Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 11. janúar 1976. Menn og málefni Hvað gera Nato og Bandaríkin? Þorskastríösins er vlöa getiö i erlendum blööum, og teiknarar nota þaö jafnvel f grinmyndir sinar. Þessi teikning birtist nýlega i svissneska blaðinu National-Zeitung meö textanum „Guö blessi þorskinn.” Kaupmáttur tímakaupsins t siöasta Fréttabréfi Kjara- rannsóknanefndar er m.a. að finna fróölegt yfirlit um kaup- mátt timakaups verkamanna i dagvinnu á timabili 1963-1975, og er þá kaupmátturinn 1971 merkt- ur meö tölunni 100. Samkvæmt þvi hefur kaupmáttur timakaups- ins á þessu timabili veriö sem hér segir, þegar miðað er við fram- færsluvisitölu: 1963 74.8 1964 79.7 1965 88.4 1966 96.0 1967 98.5 1968 90.3 1969 86.3 1970 93.1 1971 100 1972 117.4 1973 119.6 1974 129.3 1975 114.2 Um töluna fyrir 1975 er þess að geta, að hún er miðuð við þriðja ársfjórðung þess árs, annan árs- fjórðunginn var talan 114.3 og fyrsta ársfjórðunginn 115.2. Samkvæmt þessu er ljóst, að þrátt fyrir hið mikla áfall, sem hlotizt hefur af versnandi við- skiptakjörum siðustu misserin, hefur kaupmáttur timakaupsins orðið meiri en nokkru sinni fyrr, þegar árin 1972-1974 eru undan- skilin, en á þeim tima bjó þjóðin við stórbatnandi viöskiptakjör. Þó munar ekki miklu á árunum 1972 og 1973 annars vegar og ár- inu 1974 hins vegar. Aftur á móti munar verulega á árunum 1974 og 1975, sem stafar af febrúarsamn- ingunum 1974. beir sköpuðu mikla kaupgetu fyrst i stað og fór visitala kaupmáttarins upp i 134.4 stig á öðrum fjórðungi ársins. Þetta hefndi sin hins vegar illa, þar sem var hin mikla verðbólga, sem af þessu hlauzt. Vinstri stjómin hafði þvi fullkomlega rétt fyrir sér, þegar hún reyndi að spoma gegn hinni óeðlilegu kaup- hækkun sem fólst i febrúarsamn- ingunum 1974. Til varnaðar Hér i blaðinu hefur verið tekið undir þau orð Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunarinn- ar, að kjarasamningarnir, sem vom gerðir i júni i fyrra, hafi verið til fyrirmyndar á margan hátt, enda hafi þeir stuðlað að æskilegri efnahagslegri þróun á siðari hluta siðastl. árs. Allt öðru máli gilti um kjarasamningana, sem vom gerðir i febrúarmánuði 1974, Þá var samið um miklu meiri kauphækkun en nokkur grundvöllur var fyrir. Eins og áð- ur segir, reyndi vinstri stjórnin eftir megni að koma i veg fyrir, að samið væri um svo mikla hækkun, en fékk ekki við það ráð- ið, m.a. vegna áhrifa þáverandi stjórnarandstööu. Báöir ráöherr- ar Alþýðubandalagsins tóku mik- inn þátt i þessari viðleitni, en hún misheppnaðist eigi að siður. Strax eftir þessa samningagerð var ljóst, að hún myndi leiða til óviðráöanlegrar veröbólgu, og flutti vinstri stjórnin þvi fmm- varp, þar sem lagt var til, að sú kauphækkun, sem fólst i umrædd- um samningum, kæmi ekki til framkvæmda, nema aö nokkru leyti. Illu heilli notaði stjórnar- andstaðan stöðvunarvald sitt á Alþingi til aðhindra lagasetningu um þetta efni. Hinum miklu verð- bólguáhrifum umræddra kjara- samninga varð þvi ekki afstýrt. Ásamt hinum óhagstæðu við- skiptakjörum hafa þeir verið meginorsök hinnar miklu verð- bólgu, sem hér geisaði á siðari hluta ársins 1974 og fyrri hluta siðast. árs. Framundan er nú að gera nýja kjarasamninga. Reynsla tveggja áðurnefndra kjarasamninga ætti að geta verið lærdómsrik við þá samningsgerð. Febrúarsamning- arnir frá 1974 eru til jafnmikillar viövörunar og júnisamningarnir 1975 eru til fyrirmyndar. Komið við kaun 1 næstum hvert skipti, sem Tlminn hefur farið viðurkenning- arorðum um júnisamningana 1975, hefur