Tíminn - 31.12.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 31.12.1975, Qupperneq 20
20 TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. Ólafur Jóhannesson: Svartasta skammdegið er að baki, og við höldum mót hækk- andi sól. Þeirri staðreynd fagna tslendingar við hver áramót, þó að biðin eftir vorinu verði stund- um löng. Dagurinn fer að sækja á og nóttin er á undanhaldi, jafnvel þó að litið beri á i fyrstu. Þessi vissa veitirmönnum styrk og örvar til átaka. Við þessi áramót vonum við, að það versta sé að baki i efna- hagserfiðleikum tveggja siðast- liöinna ára. Það mun hald flestra kunnáttumanna, að nú fari að rofa til i þeim efnum, að sól fari senn að hækka á lofti á þvi sviði. Það er þó von, en eng- in vissa. Nokkur batamerki eru þö þegar sýnileg. Þannig hefur til muna dregið úr verðbólgu- hraðanum á siðari helmingi þessa árs, sem nú er að kveðja. Likur eru til þess, að talsvert dragi úr viðskiptahallanum á komandi ári, og er það raunar alveg óhjákvæmilegt, þvi að án þess siglir þjóðarskútan beint i strand. Á hvorgugu þessu sviði má þó búast við stórstigum breytingum, enda getur verið vafasamur ávinningur að of snöggum umskiptum. Bati er þó bundinn þvi skilyrði, að þjóðin sniði sér stakk eftir vexti i eyðslu og framkvæmdum, þ.e. fari ekki fram úr þvi, sem getan leyfir. Afkoma rikissjóðs ætti að fara batnandi á þvi ári, sem nú fer i hönd, nema einhver óvænt atvik komi til. Þó að fram- kvæmdir dragist eitthvað saman, verður að leggja áherzlu á að tryggja atvinnu- öryggi og fullkomna fram- leiðslustarfsemi. En hinn gullni meðalvegur á milli þenslu- hjöðnunar og nægrar atvinnu getur verið vandrataður. Von- andi tekst að þræða þann stig með þeim hætti, að lifskjör al- mennings geti haldizt i horfi og heldur farið batnandi. Það verður annars að játa, að framvindan i efnahagsmálum er háð mörgum óvissum atrið- um. Það varðar t.d. miklu, að kjaramál leysist á sanngjarnan og raunsæjan hátt. Það er og forsenda efnahagslegs bata, að ekki komi afturkippur i þær horfur um viðskiptakjör, sem nú eru liklegar. í þessu áramótaspjalli verður eigi að öðru leyti fjölyrt um efnahagsmál eða efnahags- vanda.sem svo oft hefur borið á góma á liðnu ári. Það væri að bera i bakkafullan lækinn. Þar verður naumast nokkru nýju bætt við. Auk þess yrði það allt- of langt mál, ef það ætti að brjóta til mergjar að gagni. Og þar verða hvort eð er ekki orð, sem úrslitum ráða, heldur at- hafnir og vilji. Dæmin sanna, að það er varasamt að spá um framvindu I efnahagsmálum. Ég áræði þó að seg ja, að það er trú min, að við getum litið til efnahagsþróunarinnar á kom- andi ári með hæfilegri bjart- sýni, ef rétt er á haldið. gerðu sitt til að koma málinu I farveg með þeim hætti. Útfærsla fiskveiðimarkanna i 200 sjómilur verður vafalaust sá innlendur atburður ársins 1975, sem lengst geymist i annálum. Saga landhelgismálsins og áhrif tslendinga á þróun þess máls á alþjóðavettvangi er ævintýri likust. Árið 1948 voru hin svokölluðu landgrunnslög sett. Með þeim var lagður grundvöllur að þvi, aö tslendingar helguðu sér fiski- mið landgrunnsins. Á þeim hafa siðan allar aðgerðir tslendinga til útfærslu fiskveiðimarkanna veriö byggðar. En um viðáttu fiskveiðilandhelgi var ekki fyrir hendi nein alþjóðasamþykkt. Það var fyrir frumkvæði Is- lendinga, að Sameinuðu þjóð- irnar tóku landhelgismálið til meðferðar 1949. Það varð til þess, að alþjóða laganefndinni var falið að rannsaka hafréttar- málin. Alitsgerð hennar leiddi til tveggja alþjóðaráðstefna i Genf, 1958 og 1960. Hvorug þeirra ráðstefna leiddi til niður- stöðu að þvi er fiskveiðiland- helgi snerti. Loks var svo stofn- að til hafréttarráðstefnunnar, sem enn er eigi lokið, en þar hefur þó verið samið uppkast að alþjóðasamþykkt, sem gerir ráð fyrir 200 milna efnahagslög- sögu. Islendingar hafa átt veru- legan þátt i að móta þástefnu og gerbreytt viðhorf á sviði þjóða- réttar i þessum efnum, bæði með baráttu sinW á alþjóðavett- vangi, og með einhliða útfærslu fiskveiðimarkanna. tslendingar gátu ekki beðið með aðgerðir i þessu máli. Lifs- hagsmunir þeirra og framtiðar- tilvera sem sjálfstæðrar þjóðar var i veði. Þeir færðu þvi fisk- veiöimörkin út með einhliða ákvörðun íslenzkra stjórnvalda, fyrst 