Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 28
GÍFURLEGT atvinnuleysi Á BÍLDUDAL HG-Súðavik. — Gifur- legt atvinnuleysi er nú á Bildudal, og allt útlit er fyrir að um 60 manns verði þar atvinnulausir á næstu vikum. Rækju- veiðar hafa legið niðri frá 20. des., og siðan hefur aðeins einn verka- maður á Bildudal haft atvinnu. Rækjuveiðar eru nú hafnar á nýjan leik, og fá þá um 12 vinnu við rækjuvinnsl- una i landi og 14 sjó- menn á bátunum. Bætir það þvi ástandið örlitið, en hvergi þó nærri nóg. Rækjuveiðar liggja ævinlega niðri dimmustu daga ársins, enda er ekki hægt að stunda rækju- veiðar nema i björtu. Hraðfrysti- húsið á Bildudal er nú i endur- byggingu, og er ætlunin að setja á það nýtt þak, og einnig á að bæta aðstöðu við flokkun. Þessum framkvæmdum miðar hægt, en stefnt er að þvi að vinnsla hefjist i frystihúsinu i lok vertiðar. Eru þvi mjög slæmar horfur i at- vinnumálum Bildudals I vetur. FRAAALAG VESTFIRÐINGA I ÞJODARBUIÐ: 4.59% ÞJÓÐARINNAR - 30% ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIS BOLFISKFRAMLEIÐSLUNNAR J.H. Reykjavik — Samkvæmt skýrslum, sem Fjóðrungssam- band Vestfirðinga hefur safnað efni i, og Jóhann T. Bjarnason birt i Vestfirzka fréttablaðinu, kemur fram, að frystihús á Vest- fjörðum framleiddu 25,25% af þeim bolfiskafurðum, sem Söiu- miðstöð hraðfrystihúsanna fékk til sölumeðferðar árið 1974, að loðnu frádreginni. Þessi frystihús eru tiu að töiu. Sé loðnan tekin með, er framleiðsiuhiutfall Vest- firðinga 20,53%, en framieiðslu- verðmæti 24.31%. Ef til væri skýrsla um hlutfall Vestfirðinga i útflutningsverðmæti bolfiskfram- Átak í heilsugæzlumálum Austur-Húnvetninga ieiðslunnar einnar sér, myndi það vera um 30%. Heildartalan um framleiðslu hraðfrystra bolfisk- afurða á vegum S.H. og S.t.S. á landinu öllu árið 1974 var 76.575 lestir, að loðnu frádreginni, og voru þar af 16.776 lestir á Vest- fjörðum. Við þetta bætist, að meðalfram- leiðsluverð fyrir kilógramm hjá frystihúsum S.H. að loðnu með- talinni.varð næsthæst á Vestfjörð- um, kr. 130.29. Hærra var það að- eins á Norðurlandi 132.43, og allnokkru lægra við Breiðafjörð, 126.15,ogá Austfjörðum, 111.49 en alls staðar annars um eða neðan við hundrað krónur, þegar meðal- tal er tekið. Á Vestfjörðum áttu heima 9940 menn i árslok 1974, og eru það 4,59% þjóðarinnar. Hraðfrystar bolfiskafurðir, að loðnu frátal- inni, námu 1,69 lest á hvern ibúa, karl og konu, barn og gamal- menni, og eru þó svæði á Vest- fjörðum, svo sem Austur-Barða- strandarsýsla, þar sem engin út- gerð er, eða hlutdeild i hraðfryst- um bolfiskafurðum lág, svo sem Strandasýsla. Má af þessu ráða, að það er ekki neitt smáræði sem hver Vestfirðingur leggur i þjóðarbúið, enda þá til þess að lita, að við þetta bætast afurðir allra á svæðinu og ýmsar afurðir af hlunnindum og sjávarafurðir, sem hér eru ekki tiundaðar, svo sem framleiðsla grásleppu- hrogna,sem er mikil á Ströndum. Engum þarf þvi að koma á óvart, þótt greinargerðinni I Vestfirzku fréttablaði ljúki með þessum orðum: „Óhætt er að fullyrða, að væri gjaldeyrisöflun á öllu landinu til jafns við það, sem er á Vestfjörð- um, væru ekki gjaldeyrisvand- ræði hjá þjóðarbúinu”. Þvi má bæta við, að Vestfirðir hafa átt i vök að verjast, jafnvel öðrum