Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 5
JÓLAPÓSTUR 5 MIKIÐ ÚRVAL Kappkostum að hafa mikið og gott úrval af byggingarvörum frá löngu vel þekktum framleiðendum: * Á fyrstu hæð Suðurlandsbraut 32: Handverkfæri, rafmagnshandverkfæri, hreinlætistæki, blöndunartæki, málningu og lökk, fúavarnarefni, skrúfur og saumur. * Á annarri hæð Suðurlandsbraut 32: Gólfteppi, gólfmottur, gólfdúkur, veggfóður * / Innakstur frá Armúla 29: Timbur, steypustál, saumur, mótavír, glerull, steinull, þilplötur, miðstöðvarofnar, fittings og rör, þakjárn, þakpappi, girðingarefni, skólprör og kalk. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033 Verzlunin 82180 Sölumenn 86550 Timbursalan Ármúli 29 82242 Bakstur Mótaöar litlar kúlur, settar á smurða plötu og þrýst ofan á með gaffli. Bakaðar ljósbrúnar við 370 F hita. Þrjár kökutegundir úr einu grunndeigi GRUNNDEIG 1 bolli púðursykur 1 bolli strásykur (grófur) 1 bolli smjör 2 egg 2 1/2 bolli hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. natron — lyftiduft Hrærið sykur, smjör og egg. Blandið saman hveiti, lyftid. og salti. Skiptið deigi i 3 hluta og kryddið með 3 mismunandi eftirtöldum bragðefnum. Bakið við 350 F i 15—18 min. Súkkulaðikökur 1/3 boili súkkulaðibitar 1/2 bolli púðursykur Bræðið súkkulaöið yfir gufu og blandið i deigið formið kökurnar i litlar kúlur, dýfið þeim ofani sykurinn og látiö á plötuna. Sherry og möndlukökur 1/2 bolli sykruð sherryber 1/2 bolli kokosmjöl 1/4 tsk. möndludropar. Blandið öllu i deigið og látið á plötu með teskeið. Döðlu og hnetukökur 1/2 bolli brytjaðar döðlur 1/2 bolli saxaöar hnetur Mótið kökurnar i litlar kúlur og látið á ofnplötu. óviðjafnanlegar skonsur 2 egg 1/2 bolli sykur 2 bollar hveiti 3 tsk. lyftiduft mjólk eftir þörfum. Eggin eru þeytt vel með sykrin- um. Hveitið og lyftiduftið sáldraö og blandað saman við ásamt mjólkinni. Deigið á að vera frem- ur þunnt. Bakað við hægan hita á fitugri pönnu i stórar lummur sem bestar eru nýbakaðar meö smjöri. Mjög góðar að leggja þær sam- an meö mayonesi með rækjum, eða skinku eða nánast hverju sem til fellur eða eftir smekk hvers og eins. Ensk jólakaka 250 gr. smjör 250 gr. sykur 5 egg 250 gr. kúrenur 500 gr. rúsinur 125 gr. súkkat 125 gr. marzipan (niðurmulið! 2 tsk. kanell 2 tsk. negull 2 tsk. lyftiduft 375 gr. hveiti, sem látið er siðast. Smjör og sykur hrært saman, siðan eggin og kryddið allt. þá hveitið. Bakist i springformi i 3 1/2—4 klst. Gott er að láta smjör- pappir i formið fyrst. Baka skal fyrst við góðan hita i 1 1/2 klst og siðan við minni hita. Smákökur 1/2 bolli afhýddar möndlur 1/2 tsk. grænn matarlitur 2 bollar hveiti 1/2 tsk. salt 1 bolli smjör 1 bolli flórsykur 1 tsk. vanilla 6-10 dr. gulur matarlitur 1 bolli möndlur eða hnetur, smátt saxaðar. Kljúfið heilu möndlurnar eða hneturnar og litið þær grænar. Myljið smjör saman við hveiti og sykur blandið söxuðum möndl- um salti, vaniludropum og gulum matarlit saman við, hnoðið deigið og kælið. Mótið aflangar kökur með te- skeið, látið þær á ofnplötu, þrýstið tvisvar ofan á þær með gaffli og stingið 3 lituöum möndlum i ann- an endan á kökunni, eins og myndin segir til um. Bakið kökurnar mjög ljósar, stillið ofaninn á 325 F. og bakið i 12-15 min. Penslið kökurnar með flórsykri hrærðum út i vatni á meðan þær eru enn volgar. Hnetusmjörskökur 2 1/2 bolli hveiti 1/2 tsk. natron 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt 1 bolli smjör 1 bolli hnetusmjör 1 bolli strásykur 1 bolli púðursykur 2 egg 2 tsk. vanilla Hrærið smjör, sykur og púður- sykur vel saman ásamt eggjun- um. Blandið þurru efnunum og vanillunni út i, hrærið þar til deig- ið er jafnt. „Mig dreymdi i nótt, að ég bæði þin. Hvaö táknar það?” „Það sýnir, að þú ert skyn- samari i svefni en vöku.” * Bessi (eftir bónorðiö): „Hefur þú nokkru sinni elskað áður, Sonja?” Sonja: „Nei, Bessi. Ég hef oft dáðst að mönnum fyrir krafta þeirra, hugrekki, feg- urð, gáfur og sitthvað þvi likt. En á þér er það eintóm ást, Bessi minn.” * Alma: „Mér finnst hann Addi bara andstyggilegur. Ég spurði hann, hvort hann vildi heldur eiga mig eða eina mill- jón, ef hann ætti völ á öðru hvoru, .og hann kvaöst heldur vilja milljónina.” Amalia: „Þaö var rétt hjá honum. Hann veit, aö ef hann á milljón, þá getur hann fengið þig lika.” * „Hvar get ég fengiö leyfi?” „Veiöileyfi?” „Nei, veiöarnar eru á enda. Ég þarf að fá leyfi til að kvænast stúlkunni sem ég veiddi.” ■X* „Svo dóttir min hefur fallist á aö giftast yður. Hafið þið ákveðiö brúðkaupsdaginn?” „Ég ætla aö láta unnustu mina um það.” „Ætlið þið að hafa kirkjubrúðkaup eöa ekki?” „Móðir hennar getur ákveðiö það.” „Hvað hafið þiö til að lifa á?” „Ég læt yður einráðan um það.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.