Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 24
24 yv\y.' jt TÍMINN ;.M .',<' I l'.iin f," 1:1,1, !j|./.' •¦ itf. Miðvikudagur 31. desember 1975. E*í? jp: ivV >£ m Ovelkominn gestur — Það er allt i lagi, David, sagði hún alvarleg. — Ég er viss um að þú hefur ekki ætlað að vera dónalegur. Ég vona, að við getum orðið vinir. Hvað segirðu um það? Hún rétti f ram litla, granna hönd og broti svo blíðlega að drengurinn bráðnaði, þótthonum væri það þvert um geð. — Ég býst við því....Hann leit upp á manninn, sem stóð við hlið þeirra, strangur á svip og alvarlegur. Neil kinkaði kolli og sneri sér að Jane. — Ég kom aftur til að sjá, hvernig þér gengi. Fannstu töskurnar? Svo það var þá Neil, sem hafði sótt þær. Hún skammaðist sín fyrir það sem hún hafði sagt um hann. Það var ekki undarlegt, þótt hann væri svolítið kuldaleg- ur við hana. Þegar hún kinkaði kolli, sagði hann hægt: — Þá kem- urðu kannski með mér og heilsar upp á Wilmu? Hann sneri höfðinu og leit framan í hana og þegar hann sá undrunarsvipinn, sem kom á hana, bætti hann við: — Ef þú hefur þá ekki þegar hitt hana. — Nei.....ekki ennþá. Ég kom beint hingað úr herberg- inu. Hann greip undir handlegg hennar og beindi henni að dyrunum. — Wilma er gulls ígildi, en kærðu þig koll- ótta, þó að hún virðist svolítið stuttaraleg öðru hverju. Hún hefur alltof mikiðaðgera, stúlkutetrið. Jane kunni vel við þá tilf inningu að hafa þessa sterku hönd við olnbogann. Fram til þessa hafði Dick verið sá eini, sem virtist nokkurn veginn ánægður yfir komu hennar. Hafði hann kannski iðrazt þess að hafa boðið henni hingað og vonað að hún kæmi ekki? Og hvers vegna lét hann f rænda sinn haga sér eins og hann væri eitthvert yf irvald á staðnum? Það var ekki í hans verka- hring að sjá um að henni liði vel? En....hvar í ósköpunum gat Dick verið? Það hefði verið mun notalegra ef hann hefði hugsað um hana. — Þér þurf iðallsekki að leggja neittá yður mín vegna, Conway sagði hún kuldalega. — Dick sér um mig. Hann hlýtur að koma bráðlega. Það brá fyrir glettnisglampa í gráum augum hans. — Ég efast um, að þú sjáir hann fyrr en í kvöld. Þú hefðir ekki getað valið óheppilegri tíma til að heimsækja hann. Það ætti að f lengja Dick. Nú stendur einmitt yf ir árleg talning nautgripanna. Dick er úti með hinum piltunum að leita að hestunum, sem eru á beit uppi í f jöllunum. Næstu dagana gerði Jane varla annað en velta fyrir sér hvers vegna Dick hefði eiginlega boðið henni til bú- garðsins á mesta annatíma ársins? Hún komst að raun um, að sá Dick, sem hún hafði hitt í ancouver, á rauða sportbílnum og ígóða skapinu, sá D ;k, sem látið hafði í það skína, að hann væri auðugur erf ingi, var allt annar en sá sem hún sá rétt í svip á kvöldin hér á búgarðinum. í Vancouver hafði hann boðið henni út á hverju kvöldi, sem hann hafði verið laus. Þau höfðu borðað kvöldverð og dansað á fínum veitingastöðum, hann hafði keypt handa henni dýrindis blóm og konfekt og sýnt öll merki þess að hann væri yfir sig ástfanginn. Nú velti hún því fyrir sér, hvort þetta hefði aðeins verið daður af hans hálfu. Hér í sínu rétta umhverfi virtist hann ekki hið minnsta ástfanginn lengur. Hann kyssti hana þó nógu innilega, þegar hann fékk tækif æri til að vera einn með henni nokkrar mínútur. Frú Conway tók mikið af tíma hans á kvöldin. Hún ætlaðist til þess að hann hjálpaði henni að velja föt úr hinum og þessum póstvörulistum, sem hún virtist alltaf verða niðursokkin í. Janeþóttist viss um, að hún notaði sjaldan eða aldrei það sem hún pantaði. Steinbeðið tók líka sinn tíma. Það varð að vinna við það í dagsbirtu. Að því Jane gat bezt séð, gerði f rú Conway ekki mikið í því sjálf yf ir daginn. Hún hafði óþægilega á tilfinningunni, að frúin gerði allt sem hún gæti til að Jane f yndist hún vera f yrir. Satt að segja fannst henni