Þjóðviljinn brugðizt reiður við. Þetta mun mörgum þykja undarlegt, þar sem flestir helztu verkalýðsleiðtogar, sem fylgja Alþýðubandalaginu, stóðu að þessari samningsgerð. Þegar nánar er að gætt, verða þó þessi viðbrögð Þjóðviljans skiljanleg. Þjóðviljinn var á öndverðum meiði við verkalýðsleiðtoga Al- þýðubandalagsins á siðastl. vori. Hannskrifaðiþá um þaðdag eftir dag, að nota ætti kjarasamning- ana til að reyna að fella rikis- stjórnina. Það var þeim, sem réðu Þjóðviljanum ofar i huga, en að tryggja hag láglaunafólks á sem skynsamlegastan hátt, eins og gert var. Samningarnir urðu ráðamönnum Þjóðviljans mikil vonbrigöi. Þess vegna æsast þeir upp i hvert skipti, sem viðurkenn- ingarorð eru sögö um samning- ana. AAesta áfall í 40 ár I umræddum gremjuskrifum þeirra Þjóðviljamanna gætir þess mjög, að reynt sé aö gera sem minnst úr þeim erfiðleikum, sem glimt er við. (Jtúrsnúningur þeirra og blekkingar um þau mál, hagga þó ekki þeirri staðreynd, aö á siðasta ári rýrnuðu þjóðar- tekjurnar um 9% á mann og er það meiri rýrnun en hér hefur orðið á einu ári um 40 ára skeið. Þessa rýrnun má fyrst og fremst rekja til versnandi viðskipta- kjara. Siðan I heimskreppunni miklu hefur þjóðin ekki orðið fyr- ir meiri efnahagslegu áfalli á einu ári og hlýtur öllum, sem eitthvað hugsa, að vera ljóst, hvilikan vanda slikt skapar. Það er vitanlega ljóst, hvaö vakir fyrir Þjóðviljanum, þegar hann er að reyna að gera sem minnst úr efnahagsvandanum. Formaður Alþýðubandalagsins fór heldur ekki dult með það i áramótaboðskap sinum. Þeir, sem nú ráða I Alþýðubandalag- inu, eru enn við sama heygarðs- homið og á siðastl. vori. Það á að nota samningsgerðina nú til þess að reyna að fella rikisstjómina. Aðrir menn fara nú með forustu Alþýðubandalagsins en þeir, sem reyndu að spyrna gegn óheillaaf- leiðingum kjarasamninganna i febrúar 1974. Þess verður hins vegar að vænta, að verkalýðsleið- togarnir, sem fylgja Alþýðu- bandalaginu, láti stjórnast meira af hagsmunum láglaunafólks en æsiskrifum Þjóðviljans eins og þeir gerðu sér til mikils sóma á siðastl. vori. Sporin hræða Framangreindar tölur um kaupmátt timakaupsins sýna ljóslega, að tekizt hefur að af- stýra mikilli kjaraskerðingu, þrátt fyrir hið stórfellda fjár- hagslega áfall, sem þjóðin hefur oröið fy rir. Þeir menn eru lika til, sem telja að kjaraskerðingin hefði átt að verða meiri, og rikis- stjórnin hafi þvi ekki reynzt nógu sterk stjórn. Blaðið Visir hefur hvað eftir annað kosiö sér aö ger- ast málgagn þessara manna. Þeir telja, að rikisstjórnin hefði átt að gripa til strangra og harkalegra aögerða liktoggert var á árunum 1968-1970. Þessu er þvi fyrst til að svara, að reynslan frá þessum árum er til viövörunar. Þá kom hér til stórfellds atvinnuleysis og mikils landflótta af völdum þess. Þá urðu hér stórfelldari verkföll en nokkru sinni fyrr og siðar. Núver- andi rikisstjórn hefur ekki viljað eiga þátt i þvi, að slikt ástand skapistaftur. Hún hefur þvi reynt að fara vægilega i sakirnar og að stilla óhjákvæmilegri kjara- skerðingu sem mest i hóf. Hún hefur jafnframt leitaö eftir sem beztu samstarfi við verkaiýðs- hreyfinguna. Forustumenn verkalýðshreyfingarinnar mega lika eiga það, að þeir tóku mjög skynsamlega á málum 1975. Júni- samningarnir munu lengi verða taldir til fyrirmyndar um skyn- samlega samningagerð, enda eiga þeir drjúgan þátt i því, að kjaraskerðingin varð ekki meiri og að hægt var að tryggja næga atvinnu i landinu. Viðvörun til Nato og Bandaríkjanna Eftir þá atburði, sem gerðust úti fyrir Austfjörðum