Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur U. janúar 1976. TÍMINN 23 voru samt fáir, sem lögðu út i þessa þraut, þvi að þeir voru hræddir við að týna lifinu. En þó voru það nokkrir, og það fór illa fyrir þeim,. Þeir gátu i mesta lagi teygt söguna svo hún entist nokkra daga. Það var þó einn ungur maður, sem samdi ævintýri sem honum entist i þrjá mánuði, en lengra gat hann ekki haft það. Forlög hans urðu öðrum til viðvörun- ar, svo að það leið lang- ur timi, áður en annar freistaði gæfunnar. En svo var það einn bjartan dag, að ókunnur maður kom i höllina. Hann kvaðst koma sunnan úr löndum og sagði svo við kónginn. — Voldugi herra, er það satfc að þú heitir þeim manni rikulegum gjöfum, sem segir þér ævintýri, sem aldrei tekur enda? — Já, það er rétt, svaraði kóngur. Og enn spurði ókunni maðurinn: — Er það lika satt, að þú gefir þeim manni fallegustu dóttur þína, og að hann eftir þinn dag verði erfingi að öllu rikinu? — Já, ef hann stendur sig, segir kóngur, en ef hann ekki uppfyllir skil- yrðin, þá verður hann að láta lif sitt. — Jæja, sagði þá ó- kunni maðurinn, ég kann rnjög einkennilega og langa sögu, sem fjall- ar um engisprettur, og hana vildi ég segja. Hún er mjög löng. — Segðu hana, sagði kóngur þá, ég skal hlusta á. Svo hóf sögumaður sögu sina: — Það var eitt sinn vitur kóngur. Hann tók allt kornið i landinu og lét það i eina afarstóra hlöðu. Hlaðan var svo stór, að annað eins hafði ekki sézt þar um slóðir. Liklega hefur þetta ver- ið stærsta kornhlaða I heimi. Uppskeran hafði verið svo góð að hlaðan hafði fyllzt, og þó fengu landsmenn nægju sina til sinna nota, en þessar birgðir i hlöðunni stóru átti að geyma, ef ein- hvern tima kæmi upp- skerubrestur, svo að fólkið i landinu myndi ekki svelta. En svo kom stór flokk- ur af engisprettum, sem fór yfh* landið, og þær komust brátt að þvi, hvar kornbirgðirnar voru geymdar, en kom- ust ekki inn i þessa rammbyggðu korn- hlöðu. Að siðustu fundu þær eftir margra daga leit agnarlitið gat á hlöð- unni, þar sem nagli hafði dottið úr, en gatið var svo litið, að aðeins ein engispretta komst i gegnum það i einu, til þess að taka af korninu. Og svo fór fyrsta engi- sprettan inn og tók eitt korn og svo önnur á eftir og tók annað korn, — og þannig hélt sagan áfram. Allan timann var það ein og ein engi- spretta, sem skauzt út með eitt einstakt korn. Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð hélt sögumaður- inn áfram og sagði ekki annað en þetta: Svo fór ein engispretta á eftir þeirri næstu og tók eitt einstakt korn. Þegar annað árið var á enda, sagði kóngur- inn: — Hvað lengi halda engispretturnar áfram að bera kornið út? — Og er svo sagan búin, þegar þær eru búnar með allt kornið úr hlöðunni? — ó, herra kóngur, sagði sögumaðurinn, saganer ekkibúin þá, en það verður svo langt þangað til að við skulum ekki tala um það núna. Engispretturnar hafa hingað til aðeins borið eins og eitt ferfet af korni út úr stóru hlöð- unni, og það eru mörg þúsund ferfet af korni i henni. — Nei, nei, hrópaði kóngur, ég verð vitlaus, ef ég held áfram að hlusta á þessa sögu. Taktu dóttur mina, stjórnaðu rikinu, en láttu mig ekki heyra meira um þessar ó- skemmtilegu engi- sprettur. Ég held bara að mig langi ekki i lang- an tima til að heyra ævintýri. Hvað þá óend- anlegt ævintýri! Þannig vildi til, að ó- kunni maðurinn frá suðurlöndum fékk fall- egustu dóttur kóngsins, og tók við rikjum i land- inu, og reyndist dugmik- ill og duglegur kóngur. Þau lifðu svo hamingju- söm i mörg ár i landinu, og voru bæði vinsæl og vel virt af landslýð öll- um. Þau eignuðust góð og myndarleg börn, en þegar þau báðu pabba sinn, konunginn, að segja sér sögu, eins og öll börn hafa svo gaman af, þá sagði hann og brosti: — Biðjið þið móður ykkar að segja ykkur sögu, ég kann ekki nema eina — og hún er ekkert skemmtileg. Svo horfðu þau hvort á annað kon- ungshjónin og brostu, — en drottningin fór að segja börnunum þeirra skemmtilega—barna- sögu, en sögur hennar voru yfirleitt ekki lang- ar, þvi að hún sagði börnum sinum, að þau ættu sjálf að lesa sögur, og svo væri nær að þau væru úti að leika sér, eða hjálpuðu til i garðin- um, eða gerðu eitthvað gagn heldur en að sitja og hlusta á sögur, Það var aðeins ef þau urðu lasin og voru tilneydd að liggja i rúminu, að mamma þeirra sagði þeim langar sögur, en aldrei þó söguna af engi- sprettunum, — ævintýr- ið óendanlega. ( Þýtt úr dönsku BORGAR LEIKHÚS Nytjalist IV. Sýnendur: Arkitektarnir Guómundur Kristinn Guómundsson Ólafur Sigurósson og Þorsteinn Gunnarsson. Auglýsingateiknararnir Friórika Geirsdóttir og Kristin Þorkelsdóttir. AF VERKSVIÐI TEIKNARA Sýningin er aó Hafnarstræti 3. Opió kl.2-10e.h.Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld (11.jan.) LISTIÐN. VERÐLÆKKUN Þaníf jf vc,'i>l*kku„ innfIuttumnUg6)ften,æiíkuðu to,,ar á 35%. Um lefe oíS’I1. Ur 45% i fjolrnargarnýjafger6ir°6U|mi,!leim verði vilium við V8 Ö a Iækkuðu viðskiptavSi okkarma Í!1 móts við v"5 tep„rab°frIess veg"á samsvarandi lúnú ^lr okkav verði. hlnu °yja útsölu- Ekki nóg með það -núín landsms á ei„„m stað teP Nú bjóðum við einni.r ,. gertir af Alafnf ® PP ryateppin vinsæíu e™PPfv" andi i otrulegu litaúrvalf ntaúrvali. Vlð bjóðum ykkur gólfteppi með aðeins 30% útborgun og eftir- stöðvarnar á 6 til 12 mónuðum. Munið hina þægilegu J.L. kaup- samninga — engir víxlar — og þér fóið sendan gíróseðil món- aðarlega, sem greiða mó í banka, sparisjóði eða pósthúsi. Gerið verðsamanburð — Verzlið þar sem verðið er hagstæðast. Opið fil kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt ■ 'l : ^ — 1 ‘1 fy ** 1 aA "Cm Hringbraut 1 2 1 — Simi 1 0-600 \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.