Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 12
12' TÍMINN Miðvikudagur 7. janúar 1976. Óvelkominn gestur — Ó, þarna ertu, Neil.. Wilma var að spyrja eftir þér. Hvenær heldurðu, að búast megi við Dick? Ég hefði vilj- aðað hann hjálpaði mér i garðinum í dag.. — Þykir það leitt, Moira, en ég er hrædd um að þú verðir að vera án hans í kvöld. Ég sendi hann út í Draugadal til að gera við girðingu, sem liggur niðri. Ég býst ekki við að hann komi f yrr en á morgun. — En leiðinlegt, sagði frú Conway móðguð. — Ég held næstum, að þú haf ir gert það viljandi. Ég, sem ætlaði að koma steinbeðsplöntunum í moldina í kvöld. Hún leit til Jane og sagði: — Ég er viss um að foreldrar Jane yrðu ergileg, ef þau vissu, hvað hún er að gera í leyf inu sínu. Þú hefðir getað skipulagt þetta svolítið betur, Neil. Jane sá að svipur hans harðnaði. Hafði hann kannski sent Dick þessa löngu leið með vilja? Auðvitað hefði Dick getað neitað að fara. Hann hlaut að vera skelfing hræddur við Neil, eða óttast hvað mindi gerast, ef hann hlýddi ekki. Þetta var allt saman eitthvað undarlegt, fannst henni. — Dick vissi, að talningin og mörkunin var framund- an. Það er komið fram við hann nákvæmlega eins og aðra kúreka hér. Hann leit íátt til Jane og sagði: — Starf hans er númer eitt. Jane sneri sér rólega að frú Conway. — Ég á aðeins móður á líf i, sagði hún. Faðir minn lézt fyrir tveimur ár- um. Það var þess vegna sem við mamma fluttum til Vancouver. Systir mömmu á heima í New Wstminstar, svo hún flutti til hennar. Það er þægilegt, þar sem frænka mín er líka ekkja. Ég leigi íbúð í borginni með stúlku sem ég vinn með. Hún leit til Neils, dró djúpt andann og sagði: — Ekki hugsa um mig. Mér líður ágætlega hérna. Síðan stóð hún upp, leit niður á kjólinn sinn og banda- skóna og sagði: — Ef þér viljið bíða meðan ég hef fata- skipti, skal ég hjálpa yður með steinbeðið. Ef þér haldið, að ég geti orðið til gagns frú Conway. Moira varð hrifin. — Það er fallegt af þér, vina mín. Vertu ekki lengi, annars kallar Wilma á okkur áður en við erum hálfnaðar og mér líkar alls ekki að fara frá hálfnuðu verki. Jane brosti með sjálf ri sér, þegar hún gekk inn í húsið. Hún hugsaði sitt um garðyrkjustörf frú Conway og vissi að hún skipaði aðeins fyrir verkum og lét aðra vinna. Á þeim stutta tíma, sem hún hafði verið hérna, hafði hún séð Dick, Jake og meira að segja Wilmu bera þunga steina og mold og hlaða upp beðið, sem síðar átti að verða eitt blómahaf. Þá sat móðir Dicks venjulega á fötu eða verandartröppunum og kallaði skipanir sínar. Jane hafði heyrt, að flestir frá Vncouver kynnu að meta garða og f rú Conway var engin undantekning. Hún hafði séð einkar fallegt steinbeð, sem hún hafði orðið hrifin af þar og nú var hún ákveðin í að búa til eitt slikt við húsið heima hjá sér á búgarðinum. Næstu klukkustundina færði Jane þolinmóð til steina, sem voru ekki á réttum stöðum, gróf upp plöntur, gróðursetti þær á nýjan leik og ók grjóti og mold aftur og fram, meðan fyrirskipanir frú Conway glumdu í eyrum henni. Hún reyndi að sýna alla þá skapstillingu sem hún átti til, meðan á þessu stóð. 3. kaf li. Á laugardagskvöldið var kvöldmaturinn klukkustund fyrr en venjulega, en þó var Neil horfinn, áður en allir voru búnir að borða. Jane horfði á autt sæti hans við enda borðsins og fann til vonbrigða. Það var bókstaf lega hlægilegt, hvað hann var alltaf kuldalegur við hana. Frú Conway fékk sér kartöflusalat, leit yfir til sonar síns og sagði í uppgjaf artón: — Ég býst við að þú f arir til bæjarins í kvöld, eins og venjulega? — Auðvitað. Hvers vegna ekki? Ég tek Jane með. — Ó! Heldurðu, að það sé skynsamlegt, Dick? Þetta er eiginlega ekki rétti staðurinn fyrir stúlku eins og Jane. — Hvers vegna ekki? Hún er líklega eins og aðrar stúlkur.... finnst gaman að fá sér drykk og dansa öðru hverju. Hann horfði þungbúinn á auðan stól Neils. — Það er tilbreyting í að sjá einhver önnur andlit en þessi venjulegu. — I hverju á ég að vera? spurði Jane, sem fannst til- hugsunin um eitt kvöld úti, upplífgandi. — Ekkert, sem er sérlega áberandi, en þú getur vel verið i kjól, við förum á bílnum. Móðirin hrukkaði ennið. — Ættirðu að vera að því, Dick? — Auðvitað mamma. Neil segir að það sé F lagi. — Það síðasta, sem ég heyrði, var að þú fengir hann ekki aftur, en ef hann hef ur sagt, að það væri allt í lagi, þá segi ég ekki meira. Wilma hafði sagt Jane, að laugardagskvöld væru eins iliiiiii Miðvikudagur 7. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Árni Blandon Einarsson les (2). 15.00 M iðdegis tón leik ar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir.) 16.20 Popphorn. 17.10 (Jtvárpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þor- leifur Hauksson les þýðingu sina (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Lögfræð- ingarnir Arnmundur Back- man og Gunnar Eydal. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Eiður Agúst Gunnarsson syngur islensk lög: Ólafur Vignir’Albertsson leikur á pianó. b. Staldrað við á Vatnsleysuströnd Magnus Jónsson flytur fyrra erindi sitt. c. Delfi, borg véfrétt- anna Séra Árelius Nielsson flytur ferðaþátt. d. Gotlensk Ijóð Þóroddur Guðmunds- son les þýðingar sinar. e. Úr móðu liöins tima Jónas Jónasson les samantekt Egils Ólafssonar á Hnjóti. f. Kórsöngur Félagar úr Tón- listarfélagskórnum syngja lög eftir Ólaf Þorgrimsson. Dr. Páll Isólfsson stjórnar. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Morgunn”, annar hluti Jóhanns Kristófers eftir Romain Rolland i þýðingu ÞórarinsBjörnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 VeðurfregnirKvöldsagan „í verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guðmundsson les siðara bindi (2) 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 1976 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Spilaskuldin. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.50 List og listsköpun. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur. 5. þáttur. Linur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. 21.15 McCIoud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Böðullinn. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.30 Færeyingar og land þeirra II. Dönsk heimilda- mynd. Rætt við sjómenn og bæjarbúa, m.a. um tengslin við Danmörku. (Nordvisi- on-Danska sjónvarpið). Þýðandi Jón O. Edwald. 23.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.