Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 16. janúar 1976. Hvað segja þeir um verðiaunaveitinguna? „Ólafur Jóhann stendur undir hvaða bókmennta- verðlaunum sem vera skal" t gær var mikið spurt um bækur ólafs Jóhanns Sigurðssonar I bókaverzlunum. Timamynd Hóbert Verðlaunaveitingin segir til sín: Sala á bókum Ólafs Jóhanns tók kipp 28 árekstrar í gær Baráttuhópur verkafólks og námsmanna viö skrifstofur NATO I Reykjavik að Garðastræti 42 i gærmorgun. Timamynd: G.E. Mótmæltu NATO bókaútgáfu Máls og menningar, og i bókabúð sama fyrirtækis voru eftirfarandi bækur á boð- stólum i gær: Fjallið og draumur- inn, Gangvirkið, A vegamótum, Leynt og ljóst, Hreiðrið, Seint á ferð, Að laufferjum og Að brunn- um. Auk þess Litbrigði jarðarinn- ar i skólaútgáfu og barnabækurn- ar Um sumarkvöld og Glerbrotið. sambandi við árekstrana, sem flestir voru smávægilegir, að bif- reiðastjórar reyna að troðast fram hjá hvor öðrum, þar sem snjóruðningar og djúp hjólför eru og við þetta skella bifreiðir þeirra saman. Timinn leitaði i gær til þriggja islenzkra Ijóðskálda i tilefni þeirra liðinda, að ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráös. Skáldin voru beðin að segja skoðun sina á þessari verðlaunaveitingu, og íara svör þeirra hér á eftir: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 48 brezkir togarar aðveiðum 48 brezkir togarar voru að veiðum i gærdag út af Austur- landi. Voru þeir i þéttum hnapp, eins og sést á með- fylgjandi Timamynd Gunn- ars, ásamt fylgdarskipum sfn- um, — þremur herskipum, dráttarbátum og birgðaskipi. Ekki var hægt að sjá að Bret- inn veiddi mikið, þvi að hvergi sást fiskur á þilfari. Tvö varð- skip voru á miðunum, Týr og Þór. Nimrod-þotan sveimaði yfir brezka flotanum um miðj- an dag i gær. Guðmundur Ingi Kristjánsson: Ég gladdist mjög við þá frétt, að Ólafur Jóhann Sigurðsson hefði hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Ég gladdist fyrst og fremst vegna þess, að Is- lenzk ljóðagerð skyldi hljóta þessa fremd, og þá einmitt ljóða- gerð þess manns, sem er einna vandvirkastur og um leið hljóð- látastur islenzkra ljóðskálda. Manns, sem þráir kyrrð og unað gróandi sveitar og spyr: „Hvert liggur þessi vegur, sem þið leggið handa vélum?” Það er svo einnig athyglisvert að Ólafur Jóhann Sigurðsson er fyrst og fremst sagnaskáld, en aðeins ljóðskáld i hjáverkum eða tómstundum, og þó nær hann þetta langt. Sem sagnaskáld hefði hann áður verið vel að þessum verðlaunum kominn, en sögur Ólafs eru viða mjög ljóðrænar. Vænst þykir mér um Litbrigði jarðarinnar, sem er sjaldgæf saga að ljóðrænni fegurð. Heiðrekur Guðmunds- son: Ég er ákaflega glaður yfir þess- um tiðindum. Ég tel Ólaf Jóhann Sigurðsson mjög maklegan þess- arar viðurkenningar, þviaðhann er tvimælalaust i hópi listfeng- Þorsteinn Valdimarsson. ustu skálda okkar, bæði sem ljóð- skáld og skáldsagnahöfundur. Ég er samþykkur röksemdum dómnefndarinnar. Ólafur Jóhann Sigurðsson er bjartsýnn höfundur, sem aldrei hefur tapað trú sinni á manngild- ið, þótt á ýmsu hafi gengið i