöðvun írystihúsanna á Suðurnesjum afstýrt. Rækju- veiðar hefjast þrátt fyrir Iágt verö og litla sölumöguleika. Ófært annað til að bjarga at- aö hefla veginn. Vegagerðin bregður við og sendir þrjátiu veghefilsstjóra á veginn með fjóra hefla. Hefilstjórarnir voru á námskeiði og látnir æfa sig á þessum fræga vegi. Veiðiþjófar á rikisbifreið teknir á Landmannaafrétt. Viðurkenna að hafa stundað veiðiþjófnað undanfarin ár. Fjölbrautarskólinn settur i Breiðholti I fyrsta sinn og iðnþing haldið. Kinverskir fjöl- listamenn sækja landið heim og sýna við mikla hrifningu áhorf- enda. Maður varðá milli gálgarúllu og toghlera á togara vestur af Garðskaga og lézt. Kona varð fyrir bifreið á Kringlumýrar- braut og beið bana. Banaslys á miðunum úti fyrir Austurlandi, þegar maður varð fyrir tog- hlera. Ungur maður lézt i um- ferðaslysi skammt frá Borgar- nesi. Þrennt slasast og flutt i sjúkrahús. Maður og kona létust, þegar bil hvolfdi i Vatns- dalsá i Vatnsfirði. Kona hverfur af elliheimilinu i Skjaldarvik og fannst nokkru siðar látin. Mað- ur fannst látinn i höfninni i Keflavik. Banaslys á Fagradal, þegar bifreiðin rann til i hálku og lenti á brúarstólpa. Litil telpa varð fyrir bil og lézt. Nóvember Mikið tjón varð i óveðri, sem gekk yfir suðvesturhluta landsins i byrjun mánaðarins. Mest er tjónið á Eyrarbakka. Þrir bátar, sem voru i höfninni, eyðilögðust og miklar skemmdir uröu á hafnarmann- virkjum. Þá urðu gifurlegar skemmdir á sjóvarnargörðum og veggur i saltfiskgeymslu frystihússins brotnaði. Einnig skemmdist gólfið i geymslunni. Rafmagnslinur, holræsi og vatnsleiðslur eru úr lagi gengnar og mikið landbrot varð. Viöa um Suðurnes urðu einnig miklar skemmdir, t.d. slitnuðu limm bátar upp i Arið 1975 var kvennaárið. A kvennafridaginn, 24. október, var haldinn útifundur á Lækjar- torgi. Tiniamynd: G.E. ■ ■ ■ ■ ■ Sjómenn reyna hvað eftir annaö aðveiða háhyrning og færa lifandi til hafnar. Franskur maður býður stórfé fyrir slika skepnu. Allir háhyrningarnir koma særðir eða dauðir til hafnar. Hreppsnefndin á Höfn i Hornafirði bannar að koma með háhyrninga þangaö. Lútur kemst i gosdrykki frá Sanitas. Sala frá fyrirtækinu stöðvuð um tima. Ahugamenn á Akureyri setja á stofn Alþýðuleikhús og i tilefni 90 ára afmælis meistara Kjarvals er sýning á 50 mynda hans. Vegurinn til Þorlákshafnar er enn mikið umtalaður i fjölmiðl- um, þegar ibúar þorpsins leggja bilum sinum og loka veginum. Segja veginn óakandi og um hann fari enginn fyrr en búið sé Hvað er þér minnisstæðast á árinu 1975? Olgeir Jóhannsson rhúrari: Þar er fyrst að telja út- færsluna I 200 milur og ég álit að rikisstjómin hafi staðið sig vel þegar tekið er tillit til að við eigum i höggi við fyrrver- andi heimsveldi, sem lifað hefur á yfirráðum yfir öðrum þjóðum. Landhelgisgæzlan hefur staðið sig mjög vel, sér- staklega áhafnir varðskip- anna, yfirstjórnin hefur oft farið undan i flæmingi, en þeir eiga heldur ekki margra kosta völ. — Ég verð að hafa kvennaárið með, þetta var friður hópur á kvennafridag- inn 24. okt. og mér finnst sann- gjarnt að 1 ár sé tileinkað kon- um af 1100! Ég vonast til að konur þoli jafnræði við karla, en ég fellst ekki á að konan sé kúguð vera. Konur standa karlmönnum ekki langt að baki i námi, en þær eru og eiga að vera, veikara kynið! Bandarisk hjón fórust i flugslysi á Eyjafjallajökli i septcmber. Skórinn er þögult vitni um harmleikinn á jöklinum. Tima- mynd: Gunnar. vinnuástandinu i mörgum byggðalögum. Oll skreið, sem hægt var að fá, seld til Nigeriu fyrir hagstætt verð. Ný aðferð tekin upp við verkun saltfisks i Hveragerði. Byrjað að nota hverahita til að þurrka saltfisk i Hveragerði. Þrir menn brunnu inni i hús- bruna i Reykjavik og nokkru siðar brann sá fjórði inni. Banaslys i umferðinni gifur legt áhyggjuefni fjölda manns. 12. nóv. höfðu 27 banaslys orðið i umferðinni og þá lágu 30 mikið slasaðir á sjúkrahúsum af völd- um umferðarslysa. Þrir læknar ' gengu á fund dóms- málaráðherra og ræddu þessi geigvænlegu mál. Dómsmála- ráðherra kvaðst hafa haft þau til athugunar að undanförnu og ýmsar tilraunir væru á döfinni til að reyna að ráða bót á þessu. Lét i ljós ánægju sina yfir að læknarnir vektu athygli á þessu máli. Skyndikönnun fer fram á innistæðulausum ávisunum i bönkum i Reykjavik og ná- grenni. 97 milljónir kr. voru innistæðulausar. Alþjóðlegt svæðismót i skák haldið i Reykjavik. Ribli sigraði, en Friðrik Ólafsson varð i fjórða sæti. Meistara- * * ■ ■ ■ Þyrla Landheigisgæzlunnar, Gná, hrapaði við Skálafcli 4. október. Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.