landshlutum fremur, vegna búseturöskunarinnar á undanförnum áratugum, og má fara nærri um, að það sé ekki neitt fagnaðarefni, þegar til þess er litið er hér hefur verið sagt. Héraðshælið á Blönduósi til vinstri. Læknisbústaðurinn tii hægri. Unnið að grunni aö Ibúðum fyrir aldraða en við Héraðshælið rís viðbyggingin vonandi á næsta sumri. Ljósm. Sigursteinn Guðmundsson MÓ—Reykjavik — Nú er vel á veg kominn undirbúningur að viðbyggingu við sjúkrahúsið á Blönduósi. Þar á að risa 1680 ferm bygging, sem veröur þrjár hæðir og kjallari. Einnig eru hafnar á Biönduósi bygging ibúða fyrir aidraða, og veröa þær reistar á sjúkrahúslóðinni. Þá er I undirbúningi bygging ibúða fyrir aldraða á Skaga- strönd. A Biönduósi er tekin til starfa Heilsugæzlustöð H2 fyrir Aust- ur-Húnavatnssýsiu. t framtiðinni verður hún til húsa á fyrstu hæð i viðbygging- unni við sjúkrahúsið. Þar verða viðtaisstofur lækna og aðstaða fyrir annað starfslið stöðvarinn- ar, lyfjaafgreiðsla, aðstaða fyrir tannlækni, biöstofa, skrif- stofa fyrir ritara og flcira. Á annarri hæð i viðbygging- unni verða þjónustudeildir, sem jafnt verða fyrir heilsugæzlu- stöðina og sjúkrahúsið. Þar verða röntgendeild, rann- sóknardeild, skurðdeiid og sótt- hreinsunardeild. A þriðju hæð veröur svo fæð- ingardeild og tengist hún sjúkradeildinni á þriðju hæð sjúkrahússins. 1 kjallara viðbyggingarinnar verður endurhæfingardeild, geymslur, likhús og aðstaða til krufningar og kistulagninga. Framkvæmdir við byggingu ibúða fyrir aldraða eru hafnar i tengslum við sjúkrahúsið á Blönduósi. Ætlunin er að eldhús, þvottahús og kyndistöð verði sameiginleg fyrir allar þessar ibúðir og sjúkrahúsið. Með þvi sparast margt, og einnig er mikill kostur, að hafa dvalar- heimilið i nánum tengslum við sjúkrahúsið, þannig að auðveld- ara er fyrir lækna að fylgjast með gamla fólkinu. Gert er ráð fyrir að þarna risi dvalarheimili fyrir 50 einstakl- Likan af heilsugæzlu- byggingu á Biönduósi Fremst á myndinni er Blanda og lengst til vinstri er Héraðshæiið, sem tekið var i notkun 1956. t framtiðinni verður það aðallega notað sem sjúkrahús, cn I viðbygg- ingunni, sem vonandi verður byrjað á I vor, verður heilsugæzlustöð fyrir A. Hún. Vinstra megin við sjúkrahúsið verður dvalarheim ili fyrir aldraða, en þrir iæknisbústaðir eiga að koma næst Blöndu. Sá fyrsti þeirra er þegar risinn og þar býr héraðs- iæknirinn Sigursteinn Guðmundsson, en ekkert er ákveðið hvenær hinir tveir verða byggðir. inga I framtiðinni, þar af verða 9 ibúðir fyrir hjón og verður hver ibúð 46 ferm að grunnfleti. Auk þess verða i byggingunni 12 tveggja manna herbergi og 8 eins manns herbergi. Nú er hafin bygging 5 af ibúð- unum og hafa sökklar að grunni verið steyptir. Fyrirhugað er að bjóða verkið út i vetur, ef tekst að tryggja það mikið fjármagn, að fyrirsjáanlegt sé að hægt verði að gera ibúðirnar fokheld- ar að ári liðnu. íbúðir fyrir aldraða á Skagaströnd A siðasta aðalfundi sýslu- nefiidar Austur-Húnavatnssýslu sl. vor var samþykkt beiðni frá hreppsnefnd Skagastrandar um að sýslan tæki að sér að standa fyrir byggingu fjögurra til sex ibúða fyrir aldraða á Skaga- strönd. Byggingarnefnd hefur verið kosin og vinnur að málinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.