Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. Skipasmiðastöð Njarðvikur h.f., óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á árinu sem er að liða sendir sjómönnum og landverkafólki um land allt óskir um farsœldir á nýja árinu Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Netagerð Thorbergs Einarssonar h/f., Ánanaustum. Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NAGRENNIS Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Almenna verzlunarfélagið h/f Skipholti 15. Seglagerðin Ægir Grandagarði 13 sendir viðskiptavinum sinar beztu óskir um farsælt nýtt ár Útgerðarfélag Akureyringa h.f. óskar öllu starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegs nýárs Húsfreyjan komin út SJ-Reykjavik. — Timaritið Hús- freyjan kom út fyrir skömmu. Meðal efnis er þýdd grein um sögu jólanna, greinar eru eftir Sigriði Thorlacius formann Kven- félagasambands íslands sem gefur ritið út. Skynsemi eða skassaskvaldur eftir sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur prest á Suður- eyri. Anna Snorradóttir segir frá kynnum sinum af Nonna, Jóni Sveinssyni. Þrír fórust en 44 var bjargað Samvkæmt yfirliti frá Slysa- varnafélagi islands fórust þrir menn á sjó á árinu 1975. Hins veg- ar björguðust 44 úr skipum, sem fórust á árinu. Hér fer á eftir yfirlit SVFÍ um þessi slys. Skip sem fórust 1975 —mannskaðar— Hinn 26. april fórst 1 1/2 tonna opin trilla,á grásleppuveiðum við Kjalarnes og með henni tveir menn. Hinn 7. nóv. fórst v/b Krist- björg ÓF 11,27 tonn, á Eyjafirði, er báturinn var að koma úr róðri og með honum einn maður. Skip, sem fórust 1975. —mannbjörg— Hinn 4. janúar stökk v/b Straumur HU 5 18 tonn, út af Skaga, er varðskiptið Albert var að draga bátinn frá Hvamms- tanga til viðgerðar á Siglufirði. Tveir menn voru um borð i Straumi og björguðust um borð i varðskipið. Hinn 16. febrúar sökk v/s Járn- gerður GK 477,230 tonn, skammt undan Jökulsá á Breiðamerkur- sandi, er skipið var á leið til Aust- fjarðahafna með loðnufarm. Ahöfnin, I3menn bjargaðist fyrst i gúmmibáta og siðan t:m borð i v/s Þorstein RE 303 (j03) Aðfaranótt 21. mai sökk v/b Uggi BA 58,9 tonn um 4 sjm. út af Bjargtöngum, eftir að v/s Vestri BA 63 hafði siglt á bátinn i svarta þoku. Einn maður var á bátnum, sem bjargaðist i gúmmibát og siðan um borð i Vestra. Aðfaranótt 17. mai s,ökk v/b Fangur SH 18,84 tonn út af Hellis- sandi, eftir að skyndilega kom leki að bátnum, er var á leið frá Reykjavik, til Ólafsvikur. V/b Jón Jónsson SU 187 var með bátinn i togi er hann sökk og bjargaði 9 manna áhöfn bátsins. Hinn 13. júli sökk v/b Siggi Gummi 15 111, 28 tonn, eftir að hafa siglt á isjaka um 4 sjm. út af Hælavikurbjargi. Áhöfn bátsins, 4 menn, náðu landi i Hlöðuvik á gúmmibát, þaðan sem þeir náðu sambandivið lsafjarðarradió um neyðartalstöðina i skipbrots- mannaskýli SVFl og var bátur sendur eftir þeim og flutti til Isa- fjarðar. Hinn 30. október sökk v/s Brynjólfur Ar 4,17 tonn er skipið var á spærlingsveiðum við Surtsey. V/s Arnar AR 55, bjargaði 6 manna áhöfn skipsins i grúmmibát og fór með þá til Þor- lákshafnar. Að morgni hins 7. nóvember sökk v/b Kristbjörg ÓF 11, 27 tonn á Eyjafirði og björguðust 3 af 4ra manna áhöfn batsins i gúmmibát og siðan um borð i v/b Guðmund Ólafsson ÓF 40, er flutti mennina til Ölafsfjarðar. Að kvöldi hins 25. nóvember sökk v/b Haukur SU 50, 70 tonn, er báturinn var að veiðum um 22 sjm SA af Stokksnesi. Ahöfnin 4 menn, bjargaðist i gúmmibát og siðan um borð i skuttogarann Skinney SF 20, er flutti mennina til Hornafjarðar. Hinn 8. desember sökk rækjubátirinn Glaður IS 101, 22 tonn, eftir að hafa tekið niðri á Breiðuskerjum innan Ogurhólma i Isafjarðardjúpi. V/b Margrét Helgadóttir 1S 222 kom þegar á vettvang, bjargaði tveggja manna áhöfn bátsins og flutti þá til isafjarðar. Menntamálaráðuneytið, 23. desember 1975. Styrkir til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til háskóla- náms i Noregi háskólaárið 1976-1977. Ekki er vitað fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut js- lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til niu mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin cr 2.000.-n. kr. á mánuði, auk allt að 1.500.- n. kr. til nauðsynlegs ferðakostnaðar innan Noregs. Umsækjendur skulu hafa g óða þekkingu á norsku eða ensku, og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Æskilegt er að umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Utenriksdepartementet Kontoret for kulturelt samkvem með utlandet Stipendiesksjonen N-Oslo-Dep. Noreg. fyrir 1. april 1976 og lætur sú stofnun i té upplýsingar. UTBOÐ Tilboð óskast i ductile-pipur fyrir Vatnsveitu Reykja- vikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. febrúar 1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 |1| ÚTBOÐ Tilboð óskast i sigtinet fyrir Grjótnám Reykjavikur- borgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 4. febrúar 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Óskum öllu starfsfólki okkar gleðilegs árs þökkum samstarfið á árinu sem er að liða Fiskiðjan hf. Keflavik Óskum viðskiptamönnum okkar, svo og landsmönnum öllum farsœldar á komandi ári Þökkum þau liðnu. Gluggasmiðjan Gissur Simonarson, Siðumúla 20, simi 38220. Gleðilegt nýár verzlunin Hamborg Laugavegi 22, Aðalstræti 6, Bankastræti 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.