Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. ERLEND FRETTAGETRAUN 1) Kviödómur i Bandarikjunum komst aö þeirri niðurstöðu, að þrír af starfsmönnum Nixons fyrrv. forseta, þeir Haldeman, Erlichman og Mitchel væru sekir. Ástæðan var: a) Þeir tóku þátt i undirbúningi innbrotsins i Watergate bygginguna. b) Þeir brutust inn i Watergate- bygginguna ásamt fleiri. c) Sýndu eiginkonu Nixons allt of mikinn áhuga d) Reyndu að hindra uppljóstrun innbrotsins i Watergatebygg- inguna. 2) Þingkosningar fóru fram i Danmörku i janúar sl. úrslit þeirra vöktu mikla athygli. Ástæðan var: a) Flokkur Hartlings þáverandi forsætisráðherra tvöfaldaði fylgi sitt. b) Mogens Glistrup varð forsætis- ráðherra um stundarsakir. c) Margrét drottning ákvað að efna til kosninga að nýju. d) Flokkur Hartlings tapaði veru- legu fylgi. 3) Bókmenntaverölaun Norður- landaráðs var úthlutað i byrjun ársins. Þau hlutu: a) Þorgeir Þorgeirsson fyrir bókina „Yfirvaldið" b) Finninn Hannu Salama fyrir bókina ,,Undan snjó" c) Guðbergur Bergsson fyrir bókina „Ástir bliðlyndra barna." d) Jens Evensen fyrir bókina „Udvidelsen". 4) Á marzmánuði rændu stjórn- leysingar i Vestur-Þýzkalandi frægum þarlendum stjórnmála- manni. Hann heitir: a) Willy Brandt. b) Gunter Guillaume c) Peter Lorehz d) Franz Josef Strauss 5) Friðrik Ólafsson lenti I öðru sæti á svæðamóti í skák, sem haldið var i Tallin i Sovétríkjun- um. Við þaö tækifæri sagði Spassky fyrrverandi heims- meistari: a) Undarlegt, að svona góður skákmaður skuli koma frá ís- landi. b) Meir leiddist ógurlega á is- landi, þegar ég dvaldi þar. c) Friðrik er einn bezti skák- maður heimsins i dag. d) Þetta sýnir, að Friðrik er næst- bezti skákmaður heimsins i dag. 6) Panska þingið svipti Alogens Glistrup þinghelgi. Ástæðan var: a) Hann fór niðrandi orðum um Margréti Danadrottningu og særði þannig blygðunar- tilfinningu Dana. b) Svo að hægt yrði að höfða opinbert mál á hendur honum fyrir skattsvik og fjármuna- brot. c) Glistrup neitaði að mæta á þingfundi, þar sem honum hafði verið úthlutað sæti við hliðina á Anker Jörgensen I öldungadeild þingsins. saman til fundar i Helsinki i Finnlandi. Þar var rætt um: a) Vaxandi ofbeldisaðgerðir Asiuþjóða i Evrópu. b) Tolla- og viðskiptamál. c) Stofnun sameiginlegs þings Evrópurlkja. d) öryggismál Evrópu. 12) Gowon forseta Nigeriu var steypt af stóli. Hann flýði til Lundúna. Er þangað kom sagði hann: a) Ég styð þá, sem ráku mig frá völdum og hvet þjóðina til að gera slikt hið sama b) Ætla að safna liði og frelsa land mitt undan oki og áþján hinna nýju valdhafa. 2. mynd. Skopmynd þessi sýnir tvo menn, sem mjög komu viðsögu siðustu mánuðiársins 1975. Þeir eru? 7) Brezki háskólakennarinn Dennis Hills var dæmdur til dauða i Uganda I Afriku. Máli hann lyktaði þannig, að: a) Dauðadómnum var fullnægt. b) Hann var náðaður af Idi Amin Ugandaforseta. c) Hann framdi sjálfsmorð i fang- elsinu d) Brezkar hersveitir frelsuðu hann úr prisundinni. 