sjálfri, að það væri hrein tímasóun að vera hérna. Hún hafði kunnað vel að meta athygli Dicks, þegar hann var alltaf að bjóða henni út í Vancouver. Hann var glæsilegur ásýndum, lífsglaður og aðlaðandi, en hún var þó ekki alveg viss um að tilf inning- ar hennar væru meira en vinátta. Hún var hingað komin til að láta ef til vill telja sér trú um að hún væri ástfangin af Dick, en eftir því sem dagarnir !iðu, sá hún að þeim hafði báðum skjátlast. Þau löðuðust að hvoru öðru, það var staðreynd....en slíkt var ekki nægur grundvöllur undir hjónaband. Samt sem áður var hún svolítið sár yf ir því að haf a lát- ið hann telja sig á að taka sumarleyf i í maí í staðinn fyrir ágúst og gröm yfir að hafa komið alla þessa löngu leið aðeinstil aðfinna, aðhún varóvelkominngestur. öðru hverju stakk hún upp á því við Dick, svona til reynslu, að hún færi heim aftur, en hann vildi ekki heyra á það minnzt, já hann gerði meira að segja slíkan upp- steit, að henni fannst hún hafa gert einhverja vitleysu. — Ég gekk auðvitað út frá því, að þú hefðir ákveðíð að Miövikudagur 31.desember Gamlársdagur 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15, og 9.05. Fréttirkl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jónas Jónasson les sögu sina „Húsálfinn". Sögulok (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kl. 10.25: Himinn i augum. Séra Jón Kr. Isfeld les úr predikanasafni séra Þor- steins Briem. Morguntón- leikar kl. 11.00: Ungverska filharmoniusveitin leikur Sinfóniu nr. 50 i C-dúr eftir Joseph Haydn, Antal Dorati stjórnar. Hollenzka blásarasveitin leikur Di- vertimenti eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Edo de Waart Stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Fréttir liðins árs Frétta- mennirnir Gunnar Eyþórs- son og Vilhelm G. Kristins- son rekja helztu viðburði ársins 1975 og bregða upp svipmyndum og röddum úr fréttaaukum. 14.30 Glúntasöngvar Asgeir Hallsson og Magnús Guð- mundsson syngja við pianó- undirleik Carls Billich. 15.00 Nýárskveojur— Tónleik- ar (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). (Hlé) 18.00 Aftansöngur i Kópavogs- kirkju Prestur: Séra Arni Pálsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. 19.00 Fréttir 19.20 ÞóðlagakvöldSöngflokk- ur undir stjórn Jóns As- geirssonar og félagar i Sinfóniuhljómsveit tslands flytja. 20.00 Avarp forsætisráðherra, Geirs Hallgrimssonar. 20.20 Lúðrasveit Reykjavikui" leikur. Stjórnandi: Björn R. Einarsson. 20.50 Úr öldudalSkammgóður vermir handa útvarpshlust- endum. Flytjendur: Bessi Bjarnason, Árni Tryggva- son, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Jónas Jónasson, Ævar R. Kvaran, Gisli Alfreðsson, Karl Guð- mundsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Anna Guð- mundsdóttir og Carl Billich. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. 22.15 Veðurfregnir Þættir úr óperettunni „Leðurblök- unni" eftir Johann Strauss Elisabeth Schwarzkopf, Rita Streich og fleiri syngja með hl jómsveitinni Phil- harmoniu, Herbert von Karajan stjórnar. — Þor- steinn Hannesson kynnir. 23.30 „Brennið þið, vitar" Karlakór Reykjavikur og Útvarpshljómsveitin flytja lag Páls Isólfssonar undir stjórn Sigurðar Þórðarson- ar. 23.40 Við áramót Andrés Björnsson útvarpsstjóri flytur hugleiðingu. 23.55 Klukknahringing. Sálm- ur. Aramótakveðja. Þjóð- söngurinn. (Hlé). 00.01 Dansinn dunar Hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar sér um fjörið fyrsta hálftim- ann. Siðan verður leikið af plötum. 02.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. janúar Nýársdagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur nýárs- sálma. 11.00 Messa i Pómkirkjunni Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, predikar. Organleikari: Ragnar Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.