veröldinni. Þorsteinn V aldimars- son: Það hlaut aö koma að þvi, að is- lenzkur höfundur fengi þessi Heiðrekur Guðmundsson. verðlaun, og er ekki vonum seinna. Um Ólaf Jóhann Sigurðsson er það að segja sérstaklega, að hann stendur undir hvaða bókmennta- verðlaunum, sem vera skal. SJ-Reykjavik Sala á þeim bókum Ólafs Jóhanns Sigurössonar, sem fáanlegar eru, hefur þegar auk- izt, að sögn önnu Einarsdóttur hjá Bókabúð Máls og menningar, eftir að Ólafi Jóhanni voru veitt bókmenntaverðlaun Norður- iandaráðs I fyrradag, fyrstum is- lenzkra höfunda. Um tuttugu bækur hafa komið út eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, skáldsögur, smásagnasöfn, ljóða- bækur og barnabækur. Fyrsta bók ólafs Jóhanns, sem birtist á prenti, var barnabókin Við Alfta- vatn 1934, siðan kom önnur Sr. Einar Guðnason látinn Séra Einar Guðnason fyrr- um prestur I Reykholti er lát- inn. Hann fæddist á Óspaks- stöðum, Staðarhreppi, A-Hún. Varð stúdent árið 1924 og lauk guðfræðiprófi 1929. Arið 1930 varð hann prestur i Reykholti og gegndi þvi embætti alla ævi, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir fáum árum. Hann var kennari við Reykholtsskóla frá stofnun hans 1931 og var formaður i skólanefnd barnaskólans að Kleppjárnsrey k jum og fræðsluráðs Borgarfjarðar- sýslu. Séra Einar var kvæntur önnu Bjarnadó 11 ur, Sæmundssonar. barnabók Um sumarkvöld og 1936 skáldsagan Skuggarnir af bæn- um. Ljóðabækurnar, sem Ólafur Jóhann hlaut bókmenntaverð- launin fyrir komu út 1972 og 1974, en 1952 hafði hann gefið út Nokkr- ar visur um veðrið og fleira. Flestar bækur Ólafs Jóhanns . Sigurðssonar hafa komið út hjá gébé Rvik — Tuttugu og átta árekstrar urðu i Reykjavik frá klukkan sex i gærmorgun til sex i gærkvöld. Litil eða engin slys urðu þó á fólki, en tjón á farar- tækjum sennilega mikið. Að sögn lögreglunnar er mest áberandi i gébé Rvik — Hópur ungs fólks, sem kallar sig „baráttuhóp verkafólks og námsmanna,” réðst inn á skrifstofur Nato við Garðastræti i Reykjavik í gær- morgún, og stöðvuðu þar alla starfsemi I einn og hálfan tima. Nokkrir ungir piltar I hópnum lentu i handalögmálum við Haf- stein Baldvinsson, lögfræðing, sem hefur skrifstofur sinar á neðri hæð i sania húsi og hruflað- ist hann og marðist I átökum við þá, er hann reyndi að opna úti- hurð hússins fyrir lögreglunni sem hann hnfði kallað á vettvang. Sagðist Ilafsteinn myndu kæra þetta athæfi. „Báráttuhópur verkafólks og námsmanna” taldi um tuttugu og fimm manns, og vildu með þessu athæfi sinu mótmæla innrás brezka Nato-flotans i islenzka landhelgi og siendurtekinni ihlut- un Nato i islenzk málefni, sem heimsókn Jósefs Luns og afskipti hans af landhelgismálinu eru dæmi um. Þá mótmælti hópurinn þvi einnig, að hér á landi skuli rekin áróðursmiðstöð fyrir Nato að Garðastræti 42, og mótmælíii einnig aðild Islands að Nato og bandarisku Nato-herstöðvunum sem veita Bretum njósnaaðstoð i landhelgisstriðinu, sbr. þjónustu fjarskiptastöðvarinnar i Grinda- vik við Nimrod-þoturnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.