Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 10
10 LgJilIiIniiH JÓLABLAÐ 1975 AÐFANGADAGSKVÖLD í WINNIPEG Gestur Pálsson var um all- langt skeiö ritstjóri, bæði i Reykjavlk og Winnipeg. A Kanaduáruni sinum skrifaöi hann jólahugleiöingu þá, sem hér birtist. Þaö voru engar smáræöis áhyggjur, sem margur maður hafði hér i Winnipeg seinustu dagana fyrir jólin. Þessi jólavika, eða vika fyrir jólin, er að einu leytinu mörgum mönnum hin þungbærasta af öll- um vikum ársins. Hún er ársins heila erfiðistið. Lifið gengur sinn vanalega gang árið i kring eins og klukka, sem dregin er upp á hverju kvöldi, menn vinna sfna vanalegu vinnu dag eftir dag, borða sinn vanalega mat og sofa sinn vanalega svefn á eftir. Tið- indin eru engin og hugsunin engin hjá mörgum mönnum. Heilinn, vesalingslitli heilinn.fær að hvila sig og sofa hjá flestum allt árið — til jólanna. En þá er lika hvildinni lokið. Þá verður unginn litli að risa úr rekkju, og svo er honum snúið eins og snældu, sigað eins og hundi, hann er laminn áfram eins og uxi íyrir vagni eða látinn draga heila trossu af áhyggjum á eftir sér yfir fjöll og firnindi eins og gufuvagn. Þvi það er mikið að hugsa fyrir jólin. Heimilisfeðurnir eru að hugsa fyrir heimilinu, — hugsa um öll þessi ósköp áf dýrindis réttum, sem þarf um jólin, þvi óhæfa þykir að borða sama mat um jólin eins og hina dagana. Unga fólkið, bæði karlar og konur, er að hugsa um, hvaðanýföt þaðeigi að fá sér fyrir jólin og hvernig það eigi að fá þau, þvi — það er nú oft þrautin þýngri. En ein hugsunin er það þó, sem flestum mönnum á öllum aldri liggur þyngst á hjarta — það er umhugsunin um jólagjafirnar. Hvaða jólagjafir á maður að gefa sjálfur? Og hverjum? Hvaða jólagjafir hefur maður von um að fá sjálfur? Og frá hverjum? Og timinn lfður, jólin nálgast og heiiinn flýgur eins og ör út um alla heima og geima, slær sér niður hér og þar á einhverjum saklausum náunga, bara til þess að hafa eitthvað jólagagn af hon- um. Smýgur eins og regndropi gegnum rifurnar á húsunum til þess að skyggnast eftir, hvort þar sé nokkurn jólagróöa að fá inni, eða grefur sér einhver jarðgöng eins og kanina — bara til þess að leita að einhverju jólakorni. Hann berst um, stritast og baðar öllum öngum, þangað til hann gengur saman og minnkar af áreynslunni — svo lltill sem hann var þó áður. Og aöfangadagurinn kemur, og menn eru að senda jólagjafirnar sinar upp i kirkju, allan daginn, ogþarer nefnd manna i stórerfiði að raöa öllu á jólalréð, setja númer á munina og koma þeim fyrir á bekkina i kring, þvi jóla- tréö sjálft tekur ekki fjórða hlut- ann af öllum þessum ósköpum. Og um kveldið ganga menn til kirkju, prúöbúnir, og kirkjan tekur á móti öllum, ungum og gömlum, eins prúðbúin eða langt- um prúðbúnari en þeir: prýdd grænum blómsveigum og græn- um kvistum, skreytt ljósum og ljósaröðum. En fyrir framan altarið stendur jólatréð með jólagjafabunkunum til begg ja hliða, fagurt á að lita og girnilegt til fróðleiks — alveg eins og hið fyrsta tré á jörðu, sem sögur fara af. Og menn ganga til sæta, lita allra snöggvast á jólatréð og gjafabunkana, renna augunum á ljósafjöldann og blómskrautið, horfa á letur i blómfléttum, sem dregið er þvert yfir kirkjuna uppi i tveimur linum: „Friður á jörðu” og „Kristur lifir”, og svo horfa þeir aftur á gjafabunkann lengi, — fara að reyna að greina einstöku gjafirnar og gizka á, frá hverjum þær séu, og til hvers þær séu, þangað til glýju ber á augun af ljósafjöldanum. Orgelið byrjar og sálmur er sunginn og presturinn segir: „Látum oss biðja.” Allir beygja sig áfram til bænar, láta aftur augun og reyna að hugsa um orö prestsins og um jólin, fagnaðar- hátið kristinna manna. En svo eru jólagjafirnar að seilast upp Ur öllu, sem sagt er, gægjast fram yfir allar guðlegar jólahugsanir og reyna til að yfir- skyggja þær: „Hver átti að fá þetta ljómandi fallega albúm?” „Hver þennan