Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. janúar 1976. TtMINN 3 Njósnaþota og herskip elta varðskipin óleiðis á mið veiðiþjófanna GUÐNÝ Bergs — um borð i varðskipinu Tý þriðjudag. Varðskipin Týr og Þór héldu frá Reykjavik um siðustu helgi áleiðis á miðin út af Austur- iandi. Strax á öðrum degi sigl- ingarinnar kom Nimrod-njósna- þota brezka flughersins auga á bæði skipin, og var þar með úti- lokað. að hægt yrði að koma brezka togaraflotanum á óvart. Seinna sama dag varð vart við skip á radar Týs, sem talið er að hafi verið herskipið Ghurka, og fylgdist það auðsjáanlega náið með ferðum varðskipsins, en hélt sig þó vel fyrir utan 12 milurnar. Veðrið var leiðinlegt fyrstu tvo dagana, norðaustan rok, stundum allt að 8 vindst. og snjókoma af og til. Um borð i varðskipunum Tý og Þór eru bæði islenzkir blaðamenn og brezkir fréttamenn frá sjón- varpsstöðvunum BBC og ITN. Varðskipin lögðu upp frá Reykjavik um miðjan dag þann 4. jan., og hafði Týr forystu, en Þór fylgdi á eftir i 30 milna fjar- lægð. Strax og komið var suður fyrir Reykjanes versnaði veðr- ið, og aðfaranótt mánudags var komið norðaustan hvassviðri. Týr valt skemmtilega og vagg- aði fréttamönnum i svefn, og enginn varð var við sjóveiki, en sömu sögu höfðu þeir ekki að segja um borð i Þór. Siðari hluta mánudags, þegar ' brezku fréttamennirnir um borð i Tý voru að reyna tæki sin úti á þilfari Týs, sáu þeir Nim- rod-þotu sveima yfir og til- kynntu það strax til áhafnar, sem þá þegar hafði komið auga á þotuna. Áhöfn Þórs hafði svip- aða sögu að segja. Áhöfn þot- unnar hefur veitt flotanum upp- lýsingar um ferðir varðskip- anna, þvi að mánud.kvöld varð vart við ferðir herskipsins Ghurka, sem hélt sig i um 14 milna fjarlægð frá Tý, sem þá var staddur 3-4 milur frá landi, út af Höfn i Hornafirði. Brezku herskipin höfðu ekki hætt sér inn fyrir 12 milna mörkin, og svo var einnig nú. Skipin voru öll á hægri ferð, en sjór var nokkuð mikill. Þór breytti siðan um stefnu og fór fram úr Tý, en Týr lagðist fyrir akkeri á Reyðarfirði á þriðju- dagsmorgun, og fór siðan inn á fjörð um hádegið. Brezki flotinn heldur sig á sömu slóðum og undanfarið, frá Glettinganesi að Melrakka- sléttu, en virðist nú vera farinn að færa sig meira á miðin út af Glettinganesi. Hvort þar er um að kenna hræðslu við varðskip- in. sem nú eru komin til viðbót- ar Ægi til gæzlustarfa, skal ósagt látið. Verndarskipin eru tiu talsins, herskip, dráttarbát- ar og aðstoðarskip, en Gunnar Ólafsson, skipherra á Tý, áleit, að 6.1. nótt hefði Ghurka misst af bæði Þór og Tý og væri nú að leita að þeim, og hefðu jafnvel 3-4 verndarskip til viðbótar tekið þátt i þeirri leit. Þegar þetta er skrifað hafði vemdar- skipunum ekkert orðið ágengt. Togararnir gátu litið sem ekkert stundað veiðar á mánu- dag vegna veðurs, sem fór þó batnandi i nótt og dag, og i morgun vom 39 togarar að veiðum. Þessar tölur fékk loft- skeytamaður Týs, þegar togar- arnir vom að tilkynna stöðu sina til freigátunnar Hausa i morgun. Varðskipið Ægir