Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 67

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 67
JÓLABLAÐ 1975 67 S*í«< Unglingar, sem slitnaö höföu úr tengslum viö samfélagiö og fjölskyldur sinar að meira eöa minna leyti, hópuöust saman á Þjóðu á Jótlandi sumarið 1970. hann eina nótt, þvi lofa ég þér. Og ef þú ekki vilt, þá.... Ég fékk lykilinn aftur morgun- inn eftir að ég hafði tekið hann traustataki úr skrifborðsskúffu föður mins. Það er of langt mál að rekja allt það, sem ég dróst inn i smám saman. Frómt frá sagt var ég ekki neyddur til þess alls. Þarna var margt spennandi, sem ég gat ekki án verið. Oft var Walter bezti félagi, sem hugsazt gat. Bara að mega sitja og tala við hann tim- unum saman. Walter stöðvaði stundum bil- inn, þegar við vorum saman i ökuferð, og tók gitarinn sem allt- af lá i aftursætinu, og söng kúrekasöngva hásri röddu. Hann hafði alltaf eitthvaö að bjóða. Fágætustu vindlingateg- undir dró hann upp úr vasa sin- um. Einu sinni bragðaði ég hjá honum þann reyk sem lét mig gleyma öllum leiðindum. Horfin var öll hugsun um það, að i skóla- töskunni iá ásökun þess efnis, að nemandi sem fyrr var áhugasam- ur, virtist nú vera kærulaus og ekkert skeyta þvi, sem fram fór i kennslustundum. Daginn eftir varð ég að fá þetta aftur. Nú veit ég, að þetta var fyrsta vimugjaf- aneyzla min. Það var um þetta leyti, sem móðir min dó á sjúkrahúsinu. Ég tók það ekki eins nærri mér og ætla mætti. Ég hafði vanizt þvi árum saman að vera án hennar. Það var verra með pabba, sem ég sá daglega en hafði ekki sam- band við. Það var eins og smám saman hefði myndazt gjá á milli okkar. Ég held lika að hann hafi ekki unnið jafnt og áður. Oft sat hann og horfði bara fram undan sér i þungum þönkum. Eftir fráfall móður minnar létu Walter og félagar hans mig i friði i nokkra mánuði. Þegar þeir hittu mig aftur, reyndi ég að segja þeim, að ég vildi ekki vera með lengur. — Gott og vel. Við vitum i hverju þú hefur tekið þátt. Við getum þá séð um ykkur feðgana. Ég var tæplega 17 ára, þegar ég var i fyrsta sinn vopnaður við inn- brot að næturlagi. Eigandi búðar- innar kom að okkur, og i ofboðinu var skammbyssan min notuð. Nú á ég fyrir mér 14 ára dóm i þessari stofnun, ekki bara fyrir manndrápið, sem ég átti þátt i og er dæmdur fyrir, heldur lika fyrir mörg innbrot, sem ég tók þátt i og upplýstust eftir þetta. Þú sem ert frá öðru landi, getur vel sagt, hvað hlotizt getur af svona félagsskap. Ég gleymdi að segja að Walter er látinn. Hann ók hjólinu á veg- artálma sömu nóttina og mann- drápið átti sér stað, þar sem lög- reglan var á hælunum á honum. Ég get ekki slitið hann úr huga mér. Hann var kominn langt á af- brotabraut. En samt sem áður. — Enginn gaf sér eins góðan tima og hann. Og hann þreyttist aldrei á að útskýra, hvernig gera mætti hjólið betra og betra. Og þegar hann sat með gitarinn og söng, bar það við að augun urðu gljá- andi. Einu sinni sagði hann mér, að hann hefði aldrei séð föður sinn. Hann fór á sjóinn og hvarf, áður en barnið fæddist. Faðir minn var allt öðruvisi. •Honum var vinnan skylda frá morgni til kvölds. Þau hafa ekki verið honum létt öll árin sem móðir min var veik. Og nú hafa örlög min aiveg bugað hann. Hann hefur ekki aðeins dregið sig út úr opinberu lifi — hann er nú sjúklingur á taugadeild sjúkra- húss 30 milur héðan. Allt verður hljótt i hálfrökkrinu i kiefanum. Friðrik hefur lokið frásögn sinni. En seint og um sið- ir bætir hann við: Kannski hefði verið hægt að koma i veg fyrir þessa ógæfu, ef ég hefði ekki gugnað, þegar ég ætlaði að segja frá blistrinu. Friðrik situr með höfuðið i höndum sér. Og svo heyri ég hann segja: Eins og mig langaði til að fara i veiðiferð með honum pabba. Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Suðurveri Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Byggingavöruverzl. Kópavogs Nýbýlavegi 8, Kópavogi. Gleðileg jól farsælt komandi ár Iðja Gleðileg jól farsælt komandi ár IÐNÓ - IN GÓLFSKAFFI Simi 12350, Alþýöuhúsinu STARFSSTÚLKNAFÉLAGIÐ SÓKN þakkar félagsmönnum sinum gott sam- starf á árinu sem er að liða og óskar þeim og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og árs og friðar á komandi ári óskar félögum sínum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla óskar félagsmönnum sinum svo og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.