Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 17
HOOKYSPÆL- IR KARLSEN — hjartnæm skdldsaga úr þorskastríðinu! tslenzki byssubát- urinn Hekla sigldi að þeim, skeggjaði skipstjórinn stóð á brúarvængnum. Um leið og hann leið framhjá Champion skók hann hnefann. Festa Walkers skipstjóra hafði augljóslega orðið til að íslending- urinn hugsaði sig um tvisvar áður en hann framkvæmdi hótun sina. ,,Ég aðvara þig i siðasta sinn, Breti,” hrópaði hann á alþjóða- bylgjunni. „1 næsta skipti semég kem að þér innan markanna kem ég um borð og handtek þig.” Hookey Walker þaut að tal- stöðinni. ,,Þú tekur þetta skip aðeins,” hvæsti hann greinilega og salla- rólegur, ,,ef þú sökkvir mér eða drepur mig fyrst.” Einvigið hafði hjartagripandi áhrif á skipshöfn English Champion. Hún vissi, að þvi er skipstjóranum viðkom, nákvæm- lega hvar þeir stóðu. Hooky meinti það sem hann sagði og enn hafði hann ekki gengið á bak orða sinna....” Þetta er byrjun á skáldverki sem verið hefur framhaldssaga i brezka blaðinu Daily Express og var birt þar sem framhaldssaga fyrir jólin. Höfundurinn, John Wingate, sigldi méð togara á Is- landsmið til að safna efni i sögu sina og er hún að sögn blaðsins raunsönn lýsing á hetjuhug brezkra sjómanna, sem berjast óegingjarnri baráttu við Is- lendinga og höfuðskepnurnar i einu. Söguhetjan er skipstjórinn á togaranum English Campion, Hooky Walker, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og er ákveðinn i að fiska innan 200 milna fiskveiðimarkanna, sem tslendingar hafa tekið sér. Hann á ekki uppá pallborðið hjá Karl- sen skipstjóra á byssubátnum Heklu, og lendir þeim oft saman, en Hooky hefur ávallt betur — og svo þarf hann einnig að berjast við höfuðskepnurnar. Sjórinn og veðrið við tsland er aukaóvinur i þorskastriðinu, að sögn höfundar. Hooky er seigur, snjall og ráða- góður og ávallt kaldur og ákveðinn og veitir ekki af þvi ,,dag hvern leggja togara- mennirnir lifið að veði til að færa okkur fiskinn á matborðið.” Karlsen er lika svolitið siegur, en sér ekki viö Hooky. Aðeins enn eitt sýnishorn? „Hér var hrottinn kominn aftur með þessa 57 mm......tilbúinn að skjóta á óvopnað fiskiskip.” Skáldskapur er oft sannari en lifið sjálft, prédikar Daily Express, og lýsingin á lifi hinna hugrökku sjómanna hugnæm og hrifandi. Annars heitir sagan Undir sjóndeildarhring og þar synda þorskar, samkvæmt teiknaðri lýsingu blaðsins. Ljósmyndir af togurum og stórsjó fylgja. oó Nimrod liins konunglega flugfl'ota veifaði vængjuni.m vingjarnlega i kveðjuskyni.... Evan var öruggari — að minnsta kosti vissu piltarnir okkar hvar vará ferðinni.” GÓÐAR HORFUR Á SALTFISKSÖLUM Á ÞESSU ÁRI Oó-Reykjavík. Samkvæmt bráðabirgðatölum var saltfisk- framleiðslan hér á landi á milli 45 og 46 þúsund lestir á árinu 1975. Er það nokkru meira en árið áður, en var þá 43.300 lestir. Heildarverðmæti útflutts salt- fisks 1975 var um 10.200 milljónir króna, en var 6570 milljónir króna árið á undan. Þessi mikla hækkun i krónutölu stafar bæði af meira magni, sem flutt var út siðara árið, og vegna gengisbreytinga. Birgðir i upphafi ársins 1975 voru um 3.800 lestir af blautfiski og flökum og tæplega 4000 lestir af þurrfiski. Um siðustu áramót voru birgðir svipaðar, og er veru- legur hluti þeirra þegar seldur. Portúgal er langstærsti kaupandi saltfisks frá Islandi. Á það sérstaklega við um blautfisk, en einnig eru þeir stærstu kaupendur þurrfisks. Annars skiptist útflutningurinn þannig á lönd: Óverkaður saltfiskur lestir 35.559 Grikkland 3.079 Italia 3.211 Portúgal 20.809 Spánn 8.450 Ýmis lönd 10 Saltfiskflök 3.394 A-Þýzkaland 150 V.