Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 15
 JoLABLAÐ 1975 15 Snorri Sturluson, liugmynd dansks listamanns, 0. Evan=, frá árinu 1886. Hann situr hér I önd vegi, sem nokkuö svipar til Grundarstólanna siðar. dæmi i landinu á þeim tima. Svokallað siðferðisástand var i bágasta lagi á þeirri öld, sem alkunnugt er. „Sá skaplöstr sótti Guðmund, at hann elskaði konur fleiri en þá, sem hann átti”, segir i Guðmundarsögu dýra. Svo virðist þó, sem létt hafi verið tekið á slikum „löst- um”. Sæmundur sonur Jóns Loptssonar og eftirmaður á Oddastað var aldrei eigin- kvæntur, — þótt honum jafnvel byðist dóttir Orkneyjajarls, — hann átti þó börn með minnst fjórum konum. Hvamm-Sturla var tvikvæntur, átti sjö börn með konum sinum og sjö fram- hjá. Sjálfur lögsögumaðurinn,. hinn ágæti höfðingi Gissur Hallsson, átti börn með þrem konum utan hjónabands. Ormur Breiðbælingur, („spekingur. að viti ok göfugmenni”) giptist ekki en átti mörg börn, getið er þriggja ástkvenna hans. Þor- valdur Snorrason i Vatnsfirði átti fjögur börn með konum sin- um en fimm utan hjónabands. Þórður kakali giptist ekki, átti börn með fimm konum, hér á_ landi, (um Noreg ekki kunn- ugt). Og ekki var hinn frið- sami höfðingi Þórður Sturlu- son á Staðarstað barn- anna bestur i þessum efn- um, hann giptist ofar en einu sinniog átti börn, sem siðan átti hann sex börn með ástkonu, sem hann hafði hjá sér, og að henni látinni giptist hann enn. Annars voru kvennamálin kringum Þórð Sturluson svo margslungin, að ein af konum hans var dóttir Ara „sterka” á Staðarstað, sem að Hvamm-Sturlu látnum tók sam- an við ekkjuna, móður Þórðar, og i annan tima var Þórður far- inn að halda við tengdamóður bróður sins, Snorra Sturlusonar. Þannig mætti lengi rekja þennan sérkennilega synda- registur. Til dæmis kom það ósjaldan fyrir, að þeir höfðingjarnir höfðu fleiri konur i takinu i einu. Þorvaldur i Vatnsfirði lá i lokrekkju með tveim hjákonum sinum,er aðför vargerðaðhonum,i öðru tilfelli sváfu tveir hjá einni, Maga-Björn og annar. Þá segir og frá ýmsum konum Sturlungaaldar, dætrum og eiginkonum fyrirmanna, sem ekki virtust siður hafa verið til i tuskið. Hákon i Laufási stóð Sigurð Grikk(ja) þrisvar upp i hvilu konu sinnar. Þórdis i Vatnsfirði, Snorradóttir, átti t.d. börn með fjórum mönnum. Dóttir hennar, Kolfinna Þor- valdsdóttir, hljópst úr landi með ástmanni sinum („fyrir útan frænda ráð”). Hún virðist þar ytra hafa lent i einhverju slag- togi með Þórði kakala, „og var hón þá með Þórði”, er hann lézt. Þá virðist höfðingjadóttirin frá Staðarhóli Ingvildur Þorgils- dóttir, hafa verið æfintýrakona i meira lagi. Átti vingott við marga menn, eignaðist barn i meinum og leyndi, flýði i karl- mannsklæðum, (sem var „mannvilla” eftir Grágás), stökk úr landi með ástmanni sinum, og þegar hún kom aftur lét hún sig ekki muna um að rugla sjálfan Klæng biskup i riminu, og ala honum dóttur, sem svo siðar giptist Þorvaldi i Hruna, föður Gissurar jarls. Ekki má gleyma Hallgerði prestskonu á Helgafelli, sem lét ræna sér á næturþeli upp úr hvilu bónda sins, og flytja i ann- að hérað, i nokkuð auðsæum til- gangi. Aþekktkom og fyrir dótt- urina skömmu siðar. Hallur Þjóðólfsson tók konuna (og hestinn Mána) af gömlum presti, er hann hitti þau á viða- vangi, og hafði hvorttveggja á brott með sér, auðsýnilega með góðu samþykki hennar. Hvað prestsfrúna á Helgafelli snertir má skjóta þvi inn i, að augljóst er af þvi, sem á eftir fór, að Jón Loptsson I Odda hefur einhvern tima gengið um garða hjá þeirri giptu konu, auk þess sem það sýnir ljóslega vald hans yfir konum að hann skyldi fá hana til að hverfa heim aftur, eftir það sem undan var gengið. Annars væru ævir og æfintýri þessara kvenna mikið og tílvalið bókar- efni einhverju sagnaskálda okk- ar eða rithöfunda, og mætti ætla að þeir geri þvi einhver skil, er timar liðar. IV Svo aftur sé vikið að þvi, sem fyrr varfrá horfið, þá mun