Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ 1975 3 :•:•:•:•:• •:•:•:•:•: ::s:í m Séra Gunnar Árnason: JÓLAHUGVEKJA „Ég er meðal yðar eins og sá, sem þjónar” Jólin eru minningarhátið fæðingar Jesú Krists, sem við íslendingar játum nær einhuga, að sé ,,ljós heimsins.” Jólagjafirnar eru tákn mannkærleika hans. Hann flutti ekki aðeins fagnaðarboðskap, hann gekk um kring og gerði gott. Mér hefur alltaf fundizt það skipta fremur litlu máli hvernig hann kom inn i heiminn. Það er lif hans og boð- skapur, dauði og upprisa, sem koma öllum við. Guðfræðingum er gjarnt að deila um ótal kennisetning- ar, sem komið hafa fram i þeirra hópi og valdið sifelldum flokkadráttum og margs konar klofningi. Kristur á enga sök á þvi. Hann spurði bersyndugu konuna ekki um neina trúar- játningu, eða Zakkeus i hvaða söfnuði hann væri. En hann vakti hjá þeim sinnaskipti, ný lifsviðhorf, sem gerði þau að betri og sælli mönnum. Sögur af kraftaverkum Krists bárust eins og logi ýfir ak- ur út um landið. Sjálfur lagði hann litla áherzlu á þau, gerði þau yfirleitt af sárri og óslökkvandi meðaumkvun. Það var kærleikur Krists til Guðs og manna, sem dró flesta að honum og hafði rikust áhrif á þá, sem gengu hon- um á hönd. Titus keisari er með réttu enn lofaður fyrir orðtak sitt: ,,Þessum degi hef ég glatað”. Svo mælti hann, ef hann hafði ekki gert eitthvert góðverk þann daginn. En allt lif Krists var þjónusta og dauði hans fórn. Siðasta kvöldið sem hann lifði, þvoði hann fætur læri- sveinanna, — sem var þrælsverk —og sagði: ,,Ef (þá) ég, herrann og meistarinn, hefi þvegið fætur yðar, ber einnig yður að þvo hver annars fætur.” „Trúin er dauð án verkanna” og öll guðfræði „hljómandi málmur og hvellandi bjalla” án mannkærleika. Séra Matthias Jochumsson skildi það. Hann kvað um fá- tæku og sjálfmenntuðu sveitakonuna, móður sina: „Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við listalindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilifa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir. Sálmar hans sanna þessi áhrif. Eins sú vitneskja, að hann mátti ekkert aumt sjá, án þess að vilja hugga og bæta úr bölinu. Þeim mun minnilegra er, að við lá, að hann væri sviptur kjóli og kalli sakir þess ámælis, að hann væri ekki nógu rétttrúaður. Hann sem átti bæði guðlegan anda og gott hjarta. Likur var andi forstöðukonu heimilis munaðarlausra : barna á Indlandi. Kunnur maður hafði orð á þvi, hvað það hlyti að vera kostnaðarsamt að reka slika stofnun. Hún brosti og sagði, að þar krefðist enginn launa. „Við gerum þetta allar af kærleika.” Ég hef kynnzt tiltölulega fáum leikmönnum, sem hafa haft trúarjátningar sinar i hámæli, en mörgum, sem borið hafa kristnina með sér. Dagfar þeirra, dómar um menn og málefni, og viðbrögð við gleði og sorg, hafa ekki leynt þvi. Hér er um að ræða vammlaust og góðviljað fólk, hjálpfúst og dómmilt, sem tekið hefur mótblæstrinum eins og hrislan, sem svignar i storminum, en réttir sig við, þegar lygnir. Svo hefur og verið um suma presta, þá áhrifamestu. Ég tek aðeins dæmi af séra Davið Guðmundssyni á Hofi, sem Guðmundur á Sandi orti svo um: Hann gekk milli bæjanna, gerði sér far að gefa þeim djörfung, sem ráðþrota var, og miðla þeim fróðleik, sem fávisi leið, og fögnuð þeim veita, er dauða sins beið. í hálfa öld gekk hann frá manni til manns á mjöllum og grjóti vors strálbýla lands — i fyrir með glóðir sins áhugaelds en ábyrgð á herðum frá morgni til kvelds. Séra Daviðs er ekki getið i kirkjusögunni, frekar en þess ónefnda fjölda, sem ég vék að. En þetta eru grænu grösin á akri kristninnar. Mestu og beztu vottar jólabarnsins — Jesú Krists. Við búum enn að heimstyrjöldunum, sem aðallega voru háðar i kristnum löndum. Þá voru fleiri og máttugri öfl mannspillingarinnar leyst úr læðingi en nokkru sinni fyrr i sögu mannkynsins. — Það er mikill misskilningur, að sú geigvænlega orrahrið hafi afsannað gildi kristninnar. Þvert á móti. Sameinuðu þjóðirnar og alkirkjuhreyfingin eru m.a. vottar þess, að menn skilja nú, þrátt fyrir allt, að allir menn eru bræður og alheimsfriður lokatakmarkið. Og það mesta i héimi er kristinn kærleikur og þjónusta. Gleðileg jól! 1! l:i :•:•:•:•:•: síg: vXv: II II : : S5ÍÍ II m Wii ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.