Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. janúar 1976. TÍMINN 11 G HAGKERFIÐ iðjan, sem næst kemur. Arið 1973keypti varnarliðið 60,6GWh af raforku að andvirði 76,3 milljónir króna, en það eru 2,9% af allri raforkusölu í landinu og 3,4% heildartekna af þeirri sölu árið 1973. 1 samningum um raforkusölu til varnarliðsins kemur fram, að ákveðinn hluti raforkukaupa þess skuli greiddur i bandarisk- um dollurum, eða 11.417 dollar- ar (jafngildi 18,4 milljóna króna), en afgangurinn er svo greiddur i islenzkum krónum. Ekki er þó öll sú raforka, sem varnarliðið kaupir, nýtt af þvi sjálfu, þar sem varnarliðið sel- ur hluta hennar aftur til Flug- stöðvarinnar á Keflavikurflug- velli, sem nú er i eigu islenzka rikisins. Ekki tókst mér að a.fla nákvæmra upplýsinga um, hve þar er um mikinn hluta að ræða, en samkvæmt heimildum frá skrifstofu flugvallarstjóra er hann sáralitill af heildarraf- orkukaupum varnarliðsins. Tel heppi- legast að við verðum eins óháð varnarliðinu í efnahagslegu tilliti og frek- ast er kostur — Hvað finnst þér um þá hug- mynd, að íslendingar færu fram á greiðslur frá Atlantshafs- bandalagsrikjunum fyrir þá að- stöðu. sem NATO hefur hér á landi? — Ekki virðist mér það ráð- legt, þegar á heildina er litið. Óneitanlega fyndist mér slík ráðstöfun i anda þess að pissa i skóinn sinn til þess að ylja sér á tánum um stundar sakir og verða svo enn kaldari á eftir. Ég tel sem sé heppilegast, að Is- lendingar verði eins óháðir varnarliðinu i efnahagslegu til- liti og frekast er kostur, svo að við hefðum lausari hendur með að segja varnarsamningnum upp, ef og þegar menn koma sér saman um, að hernaðarlegu hlutverki varnarliðsins sé lokið. — Telur þú heppilegt að segja varnarsamningnum upp út frá hagfræðilegu stjónarmiði nú? — Þvi verður vandsvarað. Og áður en ég reyni það, vil ég undirstrika, að marga aðra þætti þarf að athuga áður en af- staða er tekin til þess, hvort segja beri varnarsamningnum upp. En burt séð frá þvi, hvort nokkur ástæða sé yfirleitt til þess að vera i varnarbandalagi vestrænna þjóða og hafa varnarlið hér á landi, þá tel ég stöðuna í islenzkum efnahags- málum oft hafa verið betur til þess fallna að taka við þeim efnahagslegu afleiðingum, sem óneitanlega fylgja brottför varnarliðsins. En hvort brottför varnarliðsins af landinu sé ekki það brýn, að ástæðulaust sé að taka tillit tii efnahagslegra af- leiðinga, er ég ekki fær um að gefa einhlitt svar við. Hins veg- ar er vist, að heppilegasti tim- inn til uppsagnar varnar- samningsins út frá hagfræði- legu sjónarmiði er á þenslutim.- um, þegar mikil umframeftir- spurn er eftir vinnuafii á hinum almenna markaði og þegar greiðslujöfnuður við útlönd hef- ur verið hagstæður um nokkurt skeið, svo framarlega sem ætl- azt er til, að brottför varnarliðs- ins komi sem minnst við kaun- inn á mönnum. Með þessum orðum er ég sið- ur en svo að gefa i skyn, að ekki sé ástæða til að segja varnar- samningnum upp, enda væri al- gjörlega út i hött og útilokað að komast að algildri niðurstöðu i þeim efnum. Þar verður hver og einn að taka afstöðu út af fyrir sig, og grundvallast hún þá væntanlega á einstaklings- bundnum viðhorfum og viðsýni. — Gsal — Umhverfismálaráð Reykjavik- urborgar, Arkitektafélag isands og Samband islenzkra sveitarfé- laga gengust fyrir ráðstefnu um húsafriðun i Hátiðasal Háskóla Islands dagana 22. og 23. nóvem- ber sl. Ráðstefnan var haldin i samvinnu við Sögufélagið. A ráðstefnunni voru haldin 14 á- vörp og framsöguerindi, og á eftir hverju þeirra var gefinn kostur á spurningum til framsögumanns, auk þess sem almennar umræður fóru fram i lok ráðstefnunnar. Ráðstefnuna sátu nær hundrað þátttakendur viðs vegar af land- inu. Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri i Reykjavik, setti ráðstefnuna, en siðan flutti dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, ávarp. Meðal framsögumanna voru tveir norrænir sérfræðingar á sviði húsafriðunar, Vibeke Fischer Thomsen, arkitekt frá Kaupmannahöfn og Einar Hedén-, arkitekt og borgarminjavörður i Stavanger. