Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 11. janúar 1976. MANNABREYTINGARNAR, sem nú hafa verið gerðar ú liðsskipan hljómsveitarinnar Paradís hafa vakið óskipta athygli poppunncnda, enda hafði hljómsveitin eins og hún var áður skipuð, hlotið gifurlegar vinsældir, þrátt fyrir að- eins nokkurra mánaða starfstima — og svo virtist sem þær vinsældir færu sizt þverrandi. Það kom þvi eflaust flestum aðdáendum Paradisar mjög á óvart, er frá þvi var greint i fréttum, að tveimur af hljómfæraleikurum Paradisar, Ragnari Sigurðssyni, gitarleikara, og Ólafi Kolbeins, trommuleikara, hefði verið vikið úr hljómsveit- inni, og i þeirra stað hefðu verið ráðnir Björgvin Gisiason, gítarieikari og Asgeir Óskarsson, trommuleikari, báðir úr Pelican. Þessar breytingar koma einkum á óvart fyrir tvennt, i fyrsta lagi vegna þeirra vinsælda sem Paradis hafði hlotið á skömmum tima og i öðru lagi vegna þess að hljó ðifæra- leikararnir, sem koma nú inn i hljómsveitina eru báðir fyrrverandi meðlimir Pelican, en öllum er kunnugt um þær persónulegu deilur, sem upp risu á liðnu sumri, er Pétri Kristjánssyni, söngvara var vikið úr Pelican. Þá stofnaði hann Paradis. i tilefni þessara breytinga hafði Nú-timinn tal af nokkrum þcirra sem nú eru i eldlinu poppsins, Pétri Kristjánssyni, söngvara, Björgvini Gislasyni, gitarleik- ara, Ragnari Sigurðssyni gitarleikara og Óiafi Kolbeins, trommuleikara, en hann hefur nú gengið til samstarfs við Eik. — Gsal — ° r Astæoan er persónu- legur r • • agreiningur — segir Pétur Kristjánsson Nú-timinn fór þess á leit við Pétur Kristjánsson, söngvara Paradisar, að hann gerði Nú- timalesendum stuttlega grein fyrir þeim ástæðum, sem lágu að baki breytingunum á liðs- skipan hljómsveitarinnar. Pét- ur sagði: — Ástæðan er persónulegur ágreiningur, sem kom upp á milli Ragnars gitarleikara og Péturs Hjaltested orgelleikara — og leiddi af sér þá óumflýjan- legu staðreynd að annar hvor þeirra varð að hætta i hljóm- sveitinni. Pétur kom sjálfur að máli við mig vegna þessa og sagði þá, að annað hvort hætti hann ellegar Ragnar. Við tókum þá ákvörðun að hafa Pétur frekar i hljómsveit- inni en Ragnar, fyrst og fremst vegna þess að ég tel hann betri hljóðfæraleikara. Við fórum svo strax að huga að nýjum gitar- leikara fyrir hljómsveitina, og höfðum þá einkum i huga Björg- vin Gislason, en Pelican var þá nýhætt. Nú er það svo, að Ragnar og Ólafur Kolbeins trommuleikari eru mjög samrýndir, og komu m.a. úr sömu hljómsveitinni, þegar þeir fóru yfir i Paradis — og einnig eru Björgvin og Asgeir Óskarsson trommuleikari mjög nánir félagar. Það gaf þvi auga leið, að bæði Ragnar og Ólafur hlytu að fara úr hljómsveitinni og inn kæmu Björgvin og As- geir, en þá tvo tel ég vera snjöll- ustu hljóðfæraleikara hérlendis á gitar og trommur. — Ragnar gitarleikari neitar þvi, að nokkur ágreiningur hafi verið milli hans og Péturs Hjaltested... — Mér er kunnugt um, að hann hafi verið að reyna að bera það af sér, en engu að siður full- yrði ég, að þessi ágreiningur var til. Ragnar leit Pétur Hjaltested alltaf hornauga, allt frá þvi Pétur hóf að leika með hljómsveitinni. Mér er minnis- stætt fyrsta kvöldið, sem Pétur Hjaltested lék með okkur. Þá var Ragnar mjög óánægður, og raunar alveg miður sin — og ástæðan var