var önnum kafið s.l. nótt, og hifðu togar- arnirekki aðeinsupp veiðarfæri sin, þegar Ægir nálgaðist, heldur lika ihvert sinn sem ein- hver bátur eða eitthvert annað skip nálgaðist þá. Alls töldu Ægismenn, að þeir hafi hift 5-6 sinnum um nóttina, svo að litið hefur orðið úr veiðum hjá þeim Skipherra á flaggskipinu Tý i þessari ferð er Gunnar Ólafs- son, en skipherra á Þór er Helgi Hallvarðsson. Einn brezkur fréttamaður og tveir tækni- menn, ásamt einum islenzkum btaðamanni, eru um borð i hvoru skipanna. Á Tý hefur áhöfnin tekið fréttamönnum mjög vel, og er aðbúnaður allur um borð eins og bezt verður á kosið. Áhöfnin hefur sýnt frétta- mönnum skip og tæki, kynnt þeim notkun þeirra o.fl. Guðný Bergs, blaðamaður Tim- ans, er nú um borð i varðskipinu Tý á miðunum fyrir austan land og mun flytja lesendum blaðsins bein tiðindi af þvi, sem gerist eystra. Fólk varð víða að yfirgefa bíla sína Snarpasti skjólfti sem komið hefur á Kröflu- svæðinu Mó-Reykjavik. — í gærmorgun kom snarpastí jarðskjálftakipp- ur, sem mælzt hefur i Mývatns- sveit, og var hann 4,9 stig á Richterskvarða. Upptök hans voru rétt suður af Kröflubúðum. Siðar í gær skalf svo mikið i Mý- vatnssveit, að fólk þar hafði ekki fundið snarpari jarðskjálftakippi. Sá mældist þó ekki á mæla veður- stofunnar, og að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræð- ings er liklegt eftir lýsingu, að hann hafi verið 3 til 3,5 stig. Ástæðan fyrir þvi, hve hann fannst vel, kvað hann vera þá, að upptök hans hlytu að vera rétt hjá Reynihlíð, en þar var hann hvað sterkastur. 1 fyrradag mældist kippur 4,3 stig norður af Kröflubúðum, og töldu margir sig hafa séð merki um sprungur, en i gær var þetta kannað nánar, og er talið að sprungurnar séu einungis i snjón- um, en nái ekki niður á jörðina. Til marks um það, hve sterkir þessir kippir eru, má geta þess, að i kippnum i fyrradag tókst 50-60 kg mötuneytishrærivél á loft og braut gat á gólfið, þegar hún lenti þar. o ERNIR hún mjög vel þar sem stuttar flugbrautir eru, og segja má að Hörðurhafi lent á hlaðinu á öllum bæjum við Djúp. Oft hefur hann þá flutt lækni eða nauðsynleg lyf fyrir menn eða dýr. Þykir sjálf- sagt flestum sárast, að þessi þjónusta hefði getað haldið áfram óslitið i allan vetur, ef heilbrigðis- yfirvöld sæju, hve nauðsynleg þessi þjónusta er. Þessa þjónustu þarf að styrkja, svo að hún geti haldið áfram. SÖLUMETIÐ STÓÐ AÐEINS EINN DAG BH-Reykjavik. —tslenzkir togar- ar hafa selt i Vestur-Þýzkalandi undanfarna daga, og hefur feng- iz.t meira verð fvrir aflann að þessu sinni en dæmi eru til áður. Á mánudaginn seldu Snorri Sturluson og Hvalbakur, og i gær seldu þeir ögri og Narfi. Sala þessa fjögurra togara er sem hér segir: Snorri Sturluson seldi 236,1 tonn fyrir kr. 25.673.810,00. Hvalbakur seldi 81,4 tonn fyrir kr. 6.244.599.00. Ogri seidi 250 tonn fvrir 27.701.245.00 kr. og Narfi seldi 148,3 tonn fýrir kr. 16.113.500,00. Þess skal getið, að sala Snorra Sturlusonar var sölumet. sem stóð i einn dag, eða þangað til Ogri