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri i menntamála- ráðuneytinu, greindi frá aðdrag- anda þess, að Evrópuráðið helg- aði árið 1975 húsafriðun. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, gerði grein fyrir friðun húsa hér á landi, Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur fjallaði um skráningu húsa og minja, Páll Lindal borg- arlögmaður um löggjöf um híisa- friðun og Nanna Hermannsson, forstöðumaður Árbæjarsafns um stefnur i verndun gamalla bygg- inga. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt gerði grein fyrir vemdun húsa i Reykjavik, Jón Páll Hall- dbrsson, formaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, skýrði frá vemdun gamalla húsa á ísa- firði, og Guðrún Jónsdóttir,. for- maður Torfusamtakanna, skýrði frá starfi áhugamannasamtaka á þessu sviði. Hjörleifur Stefánsson arkitekt fjallaði um byggingar sem lestrarefni og Baldvin Hall- dórsson leikari sagði frá reynslu sinni af endurnýjun timburhúss. Hallað á húsagerðarlist Dr. Kristján Eldjárn, forseti Is- lands, sagði i ávarpi sinu, að við mat manna á menningarverð- mætum Islendinga hafi til þessa verið hallað á húsagerðarlist. ,,Það er islenzkt þjóðareinkenni að láta sér finnast meira til um verk hugans en handanna,” sagði dr. Kristján Eldjárn. ,,Það, sem vel er mælt, er i hærri metum en það, sem vel er gert. íslendingar dýrka orðsins list um aðra hluti fram, og hefur það ef til vill vald- ið nokkru sinnuleysi um aðra mikilvæga þætti menningararfs- ins, svo sem merkilega húsalist og hibýlamenningu þjóðarinnar. Húsamenningin er þó einn hinn nákomnasti lifsþáttur hvers ein- astamanns.svo sem einsoghold- gróinn, hið jarðneska skjól þjóð- arinnar frá kyni til kyns og um leið svigrúm og vettvangur fyrir sköpunarþörf og listgleði.” Opna þurfi augu landsmanna fyrir þvi, að gamall húsakostur geti verið dýrmætur menningararfur, sem skylt sé að hlúa að, eftir þvi sem efni standa til og föng séu á. Skynsamlegt sé að gera sér það ljóst, að hvorki einstök hús né bæjarhverfi verði nokkurn tima vernduðán þess að það mæti and- spyrnu úr einhverri átt. Forseti tslands lauk máli sinu með þvi að segja frá reynslu sinni i þessu efni: ,,Um öll þauhús, sem ég átti hlut að að taka á fornleifaskrá og gera við, gildir hið sama, að mót- bárur heyrðust, eftirtölur og jafn- vel andúð. En þegar búið var að gera við húsið, brást það aldrei, að allir urðu ánægðir og stundum mest þeir, sem áður lþttu mest. Þessi reynsla, sem einnig má kalla lögmál, segir býsna mikið, bæði um mannlegt eðli og um gildi hinna gömlu húsa.” Þrjár leiðir i húsavernd Á ráðstefnunni var gerður glöggur greinarmunur á þeim leiðum, sem til greina koma við verndun húsa: 1 fyrsta lagi friðun, sem stað- fest er af ráðherra og þinglýst sem kvöð á hlutaðeigandi hús- eign, sem þá má ekki breyta og ekki flytja úr stað né rifa nema með leyfi stjórnvalda. I öðru lagi varðveizla eða húsa- vernd, sem byggist á sameigin- legum vilja yfirvalda og eigenda að halda húsi vel við i uppruna- Húsafriðunar ráðstefnan 1975 legu horfi samhliða eðlilegri nýt- ingu. Slik húsavernd ryður sér til rúms erlendis, og með nánu sam- starfi húsráðenda og yfirvalda mætti glæða gömul hús lifi og gefa þeim veröugt hlutverk i samtið og framtið. Slik samvinna var talin bezta leiðin til árangurs iþeirri viðleitni að gefa fortiðinni framtið, svo vitnaðsé til kjörorða húsafriðunarárs Evrópuráðsins. 