Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 3
JÓLAPÓSTUR 3 HÁTIÐARÉTTIR Gufusteikt nautasteik. 2 kg. uxakjöt úr bógi eöa læri er kryddað með salti, pipac, og allrahanda, brúnað vandlega á öllum hliðum og sett yfir til suðu i vatni eða kjötsoði, ásamt brúnuðum lauk, tómatmauki, lár- viðarlaufum, heilum pipar og salti. Þegar kjötið er meirt er það fært uppúr og soðið jafnað með smjörbollu eða heitijafningi. Sósan er soðin góða stund og sigtuð. Krydduð ef með þarf. Kjötið er skorið i sneiðar og framreitt með gljáðum smálaukum og gljáðum gulrófum. Sósa og kartöflumauk borið með. Kjötið er oft spik- dregið og marinerað áður en það er gufusoðið. Rjómagullash. 750 gr. saxaður laukur er kraumaður i smjöri, paprika látin útiogstraxá eftir 1/21. af vatni. 2 kg. af kálfakjöti er skorið i litla bita, stráð salti og sett úti ásamt 50 gr. af tómatmauki. Soðið uns kjötið er hérumbil meirt, þá er gullasið jafnað með smjörbollu eða hveitijafningi og bætt með 1/2 1. af rjóma. Soðið að fullu og framreitt með kartöflumauki. Glóðarsteiktir kjúklingar með sitrónubragði Tveir holdakjúklingar salt og pipar Kryddlögur: 2 msk. Olia 1 dl. Sítrónusafi 2. ms. Smátt rifinn laukur 2 ts. Þurkað dragon 2 ts. Smátt klippt steinselja Klippið fuglana i bita og núið með salti ogpipar. Blandið krydd- lögin og látið kjúklingana liggja i honum i minnst 4 klst. Snúið alltaf öðru hverju. Þá eru þeir settir á grind i ofn og glóðarsteiktir i 40-45 min. Penslið með kryddleginum meðan á glóðarsteikingu stendur. Borðað með hrisgrjónum, léttsoðnum purjulauk og tómötum. Bökuð nautatunga 1 tunga, léttsöltuð 6 gulrætur 6 leggir seljurót (Má sleppa) 1 meðal stór laukur 4 piparkorn 1/2 tsk. salt 4 sitrónusneiðar 2 litlar dósir nðursoðin tómatsúpa Látið tunguna í Kait vatn, hitiö óg sjoðið i 2-3 klst.. eða þar til tung- an er vel meyr. Látin kólna i soð- inu, takið himnuna utan af og fjarlægið tungurótina. Látið tunguna i eldfast mót. Sneiðið gulrót og lauk, dreifið grænmeti yfir tunguna, stráið kryddi yfir og raðið sitrónu- sneiðum þar yfir. Blandið tómatsúpuna að jöfnu með vatni og hellið yfir tunguna, en reynið að fella ekki grænmetið niður. Setjið lok á mótið og bakið siðan i ofni við 375 gr. hita F., þar til grænmetið er soðið, ca. 45 min. Tungan sneidd og sett á fat, græn- metið sett meið á fatið ásamt sósúnni sem var i forminu. Gott er að hafa hrærðar kartöflur og soðin hrisgrjón með. ATH.: Sé ekki til tómatsúpa, má steiktum eða bökuðum fiski, 2 insk. Iiveiti 3/4 1 vatna eða kjötsoð 2 matsk. smjör 4 matsk. hveiti 3-4 matsk. tómatsósa 1-2 matsk. súpukraftur 1-2 tesk. sykur salt, ef þarf. Sveppasúpa 11/2 1. Vatn eða kjötsoð 100 gr. sveppir 2 msk. smjör 2 msk. rjómi 1-2 ts. salt 1/8 ts. pipar 5 ts. súpukraftur eða kjötteningar 5-6 msk. hveiti 1 dl. Kalt vatn Burstið sveppina úr köldu vatni, gott er að strá örlitlu grófu salti yfir þá, og þeir látnir liggja i ediksvatni þegar búið er að þvo þá, til þess að þeir dökkni ekki. Skerið siðan rótina af svepp- unum og sneiðið þá i eggjaskera eða saxið þá með búrhnif. Steikið þá við litinn hita i smjöri, stráið salti og pipar yfir þá á pönnunni og hellið siðan rjómanum yfir um leið og þið takið pönnuna af. Hitið soðið og þegar suðan kemur upp eru sveppirnir látnir úti, hveitið er hrært út i kalda vatninu og súpan jöfnuð. Suðan látin koma upp og soðið i 5min. og kryddað með súpukrafti eða teningum eftir smekk. Borin fram vel heit, gott er að láta örlitinn þeyttan rjóma i hvern disk. Ostastengur eru mjög góðar með þessari súpu, einnig rúnstykki eða horn. Kolaflök i rúsinusósu Uppskriftin er fyrir fjóra. 