Tíminn - 31.12.1975, Qupperneq 21

Tíminn - 31.12.1975, Qupperneq 21
MiOvikudagur 31, desember 1975. TÍMINN 21 AMÓT enginn kostur á slikri lausn. Og þá er að taka þvi. Baráttunni við Breta mun haldið áfram með öllum tiltæk- um ráðum. Við höfum farið hæfilega stillt af stað, en barátt- an mun smám saman hert, og allra ráða neytt. Samskipti okk- ar við Breta á öllum sviðum eiga að mótast af þvi, að við heyjum við þá baráttu um lifs- hagsmuni okkar. Allar samningaumleitanir við Breta eru auðvitað útilokaðar á meðan þeir halda uppi hernaðaraðgerðum og ránskap á íslandsmiðum. Svigrúm til samninga varðandi helztu nytjafiska er og litið og nánast ekki neitt. Það liggur ijóst fyrir, eftir að niðurstöður fiskifræð- inga urðu kunnar. öllum er ljóst, að aflsmunur á milli hervædds stórveldis og vopnlausrar smáþjóðar er mik- ill. Bretar kunna þvi að geta haldið ofbeldi sinu lengi áfram, og enginn getur sagt hverri eyðileggingu þeir geta valdið á Islandsmiðum. En i augum heimsins munu þeir fá á sig óafmáanlegt háðungarmerki fyrir að hafa þrisvar sinnum á tveim áratugum farið með hernaði á hendur vopnlausri smáþjóð, sem þeir eru i banda- lagi við. Og það hefur ásannazt, að hinir brezku sósialdemókrat- ar eru i þessum efnum á allan hátt illskeyttari en brezka ihaldsstjórnin var. óleyst kjaramál eru mönnum eitt helzta áhyggjuefni um þessar mundir. Með kjarasamningum við Bandalag háskólamanna hefur verið gefið visst fordæmi. Lög um framlengingu fresta hjá Kjaradómi sýna, að rikisvaldið vill gera sitt ýtrasta til að leysa kjaramál opinberra starfs- manna með samningum. Nú~ þarf að nota timann vel. Aðilar þurfa að setjast niður og ræða málin i fullri einlægni og með þeim fasta ásetningi að ná end- um saman. öllum eru augljósar þær forsendur, sem fyrir hendi eru. Lausn þarf að finna á þvi samningsréttarmáli, sem opin- berir starfsmenn virðast setja á oddinn. Ég held, aö þar þurfi þeir að sætta sig við að ná markinu i áföngum. Með gagn- kvæmum skilningi ætti það mál að leysast. í almennum ályktunum hefur Alþýðusambandið sett fram stefnumið, sem á margan hátt eru hóflegog skynsamleg miðað við aðstæður. Þær ályktanir þurfa sumar hverjar nánari skýringar og skilgreiningar við. Nú ribur á, að atvinnurekendur láti ekki á sér standa. Það hlýt- ur öllum að vera ljóst, að ekki verður komizt hjá einhverri kauphækkun. Það þarf að ganga að þvi að ræða málin og koma þeim á hreyfingu. Þagnarþófið er timaeyðsla. Það er öllum mestur óhagur, að hjól atvinnu- lifsins stöðvist. Það mun ekki standa á rlkisstjórninni að gera þvi það sem i hennar valdi stendur til að greiða fyrir skynsamlegri lausn þessara kjaramála. En góður vilji og gagnkvæmur skilningur er aðalatriðið, og það sem mest veltur á. Ennþá einu sinni höfum við verið ónotalega minnt á það, að við búum i landi mikilla náttúruhamfara. Eldgos byrjaði i Leirhnjúk á Mývatns- svæðinu 20. desember sl., rétt hjá Kröflumannvirkjum að kalla og ekki fjarri byggð. Jafn- framt hafa siðan sifelldar og snarpar jarðskjálftahrinur gengið yfir, þar nyrðra, einkan- lega á tilteknum svæðum i Þing- eyjarsýslu. Hefur sett óhug að mönnum sem eðlilegt er. Ennþá, þ.e.