sú, að Pétur Hjaltested var kominn i hljóm- sveitina. — Gaf Ragnar einhverja skýringu á þessu? — Já, hann sagði að Pétur væri leiðinlegur og bezt væri að losna við hann úr hljómsveit- inni. Þá sýndi hann mjög glöggt, bæði innan hljómsveitarinnar og út á við, að honum fyndist óþolandi að Pétur væri i hljóm- sveitinni. Þetta hafði það auð- vitað i för með sér, að smátt og smátt fór Pétri einnig að lika illa við Ragnar — og að lokum varð andúð Péturs á Ragnari svo mikil, að hann kom til min og sagði, að nú væri svo komið, að annar hvor þeirra yrði að vikja. — Hvenær mun „nýja” Para- dís koma fram I fyrsta skipti? — Við vonumst til að geta byrjað 16. janúarf Tónabæ og ég vil geta þess, að sú stefna, sem Paradfs hefur fylgt, mun áfram verða höfð i hávegum. PARADÍS Ég heyrði í Paradís í fyrsta sinn á nýórsdag — segir Björgvin Gíslason NÚ-timinn efnir nú öðru sinni til vinsældarkosningar um beztu plötu ársins og væntir sem fyrr al- mennrar þátttöku lesenda sinna. 1 fyrra bárust rúmlega 300 atkvæðaseðlar og þá var plata Steve Wonder's Fulfillingness First Finale kosin beztsplatan. Sem fyrr má greiöa jafnt islenzkum sem er- lendum plötum atkvæði og þess skal getið að plöturnar þrjár sem þið nefnið fá allar eitt atkvæði hver. Það skiptir þvi ekki máli i hvaða röð þið skrifið þær á atkvæðaseðilinn. SENDIÐ ATKVÆÐA- SEÐLANA STRAX 1 DAG. Utanáskriftin er: Nú-timinn, Edduhúsinu v/Lindargötu. Vinsældakosning Nú-tímans Atkvæðaseðill 1. 2. 3. Nafn: Heimili: Aldur:_ Ólafur Kolbeins trommuleikari: Úr Paradís í Eik Ólafur Kolbeins, fyrrum trommuleikariParadisar, hefur þekkzt boð frá hljómsveitinni Eik um að taka þar við trommu- leik. Ólafur kemur þar i stað Ólafs Sigurðssonar. — Ég get ekki neitað þvi, að mér kom það dálitið á óvart, að ég skyldi vera rekinn úr Para- dís. Ég var þó búinn að heyra ávæning af þessu áður en Pétur Kristjánsson sagði mér það. Þegar við Raggi heyrðum um þetta, spurðum við Pétur, hvort rétt væri, að það stæði til að reka okkur úr hljómsveitinni, og þá þóttist hann ekkert vita um það. — Það er búið að bjóða mér i Eik, og ég mun taka því.boði. Nú-timinn innti Björgvin Gisla- son, gitarleikara eftir þvf, hvað hefði valdiö þeirri ákvörðun hans að ganga yfir I Paradis Péturs Kristjánssonar eftir all- ar þær deilur sem urðu á liðnu sumri milli Pelican og Péturs. Björgvin sagði: — Þegar mér bauðst þessi staða i Paradis voru Pelican hættir, og þar sem hljóðfæra- leikur er mitt lifibrauð ákvað ég að taka boðinu — og ég held að ég eigi ekki eftir að sjá neitt eft- ir þvi. Hljómsveitin hefur þegar haldið nokkrar æfingar og mér lizt mjög vel á þetta. — Nú sagðir þú i viðtali við Nú-timann á s.l. sumri að Pétur Kristjánsson væri ekki sérlega góöur söngvari og af þeim sök- um hefði sprottið upp ágreining- ur innan hljómsveitarinnar, sem leitt hefði til þess að Pétur var rekinn úr Pelican. Hefur sú skoðun þin breytzt? — Sagði ég ekki lika i þessu viðtali, að Pétur væri góður söngvari á ákveðnu sviði? Það, sem nú hefur gerzt, er það, að ég og Asgeir erum að ganga yfir i Paradis, inn i hljómsveit Péturs Kristjánssonar, inn i hljómsveit þar sem Pétur sjálí- ur hefur valið lögin og auðvitað við sitt hæfi. Paradis er ekki að koma til okkar Ásgeirs, við för- um til hennar. Hvað frumsamin lög