1 þriðja lagi var rætt um friðun með þeim hætti að flytja hús af fyrri staðisafnveins og gert hefur verið I nokkrum mæli i Reykjavik með flutningi húsa i Arbæjarsafn. Slik húsasöfnun var talin hafa takmarkað gildi og aðeins eiga við i vissum tilvikum, þegar um væri að ræða sérstæð hús, sem ekki hefðu notagildi á uppruna- legum stað eða ættu að geymast sem sýnishorn um gamlan hús- búnað almenningi til upplýsingar og fróðleiks. Enn fremur var talið nauðsyn- legt að taka tillit til eldri byggðar, þegar unnið er að skipulagi, þar sem byggð er fyrir. Húsafriðun i höfuðborginni Á ráðstefnunni var sérstaklega gerð grein fyrir varðveizlugildi gamalla húsa i Reykjavik. Skýrt var frá könnun, sem gerð var i höfuðborginni á árunum 1968—1970 og helztu niðurstöðum hennar. Könnun þessi fól i sér rannsókn á aldri húsa og ástandi, ásamt tillögugerð um varðveizlu. Fram kom, að höfundar þessarar könnunar töldu sig bundna af þeim ramma, sém aðalskipulag Reykjavikur 1962—1983 setti, m.a. að þvi er varðaði samgöngu- kerfi við miðbæinn, þar á meðal i og við Grjótaþorpið. I könnun þessari voru sérstök svæði af- mörkuð til friðunar og að lokum látið i té rökstutt mat á varð- veizlugildi einstakra gatna og húsa. Alls var lagt til, að um 150 hús yrðu varðveitt á staðnum, 17 flutt i Árbæ, en um 100 hús rann- sökuð nánar. I framhaldi þessar- ar könnunar hefur húsafriðunar- nefnd friðlýst sex hús i Reykja- vik: Alþingishúsið, Pómkirkjuna, stjórnarráðshúsið, Menntaskól- ann, Iþöku og Landsbókasafnið, en frestað hefur verið að taka á- kvörðun um önnur hús og svæði, svo sem norðurenda Tjarnarinn- ar, hegningarhúsið við Skóla- vörðustig og Bernhöftstorfuna. Aðrir þættir könnunarinnar eru til meðferðar hjá skipulagsnefnd og byggingarnefnd til frekari úr- vinnslu og ákvörðunartöku. Sam- hliða þeirri vinnu, sem nú er hafin við endurskoðun aðalskipulags Reykjavikur, var á ráðstefnunni talið eðlilegt, að endurskoðað verði mat á varðveizlugildi ein- stakra húsa og bæjarhverfa, og það samhæft almennri endur- skoðun aðaiskipulagsins. Merkur áfangi i húsafriðun Stofnun húsafriðunarsjóðs snemma á þessu ári var talin merkur áfangi og verðugt spor i tilefni húsafriðunarársins. Við- gerð og varðveizla gamalla húsa er mjög kostnaðarsöm og litt við- ráðanleg húseigendum og ein- stökum sveitarfélögum. Stuðn- ingur hins opinbera væri þvi æskilegur, til dæmis með niður- fellingu fasteignaskatts til sveit- arfélags, sé vernduðu húsi vel við haldið. Talið var æskilggt, að stofnaður yrði nýr lánaflokkur i húsnæðislánakerfinu til endur- bóta á húsnæði, sem talið er hafa varðveizlugildi. Talið var rétt að auka valdsvið húsafriðunar- nefndar, sem starfar samkvæmt þjóðminjalögunum frá 1969, og að auka starfsfé hennar. Þá kom fram, að friðun verði ekki aðeins bundin við einstök tiltekin hús, heldur geti einnig náð til húsa- raða eða bæjarhverfa, svo varð- veita megi andblæ hinnar varð- veittu byggðar i heild. Fram kom sú skoðun, að gera þyrfti þjóð- minjalögin frá 1969 viðtækari, láta þau ná til fleiri fornminja, sem ástæða væri tU að friðlýsa, og að lögbjóða þurfi nákvæma skráningu allra slfkra minja. Lagt var til, að stofnuð yrðu i hverjum landshluta embætti byggðaminjavarða, sem önnuð- ust eftirlit með menningarminj- um, hver í sinum landshluta, en mestu varðaði þó, að hinn al- menni borgari i landinu léti mál þetta meira til sin taka heldur en veriðhefur, svo að viðhalda megi sem bezt þessum þætti islenzkrar menningarsögu. ----- Þótt friðun mannvirkja eins og náttúrufriðun eigi sér ekki langa sögu hér á landi, eru þetta mál- efni, sem nú fara sigurför um all- an heim. Verndun umhverfisins ereinhverháværasta krafa okkar tima. Kjörorð húsafriðunarráð- stefnunnar á tslandi 1975 voru fólgin i' ljóðlinum Einars Bene- diktssonar. ,,Það fagra, sem-var, skal ei lastað og lýtt. en lyft upp i framför, hafið ogprýtt. Að fornu skal hyggja, ef frumlegt skal byggja. ófl íræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt." (Fréttatilkynning) Eigendur olíu- nýtni mælitækja Bacharach/Brigon. Fyrirliggjandi eru: sótryksugur 2 stærðir, spiss-lyklar, stálspeglar, vökvi, reyksiu- pappir o.fi. Allir nauðsynlegir varahlutir. Helgi Thorvaldsson Háagerði 29, Reykjavík, sfmi 3-49-32. Rafmagns & Urtaksspil rB \ . ’ [m.IYI. hf. Eyrarveyi 33, Selfossi. | JjMlasalan hf. Sfrandgötu 53, Akureyri. j NOTIÐ ÞAÐ BESTA ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJUHLUTIR i flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. HIiOSSI fi Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.