Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. janúar 1976 Galtafell um 1915? Byggt og búið í gamla daga 106 Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli hefur fyrir löngu gert garðinn frægan og verð- skuldar vaxandi eftirtekt. Margir kannast lika við systur hans, Guðnýju frá Galtafelli, hafa kannske lesið bók hennar um æviár sin og heyrt nýlega til hennar háaldraðrar i útvarpi. Guðný kemur.hér fyrir sjónir i islenzkum búningi og sómir sér sannarlega vel. Myndin er sennilega tekin fyrir um hálfri öld? Myndin af Galtafelli er gerð eftir póstkorti, sem á var ritað árið 1915 og mun þvi eitt- hvaðeldra. Þarna eru bæði torf- og timburbyggingar og mætist gamalt og nýtt. Blómamyndina hefur Guðný saumað (e.t.v. fyrir um hálfri öld) af mikilli smekkvisi og nákvæmni. Gefur að líta brennisóley, holtasóley (rjúpnalauf), eyrarrós og jarðarberjajurt. Liklega vaxa allar tegundirnar i nágrenni Galtafells. Guðný hefur þekkt þær vel og fært ljóslifandi á klæðið. Móðir hennar, Gróa Einars- dóttir, hefur gert skirnarhúfuna árið 1866 og skreytt glitsaumi. Skirnarhúfur voru þá enn i tizku, en hurfu siðar smám saman af sviðinu. Stóru ,,rós- ina”saumaði frú Anna Jónsson, kona Einars myndhöggvara, kannské fljótlega eftir að hún kom til tslands? Myndirnar hefur Guðrún Guðjónsdóttir léð mér i þáttinn. Þær munu hafa verið á sýningu fyrir allmörgum árum. Bókina „Bernskudagar” skrifaði Guðný á tiræðisaldri og kom út á 95 ára afmæli hennar. Sl. vet- ur, þá 97 ára, flutti hún ævisögu- brot sitt i fjórum útvarpsþátt- um, söng þá einnig og lék á git- ar. Guðný andaðist 18. desember. Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli Gróa Einarsdóttir móðir Guðnýjar saumaði 1866 ■ -■■, - % ■■$’* Saumað af Guönýju Jónsdóttur frá Galtafelli Anna kona Einars saumaði um 1900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.