þegarþetta er ritað, hafa sem betur fer ekki orðið slys á mönnum en nokkur eignaspjöll munu hafa átt sér stað, þó að enn séu ekki full- könnuð. En ekki sér enn fyrir endann á þessum ósköpum, þó að dregið hafi úr sjálfu gosinu, en allir vona auðvitað að þeim linni án þess að verra hljótist af, en samkvæmt reynslunni gæti hér orðið um langvinn eldsum- brot og jarðhræringar að ræða. öllum eru í fersku minni Vest- mannaeyjagos 1973 og Norðfjarðarsnjóflóð 1974, en þeir atburðir höfðu i för með sér manntjón og stórkostleg eigna- spjöll, svo sem alkunna er. Slik- ar náttúruhamfarir eru býsna tiðar i okkar landi, og hefur svo verið frá fyrstu tið. Afleiðingar þeirra geta dregið langan slóða og haft sin áhrif á mannlif og efnahag. Hefur það stundum gleymzt i umræðum liðandi stundar. Það virðist svo, að við þurfum að gera ráð fyrir slikum ófyrirsjáanlegum atburðum i þjóðarbúskap okkar. Eldur og is geta sett allar þjóðarhagsspár og áætlanir úr skorðum. Þegar litið er yfir iiðið ár, má ekki gleyma landnámsafmæli Vestur-íslendinga. Þá voru eitt hundrað ár liðin frá landnámi þeirra i Kanada. Var þess minnzt með margvislegum hátiðahöldum. Margir Is- 1 lendingar héldu vestur um haf ógkynntust af eigin raun lifi og starfi þjóðarbrotsins i Vestur- heimi. Þar hefur verið skráður merkur þáttur i Islendingasögu. Sá þáttur má ekki gleymast. Vestur-íslendingar hafa marg- oft i verki sýnt hug sinn til ættarlandsins. Það er skylda okkar að rækja við þá frænd- semi og treysta við þá tengslin. Það verður íslendingum beggja megin hafsins til gagns og sæmdar. Þvi verður eigi i móti mælt, að margt hefur gengið á móti sl. tvö ár. Þó höfum við nær alveg að kalla sloppið við vofu at- vinnuleysisins, nema þá af völd- um verkfalla, sem þó hefur ekki kveðið mikið að. Þegar á móti blæs, skeyta menn oft skapi sinu á rikisstjórn, án tillits til þess, hvar orsaka er að leita. Það þarf þvi engan að undra, þó að núverandi rikisstjórn hafi sætt ýmiss konar gagnrýni, enda má lengi finna eitthvað sem betur hefðimáttfara.Slikgagnrýni er sjálfsögð i lýðfrjálsu landi, og við skulum vona, að þeir stjórnarhættir komist hér aldrei á, að hún verði bönnuð. Stjórnin hefur uppi sinar varnir og kem- ur þeim á framfæri, og siðar verður það svo þjóðarinnar að dæma á sinum tima. Það er lögmál lýðræðis og frjálsra kosninga. Ég ætla ekki á þessum vett- vangi að svara hinni ýmislegu gagnrýni, enda verður sú vörnin oft bezt að láta verkin tala, og gagnrýni stjórnarandstöðunnar hefur satt að segja i flestum tilfellum verið léttvæg og með afbrigðum mótsagnakennd. En það er eitt atriði, sem mig lang- ar til að vikja að. Menn segja gjarnan, að stjórnin sé ekki nógu ákveðin og einbeitt og of svifasein og deig við að beita valdi. Menn segja, að stjórnin sé svo sterk, hafi svo stóran þing- meirihluta að baki, að hún gæti farið sinu fram með meiri skörungsskap. Stjórnin styðst við öflugan þingmeirihluta, satt er það, og er i þeim skilningi sterk stjórn. Það er fólginn i þvi styrkur að vita sig vera sterkan. En hitt er ekki hyggilegt að gera óf mikið af þvi að beita valdi — að láta menn kenna aflsmunar. Ég held, að málamiðlun sé talsvert rikt einkenni islenzkra stjo'rnar- hátta, þrátt fyrir meirihluta þingræði, enda hafa samsteypu- stjórnir lengst af setið að völd- um hér á landi. Heiðarlegt sam- starf jafn ólikra flokka og Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hlýtur að byggj- ast á margvislegri málamiðlun og tilliti til mismunandi sjónar- miða samstarfsflokkanna. Slik málamiðlun geturtekið timaog krefst vinnu. Hún krefstþess, að hvor um sig sýni sanngirni. Þegar Per- Borten, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, afhenti Tryggve Bratteli lykla- völdin árið 1971, mælti hann á þessalund: ,,Da jeg overtok her eftir Einar Gerhardsen for fem og et halvt ár siden, sa han at det ,,er et tungt ansvar, en tung bör, som overföres fra mine til dine skuldre”. Det samme vil jeg si til deg, men du kan bære engod börhvis du har den saml- et i en god meis. Det har du som har ett parti bak deg. Min kan bedre sammenliknes med á bær staur. Detkan bli vanskelig nár