Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMÍNN Sunnudagur 11. janúar 1976. Þau dansa inn \ hjónabandið ^ Þann 6. nóv. s.l. var frumsýning i Bolshoi-leikhúsinu i Moskvu á þeim fræga ballett „.Giselle”. Elskendurnir i dans- sýningunni þurftu ekki að leggja mikið á sig til að leika ástar- hlutverkin, þvi að þau voru elskendur i raun og veru — og nöfðu þennan sama dag gengið i hjónaband i Hjóna- vigsluhöllinni i Moskvu. Dans- mærin heitir Nadezhda Pavlova, og er heimsfræg fyrir list sina. Hún hefur fengið heiðursverðlaun i alþjóðlegri danskeppni, og einnig hefur hún leikið i kvikmyndinni „Blái fuglinn”, sem stjórnað var af George Cukor, en bæði Sovét- menn og Bandarikjamenn stóðu að töku kvikmyndarinnar. Eiginmaðurinn er einnig mjög góður dansari. Nafn hans er Vyacheslav Gordeyev. Hérna sjáum við tvær myndir af þeim. önnur er tekin á frumsýning- unni á Giselle i einu dansat- riðinu, en hin er tekin er þau undirrita hjónabandssáttmál- ann. Þau aðstoða Nixon við ævisöguritun FRANK GANNON Eins og flestir vita er aðal- starf Nixons nú i bústað sinum i San Clemente i Kaliforniu að semja ævisögu sina og gera grein fyrir ýmsum umdeildum málum frá sinu sjónarmiði. Honum til aðstoöar er þetta par, sem við sjáum hér mynd af. Þau heita Dianne Sawyer og Frank Gannon. Þetta starf kvað vist ganga mjög vel og ævisöguriturunum semur svo vel, aö talið er, að þau séu nU að semja um að eyða sinni ævi saman héðan i frá — brUðkaup er á næsta leiti! NU skulum við reyna að ráða niðurlögum hikstans á þrennan hátt. DENNI DÆAAALAUSI Magga segir, að konur lúki aldrei þvi, sem þær ciga að gera. Það er vfst engin furða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.