snertir, þá hef ég áður sagt það, að min lög (á plötunni Litil Fluga með Pelican) voru samin með raddsvið Péturs i huga, en þó ekki viðhans hæfi. Nú sem ég öðruvisi lög en þá, og þau lög eru meira við hæfi Péturs, enda þar að finna meira rokk og „beat” en í lögum minum með Pelican. Slik lög falla Pétri vel'. Þá er i Paradis fleiri söngvur- um en Pétri Kristjánssyni til að dreifa og þvi engin frágangssök þótt eitthvað lag falli ekki að raddsviði hans. — Ég heyrði aldrei i Paradis fyrr en eftir að mér hafði boðizt aö ganga i hljómsveitina, — á nýársdag — þá heyrði ég fyrst i henni, svo ég vissi raunar ekki að hverju ég var að ganga. Hins vegar hafa fjórir I hljómsveit- inni nú starfað saman áður. — Þegar maður ákveður að fara i hljómsveit, starfar maður alltaf að fullum huga og mergurinn málsins i þessu til- viki er sá, að við Ásgeir göngum yfir i Paradis, og verðum að reyna að falla inn i hljómsveit- ina. Það er alltaf leiðinlegt að koma inn i hljómsveit, þegar aðrir hljóðfæraleikarar verða að vikja úr sætum sinum, að ég tali nú ekki um, þegar jafn góð- ur gitarleikari á i hlut og Ragn- ar Sigurðsson. — Ég varð mjög hissa, þegar mér var boðin þessi staða. Peli- can voru þá hættir og ég var bú- inn að gera áætlun fyrir sjálfan mig. sem ég mun reyna að halda, þrátt fyrir starfið i Para- dis. — 1 hverju er þessi áætlun þin fólgin? Sólóplata kannski? — Á þessu stigi vil ég ekkert um hana segja. Ágreiningur- inn uppspum Péturs songvara — segir Ragnar Sigurðsson Nú-Tim inn hef ur ákveöið að framlengja skilafrest I vinsælda- kosningunni um 10 beztu LP-plöturnar til 25. janúar. Jafnframt verður skilafrestur I áramótagetraun Nú-íimans miðuð viö sama dag, en sú get- raun birtist I gamlárs- dagsblaði Timans. 1 áramótagetrauninni eru hijómplötu- verðiaun. Lesendur eru hvattir til að taka þátt I kosningunni og get- rauninni — og væntir Nú-tíminn þess að þátt- taka verði bæði mikil og góð. Utanáskriftin er: Nú-timinn, Edduhúsinu v/Lindargötu, Reykja- vik. N-timinn innti Ragnar Sigurðs- son, gitarleikara eftir þvi, hvernig honurn hcfði orðið við, er honurn var tilkynnt, að hans væri ekki lengur þörf i Paradis. Ragnar sagði: — Mér kom þetta mjög á óvart. Þetta hafði aldrei hvarfl- að að mér, og ég átti hvað sizt von á þvi, að Pétur Kristjánsson myndi reka okkur Óla. Ég frétti af þessu ráðabruggi um hálfum mánuði áður en mér var form- lega tilkynnt það af Pétri, og þá átti ég bágt með að trúa þvi, enda finnst mér þetta fáránleg ráðstöfun. — Hefur þú nokkuð ákveðið að fara i aðra hljómsveit? — Ég er alveg óákveðinn eins og sakir standa. — Hvað um ágreining milli þin og Péturs Hjaltested? — Það er algjör vitleysa. Það er hlutur, sem aldrei kom upp innan hljómsveitarinnar eða ut- an hennar. Og það, að Pétur Hjaltested hefði hótað að hætta, ef ég yrði ekki rekinn — það er tómt bull. Ég hef spurt Hjalte- sted að þvi. Það var bara Pétur Kristjánsson sem bjó til þennan ágreining, og þessa sögu um hótun Péturs Hjaltested. Að visu var Pétur Hjaltested frekar óánægður með hljómsveitina eins og hún var, og nefndi ein- hverju sinni við Pétur söngvara, að gera þyrfti einhverjar breytingar. En hann orðaði það ekki eins og Pétur söngvari seg- ir að hann hafi gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.