staurene begynner á sprike”. Þetta mál þarf varla að is- lenzka. Samlikinguna munu og flestir skilja. Það, sem Borten segir, er, að það sé ólikt þægi- legra að stjórna með einn flokk á bak við sig en að þurfa að styðjast við marga flokka, sem vilji stefna til ólikra átta. Þetta er auðvitað út af fyrir sig rétt. En er flokksræði, þ.e. eins flokks vald, hollt þegar til lengdar lætur, hvort heldur er i rikisstjórn eða sveitarstjórn? Það dreg ég f efa. Eru ekki hlutlæg og sanngjörn vinnu- brögð betur tryggð með sam- starfi flokka, þar sem tillit er tekið til ólikra sjónarmiða og fyrir þau fundinn samnefnari? Verður ekki sú niðurstaða i betra samræmi við heildar- hagsmuni? Ég hygg, að sú verði oft raunin, þegar alls er gætt. Núverandi stjórnarflokkar gera sér grein fyrir þvl að sam- starf þeirra hlýtur i mörgum greinum að byggjast á mála- miðlun. 1 heiðarlegu samstarfi er allur metingur um það, hvor flokkurinn beri meira úr býtum i meira lagi vanhugsaður. Heilbrigt samstarf má ekki byggjast á slikum hrossakaup- um, heldur á hinu, að báðir flokkar viðurkenni, að það séu hagsmunir þjóðarheildarinnar, sem eiga að sitja i fyrirrúmi. Þröng hagsmunasjónarmið hljóta að sprengja heilbrigt samstarf. Stundarvinningur af sllkum vinnubrögðum er alltaf vafasamur. Og hverjir skyldu fremur geta stjórnað þessu landi á erfiðleikatimum og með heildarhagsmuni fyrir augum, en tveir langstærstu stjórn- málaflokkarnir i sameiningu? En ég hygg einnig, að það sé nokkuð rik tilfinning fyrir þvi hér, að minni hlutinn eigi lika sinn rétt. Það getur oft verið heppilegra að byggja úrlausnir á samkomulagi en valdboði, jafnvel þótt bolmagn kunni að vera fyrir hendi. Vald er nauö synlegt, en það verður að fara varlega með það. Auðvitað er oft óhjákvæmilegt að stjórna með festu, en þó jafnframt með lagni. Að sjálfsögðu getur meiri hlutinn þurft að taka af skarið og það er hann, sem á að ráða ferðinni en ekki minnihlutinn, og þvi siður svokallaðir þrýsti- hópar. En i gamla daga þóttu það oft beztu húsbændurnir sem stjórnuðu án þess að nokkur yrði eiginlega var við það. Ég veit, að það er ekki að öllu sam- bærilegt við landstjórn. Ég held að þeir sem saka núverandi rikisstjórn um skort á hörku — finna að þvi, að hún sýni það ekki nægilega, að hún sé húsbóndi á sinu heimili — ættu að hugleiða þau sjónarmið, sem ég hef hér reynt að festa á blað, þó að nánari skýringar hefði sjálfsagt verið þörf. Eins og endra nær, veit enginn hverjir örlagaþræðir verða spunnir á hinu nýja ári, hvorki einstaklingum né þjóð- inni. Framvindan i málum þjóðar okkar er margvislegri óvissu háð. En við skulum vona að nú taki að létta í lofti og sól að skina eftir allhart éljaveður tveggja sl. ára. Og auðvitað biðjum við þess öll, að þjóð okk- ar biði farsælt og gæfurikt ár. Þrátt fyrir^alla óvissu getum við sjálf þar um miklu ráðið. Það skiptir miklu, með hvers konar hugarfari við heilsum nýju ári og göngum á ókunna stigu þess. Þrátt fyrir allar deilur á yfir- borði, veit ég, að öll finnum við til þess, að við erum Islending- ar, að margt er það, sem sam- einar okkur, og öll viljum við gagn lands og þjóðar. Þess vegna ætla ég að ljúka þessum áramótahugleiðingum með svo ófrumlegum hætti að vitna til alkunnra orða þjóðarskáldsins Matthiasar: Likt og allar landsins ár leið til sjávar þreyta, eins skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita. Höfnin sú er sómi vor, sögufoldin bjarta! Lifni vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar. Ólafur Jóhannesson. Brezkir dráttarbátar elta islenzkt varðskip I islenzkri fiskveibilögsögu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.