8 kolaflök — 1 lárviðarlauf — salt — 3 — 4 msk. edik — vatn. 1 sósuna: 100 g. rúsinur — 1 smátt skorið epli — 1 fint saxaður laukur — 2 msk. söxuð steinselja — 1 teskeið salt — 1 msk. chilisósa — 1/2 1 sýrður rjómi — 50 g. saxaðar möndlur. Fullsjóðið kolaflökin i vatni, ediki, larviðarlaufi og salti. Takið það, sem á að fara i sósuna, og blandið þvi öllu saman og látið standa i eina klukkustund. Þessa sósu er lika gaman að nota með steoktum eða bökuðum fiski, humri eða rækjum. Matreiðslan á þessari uppskrift á að taka um hálftima. Steiktar rjúpur 2 rjúpur 50 g flesk, salt, pipar 60 g smjör eða smjörliki 3 dl. sjóðandi vatn 3 dl. sjóðandi mjólk 1 tsk salt 1 1/2 dl. rjómi 2 msk livciti 1 tsk. mysingur dálitill sósulitur. Fláið rjúpurnar, þvoið þær vel og þerrið. Stráið salti og litið eitt af pipar innan i, setjið fleskið inn i (einnig má láta epli og sveskjur), bindiðupp með þvi að binda lærin saman og krossleggja bandið aftur fyrir. Bindið svo utan um vængina, svo að þeir liggi að. Steikjum siðan vel á pönnu eða i potti. Hellið siðan heitri mjólkinni og vatninu yfir, saltið og látið sjóða undir loki i u.þ.b. 1/2 klst. Snúið rjúpu'num við og látið sjóða 3/4 stundar i viðbót, en hellið rjóma yfir, þegar 1/4 er eftir suðutima. Siið soð i sósu og jafnið, bætið kryddi i. Gott er að láta dá- litið vin, t.d. sherry i sósuna. Hún á að vera sterk og. fremur þykk. Berið steiktar kartöflur, græn- meti, rifsberjasultu eða hlaup, pikles, fram með rjúpunum. Hænsni m/hrisgrjónum (fyrir 4) 1 hæna 1-1 1/2 kg 1/2 sitróna vatn, salt 1 stór laukur 1 stór gulrót 5 hvit piparkorn 1 lárberjablað, steinselja 1 dós aspargus 1 litil dós grænar baunir 4 tómatar. SÓSAN: 3dl. hænsnasoö 2 msk. srnjör 2 msk. hveiti 1 1/2 tsk. karry 1 dl. þunnur rjómi. SOÐIN HRÍSGRJÓN: 1 bolli hrisgrjón 2 bollar kalt vatn 1 tsk. salt 1 msk. smjör eða smjörliki. Svinasteik i rúsinusósu Uppskriftin er fyrir átta. 1500 g svinasteikurrúlla — 3 msk. edik — 2 tsk. sinnep — 1 tsk. salt — 1 bolli vatn — 1 bolli rúsinur — 2 msk. hunang — 1 1/2 msk. chilisósa — 2 msk. sherry. Við þetta má bæta : 1/8 I sýrður rjómi — sykurögn. Nuddið einni matskeið af ediki, sinnepinu og saltinu inn i svina- kjötið. Látið það á ofngrindina of- an á ofnskúffuna og rennið inn i ofninn. Ausið af og til köldu vatni á kjötið, meðan það er að steikj- ast. Hellið soðinu af eftir um það bil tvo tima og blandið þvi, sem eftirer af uppskriftinni saman við það. Hellið þessu öllu á kjötið og látið það steikjast enn i 20 minútur, unz skorpan er farin að glerjast. Ef sósan virðist of bragðsterk, má siðan bæta við hana sýrðum rjóma og sykurögn. Búðirnar með góða matinn Kjörbúðin Glæsibæ Matardeildin, Hafnarstræti 5 Matardeildin, Aðalstræti 9 Kjörbúð Vesturbæjar, Bræðr aborgar stig 43 Kjötbúðin Skólavörðustig Kjörbúðin Brekkulæk 1 Kjörbúðin Háaleitisbraut Kjörbúðin Álfheimum 2—4 Kjörbúðin Laugavegi 116 Matarbúðin, Akranesi Simi 85166 — 11211 — 26211 14879 14685 35525 82750 34020 23456 93-2046 Allt í jólamatinn SS ~ gæðafæða bragðast bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.