silfurkökudisk?” „Hver átti að fá þetta ogþetta eða hitt og hitt?” Og Jón auminginn gat ekki að þvi gert: hann var alltaf að hugsa um, hver ætti að fá rósapúðann, sem hann hafði séð hana Sigrúnu að sauma. Var það hann Árni eða kannski hann Bjami? Skelfing var biðin löng, þangað til gátan yrði ráðin! Og Arni og Bjarni höfðu séð púðann lika þekkt hann og hugsað alveg það sama, hvorum sig. En Sigrún litla sat alveg róleg, grúfði sig áfram, hélthöndum fyrir andlitið eins og i heitri bæn og var að hugsa um það, hvað þeir mundu nú gefa sér, Jón, Arni og Bjarni. Atti hún nú að trúlofast þeim þeirra, sem gæfi henni fallegustu jólagjöfina, og það strax i kveld, svona eftir jólatréð og guðsþjón- ustuna? Eða átti hún að geyma að trúlofast, þangaðtil á nýárinu, og trúlofast þá einhvérjum, sem enga jólagjöf hafði gefið henni? Ein jólagjafahugsunin greip aðra i þessum biðjandi hóp. Og uppi yfir öllum hópnum voru skráð tvö lifsmæli kristinna manna: „Friður á jörðu” og „Kristur íifir”. Presturinn endaði sina hjart- næmu bæn og sagði „amen”, og allir risu upp,og presturinn hélt stutta ræðu, og svo skiptu menn sér, eftir því sem þeir gátu, milli orða hans og jólagjafahugsan- anna, þvi augun hvildu langtum ofar á gjafabunkunum en á prest- inum. Og svo sungu börnin fallegan jólasálm og guðsþjónustunni var lokið. Svo var farið að úthluta. Nöfn voru kölluð upp og hlutum var útbýtt, ys varð, og hávarði varð, og óþolinmæðin varð þó ennþá meiri hjá þeim, sem biðu lengst eftir gjöfunum. Vonirnar flugu til og frá um a 11- an flokkinn eins og rieistar. Sum- staðar smáglæddist neistinn, þar til hann var orðinn að ljóm- andi fagnaðarljósi, sem bar yl og varma út i yztu æðar, en sum- staðar smákulnaði hann út, þang- að til allt var dáið og orðið að engu. Gleði reis og sorg kviknaði. Vinátta kólnaði og öfund glædd- ist. Og loksins endaði allt saman. Menn þyrptust út úr kirkjunni með bögglana i fanginu, hlæjandi og ánægðir eða þegjandi og óánægðir, allt eftir gjafastærðinni eða gjafafjöldanum. Sumir voru að hugsa um, hvað það væri heppilegt, og hvað það væri frjálslegt að geta svona sameinað stærstu fagnaðarhátiö kristninn- ar við einskonar jólamarkað fyrir söfnuðinn. Aftur höfðu aðrir eng- ar gjafir fengið og voru að hugsa um, hvort það væri vert að vera i þessum söfnuði lengur, og hvort það mundi ekki borga sig betur að fara til Björns, Eldons og Páls. Og ljósin voru slökkt i kirkjunni hvort á fætur öðru, þangað til allt varð dimmt. Hún varð svo niðurlút,veslings kirkjan, þvi hún hafði aldrei haft ráð á að fá sér turn eins og aðrar kirkjur, og meira að segja lá við borð, að hún yrði tekin lögtaki, bara af þvf að svo margir höfðu gleymtaðgefa henni jólagjöf. Og þó hafði hún leyft öllum þessum stóru og smáu börnum að hafa sér skemmtimarkað þarna á hverju aðfangadagskveldi, frá þvf hún fyrst varð til, — lofað þeim að kasta á milli sin öllu þessu glingri, eins og það væri allt sam- an ljómandi lifsfræ, og lagt sinn helgihjúp yfir allan þennan augnabliksleik vináttu og ástar, eins og það væri ævinnar glima um sálarfarsæld. Svo stóð hún einmanaleg eftir i kveldkyrrðinni og raunaleg á svip inn, meðan allur þessi iðandi og suðandi her fór heim til sin til að — leika sér að jólagjöfunum og sofna á eftir. Og tunglið dreifði sinni töfrabirtu yfir allan bæinn og silfraði allt, sendi alvörugeisla yfir allar jólagjafirnar, þar sem það gat náð i þær, og hélt dýrðar- himni yfir kveldgöngum elskend- anna. En inni i kotum sinum og hreysum sátu aumingjarnir og fengu engar jólagjafir, þangað til tunglið laumaði að þeim lifsskimu i gegnum smáu og óhreinu rúðurnar. Og svefninn kom og brá sinni værð yfir allt jólastritið. Og heilarnir teygðu úr sér, hnipruðu sig svo i kuðung og höll- uðu sér til hvildar. Þeir fá að sofa i friði, óáréttir i flestum mann- anna höfðum, til — næstu jóla. Gestur Páisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.