Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. janúar 1976, TÍMINN 5 Enskir tízkuhönnuðir ekki dauðir úr öllum æðum Fyrir tiu árum voru Mary Quant, Freedom, Rækjan, Twiggy og Bitlarni.- nöfn, sem allir þekktu. Þá urðu miklar sviptingar á tizkusviðinu og London var miðstöð tizkuiðnað- arins. Siðan för frægð Englend- inga heldur minnkandi. Bitlarn- ir eru fyrir löngu búnir að syngja sitt siöasta. Frá Mary Quant,sem fyrstkom fram með stuttu pilsin, heyrist ekkert. Twiggy og Rækjan, sem voru þekktustu ljósmyndafyrirsætur þessa tima eru horfnar af myndasiðum timaritanna. önn- ur þeirra reynir nú að vinna sér frægð sem leikkona og rithöf- undur, en hin rekur fornmuna- verzlun úti i sveit. Allt þetta fólk heyrir til liðinni tið, tizku- hönnúðir, tónlistarmenn og fyrirsætur. Ein undantekning er þó frá þessu og það er Ossie Clark. Hann hefur haldið velli. Þegar hann var á hátindi frægð- arinnar flykktust stúlkurnar að honum og vildu fá að sýna glæsilegan siffonfatnað hans og við sjálft lá, að forstjórar stór- verzlananna slægjust um að fá að selja fötin eftir hann. Nú hefur Ossie aftur kvatt sér hljóðs og hefur komið fram með nýja linu. Nýlega sýndi hann á tizkusýningu i Lonson, hvernig hann vildi hafa nútimakonuna klædda. — Auðvitað i siffon, kvenlega, frjálslega og töfrandi. Hann vill að konan sé i kvöld- klæðnaði úr Siffon — ökklasiðum með klauf upp i mitti. Undir þessum klæðnaði á konan að vera nakin, segir Ossie. Hann var á sinum tima ekki aðeins þekkturfyrir tizkuklæðnað sinn, heldur vöktu skoðanir hans á öðrum málefnum mikla athygli. — Hvers vegna ætti kona að vera að fela sitjanda sinn, ef hann erfagur? Hann verðurekki eiliflega fallegur svo hvers vegna ekki að sýna hann á með- an hann stendur fyrir sinu? SlikarskoðanirhefurOssie enn i dag. Hann hefur fötin, sem hann teiknar, flegnari og frjálslegri en nokkur annar tizkuteiknari. Hann mælir með fatnaði sem sýnir naflann, i frium og á skemmtistöðum. Hann vill senda kvenfólk á dansleiki i stuttri aðskorinni blússu ogbux- um i kvennabúrsstil og svo stingur hann upp á fötum i Suð- urhafseyjastil fyrir næsta sum- arfri. Hér sjáið þið nokkrar af hugmyndum Ossies. m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.