Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 17
JÓLAPÓSTUR 17 SKRÝTLUR Geturðu útvegað mér lokk úr hári systur þinnar, Jóhann litli? Jóhann litli: Nei, en ég get vis- að þér á hvar hún kaupir hárið sitt. * Læknirinn: Nú eruð þér vist glaðar frú, siðan manninum yðar batnaði gigtin. Frúin: Það ætti ég nú að vera. En nú verð ég þó að kaupa loft- þyngdarmæli, þvi nú veit enginn á heimilinu hvenær von er á 'stormi eða hrakviðri. * Konan (við manninn sinn): Já góði minn, það eru til eiginmenn, sem stöðugt halda áfra, að elska konurnar sinar. Jón nábúi kallar t.d. Guðrúnu alltaf sina ævisól. Maðurinn: Ætli það komi nú ekki til af þvi, að hún velgir hon- um sæmilega stundum? #■ Rik og stórættuð kona sagði einu sinni við bónda einn að haust lagi, sem á sunnudegi var að aka heyi i hlöðu: Vinur minn, þú breytir nú gegn Drottins orði, sem segir: Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn áttu að hafa fyrir hvildardag. Breytið þér sjálfar eftir þessu? spurði bóndi. Konan horfði undrandi á hann og sagði: Ég vinn aldrei á sunnudögum. Það veit ég vel, sagði bóndi, en ég hef heldur aldrei séð yður gjöra handarvik hina sex daga vikunnar. * Hinrik áttundi Englandskon- ungur lagði einu sinni fyrir hirð- mann sinn að fara með hótunar- bréf til konungsins : Frakklandi. Maðurinn færðist undan og sagði eins og satt var, að þetta væri beinn lifsháski. Verið rólegur sagði Hinrik. Ef Frakklandskon- ungur vogar að lifláta yður, læt ég hálshöggva alla Frakka sem ég næ i. Já, kærar þakkir, yðar hátign, en það er eigi vist að neinn haus- inn félli við hálsinn á mér. * Hefurðu simað til gamla mannsins, eftir peningunum? Já, það hef ég gert. Hefur hann svarað? Já, ég simaði til hans: Hvar eru peningarnir, sem ég bað þig um i bréfinu? Hann svaraði: I budd- unni minni. % Læknirinn (við fátækan sjúk- ling): Hér hafið þér meðal sem þér skuiuð taka inn á eftir hverri máltið. Sjúklingurinn: Þakka innilega, En vill ekki læknirinn fyrst láta mig fá máltiðina? * Gesturinn: Þér hafið sett þrjá súpudiska á reikninginn i staðinn fyrir tvo. Þjóninn: Þér gleymið vist, herra minn, súpudisknum sem ég hellti ofán á kjól frúarinnar. * Liðsforinginn segir við prest- inn: „Getið þér sagt mér hvaða munur er á asna og presti?” Nei. „Presturinn ber sinn kross að framan en asninn á baki.” ,,En getið þér sagt mér hvaða munur er á liðsforingja og asna,” mælti presturinn. Nei. ,,Það get ég ekki heldur,” sagði presturinn. * Læknirinn (reiður): Hef ég ekki sagt að það eigi að koma til min á minu viðtalstimabili, þegar menn vilja mér eitthvað? Sjúklingurinn: Jú, herra lækn- ir, en hundurinn minn vissi það ekki, hann beit mig ekki fyrr en núna. Bestur þegar mest á reynir í höröustu hríðarveðrum fer Blazer í gang á fyrsta snúningi og brýst yfir skafla, svell og hjarn án teljandi fyrirhafnar. í vorleysingum og haustrigningum öslar hann flaum og foræði, þegar færð versnar og vegir teppast. Á sumrin er Blazer besti ferðafélaginn á fáförnustu slóðum óbyggðanna, á fundi við ævintýrin, kyrröina og fegurð fjallanna. Glæsilegt útlit og vandaður innri búnaður. V8 vél og sjálfskipting, vökva- stýri og aflhemlar, sjálfvirkur fjórhjóla driflás, rúmgóð yfirbygging og sérlega vel hannaður undirvagn gera Blazer frábaeran ferðabíl. CHEVROLET BLAZER ER BESTUR ÞEGAR MEST Á REYNIR. EINKAUMBOÐ FYRIR GENERAL MOTORS Á ÍSLANDI SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.