Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ 1975 23 afar flókin, og hraunbraö sú, sem myndast á hverjum tima, hefur allt aðra efnasamsetningu en möttulefnið, sem hún bráðn- ar úr. En það eyðist, sem af er tekið, og þess vegna verður efnasamsetning hverrar bráðar sem myndst úr sama möttulefni önnur en fyrri bráða. Efnasam- setning islenzku hraunanna verður skiljanleg, ef gert er ráð fyrir þvi að hraunbráð frá miðju möttulstróksins komi upp á Kverkfjallasvæðinu, en önnur hraun fjær þvi svæði hafi mynd- azt við frekari bráðnun sama möttulefnis. Samkvæmt þessu ræður islenzki möttulstrókurinn eldvirkni á stóru svæði i Atlantshafi. v Ekki verður skilizt við jarð- fræði Islands og plötukenning- una án þess að nefna nýstárlega hugmynd þeirra Kristjáns Sæmundssonar og Guðmundar Pálmasonar um þróun islenzku gosbeltanna. Þeir hafa fært gild rök jarð- fræði og jarðeðlisfræði fyrir þvi, að gosbeltin frá Sléttu um Dyngjufjöll og Kverkfjöll i Surtsey, þ.e.a.s. norður- og austurbeltin, hafi ekki myndazt fyrr en fyrir u.þ.b. 4 milljónum ára, — fram að þeim tima hafi Mið-Atlantshafshryggurinn leg- ið um Reykjanesbeltið og beint norður á Skaga. Þá gerðist það, að norðurhluti þess gosbeltis, nl. hlutinn milli Langjökuls og Skaga, dó ut, en nýtt belti opnaðist milli Sléttu og Kverk- fjalla.. Suðurendi hins riýja belt- is hefur svo smáfærzt suður á bóginn, nú siðast með Surts- eyjargosinu 1963-’66. Ástæðan fyrir flutningi þessum er talin vera sú, að plötukerfið allt rek- ur hægt til norðvesturs miðað við möttulstrókinn, sem nú er undir Kverkfjallasvæðinu, og þar kom fyrir 4 milljónum ára, að strókurinn var kominn svo langt austur fyrir gosbeltið, að hann rauf plötuna og skapaði nýtt gosbelti. Hið nýja gosbelti tengistmeð röð misgengja, svo nefnt brotabelti, við Jan-Mayen-hrygginn aðnorðan, og Reykjanes-beltið að sunnan. A shkum brotabeltum verða oft jarðskjálftar, og má ætla, að Dalvikurjarðskjálftinn 1934, og jarðskjálftarnir á Suðurlandi 1784 og 1896, séu dæmi um slikt. Gosbeltafærsla sem þessi, þar sem rekhryggur færist yfir möttul6trók, er þekkt fyrirbæri annars staðar frá, t.d. frá Galapagoseyjum og Hawaii- eyjum i Kyrrahafi. Atburðir þessir hafa mikil áhrif á jarð- fræði þeirra svæða, þar sem þeir gerast t.d. hefur Guðm. Sig- valdason nýlega stungið upp á þvi, að skýra megi bergefna- fræði Heklu, og hið óvenjulega magn ljósgrýtis á íslandi yfir- leitt, i ljósi hinnar flóknu gos- beltaskipunar landsins. Taliðer,aðundanfarin 1100 ár hafi að meðaltali orðið 20 eldgos á öld, eða eitt á 5 ára fresti. A þessari öld hafa orðiða.m.k. 15 eldgos á landinu, og má ætla, að svipuð eldvirkni hafi haldizt frá upphafi þess. En sé eldvirkni sl. 1100 ára borin saman við 10.000 ára timabiliðfrá lokum isaldar, virðist ljóst, að hún færist aust- ur á bóginn. Snæfellsnesið virð- ist vera útkulnað, og Reykja- nesbeltið á sömu leið. Hins veg- ar eru allar virkustu eldstöðv- arnar á suðurbeltinu — Hekla, Katla, Laki, og Kverkfjalla- svæðið frá Dyngjufjöllum i Grimsvötn. Þessi þróun er i samræmi við það, að plötukerfið i N-Atlantshafi sé á NV-leið miðað við Kverkfjallastrókinn. Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir plötukenningunni og upphafi hennar, og ýmis atriði tind til varðandi áhrif hennar á islenzka jarðfræði. Er þó margt ótalið, sem vonlegt er. Kenning þessi hefur verið hið mesta balsam öllum jarðvisinda- rannsóknum, glætt áhuga manna á þeim og aukið þeirra veg. Hingað sækja ár hvert hóp- ar útlendinga, sem leita vilja gagna meðeða ámótihinni nýju heimsmynd, enda skipar Island nú fyrir hennar tilstilli veglegan sess i jarðfræði heirasins, ■ Ihniseríur Útsölustaðir I víða úm lcrndýw fíur : Skrautljós FÁLKIMiy ■ niiin i i Suðurlandsbraut 8 Reykjavík • Sími .8-46-70 Gleðileg jól farsælt komandi ár Hið íslenzka prentarafélag Gleðileg jói farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári Hjólbarðaverkstæðið NV BARJO.tf'í N’ikGarðahreppi. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ferðamiðstöðin h.f. Aðalstræti 9. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðandi ári. Hjartarbúð. •■ Suðurland ppf'íf'S?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.