8) 15. júli gerðust mikil tiðindi á sviði geimferða og geimvisinda. Ástæðan var: a) Þá hófst fyrsta sameiginlega geimferð Bandarikjamanna og Rússa. b) Árekstur varð milli sovézks og bandarisks geimfars skammt frá tunglinu. c) Rússar og Bandarikjamenn komu sér upp sameiginlegri geimvisindastöð á tunglingu. d) Rússar og Bandarikjamenn skipuðu nefnd, sem hafa skyldi það hlutverk að skipuleggja byggingu fjölbýlishúsa fyrir starfsmenn sameiginlegrar geimvisindastöðvar, sem risa á á tunglinu. 9) Brezkur þingmaður var mjög i fréttum á þessu ári, m.a. vegna þess að hann var látinn dúsa i fangelsi nótt eina er hann kom frá Astraliu. Hann heitir: aT David Frost b) George Brown c) John Stonehouse d) Margaret Tatcher. 10) Sambúð Tyrklands og Banda- rikjanna versnaði mjög á miðju árinu. Astæðan var: a) Tyrkir tóku yfir stjórn allra bandariskra herstöðva i Tyrk- landi. b) Bandarikjastjórn neitaði að beita sér fyrir þvi að grisku stjórninni yrði vikið úr Sam- einuðu þjóðunum. c) Tyrkneska flugfélaginu var neitað um lendingarleyfi i Bandarikjunum. d) Bandariska sendiráðið i Ankara var lagt i rust af heroinsmyglurum, sem töldu bandarisku stjórnina andsnúna hagsmunum sinum. 11) Leiðtogar Evrépurikja komu d) Skipaður sáttasemjari i deilu hersins og stjórnmálamanna. 15) Mannréttindanefnd Evrdpu kvað upp úrskurð I ágúst, sem vakti mikla athygli viða um heim. Þar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að: a) Ekkert væri athugavert við kynlifsfræðslu I dönskum skól- um. b) Kristnifræðikennsla i dönskum skólum væri i ólagi. c) Danski menntamála- ráðherrann hefði komið of mörgum ættingjum sinum fyrir innan danska menntakerfisins, og brotið jafnréttisregluna. 5. mynd. Konan á myndinni stendur i strongu þessa dag- ana. Hún heitir? 4. mynd. Hverjir sjást á þessari mynd og við hvaða tækifæri var hún tekin? c) Átti fótum minum fjör að launa. d) Byltingin var ógurlegt blóðbað, sem hinum nýju vald- höfum má kenna um. 13) A öryggisráðstefnunni i Helsinki sagði Breznjev m.a.: a) Enginn árangur er af fundum þessarar ráðstefnu. b) Tryggja ber sjálfsákvörðunar- rétt þjóða um innanrikismál. c) Sovétrikin hafa ihlutunarrétt um innanrikismál austan- tjaldslandanna. d) Innrásin i Tékkóslóvakiu 1968 var herfileg mistök. 14) Bylting var gerð i Bangla- desh. Mujibur Rahman, forseti landsins var: a) Myrtur. b) Settur á eftirlaun. c) Sendur til Lundúna. d) Kynlisfræðsla i dönskum skól- um væri skaðleg ungum börn- um. 16) A miðju ári fóru fram viðræður milli hvitra manna og þel dökkra i Rhódesiu. Þær voru haldnar: a) Á skrifstofu Ian Smiths for- sætisráðherra i Salisbury. b) Á skrifstofum afriska þjóðar- ráðsins i Lusaka. c) A brúnni yfir Zambesi fljótið. d) I járnbrautarvagni við Viktoriustöðina i Salisbury. 17) Haile Seiassie Eþiópiu- keisari lézt i ágúst. Er hann lézt hafði hann: a) Stjórnað Eþiópiu sem keisari samfleytt i 50 ár. b) Lifað i einangrun eftir að hafa verið steypt af stóli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.