seldi daginn eftir. Mó-Reykjavik. — 1 óveðrinu i fyrradag urðu viða samgöngu- erfiðleikar og nokkuð viða á Suð- ur- og Suðvesturlandi varð fólk að yfirgefa bila sina. Allir munu þó hafa náð bæjum og ekki lent i verulegum hrakningum. Áætlun- arbill stöðvaðist við Ketilsstaða-. skóla og var 25—30manns hriðar- fast i skólanum frá þvi aðfaranótt mánudags. Óvenjumikill snjór er á Suður- landi að sögn vegaeftirlitsins, einkum þó undir Eyjafjöllum. Þá f varð i gær að senda jarðýtu á undan mjólkurbil i Landeyjar, en slikt heyrir til undantekninga. I gær var unnið að mokstri á vegum á Suðurlandi, og opnuðust 'þá flestir hliðarvegir i Árnessýslu og Rangárvallasýslu. í gærmorg- un var einnig hafizt handa um að ryðja veginn undir Eyjafjöllum, enekkivarhægtaðhefja mokstur i Vik fyrr en um hádegi. Fóru þá jarðýtur frá Vik og vestur á bóg- inn, og siðdegis i gær mættu þær vegheflum, sem komu að vestan, á Mosahálsi i Mýrdal. Austur frá Vík var einnig opnað i gær, en austan Skeiðarársands var ófært. Búizt var þó við að opnaðist i Skaftártungur i gærkvöldi. Á Austfjörðum var ekkert hægt að vinna að mokstri i gær, og þar munu flestir fjallvegir vera lok- aðir. I gær var leiðin milli Reykja- vikur og Akureyrar opnuð, og einnig var vegurinn til Siglu- fjarðar opnaður. Siðdegis i gær var komin stórhrið á Almenningi og þar orðið ófært. Veður fór versnandi um allt Norðurland, og búizt var við að færð spilltist. I gær var fært vestur i Dali allt vestur i Gilsfjörð, og fjallvegir á Snæfellsnesi voru opnir, en eins og á Norðurlandi fór veður þar versnandi er leið á daginn. SNJÓR, SNJÓR, SNJÓR.... Róbert ljósniyndari Timans fór um Reykjavík i gær og tók þess- ar myndir. Viða áttu menn þá ennþá i erfiðieikum með bfla sina og unnið var að snjó- mokstri á götum. Að sögn Iög- reglunnar var eitthvað um smá- árekstra og óhöpp i þessu veðri, en ekki er kunnugt um slys á fólki. Gifurlegar tafir urðu á umferð um alla borgina, aðal- lega i úthverfum. Einnig urðu miklir erfiðleikar á Hafnar- fjarðarvegi og var honum lokað fyrir allri umferð um tima i gærkvöldi. Hjálparsveitir að- stoðuðu fóik við að komast til sins heima og varð fjöldi fólks að yfirgefa bifreiðar sfnar. T.d. voru yfir 40 bilar skildir eftir manniausir utan Hafnarfjarð- arvegar innan bæjarmarka Garðabæjar. Einnig var fólki ekið heim af vinnustöðum. Að sögn iögreglunnar urðu mestar tafir, vegna þess að bilar voru iila útbúnir og komust ekki áfram, jafnvel þótt snjór væri litill. Þessir bilar töfðu svofyrir þegar fara átti að ryðja göturn- ar. Að sögn lögreglunnar er þetta með mestu erfiðleikum, sem orðið hafa á höfuðborgar- svæðinu og var þvi mikill fjöldi hjálparbila kallaður út. i Reykjavik var 21 bill frá hjálp- arsveitunum i förum tii að liðsinna fólki, en auk þess áttu hjálparsveitirnar i nágranna- bæjunum mjög annrikt. Voru þær á ferðinni fram til kl. 4 i fyrrinótt. Greiðlega gekk að opna götur i gærmorgun og urðu ekki teljandi erfiðleikar i gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.