-Þýzkaland 2.389 Portúgal 855 Þurrfiskur 4.693 Brasilia 1.265 Frakkland 60 Panama 311 Portúgal 2.554 Puerto Rico 246 Zaire 200 Ýmis lönd 57 Þessar upplýsingar komu fram á fundi, sem þeir Tómas Þor- valdsson, formaður SIF, og Helgi Þórarinsson framkvæmdastjóri héldu með fréttamönnum i gær. Þar gáfu þeir yfirlit um saltfisk- sölu á siðasta ári og horfur á söl- um i ár, eftir þvi sem unnt er. Tómas sagði, að i ársbyrjun s.l. árs hefði söluverð yfirleitt verið heldur gott, en er leið fram á vorið lækkaði verðið verulega. A siðustu mánuðum ársins hækkaði svo verð á blautfiski i Grikklandi og á Italiu. Verðið i Portúgal hefur staðið i stað en nýlega voru gerðir samningar um sölu á 3_ þús. lestum af blautfiski þangað, og er verðið ekki verra en i fyrra, sagði Tómas. Á Spáni hafa' verið talsverðir örðugleikar á sölu vegna innborgunargjalds, sem þar var tekið upp s.l. sumar. Aftur á móti hefur jafnvel verið heldur meira selt til Portúgals en oft áður. Þrátt fyrir erfiðleikana þar i landi hafa viðskiptin verið snurðulaus. I Brasiliu eru miklir erfiðleikar á saltfisksölum. Stafa þeir aðal- lega af allt að 100% innborgunar- gjaldi, sem tekið var upp þar i landi s.l. ár, og verða saltfiskinn- flytjendur að sætta sig við að hafa féð i bönkum i eitt ár, vaxtalaust. Þessir afarkostir leiða til þess, að nær ógjörlegt er að selja saltfisk til Ðrasiliu. SIF hefur sent menn til Brasiliu til að athuga, hvort ekki sé hægt að liðka fyrir inn- flutningi þangað, en stjórnvöld hafa ekki ljáð máls á þvi. Norð- menn, sem selja um 45% af sinni saltfiskframleiðslu til Brasiliu, hafa verið þar áður sömu erinda, en enga úrlausn fengið. Tómas kvað. heldur hafa birt yfir saltfiskmörkuðum, og ætti að verða sæmilegt ár hvað sölu snerti, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. Hann minnti á, að tslend- ingar stæðu heldur höllum fæti i samkeppninni við aðalkeppinauta sina á saltfiskmörkuðum, sem eru Norðmenn, Hér verður að greiða 18,3% útflutningsgjald, Norðmenn greiða 0,2%, þar að auki fá þeir opinberan styrk til starfsemi sinnar. Þeir Tómas og Helgi voru spurðir, hvort það kæmi ekki illa niður á saltfiskframleiðslunni, ef mikið verður dregið úr veiðum, sérstaklega á þorski, á yfirstand- andi og næstu árum. Þeir voru sammála um, að þótt veiði yrði minnkuð, myndi alltaf talsverður hluti aflans verða saltaður, og að mikilvert væri fyrir okkur að halda þeim mörkuðum, sem þegar eru fyrir hendi, þvi erfitt gæti orðið að vinna þá upp aftur, þegar vonir stæðu til að fiskstofn- ar stækkuðu aftur og veiði ykist á nýjan leik. Jarðnæði í Húnavatnssýslu íbúðarhús, tún og fjárhús ásamt beitar- réttindum á jörðinni Reykjum i Torfa- lækjarhreppi er til leigu á komandi vori. Æskilegt er aö leigutaki geti tekið að sér störf fyrir Húnavallaskóla. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 15. febrúar n.k. og gefur hann nánari upplýs- ingar. Gisli Pálsson Hofi, Vatnsdal, (formaður Byggingarnefndar Húnavailaskóla). Simi um As. & & & * & & & & A & * * <& * <S> <S> & & & Góð bújörð í V-Húnavatnssýslu Til sölú er ca 400 ha jörð á góðum stað i Húnavatnssýslu. Á jörðinni er ca 140 fm ágætt ibúðarhús, 40 kúa fjós, 350 kinda hús, 2 hlöður samtals 2000 hesta. Ræktuð tún eru ca 50 ha. Landið er að mestu girt. Möguleiki á silungsrækt. & Eigna sölumenn Kristján Knútsson Lúðvik Halldórsson & --m B Luovik markaðurinn & A <S & <& <S> <& <í> <S> <S <í> <& é?> A <S> <í> <& <S) <S á> <& <£> & Æ <S) <£> Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.