frúin i Hvammi hafa verið mjög ung er hún giptist Sturlu, liklega tvi- tug eða litið þar yfir, en hann kominn vel yfir miðjan aldur. Þegar gætt er aldursmunar þeirra hjóna, hún i besta blóma lifsins, en maðurinn nær sjötug- ur, er Snorri fæddist — (deyr 4-5 árum siðar) mætti það vart kallast nein goðgá, þótt gert væri ráð fyrir þeim möguleika, að hún kunni að hafa látið glepj- ast af hinum glæsilega höfð- ingja frá Odda, sem enn var á besta manndómsskeiði æfinnar og jafnan ótrauður til stórræða af þessu tagi, svo sem sagan greinir. Sjálf var hún af höfð- ingjaættum, og vafalaust glæsi- leg kona, sem létt veittist að sjarmera karlkynið, svo sem strax kom fram i ekkjudómi hennar. Það fer heldur ekki milli mála, að Guðný Böðvarsdóttir hefir verið atkvæðakona i ást- um, og óvilin fyrir sér nokkuð svo. Ekki hafði Sturla gamli i Hvammi nema rétt geispað gol- unni þegar hin unga ekkja hans kippir Ara „sterka”, sem fyrr var nefndur, upp i hvilu sina, og var hann langt að kominn gagn- gert þessara erinda. Tókust með þeim miklar ástir, að sag- an segir, enda réðust þau i sigl- ingu saman, sem fátitt var i þann tið. En Ari þessi'-varð skammlifur eftir þetta, og segir ekki frekar af æfintýrum henn- ar, enda myndi Sturla sonarson- ur hennar varla halda þeim mjög á lofti, en hann ólst upp hjá henni og mat mikils. Yfir- leitt má ekki leggja mikið upp úr þvi, þótt Sturla Þórðarson segi ekki meira frá ástamálum fyrirfólks aldarinnar, en minnst varð af komist, og er þó allt nokkuð, sem lesa má milli lfn- anna. Vel gat honum þess vegna hafa verið kunnugt um útundan- hlaup ömmu sinnar með Jóni Loptssyni, — ef verið hefði — þótt hann kærði sig ekki um að halda þvi á lofti. Hitt segir sig öldungis sjálft, að enda þótt Sturlunga sé fáorð um léttlyndi giptra kvenna á þeirri öld, þá hafa þær áreiðanlega komið þar við sögur, jafn- vel ekkert siður en þær ógiptú. Það mætti ótrúlegt heita, ef höfðingjar og aðrir fyrirmenn, sem engu eirðu i þessum efn- um, hefðu aldrei borið þar niður. Áreiðanlega á þetta ekki sist við um slikan „óeirðamann um kvennafar”, sem Jón Lopts- son var. Hitt breytir engu, þótt börn þau, sem þannig voru til komin, yrðu „skráð” sem börn sinna „löglegu” feðra, annað kom ekki til mála. V Það sem nú hefir verið sagt má vitanlega ekki skoða sem neina sönnun fyrir þvi, að Jón Loptsson en ekki Hvamm-Sturla hafi veriðfaðir Snorra. Þar þarf meira til. Hinsvegar sýnir þetta, að ekki er ráðlegt að for- takaneitti þessum efnum,ogað tilgátan gæti þessvegna haft við rök að styðjast. Enda verður ekki séð, að neinar sérstakar ástæður mæli henni i gegn. Eins og áður var getið er ekki á þvi að byggja, þó Sturla Þórðarson getiþess að engu, þótt vafi hefði þótt um faðerni Snorra. Hann hlaut að taka til greina, að amma hans átti í hlut, og að um sæmd hennar var að tefla. Ekki þarf það heldur að mæla gegn tilgátunni, að skáldskapargáfa og sagnalist hafi verið áberandi einkenni Sturlungaættar, og Snorra þvi kippt i það kynið. Augljóst verður að telja, að eig- inleikar þessir hafi erfst úr ætt móðurinnar, en sfður eða ekki úr ætt Sturlu. Hún var komin af Agli Skallagrimssyni og þess- vegna svo sem ekki i kot vísað um skáldgáfuna. Hinsvegar man ég ekki til, að slikrar gáfu hafi gætt að neinu ráði i ætt Hvamm-Sturlu, enda er eftir- tektarvert, að skáld- eða sagna- gáfu er hvergi getið hjá þeim niubörnum,sem Sturla átti með öðrum konum en Guðnýju. Eru þvi ekki efni til að ætla, að þær gáfur Snorra og þeirra bræðra og bræðrasona hafi verið af þeirri rót. Annars hefir það litla þýð- ingu, að reyna að geta sér til um hvorum þeirra Snorri hafi likst meir, að eðliseinkennum, Sturlu eða Jóni Loptssyni. Það yrði alltof erfitt að fóta sig á þvi svelli. Þó er þvi ekki að neita, að i sumutilliti sýnisthann fremur hafa likst þeim siðarnefnda. „Snorri var ekki kaldlyndur sem faðir hans”, segir Sigurður Nordal. Hann gekk aldrei á gerðarsættir. Og