Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ 1975 31 saka, þar sem hvelin voru tákn timans, og greindi auk þess, af framvindu hans, að hann bjó rikulega yfir hvorum tveggja eiginleikanna, og þvi happa- drýgst i lifsbaráttu að koma fram i nafni hans, sem fulltrúi hans, etja saman hetjum og spekingum annars vegar og timanum, sem persónu hins vegar til að öðlast frið fyrir þessari þrenningu, frið til að lifa á liðandi stund. Af sama tagi og þeir menn, sem gerðust fulltrúar hins framsækna tima, voru aðrir, sem varla nokkru sinni voru nefndir, hinir ósýnilegu gerendur kvæðanna sjálfra, hinir fyrrnefndu persónu- gerðu timann i þeim heimi, sem persónukvæðanna hrærðust i, siðar nefndir létu sér nægja að gera það i sérstökum heimi innan hins, hefðbundnum honum en1. Þorsteinn Antonsson. samt sjálfstæðum; það voru höfundar kvæðanna. Þeir smeygðu eigin persónu inn i at- burðina, eftir að þeir voru orðnir, á sérsviði orðanna, og breyttu þar með minningu manna um liðna tið, juku hana og mögnuðu, og eins og fulltrúunum tilgreindu var þeim nafnleysi ávinningur, svo að fólk sæi ekki að andi at- burðanna var mestmegnis þeirra sjálfra en ekki sögunnar; tímans. Við þá menn kenndi hann helzt samstöðu. Og féll það vel. Þeir tóku hinn framsækna tima ekki alvarlega. Og eins hafði verið um hann, þegar hann tók að fást við særingarnar. Hið alvanalega var aftur á móti, að þeir, sem skáru sig úr og var fengið þetta verk- efni, sýndu fyrstu merki frá- brigða i þvi, að þeir týndu hinu almenna timaskyni, rigbundust svo þegar i stað hinu framsækna kvæðanna, það vissi hann, svo mikið hafði honum skilizt, þegar hann hlýddi á þá flytja niður- stöður sinar — hljómfall máls þeirra — á torginu. Auk þess að uppgötva hið nýja timaskyn, fann hann i kvæðunum upplýsingar um þær launungar, sem þau i heild voru kennd við i vitund fólksins og höfðu orðið þvi að rótgrónu tilefni tortryggni i þeirra garð, sem sé særingarnar. Þær voru aðferðir til að segja fyrir um óorðna atburði, til að komast niður úr yfirborðshugs- unarhætti, sem hin efnislegri háttsemi daglegs vafsturs mótaði i hugann, og þangað sem hann var enn nýr og ferskur, ósnortinn af manngerðu umhverfi og i tengslum við þann veruleik, sem hugurinn er að náttúrufari eigind i. Þar voru kvæðin torræðust, og sýnilegt var, að enginn vissi neitt til hlitar um þau mál. Þó skildist honum, af þvi sem honum hafði tekizt að ráða, að enn var hið þriðja tfmaskyn til Og að liklega var það raungildara hinum báðum. I það minnsta leituðu jafnt hetjur og spekingar, skáld og fulltrúar framvisandi sögu til manna þeirra, sem það höfðu, þegar mest var i húfi og visi þeirra hvers fyrir sig og allra saman dugði þeim ekki til að standa undir straumfalli aðsteðj- andi atburða. Þessir menn námu i djúpum huga sins titring’ utan hins skilvitlega og kunnu að lesa i hann. Þeir hlustuðu og voru þá ekki mannlegir, og af þvi stafaði óvildarhugur almennings i þeirra garð. Þeir gátu heldur ekki sagt af þvi yfirskilvitlega með auð- skildum hætti, sem ekki var von, gerðu það annað hvort beinum orðum, sem þá voru öllum nema særingamönnum sjálfum óskiljanleg, eða óbeint með þvi að beita orðum yfir hið skilvitlega sem likingum. f hinum þriðja tima var ekkert eitt sér, heldur allt meira og minna samrunnið, gerlegleikar, sm fjölmörg atvik sömu tegundar gætu sprottið úr. Svipað og i skáldskapnum sjálf- um. Þetta svipliki taldi hann að hefði orðið til að fólkið tók að kalla kvæðin i heild særingar. Hrafnar voru gæddir sömu gáfu og særingamenn. Látæði þeirra og kyndugleiki hinn sami og manna, er þeir dvöldu i hinum þriðja tima: