Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 7. janúar 1976. TÍMINN 15 Krist'mn Snæland sveitarstjóri: Hvers vegna byggða- röskun? Rúmlega ár er liðið siðan hreppsnefndir Þingeyrar.Mýra, Mosvalla og Flateyrarhrepps komu saman til að ræða sam- göngumál. Niðurstaða þess ' fundar var ályktun, sem send var samgöngumálaráðuneyti og vegamálastjóra i bréfi dags. 4. nóv. 1974. Ályktun þessi fól i sér óskir um meiri snjómokstur af vegum en verið hafði, i þess- um byggðarlögum, m.a.ósk um að vegurinn Flateyri-Þingeyri yrði ruddur a.m.k. einu sinni i viku. Ekki var þessum óskum sinnt en þó mun hafa verið rutt snjó oftar af þessum vegi sl. vetur en reglur voru um, en þá á kostnað hreppanna að hluta. Það sem verst er, er að hvorki vegagerð né samgöngumála- ráðuneyti hafa svarað þessu bréfi hreppsnefndanna og engar opinberar upplýsingar hafa ver- ið gefnar i fjölmiðla né til sveitastjórna um hvernig fyrir- hugað er að vinna að snjó- mosktri i nefndum sveitarfélög- um. Það skal þó tekið fram að samvinna við deild vegagerðar- innar á Isafirði og verkstjóra hennar i sveitunum er góð og hef ég þvi fengið i hendur plagg nokkuð sem á eru ritaðar þær snjómokstursreglur sem gilda i þessum sveitafélögum við Dýrafjörð og Onundarfjörð. Þessar reglur voru i gildi sl. vetur en framkvæmd þeirra þó rúm eða rifleg. Eina svar ráða- manna við óskum hreppsnefnd- anna er það að nú munu vega- gerðarmenn hér vestra hafa fengið ströng fyrirmæli að sunn- an um að fara ekki i neinu út fyrir reglurnar, sem eru eftir- farandi: Vegur frá Þingeyri að Núpi skal ruddur hálfsmánaðarlega, Gemlufallsheiði að Mosvalla- hálsi einu sinni i mánuði, frá Mosvallahálsi til Flateyrar vikulega. Aðra innansveitarvegi á þessu svæði skal ekki nytja all- an veturinn. Fyrst skal fjallað um Dýra- fjörð. Þar á m .ö.o. ekki að ryðja veg frá Þingeyri á flugvöll en áætlun Flugfélags Islands er a.m.k. með tvö flug i viku og Flugfé- lagið Ernir með tvö eða þrjú. Nokkrir kilómetrar eru frá Þingeyri út á flugvöll og má gera ráð fyrir að flug leggist niður þangað, en rétt er að geta þess að Flugmálastjórn sér um að ryðja snjó af sjálfum flug- vellinum og hefur ekki staðið á þvi. Væntanlega verður þvi völl- urinn alltaf opinn en tilgangs- laust að fljúga þangað vegna ófærðar á svæði vegagerðarinn- ar. Þá er talsverð byggð utan við Þingeyri en samkvæmt áætlun skai ekki opna þann veg i allan vetur. Svæðið norðan Dýrafjarðar skal ryðja hálfs- mánaðariega en þann veg nota m.a. bændur sem koma þurfa mjólk frá sér tvisvar i viku á Djúpbátinn. Gemlufallsheiði skal rudd mánaðarlega en hana fara fyrr- greindir bændur gjarnan með mjólkina tvisvar i viku. Þá er komið á Mosvallaháls og þangað kæmist mjólkin úr Dýrafirði mánaðariega sam- kvæmt reglunum, en nú fer verulega að versna i málinu. Valþjófsdalsveg af Mosvalla- hálsi og á bryggju og flugvöll Onfirðinga á ekki að hreinsa i allan vetur. Sitja þvi Dýrfirð- ingar og bændur úr framan verðum Bjarnadal með mjólk- ina á Mosvallahálsi i allan vet- ur, auk þess munu bændur inn- an úr Firði komast vikulega út Bakkahlið á Mosvallaháls (ef þeir geta þá brotizt út á þjóð- veginn) og bætast i hóp þ.eirra sem biða vors á Mosvallahálsi. Ennfremur má geta þess að við Valþjófsdalsveg (sem ekki skal ryðja) eru mörg býli með tals- verða mjólkurframleiðslu. Þeir bændur hella bara niður mjólk- inni heima enda þægilegra en standa i ferðalögum. Sé haldið áfram af Mosvalla hálsi til Flateyrar þá mun rutt þangað einu sinni i viku og geta Dýrfirðingar þannig komið mjólk sinni i skip mánaðar- lega með þvi að fara Gemlu- fallsheiði og til Flateyrar. Þeir fimm bændur sem búa við veg- inn frá Mosvaliahálsi til Flat- eyrar geta svo komið mjólkinni vikulega á Djúpbátinn á Flat- eyri ef, eins og áður segir, þeim tekst að brjótast út á þjóðveg- inn. Mjólkurframleiðsla á Vest- fjörðum er minni en neyzlan og er rætt um sem vandamál sem úr þurfi að bæta. Svæðin Dýra- fjörður og Onundarfjörður eru nefnd sem heppileg til aukinnar mjólkurframleiðslu. Svo vel vill til að m jög margir ungir bændur eru á þessu svæði og mér er kunnugtum áhuga meðal þeirra á að byggja upp kúabú. Þessar samgöngur og það skilnings- leysi sem rikir i sambandi við mjólkurflutningana hefur þó siður en