hann var yfir- leitt miklu friðsamari maður og sáttfúsari heldur en Sturla i Hvammi. Þetta kemur og fram hjá báðum þeim höfundum, sem best hafa skrifað um Snorra, Sigurði Nordpl og Gunnari Ben- ediktssyni. Hitt er svo annað mál, að friðsemi hans hefir oft verið mistúlkuð sem hugleysi, (sbr. e.t.v. siðar). Féhyggjuna gat hann haft úr hvorri ættinni sem var, auk þess sem ekki er grunlaust um, að Sturla Þórðar- son, sem oft(ast) er ónotalegur út i frænda sinn, hafi gert meir úr þeim ágöllum Snorra heldur en rétt var (sbr. Arna Pálsson „Á viðog dreif”). Hina visinda- legu fræðimennsku hefir hann miklu liklegar haft úr ætt Sæ- mundar fróða og þeirra Odda- verjanna, og sama er að segja um veizluhöld hans, rausn og annan höfðingskap enda þótt sjálfsagt hafi þar meðfram gætt uppeldisáhrifa frá Odda. Sannleikurinn er sá, þótt ýmsir fræðimenn hafi mjög lagt stund á að niða manninn Snorra Sturluson 1), 6) þá „hörer han som personlighed til de mest fremragde, og i de fleste hen- seender til de mest sympate- tiske” eins og Finnur Jónsson hefir orðað það i Salm. Lekoikon. Tilsvarandi mætti gjarnan segja um þá Oddaverj- ana ýmsa, Jón Loptsson, Pál biskuð, Orm á Breiðabólstað, en um Sturlu i Hvammi, og reynd- ar einnig syni hans, sem vist seint verða sagt, að þeir hafi verið tiltakanlega „sympate- tiske” manngerðir, þótt margt hafi annars verið vel um þá. VI Þessi „formáli” er nú orðinn i lengra lagi, en þó ekki með öllu óþarfur, þar sem ég hefi viljað sýna fram á, að ekkki eru sjáan- leg nein sérstök atriði, sem úti- lokiþann möguleika, að Snorri hafi verið sonur Jóns Loptsson- ar en ekki Hvamm-Sturlu, um leið og hefi dregið fram nokkur óbeinmálsatriði, sem bent gætu til þess, að tilgátan hefði við rök að styðjast. Skal nú nánar vikið að hinum „ytri” eða beinurök- semdum, sem virst gætu styðja umrædda tilgátu, og að Sturlu og öðrum „hlutaðeigendum” hafi verið um þetta kunnugt. í.Hér er þessfyrst að geta, að telja verður með nokkrum ólik- indum, að Jón Loptsson skyldi bjóða Sturlu i Hvammi „barn- fóstur”, eftir gerðina i Deildar- tungumálum. Og raunar enn ó- trúlegra, að það skyldi vera þegið. Hafi þeir hinsvegar vitað, að Jón væri raunverulega faðir- inn, kemur fram eðlileg og full- nægjandi skýring á þessu, i báð- ar áttir. Mér er nær að halda, að sá siður (úr heiðni) að bjóða öðrum „barnfóstur” i hérgreindum skilningi, hafi aldrei verið tiður hér á landi, og liklega að mestu niður fallinn, er hér var komið. öðru máli kann að gegna um barnfóstur i guðsþakkaskyni eða vegna fátæktar, sem hvor- ugu var hér til að dreifa. Ólik- legt er, að svo stórbrotinn og metnaðarfulfur maður, sem höfðinginn Jón Loptsson i Odda, hefði gert slikt að vandalausu þar sem i þvi fólst að vissu leyti auðmýking, litillækkun gagn- vart Sturlu, eftir þvi sem á var litið i þann tið. „Sá skyldi ætið heita minni maður, er öðrum bauð barnfóstur” (E. Stardal: Jón Loptsson, bls 68). Jón Loptsson mun áreiðanlega hafa talið sig höfðingja á borð við „opkomlingen” Sturlu í Hvammi, og vel það. Og enga ástæðu til þess að koma sér eitt- hvað sérstaklega i mjúkinn hjá honum, enda ekki vináttu fyrir að fara, nema siður væri. Meira að segja hótað að drepa menn af honum, þrjá fyrir einn, ef til þyrfti að taka. Ot frá öllu þessu skoðað hlaut fósturboð þetta þvi að teljast með hinum mestu ó- likindum, á alla grein. Þá var hitt ekki siður undar- legt, er Sturla lætur frá sér i ell- inni yngstabarn sitt sem þó var komið þetta á legg, og vitanlega ,,efnisbarn”,sem fara má nærri um. Og enn ótrúlegra um móð- urina, út frá öllum eðlilegum og tilfinningalegum sjónarmiðum. Þarfnast þetta þvi einhverra sérstakra skýringa, annarra en þeirra, sem fræðimenn hafa til þessa tekið gildar. Þar hljóta að vera einhver dulin rök, sem fræðimenn hafa ekki komið auga á. En þar leysir hérgreind tilgáta vandann. Hafi þau hjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.