þar voru hrafnar alltaf. Þeir vissu fyrir hið óorðna. En spurning hans hafði verið einkum: Hvað þá um hvita hrafna? Þvert ofan i ásetning hafði hann tekið að gruna að þeir væru utanveltu i heimi hrafna, einnig að þvi leiti, a.m.k. hvitur hrafn, sem ælist upp við mann- bústaði. Slikur hrafn dró dám af ibúunum um það hafði hann sann- færzt. Og sjálfur var hann ekki gæddur eiginleikum særinga- mannsins, hann hafði reynt, en ekki getað spyrnt botninum úr þorspbúahugsunarhætti sinum. Enda hæg heimatökin að segja með greinilegri hætti en þeim fyrir um óroðna atburði i' tima, sem var eilif endurtekning, eða atvik i fjarlægð fólki, sem var firrðin óraunveruleiki. En það var hún ibúum þorpsins. Og hon- um sjálfum. .Maöurinn horfði á sólselrið og vissi af munnmælum, að næsta dag myndi verða gott veður, mikill kvöldroði gefur það til kynna. Honum þótti, sem hann hefði aldrei séð annan eins gleði- leik Ijóss og lita og nú bragaði á himninum fyrir þöndum sjáöldr- um hans. Gult, rautt, grænt, blátt, litirnir streymdu upp himininn og inn yfir jarðbrúnina, likt og þessi aflstöð, sólin. sem til þessarar stundar hafði skammtað hverjum hlut sinn ákveðna lit, hefði sprungið af ofgnótt, þorpið maraði i purpurarauðu flóði og djúpsævileg kynngi i þessu flóði, dumbblá, þar sem flos gróandans bar i það: fjöllin voru ekki leng- ur jarðbundin. en þrátt fyrir það þungbúnari. þungbúnari, stolt- legri en nokkru sinni fyrr. fergd undir marrauðri birtu, sem leng- ur þarfnaðist ekki ljósgjafans til að vera. heldur fyllti skörð og lægðir, streymdi upp tinda, ol'an þá. kvislaðist, sýndi. Og út við sjónrönd var sólin orðin þrútin um miðju eftir þetta þrýstingsfall og hvarflaði frá sér í sistækkandi hringjum þvi flóði lita, sem hún steypti yfir heiminn. Himinninn hafði þá verið gerður úr föstu efni, eins og hann hafði alltaf grunað, nú hafði hannn brotnað á parti undan þessum feiknum blátt postulinið skaraði yfir sléttunni og svartar lænur milli hans og landsins. þar sem hann hafði rifnað upp og skekkzt og blámi hans draup niður, eins og hann væri að bráðna, og settist i landið og myndaði þar stór vötn i blöra við öll náttúrulögmál, sem maðurinn þekkti, hringlaga og ávöl. ójarðnesk. Og blóð sólarinnar streymdi inn um þessar sprung- ur. nú var hún likust hjarta. sem barðist deyjandi. og þó al' lifsástriðu. I miðju þessa hnattar búa Skópnir og Oskópnir, segir i særingunum, og þegar siðasta skilrúmið fellur, horfast þeir i augu. Þá hnigur blika dauðans yfir svæðið, segir þar. og snöggvast titra nú litirnir jafnvægir, likt og undan losti, svo bregður fölva á himin og hauður, yfir fjöllin, svo er þvi likast sem þeir streymi hratt til baka út að sjónrönd, þar sem sólin hvilir bliknuð, út- brunnin, en komist ekki alla leið, ekki nándar nærri þvi; fölvinn gagptekur þá næstum á sömu andrá og afmáir þá, eins og ckk- ert hafi gerzt. Ekkert hafði gerzt. Maðurinn hékk dauður i snörunni. NÝJUSTU MODELIN FRÁ BOESO 1976 voru að koma til landsins FIAT 127 SPECIAL, 2ja og 3ja dyra, vél 53 hestöfl, eyðsla ca. 7 I pr. 100 km. FIAT 128 SPECIAL 1 100/1300, 2ja og 4ra dyra, vél 60 og 67 hestöfl, eyðsla ca. 8 I pr. 100 km. FIAT 131 MIRAFIORI 1300/1600, 2ja, 4ra dyra og station, vél 75 og 80 hestöfl, evðsla ca. 10 I pr. 100 km. FIAT 132 GLS 1600/1800, 4ra dyra, vél 105 og 120 hestöfl, eyðsla ca. 12 I á 100 KM. Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax Leitið upplýsinga FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI, Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35, Símar 38845 — 38888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.