svo hvatt þetta unga fólk til kúabúskapar enda virð- ist það beinlinis neytt til f járbú- skapar. Sé litið á snjóruðningsmálin frá sjónarmiði Flateyringa kemur eftirfarandi i ljós. Veg- urinn Flateyri-Mosvallaháls er ruddur vikulega, af Mosvalla- hálsi á flugvöll um 4 km skal ekki ruddur allan veturinn. Flugfélagið Vængir flýgur 3svar ivikuá flugvöll Önfirðinga, sem verður ávallt ruddur af Flug- málastjórn, en vegir að flug- vellinum verða ekki ruddir i vetur og þvi tilgangslaust að fljúga. Er ljóst að þjóðarbúinu verður mikill hagnaður af þessu öllu. Ekkert verður flogið til Dýrafjarðar eða Onundarfjarð- ar 3-4 mánuði ársins, fólkið i þessum byggðarlögum verður ekki að snatta að óþörfu milli bæja og ef það verður að komast bæjarleið fer það gangandi á gamlan og góðan máta. Að þessu verður sparnaður mikill og þá má ekki gleyma að senni- lega sparast mest við það að bændur hella niður mjólkinni og þarf ekki að greiða niður þann dropann. Verða þetta miklir spamaðarmánuðir og liklegt að hið opinbera verðlauni okkur með þvi að koma á betra sima- sambandi þannig að okkur gangi betur að senda suður þá peninga sem við leggjum i þjóð- arbúið. Okkur þykir ennfremur mjög vænt um þá hugulsemi vega- gerðarinnar að senda okkur ný- uppgerðan og nýmálaðan veg- hefil hingað i Onundarfjörð. Vegna málningarinnar getur hann staðið hér ónotaður i vetur eins og virðist fyrirhugað. Þá verða hér tveir menn á launum við að pússa hefilinn. Sé aðeins litið til þess að hér er nýupptekinn hefill og tveir menn á föstum launum hjá vegagerðinni, sýnist ekki vera stórkostlegur kostnaður þó opn- að væri þrisvar i viku fyrir fjörðinn og niður á flugvöll og bryggju en tvisvar i viku eða oftar um Gemlufallsheiði og út i sveitir Dýrafjarðar. Þá má geta þess að við Val- þjófsdalsveg er skóli sveitarinn- ar, prestssetur og þar býr hjúkrunarkona, sem starfar á Flateyri, ef hún kemst þá nokk- uð þangað. Sem flestir opnunar- dagar skapa öryggi varðandi læknisþjónustu auk þess sem þeir stuðla beint að þvi að ungt fólk vilji búa i sveitunum. Það er ömurleg staðreynd að þjónústa rikisins við sveitir landsins virðist vera að versna, þaðsannastá simamálunum og það sannast á framkvæmd þeirra snjóruðningsreglna sem hér eru nefndar. Loks má geta þess, að Breiða- dalsheiði, leið Dýrfirðinga og önfirðinga til byggðakjarna Vestfjarða, Isafjarðarkaup- staðar á að ryðja einu sinni i viku ef fært þykir og geta þann- ig önfirðingar að hluta til kom- izt til tsafjarðar vikulega, nokkur hluti, eða þeir við Val- þjófsdalsveg aldrei og Dýrfirð- ingarsem aka þurfa um Gemlu- fallsheiði aðeins mánaðarlega. Snjóruðningsreglur munu settar af þrem mönnum. Ég geri þeim það ekki til skammar að geta nafna þeirra, en þeim væri full þörf á að kynna sér hagsmuna- og menn- ingartengsl byggðanna i Onund- arfirði og Dýrafirði. Áð þvi loknu treysti ég þeim fyllilega til þess að gefa út nýjar snjó- ruðningsreglur fyrir þessi byggðarlög. Fundir um sjávarútvegsmál Vestfirðingar. Fundir um málefni sjávarútvegs verða haldnir á Bildudal kl. 14.00 laugardaginn 10. jan. Patreksfirði kl. 16.00 sunnudaginn 11. jan. Tálknafirði kl. 21.00 sunnudaginn 11. jan. Fleiri lundir auglýstir siðar. Allir velkomnir. Steingriinur Hermannsson. Hádegisverðafundur FUF i Reykjavik heldur hádegisverðarfund laugardaginn 10. jan. og hefst hann kl. 12. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Viðtalstímar alþingismanna <>9 borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals á skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 laugardaginn 10. janúar frá kl. 10 til 12. Bílddælingar, nærsveitarmenn Samband ungra Framsóknarmanna, kjördæmissamband Fram- sóknarmanna á Vestfjörðum og Framsóknarfélagið á Bildudal gangast lyrir félagsmálanámskeiði i Félagsheimilinu á Bildu- dal, sem hefst íöstudaginn 9. jan. kl. 21.00. Leiðbeinandi verður Heiðar Guðbrandsson, form. verkalýðs- og sjómannatélags Álftfirðinga, Súðavik. Námskeiðið er öllum op- ið. Umboðsmenn SÍBS íReykjavikog nágrenni Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, Garðahreppi, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 3, Hafnarfirði, sími 50045. Happdrætti -fjfr ^"uieikarallra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.