Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 40
¦¦ Miðvikudagur 31. desember 1975. SIS-FOIHJK SUNDAHÖFN i^^ni ., I >¦ I.ÉÍÍ—ma fyrir ejóémi mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ' GTOwwws&y Fyrr I þessum mánuði gerðu tsraelar nokkrar loftárásir á palestlnskar flóttamannabúðir I Llbanon. Voru aðgerðir þessar fordæmdar m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Skopmynd þessi birtist I bandarlsku blaði ekki alls fyrir löngu og með henni þessi texti: „Engu llkara en Israelsmönnum hafi enn einu sinni vegnað illa hjá Sameinuðu þjóðunum." Richards forsætis- ráðherra Bermuda segir af sér Reuter/Hamilton, Bermuda. Fyrsti blökkumaðurinn, sem gegnt hefur forsætisráðherraem- bætti á Bermundaeyjunum, Edward Richards, sagði af sér embætti I gær af heilsufarsástæð- um, að þvl er skýrt var frá af opinberri hálfu á Bermuda. Kjörtimabil forsætisráðherrans rennur hins vegar ekki út f yrr en i júní 1977. Fréttaskýrendur telja Ilklegt, að Jack Sharpe, sem nú gegnir embætti fjármálaráðherra, verði eftirmaður Richards. Það eru þingmenn stjórnarflokksins, sem útnefna nýjan forsætisráðherra. Edward Richards er 67 ára að aldri. Hann fæddist I Gyuana, en flutlist til Bermuda 1930. Hann varð forsætisráðherra fyrir fjór- um árum, 28. desember 1971. New York: 12 LÉTUST OG 75 SÆRÐUST í SPRENGINGUNNI Á LA GUARDIAFLUGVELLINUM — PLO segist ekki bera ábyrgð á verknaðinum Reuter/New York. Gifurlega öfl- ug sprengja sprakk á La Guardia flugvellinum i New York seint I gærkvöldi. Tólf manns biðu bana i sprengingunni og 75 særðust. Veggur, sem skildi að biðsalinn og farþegaafgreiðsluna þeyttist I burtu I sprengingunni, og mun loftið hafa hrunið yfir þá, sem i biðsalnum stóðu og biðu eftir töskum slnum. Eldur kom upp I flugvaliarbyggingunni, eftir sprenginguna og logaði hann i um það bil hálfa klukkustund þar til slökkviliðsmönnum tókst að slökkva hann. Framhlið flugstöðvarbygging- arinnar er úr gleri, um 150metra löng og brotnaði um þriðjungur hennar. . La Guardia flugvöllurinn er einungis notaður fyrir innan- landsflug, en engu að síður voru mjög margir farþegar saman- komnir I flugstöðvarbyggingunni, þegar sprengingin varð. Glerflis- ar þeyttust vlða um bygginguna og skárust margir illa, Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð vegna hryðjuverks þessa, en nokkrum klukkustundum eftir sprenginguna, hringdi maður einn á fréttastofu Reuters I New York og lýstí þvi yfir, að PLO (frelsissamtök Palestinuaraba) bæru ábyrgð á hryðjuverkinu. PLO hefur hins vegar harðlega neitað öllum ásökunum af þess'u tagi og segist alls ekki bera ábyrgð á verkinu. Sögðu tals- menn PLO að sá, sem kenna vildi verkið PLO, hlyti að vera sjúkur. Maðurinn, sem las Reuter yfir- lýsinguna um að PLO bæri ábyrgð á verkinu, fór hörðum orðum um þá, sem samskipti hefðu viðkúgunarriki Zionista, en TWA flugfélagið, hefur mikil samskipti við israelska flugfélag- ið. Alvarlegt efnahags ástand í Portúgal Reuter/Lissabon. Mjög alvar- legtástand hefur skapazt í efna- hagsmálum Portúgals vegna óstöðugleikans I stjórnmálalifi landsins. Þannig var t.d. skýrt frá þvi af opinberri hálfu I Portúgal I gær, að bensin myndi hækka um 40% á næstunni. Á siðasta ári notuðu Portúgalir bensin fyrir upphæð, sem nem- ur um 75 milljörðum islenzkra króna. Auk benslnhækkunarinnar Verkföll í Perú Reuter/Lima. Fregnir frá Lima, höfuðborg Perú, herma, að rúmlega fimmtlu þúsund verkamenn i höfuð- borginni og hafnarborginni Callao, sem er við Kyrrahafið, hafi gert verkfall I gær. Nán- ari fregnir af verkfallinu, var ekki að hafa, er blaðið fór i prentun i gær. hefur iik4sst jtfin Portúgals gripið til fjöldamargra annarra efnahagsaðgerða, sem miða eiga að þvi að koma efnahag landsins á réttan kjöl að nýju. Fregnir frá Portúgal herma, að matarskortur sé farinn að gera vart við sig á sumum stöð- um I landinu, og að verði ekki bót ráðin á megi gera ráö fyrir mjög alvarlegum matarskorti sums staðar i landinu. Sovétríkin: Verðstöðvun afnumin í Noregi Reuter/Ntb/Osló. Norska stjórnin hefur tilkynnt, að verðlagsstöðvun sú, sem I gildi hef ur verið I Noregi verði afnumin frá og með næstu áramótum, að þvi er skýrt var frá af opinberri hálfu i Noregi I gær. Búast má við því, að verðlag I landinu hækki að meðaltali um 2 til 10% miðað við núgildandi verðlag. Nýjungar á sviði Íarðskjálftamælinga Apn. Sovézkir visindamenn hafa komið fram með athyglisverða tillögu um mjög einfalda jarð- skjáiftamælingarstöð. Eru það visindamenn við jarðeðlis- fræðistofnunina I Tartu, sem eru höfundar tillagnanna. Hinar nýju mælingar felast i þvi, að lögð er tveggja kilómetra | Iöng plastslanga, fyllt vökva og ! grafin i jörðu. Við báða enda i slöngunnar eru fest tæki, sem skrá allar hræringar i jarðskopr- unni, jafnvel svo óverulegar, að j næmustu jarðskjálftamælar skrá þær ekki. Bréznjev verðlaunin fyrir sjálfstæða hugsun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.