Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 41

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 41
JÓLABLAÐ 1975 41 Liljur spegla þykir mér svo skemmtileg . kvenkenning frá byrjun nitjándu aldar, að ég get ekki legiðá henni. Hins vegár er ég ekki sáttur við seinnihluta vlsunnar eins og hann er skrif- aður, þó að högla sé þarna sennilega eignarfall fleirtölu af hagl, og haglaræsir sé orrustu- og vopnakonungurinn Óðinn og kvenkenningin þá Óðins selja. Sandhaugar i Bárðardal árið 1930. Við húshornið stendur Kristin ljósmóðir, sem kunni söguna, sem hér er rakin Rebckka, bróðurdóttir hennar og kona Halidórs Kristjánssonar, sem varðveitt hefur sögnina i minni sér. Eina þeirra Ari hreppti Arnamögur. Steinunn heitir vefjan veiga, sem vigra baldur kaus að eiga. En eftir brúðkaupsveizlu þeirra Ara og Steinunnar qrti Illugi kvæði, sem þetta er i: Bara iðilánægður Ara ég i hófi var. Raran mátti maður hvur marinn súpa flöskunnar. Hæla má þvi hófi vel og hjala loflegt mærðargal. Sæludag ég soddan tel, er svalaði minum gómafal. Dangast kæti geðs um göng, glingruðu staupin varla ring. Vangafrið hver faldaspöng við fingur lék af vellysting. Er min hjartans óskin hýr, Ara skjól og Steinunnar, væri drottins verndin dýr varanleg til eilifðar Eflaust hefur Illugi munað, hvað hann orti um veizlu As- mundar, þó að ekki verði séð, hvort hann hefur haft það sér- staklega i huga. Hvað sem um það er, er hann svo glaður yfir drykkjarföngum i veizlu Ara, að hann biður þeim Steinunni ei- lifrar guðsblessunar. Þar sem konur voru voteygar i veizlu Ás- mundar, lékuþær viðhvern sinn fingur af vellysting i veizlu Steinunnar. Þó munu þær ekki hafa drukkið mikið eða almennt sjálfar. Og auðvitað getum við ekki fullyrt neitt um það, hversu réttmæt lýsing Illuga er. En vitnisburður hans er ótvíræður. Þó er þess að gæta, að ætla má, að hann hafi verið léttur i máli og spaugsamur. En varðveizla þessarar sögu finnst mér að styðji þá skoðun, að fyrr á öldum, þegar hvorki voru dagblöð né aðrir fjölmiðlar til að fylla hugi manna og glepja, gætu ættarsögur hafa geymzt munnlega nokkurt ára- bil. Góðkunningi minn einn, sem ég lét heyra þetta, sagði að þessu gæti ég ekki haldið á lofti. Þetta væri áróður fyrir áfengi. Ég svaraði honum þvi til, að mér dytti ekki i hug að bera á móti eða reyna að fela það, sem ég hefði lengi vitað, að sumir væru með hundshaus við hvers konar mannfagnað, sem væri áfengislaus. Það eru þeir, sem eru orðnir háðir áfengi, svo að Við skógarmörk i fjalishliðinni sunnan og ofan viö Sandhauga. Skjálfandafljót liðast um dalinn, en handan þess er Fijótsheiði með Brunnfelli. þeir ná ekki að vera með réttu eðli án þess. Ég man lika hve erfitt var að gera Jóni minum Jónassyni til hæfis i andófinu, þegar hann gleymdi að hafa tugguna sina með á sjóinn. Ég gat heldur ekki hlaðið vegkant svo að félaga minum I vegavinnunni likaði, þegar kominn var langur dagur og hann orðinn neftóbakslaus. Menn sem gera sig háða ein- hverjum fikniefnum eða nautnalyfjum, verða miður sin án þeirra. Ég sé ekki að þaö geri hlut fikniefnanna betri. En I sambandi við þessi gömlu veizlukvæði megum við gjarna minnast þess, að drykkjutizka hefur verið al- menn og ráðandi á landi hér fyrr en nú. Er ég fletti verzl- unarreikningum sveitunga minna fyrir 100 árum — árin 1873—1880 — fann ég ekki svo ég muni nema einn reikning á- fengislausan — reikning Guðmundar Eirikssonar á Þor- finnsstöðum, siðar hreppstjóra, enda sagði sr. Stefán Stephens. i Holti, að það væri ekki eftir miklu að slægjastað gifta þenn- an vatnskött á Þorfinnsstöðum. Um það bil 40 árum seinna var aðflutningsbann á áfengi samþykkt við þjóðaratkvæða- greiðslu. Svo furðuleg breyting varð á viðhorfum almennings til áfengis á þeim áratugum. Það er raunar jafnfurðulegt aftur- kastið, sem átti sér stað á næstu 40 árum eftir 1920 — og þó raun- ar enn furðulegra. En hvað olli þvi, að þjóðin varð svo bindind- issinnuð á áratugunum kringum aldamótin? Ég held að þvi megi svara i stuttu máli á þessa leið: Það var almenn félagsleg vakning með þjóðinni. Alþýðan fann til máttar sins og áhrifa með alveg nýjum hætti. Menn trúðu á betri framtið og fundu sig kallaða til að skapa hana. Góðtemplarareglan barst til landsins, alþjóðleg félagshreyf- ing, sem hafði það mark og mið að útrýma áfengi og áfengis- neyzlu i öllum löndum. Ung- mennafélagshreyfingin breidd- ist lika um landið, og hún tók upp bindindisskuldbindingu Góðtemplarareglunnar og gerði að sinni skuldbindingu. Bind- indishreyfingin haslaði sér völl, þannig að fáir gátu staðið hlut- lausir. Menn tóku afstöðu. Þá voru þeir margir, sem um skeið gengu undir merki templara, af þvi að þeir höfðu samúð með stefnu þeirra og vissu, að stefna þeirra miðaði til þjóðþrifa, þó að ýmsir þeirra liðsmanna ent- ust ekki lengi til að halda bind- indið persónulega. Nú virðistmér hins vegar að margt góðviljað fólk hugsi sem svo, að i þessum efnum verði engu um þokað. Það skipti þvi engu um sina afstöðu. Svo velur það þá leiðina að berast með straumnum. Þó er ekkert aug- ljósara en það, að hver sá sem flýtur með straumnum, er þar með orðinn hluti af honum, og sá hluti er ekki hlutlaus, heldur magnar strauminn, þyngir hann og herðir. Það er átakanlegt trúleysi á þýðingu og gildi hins frjálsa manns, sem kemur fram i þvi að vanmeta og einskisvirða eigið fordæmi og háttalag. Ef- laust kemur það hér lika oft til greina, að menn finna óglöggt til ábyrgðar sinnar gagnvart þvi, sem gerist i mannfélaginu. en það er einmitt ábyrgðartil- finningin, sem öðru fremur á að gefa heilbrigðu fólki takmark. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.