Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 12
12 JÓLAPÓSTUR Þú verður ekki úti meðan við búum bllinn þinn undir hríðarveðrin! v'mm Við bjóðum þér að koma inn úr kuldanum með bílinn þinn til að fá snjóbarðana setta undir— líklega eina verkstæðið í borginni, sem býður slík þægindi. Hröð og góð þjónusta. Við höfum Atlas og Yokohama snjóbarða í flestum stærðum, sem gera þér alla vegi færa í snjó og slyddu, hríð og hálku. Véladeild Sambandsins $ HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 smmmm rqrgartún j ■■mm \ ' / ERUM I HOFÐATUNI 8 STEINSNAR'FRÁ BIFREIDAEFTIRLITINU SKRÝTLUR Hvort á ég heldur að láta strák- inn verða skáld eða málara, prestur góður. Sjálfsagt skáld, þvi pappirinn er til muna ódýrari en léreft. * Skipslæknir nokkur hafði það orð á sér, að nota mest vatn til ýmiss konar lækninga, og var þvi i fremur litlu áliti. Einu sinni i ofsaveðri tók hann út. þegar stór sjór gekk yfir skip það, er hann var á. Skipstjóri spurði litlu siðar, hvort enginn vissi um lækninn. Jú, hann brá sér ofan i meðala- kassann sinn, herra skipstjóri, svaraði einn skipverji. * Læknirinn: ,,Jæja, vinur minn, þú verður nú alveg að hætta að drekka.” Sjúklingurinn: ,,En, herra læknir, ég smakka aldrei áfengi.” Læknirinn: ,,Þá verður þú að hætta að reykja.” Sjúklingurinn: ,,Já, en ég reyki aldrei.” Læknirinn: „Þá veit ég ekki hvern fjandann ég á að ráðleggja þér, fyrst ekki er hægt að láta þig hætta við neitt.” * Maðurinn: ,,Má ég biðja um varasmyrsli fyrir 500 krónur handa konunni minni.” Lyfsalinn: „Hún eyðir miklu af varasmyrslum, frúin.” . Maðurinn: „Ójá, en'munnurinn á henni gengur lika alltaf eins og væri hann nýsmurður.” * Umferðarsalinn: Mættiég fá að tala við húsfreyjuna? Það getið þér óefað, ef þér eruð eigi mállaus, sagði fasmikill kvenmaður, sem opnað hafði hurðina i hálfa gátt. Fyrirgefið, þér eruð þó vænli ég ekki húsfreyjan? Jú, það er ég, ég er það, eða hvað hélduð þér að ég væri annað, ef til vill húsbóndinn, smalinn eða eitthvað annað. Fyrirgefið. Ég skammast min að segja frá þvi, ég hélt að þér væruð yngri dóttir hjónanna hérna. Nei, þetta var þó undarlegt, en eftir á að hyggja, hvað hafið þér fallegt að selja okkur hérna, maður góður, gjörið svo vel að ganga i bæinn. Klukkutima siðar skundaði um- ferðarsalinn glaður i bragði út traðirnar. Húsfreyjan hafði keypt fullan helming af þvi er hann hafði meðferðis og eigi kvartað undan verðinu. Þeir komast vel áfram ihenni veröldu, sem kunna réttu tökin á náunganum. * Dómarinn (við kærða): Þér kannist þannig við að hafa hent ölglasi i höfuðið á kærandanum. Kærði: Já, herra dómari. En þetta var gamalt og brotið glas, og hefur þvi eigi getað verið mik- ils virði. * Einn af merkari þingmönnum Svia var af lágum stigum og hafði verið skóari og ferðast um, en fyrir dugnað, hyggindi og gáfur náði hann i álitlega stöðu og varð þingskörungur. Einum af stórbokkum þingsins datt einhverju sinni i hug að erta skóarann og segir: „Er það satt að þér i fyrri tið hafið verið um- ferðaskóari?” „Satt er það,” svaraði hinn. „En það er gott fyrir yður, herra greifi, að þér voruð það ekki.” „Hvers vegna?” „Af þvi að þá hefðuð þér verið það enn i dag.” * Farþega á skipi var bent á það, þegar hann borgaði matarreikn- ing sinn fyrir fimm daga að engir drykkjupeningar væru settir á hann til þjónanna. Náttúrlega ekki, svaraði hann stuttur i spuna. Ég hef heldur ekki étið neinn þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.