sl. miðviku- dag, þegar brezk herskip reyndu að sigla á bæði Tý og Þór, er það ljósar en nokkru sinni áður, að brezk stjórnarvöld hafa markað þá stefnu, að reyna að gera is- lenzku varðskipin ófær til gæzlu- starfa. Hvenær, sem er, geta hlot- izt stórfelldustu slys af þessum ásiglingartilraunum. I samræmi við áróðursvenju Breta i styrjöld- um, reyna þeir að kenna andstæð- ingnum um árekstrana og ásigl- ingatilraunirnar, en eftir siðustu atburði, er það svo ljóst, að brezk stjómarvöld fara hér með visvit- andi ósannindi, að óþarft er að fara um þaö fleiri orðum. Eftir þessa atburði er i vaxandi mæli spurt hér á landi: Er ekki oröið timabært að tilkynna brezk- um stjórnvöldum að áframhald þessara ásiglingartilrauna muni leiða til heimkvaðningar sendi- herra og stjórnmálaslita? Er ekki orðið tlmabært að gera Nato ljóst, að taki það ekki skýra afstöðu með íslendingum, muni íslend- ingar endurskoða afstöðu sina til þess? Og má ekki fara að minna Bandarikin á, að tslendingar muni endurmeta vernd þeirra, ef þau láta með öllu afskiptalaust, að erlend herskip reyni að skemma og eyðileggja Islenzk varðskip á fiskimiðunum við ts- land? Svigrúm nánast ekki neitt t áramótagrein Ólafs Jóhann- essonar, formanns Framsóknar- flokksins, voru færð glögg rök að þvi, að Bretar ættu engan laga- legan eða siðferðilegan rétt i landhelgisdeilunni. Siðan sagði: „Þrátt fyrir þessar staðreynd- ir, var ég þeirrar skoðunar, að sanngjörn, friðsamleg lausn væri báðum aðilum farsælli en ófriður og hefði viljað gefa nokkuð fyrir friðinn. En vegna hóflausrar óbil- girni Breta var enginn kostur á slfkri lausn. Og þá er að taka þvi. Baráttunni við Breta mun hald- ið áfram með öllum tiltækum ráð- um. Við höfum farið hæfilega stillt af stað, en baráttan mun smám saman hert, og allra ráða neytt. Samskipti okkar við Breta á öllum sviðum eiga að mótast af þvi, að við heyjum við þá baráttu um lifshagsmuni okkar. Allar samningaumleitanir við Breta eru auðvitað útilokaðar á meðan þeir halda uppi hernaðar- aðgerðum og ránskap á Islands- miðum. Svigrúm til samninga varðandi helztu nytjafiska er og litið og nánast ekki neitt. Það liggur ljóst fyrir, eftir aö niður- stöður fiskifræðinga urðu kunn- ar.” Að lokum fórust Ólafi Jóhann- essyni þannig orð um þorska- striðiðað Bretar myndu i augum heimsins fá á sig óafmáanlegt háðungarmerki fyrir að hafa þrisvar sinnum á tveim áratug- um farið með hernaði á hendur vopnlausri smáþjóð, sem þeir eru i bandalagi við. Og það hefur ásannazt, að hinir brezku sósial- demókratar eru i þessum efnum á allan háK illskejitari en brezka Ihaldsstjórnin var. St jór na ra ndstaða n Þáttur stjórnarandstööunnar i stjórnmálasögu siðasta árs verö- ur þvi miður að teljast hörmuleg- ur. Hjá Alþýöubandalaginu hefur þeim for'ustumönnum, sem stóðu 2Íi ábyrgri afstöðu vinstri stjórn- arinnar, verið alveg þokað til hliöar. Þar hefur ný forusta tekið völdin. Stefna hennar hefur verið lýðskrum af versta tagi. Krafizt er stórfelldra framfara á öllum sviðum, en jafnframt hamast gegn öllum óhjákvæmilegum skattaálögum. Afleiðing slfkrar stefnu yrði ringulreið, skipulags- leysi og hrun,ef fylgt væri. Furðu- legt er, að flokkur, sem telur sig fylgjandi skipulagshyggju, skuli bjóða upp á slikt. Alþýðuflokkur- inn fylgist hálfur með I þessu kapphlaupi, oghefurenn ekki náð að marka neina sjálfstæða stefnu eftir hrun hans sökum stefnunn- ar, sem hann fylgdi á árunum 1968-1970. Vonandi bætir stjórnarandstað- an ráð sitt á hinu nýbyrjaða ári. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.