Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 22

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ 1975 lleitir reitir á yfirboröi jarðar. Oaufar punktalinur cru sn. dauðir eða skjálftalausir hryggir, sem island er á mótum tveggja hryggja. Miö-Atlantshafshryggurinn myndast við heitu rcitina. Af þeim toga eru Grænlands — Færeyjahryggurinn, og Hawaii — er virkur rekhryggur, en Grænlands-Færeyjahryggurinn hefur Kmperor keðjan. hlaðizt upp á heita reitnum i 60 milljón ár jafnóðum og N-At- lantshafið opnaöist. Hann endar i tertierri blágrýtismy ndun á A- Grænlandí, og i Færeyjum og N-Bretlandi. (b) I !G 6 Tertieru blágrýtismynduninni hallar iaöalatriðum inn að gosbeltunum. Myndin sýnir samanburö likanreikninga Guðmundar Pálmasonar við basaltstaflann á Austfjörðum. hryggurinn er þvi þykkildi á hafsbotnsplötunum, sem mynd- azt hefur vegna hinnar miklu blágrýtisframleiðni islenzka möttulstróksins i 60 milljónir ára. Jafnframt þvi sem Austfirði rekur til austurs og Vestfirði til vesturs u.þ.b. 1 sm á ári, brýtur sjórinn landið, auk þess sem það sekkur i sæ utan við möttulstrókinn. Rofhraðinn er vitanlega óháður rekhraðanum, en Haukur Tómasson hefur fært rök að þvi, að hann sé um 1 sm á ári. Sé svo, kann stærð landsins að hafa haldizt svipuð I langan tima, og vafalaust hefur verið landbrú um Island framan af, meðan sundið var mjórra milli Evrópu og Grænlands. íslenzka jarðlagastaflanum hefur frá fornu fari verið skipt I þrjár myndanir, eins og þegar kemur fram á jarðfræðikortum Þorvalds Thoroddsens frá þvi um aldamótin. Þær eru tertiera blágrýtismyndunin á Austfjörð- um og norðvestanverðu landinu, kvartera móbergs- og grá- grýtismyndunina frá isöld, og hraun frá þvi eftir isöld. Hraun- in, sem runnið hafa eftir að Isa leysti siðastliðin 10.000 ár, mynda gosbeltin svo nefndu, sem skiptast i Snæfellsnesbelt- ið, Reykjanesbeltið, Norður- beltiö, frá Sléttu að Kverkfjöll- um og Suðurbeltið, frá Kverk- fjöllum að Surtsey. Gosbeltin eru hinn islenzki hluti Miö-Atlantshafshryggjarins. Kvartera bergið nær yfir ald- ursbilið frá 10.000 árum til þriggja millj. ára. og myndar rönd beggja vegna gosbeltanna. Fjærst gosbeltunum tekur svo við tertiera myndunin. Elzta berg á landinu er um 20 milljón- ir ára, eða frá siðasta þriöjungi tertiertimabilsins, og finnst það neðst i jarðlagastaflanum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þannig dreifast jarðmyndan- irnar islenzku eftir aldri i sam- ræmi við þá mynd, sem áður var upp dregin, með elzta berg- ið fjærst hryggjunum. Basaltið á A-Grænlandi og i Færeyjum er hins vegar um 60 ára, eða frá upphafi tertiertímans. Undir Mið-Atlantshafs- hryggnum má hugsa sér sprungusveim fylltan berg- kviku, sem nær allt i gegnum jarðskurniö. Sprungurnar bera kvikuna til eldstöðva á yfir- borði, en kvikan, sem storknar i sprungunum, myndar ganga. Rannsóknir á Austfjörðum benda til þess að þéttleiki ganga I blágrýtisstaflanum aukist nið- ur á viö, þannig að á 8 km dýpi ætti þéttleiki þeirra að vera orð- inn 100%. A einni Kýpur