Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflua HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 12. tbl. — Föstudagur 16. janúar 1976—60. árgangur 'ÆNGHW Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 eiguflug um Í2 NEÐANSJAVARELDGOS í ÖXARFIRÐINUAA? Gsal Kópaskeri. Á miðvikudag sáu hjónin á Núpi i öxarfirði reyk stiga upp Ur sjónum i firðinum og einnig er vitað um fleiri sem sáu reykstrókinn. Þessum reyk er þannig lýst af sjónarvottum, að hann hafi fyrst verið grár en orðið gulleitur og horfið eftir stuttan tima. Menn hafa látið sér detta I hug að þarna hafi verið um stutt neðansjávareldgos að ræða. I gærdag kom i ljós við dýptar- mælingar^sem varðskipið Baldur gerði i öxarfirði, alllöng sprunga sem liggur i norður frá ósum Jökulsár og er i beina stefnu vest- ur af Kópaskeri. Varðskipsmenn urðu einnig varir við tvær gjár á þessari sprungu og telja þvi margir að áðurnefnt gos hafi orð- ið i annarri hvorri gjánni. Timinn innti Ragnar Stefáns- son, jarðskjálftafræðing, eftir þvi i gærkvöldi hvort hann væri trúaður á að neðansjávargos hefði orðið i öxarfirði i fyrradag. — Vitanlega geta komið upp skammvinn gos á þessu svæði, en þetta þarf þó ekki að hafa verið eldgos, sem sást. Þvi miður er ekki hægt að staðhæfa neitt um þetta, en hins vegar benda þessar sprungur ekkert sérstaklega til þess að i þeim hafi orðið eða muni verða eldgos. Ragnar sagði að dýptar- mælingum yrði haldið áfram og nefndi að sprungunum i Oxarfirði svipaði mjög til sprungnanna i Gjástykki. JOSEP LUNS: ,,Brátt dregur úr hinni hættu- legu spennu í þorskastríðinu" Uppbyggingarstarfið er hafið af fullum krafti á Kópaskeri. t gær var gerð bráðabirgðáviðgerð á bryggjunni og flokkur manna fór um þorpið og fyllti upp i sprungur á út- veggjum húsa. Tlmamynd: Gsal. Rikisstjórnin á fundinum i gærmorgun með Luns. Timamynd: G.E. LOÐNAN AAIKLU VESTAR OG NORÐAR EN ÁÐUR: „LÍKLEGT, AÐ VEIÐARNAR STANDI LENGUR FRAAA EFTIR VORI EN VANT ER" BH-Reykjavik. — Viö erum búnir :iö finna hana, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri um borð l Árna Friörikssyni, þegar við ræddum við hann i gær, og átti Hfálmar þar við loðnuna, sem hann hefur verið aðsvipast um eftir fyrir norðan og austan undanfarið. Kvað Hjálmar hér vera um mikið magn af loðnu að ræða, og þótt hún væri seinna á ferðinni en vánaiega, væru engar Iíkur til annars en að magnið væri sizt minna en undanfarin ár. • Framhald á bls. 19 Loðnuskipin halda á veiðar. Hér er Asgeir RE á siglingu fyrir Langanes í gær. Tímamynd Gunnar: -JBPr Oó-Reykjavik.RIkisstjórnrn hélt i gær 4 klukkustunda fund með Luns framkvæmdastjóra Nato og er nú lokið viðræðum þessara aðila um landhelgisdeilu íslendinga og Breta. Luns ræddi einnig við fulltrúa stjórnarandstóðunnar og nokkr'a af fo'rvigismbnri'um sjávarútvegs. Framkvæmdastjórinn sagði i gær, að hann vonaði að koma hans hingaö til lands leiddi til þess að draga muni úr spennunni milli þessara aðildarrikja Nato, sem komin væri á hættulegt stig. Eftir helgina flytur hann brezku rikisstjórninniskilaboð frá íslenzku stjórninni en hann tók það fram að hann væri ekki neinn samningainaður i deilunni.en mundi gera allt sem i hans valdi stæði til að sættir mættu takast. A blaðamannafundi, sem Luns hélt eftir viðræður sinar með islenzku ráðherrunum, minnti hann á hlutdeild sina og hlutdeild Atlantshafs- bandalagsins við lausn landhelgisdeilunnar við Breta 1973. Kvaðst hann vona að enn mætti koma á samkomulagi og hann væri þess full- viss, að einn aðalstyrkur Islendinga væri aðild þeirra að Nato, sem gerðiþeim kleiftað þrýsta á lausn sér i vil. Luns sagðist ekki leyna þvi, að hann væri mjög hlynntur málstað Is- lendinga og skildi vel þýðingu fiskveiða fyrir efnahag landsmanna og sama væriaðsegja um flest aðildarrikiNato. Ekki kvaðst framkvæmdastjórinn geta sagt, hvaða tillögur hann myndi leggja fyrir brezku stjórnina til lausnar deilunni og þótt hann bæri skilaboð frá islenzku rikisstjórninni.bæri hann ábyrgð á tillögum sinum, sem hann leggur fyrir Callaghan utanrikisráðherra Breta I Briissel á mánudag. En Callaghan og Wilson forsætisráðherra erunúí Kaupmannahöfn og verða þar yfir helgina, svo að ekki er hægt aö ræöa við brezka ráðamenn fyrr. Framkvæmdastjórinn sagðist vera vongóður um að tillögur sinar geti orðið til að draga úr spennunni milli deiluaðila og að hann gæti að minnsta kosti fengið Breta til að kalla herskipin heim. Hins vegar tæki hann enga afstóðu til samninga um aflamagn eða önnur slik atriði. Hann kvað Islendinga ekki hafa sett Bretum neina úrslitakosti enn sem komið er og kvaðst vona að sambandi milli landanna verði ekki slitið og að samningaviðræður verði teknar upp að nýju hið fyrsta. Luns sagðist vera þess vel meðvitandi,hver hugur islenzku þjóðarinnar væri til land- helgismálsins og að hann hafi sannfærzt um á fundunum i Reykjavik að afstaða ráðamanna væri ekki siður einörð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.