1952 i fjórar sjómilur, 1958 i 12 sjómilur, 1972 i' 50 sjómilur og nú 1975 i 200 sjómilur og hafa þar með stigið lokaskrefið. Þeir hafa þvi stækkað fiskveiðiland- helgina i áföngum. Segja má, að hvert einstakt skref hafi ver- ið stigið i takt við breytingar, sem átthöfðu sér stað i viðhorfi þjóðaréttar. Samt hefur enginn áfangi náðst án harðrar baráttu. Flestar þjóðir hafa þó virt útfærslu okkar i fram- kvæmd, þó að þær hafi ekki viðurkennt hana berum orðum. En eins og alkunna er, hefur baráttan einkum staðið viðBreta og Vestur-Þjóðverja, og þó al- veg sérstaklega við þá fyrr- nefndu, sem i þrjú skiptin hafa haldið með herskip á ts- landsmið og stundað hér ólög- legar veiðar i skjóli þeirra, en með löndunarbanni átti að kúga okkur 1952. VID ÁR Sú baráttusaga skal hér ekki rakin,en á það minnzt, að með áfangasigrum höfum við einlægt færzt nær markinu. Á þær deilur, sem eru úr sögunni, hefur að lokum verið bundinn endir með einhvers konar samningum. Hefur stundum verið deilt um þá samninga, þegar þeir hafa verið gerðir, svo sem alkunna er. Nú er það striðið við Breta sem efst er á baugi, en óþarft er að gleyma þvi, sem á undan er gengið, þvi sem áunnizthefur og þeirri baráttu, sem áður hefur verið háð. Arið 1949 var kenningin um þriggja sjómilna landhelgi tals- vert útbreidd. Nú hefur þeirri reglu endanlega verið kastað fyrir róða og margar þjóðir hafa helgað sér stærri landhelgi, allt upp I 200 mílur. Og eins og áður er sagt, eru allar likur til, að 200 milna efnahagslögsagan verði ofan á á hafréttarráöstefnunni. Fyrir tslendinga var ekki hægt að biðaalþjóðasamþykktar um þetta efni, enda þótt þeir Gert hefur verið bráðabirgða- samkomulag við Vestur-Þjóð- verja. Það samkomulag var að minum dómi rétt að gera. Það hefði reynzt okkur ofurefli að heyja landvarnabaráttu okkar við tvær stórþjóðir i senn. Það var nauösynlegt aö brjóta skarð i múrinn. Sú aðferð hefur löng- um gefizt vel i striði. Þá er það ótalið, sem mestu máli skiptir, að efni samkomulagsins var þannig, að við gátum sætt okkur við. Nefni ég þar einkum til þrjú meginatriði: að frystitogarar og verksmiöjuskip mega ekki veiöa innan 200 milna, að veiðar Ólafur Jóhannesson. eru hvergi leyfðar nálægt 12 milna mörkunum og aðeins litið þorskmagn, eða 5000 tonn, er leyfilegt. Nú hafa Bretar verið einangraðir, og við getum einbeitt okkur að þvi að verjast innrás þeirra og ránskap á fiski- miðunum.Baráttanviðþá verð- ur trúlega löng og ströng og kann að krefjast margvislegra fórna. Sú barátta er ekkert sporteða skopsjónarspil. Ég hef tslenzki fiskveiðiflotinn á miöunum. alltaf sagt, að hún yrði ekki unn- in með neinu leifturstriði. Hún verður heldur ekki unnin með orðum einum eða æsifregnum. Hún verður aðeins unnin með staðföstu úthaldi og óbifanlegri viljafestu, sem miðar allt við leikslok en ekki við einstök vopnaviðskipti. Bretar eiga i þessu máli hvorki lagalegan né siðferðileg- an rétt. Þeir vilja byggja lög- verndaðan rétt á dómi Alþjóða- dómstólsins. En tslendingar höfðu samkvæmt einróma sam- þykkt Alþingis lýst samninginn frá 1961 fallinn úr gildi og til- kynnt Bretum, að þeir myndu ekki sinna stefnu til Alþjóða- dómstólsins og úrlausn þeirrar stofnunar, ef til kæmi, yrði að engu höfð. Hinn svokallaði dóm- ur Alþjóðadómstólsins er svo fjarstæðukenndur miðað viðþró- un þjóðaréttar, að hann er þvi likastur, að upp sé kveð- inn af steinaldarmönnum. Engum sæmilega skynsöm- um mönnum dettur þvi i hug að vitna til slikrar dómsó- myndar, enda kysu sjálfsagt dómendur nú, að hann væri gleymdur. Hann verður leiðin- legur minnisvarði yfir þeim. Samkvæmt bráðabirgðasam- komulagi samþykktu af Alþingi fengu Bretar hér hæfilegan umþóttunartima. Þann umþóttunartima notuðu þeir ekki svo sem ráð var fyrir gert, og höfðu þeir þó enga — alls enga — átyllu til að ætla, að um endurnýjun þess sámkomulags i einni eða annarri mynd yrði að ræða. Að sjálfsögðu snerti bráðabirgðasamkomulagið að- eins 50 milurnar. Þrátt fyrir þessar staðreynd- ir, var ég þeirrar skoðunar, að sanngjörn, friðsamleg lausn væri báðum aðilum farsælli en ófriður og hefði viljað gefa nokkuð fyrir friðinn. En vegna hóflausrar óbilgirni Breta var

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.