i Mið- jarðarhafi er merkileg jarö- myndun, sem menn telja vera gamlan miðhafshrygg, er þrýstst hafi á land og rifizt allt niöur i möttul. Þar má sjá, að neðri hluti skurnsins er ekkert nema gangar, í samræmi við það sem áður er sagt. Þegar hið nýmyndaða skurn rekur út frá hryggjunum, byrjar það að kólna og dragast saman. Þess vegna er hita- streymið frá hafsbotnsskurninu mest við hryggina, þar sem hitasligiö er hæsi, en minnst viö brúnir meginlanda, þar sem gamalt hafsbotnsskurn — yngra en 300 milljón ára, þvi engir hafsbotnar eru eldri en það — hverfur niður i möttulinn aftur, eftir að hafa tapað mestu af hita sinum. Svipaöa varmastreymismynd hefur Guðmundur Pálmason jarðeölisfræðingur sýnt fram á fyrir Island sjálft sem útskýrir um leið i aðalatriðum útbreiðslu jarðhitans i landinu. Samdrátt- ur skurnsins við kólnun er ein af þremur meginorsökum þess, aö Island nær ekki alla leið frá Grænlandi til Skotlands. Hinar voru áður nefndar, nefnilega sjávarrof, og skortur á léttum sökkli undir Grænlands-Fær- eyj,ahryggnum utan möttul- stróksins. Tertiera blágrýtisstaflanum hallar i aðalatriðum i átt til gos- beltanna. Þetta var áður talin afleiðing af fargi isaldarjökla og yngri gosmyndana, sem sporð- reist hefðu tertieru basaltplöt- unni, sem þær hvildu á. Nú er i fyrsta lagi ljóst orðið, að undir aðalgosbeltunum er ekkert tertiert berg. 1 öðru lagi hefur Guðmundur Pálmason sýnt fram á það með likanreikning- um að halla tertieru blágrýtis- ins ollu ekki sérstakar, tima- bundnar jarðskorpuhreyfingar, heldur er hann eðlileg afleiðing þeirrar myndar, sem hér er lýst. Bergfræði íslands virðist falla vel að plötukenningunni, bæði að þvi er viðvikur magni ljós- grýtis og samsetningu blágrýt- ishraunanna, en þau mynda um 90% af berginu. Rannsóknir i Raunvfsindastofnun Háskólans hafa leitt í ljós, að efnasamsetn- ing blágrýtisins breytist reglu- bundið frá Kverkfjallasvæðinu norðan Vatnajökuls eftir gos- beltunum til norðurs og suövest- urs, og á haf út eftir miðhafs- hryggjunum. Þegar efnið i möttulstróknum ris i áttina til yfirborðsins, bráðnar hluti þess við þrýstiléttinn og myndar blágrýtiskviku, eins og áður sagöi. Hraunkvikan berst til yf- irborðsins, en efnið sem eftir er óbráðið, berst út til hliðanna undir miðhafshryggjunum, og heldur jafnframt áfram að bráðna. Efnakerfi sem þessi eru Snúningur —v Brotabelti /Myndaztsl. 4,5 miljón ár Heitur reitur r\ Skurnhreyfing miðað viö l/ heita reitinn ,Botnskriðs.stefná og — hraði miðað viðhrvgginn Kristján Sæmundsson og Guðmundur Pálmason hafa fært að þvi rök jarðfræöi og iarðeðlisfræði, að eldra gosbelti milli Uang- jökuls og Skaga hafi flutzt til núverandi stööu (Þingeviarbeltið) fvrir u.þ.b. 4 milljónum ára. Jafnframt byrjaöi Austurbeltið < Vonarskarð — Surtsey) að opnast. Möttulstrókurinn er nú undir öskju — Kverkfjallasvæðinu, en allt skurnkerfið hreyfist hægt til norðvesturs miðað viii hann. Nýjar rannsóknir þykja benda til enn flóknari atburðarásar en sýnd er á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.