Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. janúar 1976. TÍMINN 3 Ástandið óðum að batna segir Kristján Ármannsson á Kópaskeri Klukkan i húsi kaupféiags- ins á Kópaskeri ber glöggt vitni um það, hvenær jarð- skjálftinn hófst á mánudag. Hún hefur stöðvazt klukkan 13.32. Timamynd: G.Sal. Gunnar Salvarsson-Kópaskeri. Það er ógerningur að spá um það, hvenær allt verður komið hér i eðlilegt horf aftur, sagði Kristján Ármannsson, kaupfélagsstjóri, formaður almannavarnanefndar hér, i viötali við Timann. Það er Unnið að flutningi á kjöti úr frystihúsinu á Kópaskeri i gær. Unnið að skipulagningu og samræmingu aðgerða HHJ—Rvik. — Vatnsskorturinn er það, sem nú háir þeim einna mest sem eftir eru á Kópaskeri. Almannavarnancfnd Kópaskers og fulltrúar Almannavarna rikis- ins komu i gær saman til fundar á Kópaskeri til þess að skipuleggja og samræma nauðsynlegar að- gerðir og þar á meðal var áætlun um viðgerðá vatnsveitu þorpsins. Þá var einnig haldið áfram leit að þeim stöðum, þar sem vatns- leiðsla þorpsins hefur rofnað, en Unnið að viðgerð á vatnsveitunni G.Sal. Kópaskeri. — 1 gær var unnið að viðgerð á vatnsveitunni, en ljóst er að það verður bæði erfitt verk og tfmafrekt. Friðrik Jónsson, oddviti, sagði i samtali við Timann i gærkvöldi, að viðgerðin á vatnslögninni myndi að minnsta kosti taka tvær vikur, þviskipta þarf um rör á 50 metra kafla. Þarf að fá plaströr i stað asbeströra sem nú eru. Friðrik sagði að efni til þessara framkvæmda væri væntanlegt um helgina, en asbeströrjp eru líklega farin i sundur á mörgum stöðum. það er seinlegt verk vegna snjó- þyngsla. í dag verður reynt að miðla vatni til fólks á staðnum. Slökkvi- bill fer um þorpið á ákveðnum tfmum og úr honum verður dælt vatni i ilát manna. Könnun á húsum leiddi i ljós, að eitt hús er með öllu óibúðarhæft, og þrjú önnur þarf að styrkja og brjóta þar niður hættulega veggi, áður en óhætt verður að hafast við i þeim. Útskipun á kjöti er haldið áfram af fullum krafti. Ráðgert er að ljúka henni i einni lotu, en við útskipunina vinna 30 björgunarsveitarmenn frá Húsa- vik. Almannavarnanefnd Kópa- skers biður alla þá, sem til þorps- ins koma og frá þvi fara, að til- kynna nefndinni komu sina eða brottför. Sum barnanna frá Kópaskeri hafa ekki enn jafnað sig eftir ósköpin, sem yfir staðinn dundu, og er fólk beðið að koma ekki með þau börn sin, sem enn sýna merki skjálftahræðslu. engum bannað að koma heim, en menn eru hins vegar ekki hvattir til að koma eins og sakir standa. Einna mest hefur mætt á Kristjáni hér á Kópaskeri eftir að jarðskjálftinn mikli varð hér á mánudag, en allt frá þvi jarð- skjálftinn varð, skömmu fyrir há- degi og þar til i gærmorgun, stóð Kristján vakt fyrir stjórnstöð al- mannavarna ásamt Nielsi Lund skólastjóra. Ástandið hér er nú óðum að batna, sagði Kristján. 1 dag hefur megináherzlan verið lögð á viðgerð á vatnsveitunni, en þó mun enn óvist hvenær viðgerð lýkur. Ef svo er sem marga grun- ar, að vatnslögnin til kauptúnsins sé viða brotin og skemmd, þá sé ég ekki annað til úrbóta, en að leggja bráðabirgðaleiðslu ofan- jarðar frá vatnsbólinu. Það er einnig trúlegt, að frárennslis- leiðslur og rör séu meira og minna skemmd eftir jarðskjálft- ann og fullnaðarviögerð á þeim verður trúlega ekki gerð fyrr en i vor. Hins vegar verður reynt að gera við þetta allt til bráðabirgða. Eins og greint var frá i Timan- um i gær, var Július Sólnes verk- fræðingur væntanlegur hingað til Kópaskers til að dæma um hættu- ástand húsa. Þar sem mér skilst, sagði Kristján, að búast megi við jarðskálftum hér allt að 5 stig á Richterskvarða, verður fyrst og fremst að meta húsin með tilliti til þess, hvort þau hafi nægjanl. burðarþol til að mæta svo snörp- um jarðskjálftum en mér er tjáð, að við megum búast við skjálftum næstu vikur og jafnvel mánuði. Kristján kvað öruggt, að eitt ibúðarhús i kauptúninu væri óibúðarhæft til frambúðar, en nokkur önnur væru sennilega þaö illa farin, að fólki væri ekki ráð- legt að vera þar fyrr en skjálfta- hrinan væri um garð gengin. — Hvernig finnst þér ibúarnir hér hafa tekið þessum náttúru- hamförum? — Það hafa ákaflega margir oröið fyrir áfalli, enda er það skiljanlegt, þar sem viðurkennt er að engar náttúruhamfarir fari jafnilla meö fólk, á likama og sál, eins og jarðskjálftar. Þeir ibúar Kópaskers, sem urðu hér eftir, ber-það með sér að þeir eru ákaflega taugaslappir, ef svo má að orði komast, og ég sé greinilega mun á ykkur aðkomu- mönnum og heimamönnum i þessu tilliti. Það er erfitt að lýsa þvi, hvernig þessi skjálfti hefur farið með fólk, menn hljóta allir að hafa fengið einhvers konar taugaáfall. Kristján sagði, að hann hafi heyrt það eftir lækni, að svona náttúruhamfarir kæmu verst við börn á aldrinum 4-8 ára, og nefndi i þessu sambandi, að skólastjórinn á Kópaskeri teldi ekki ráðlegt að hefja kennslu á næstunni enda væri skólahúsið gamalt. Kristján sagði, að ekki væri búið að kanna skemmdir á skólahúsinu, en i fljótu bragði virtust þær ekki vera miklar. Okkur hefur verið boðin aðstoð hvaðanæva að, og það eru allir reiðubúnir til þess að rétta okkur hjálparhönd. Svo sem kunnugt er býr Kópasker við þann ókost að engin vararafstöð er i kauptún- inu. Kristján sagði, að þeir hefðu rætt um þetta vandamál við al- mannavarnir rikisins og lagt á það rika áherzlu, að fá vararaf- stöð i kauptúnið. Við höfum ekki fengið svar við þessu, en við telj- um það ákaflega þýðingarmikið, að fá vararafstöð, enda er alltaf sú hætta yfirvofandi að raf- magnslaust veröi hér. A þessum tima i fyrra þjáði raf- magnsskortur okkur hér, og þarf ekki aö ræða um það ömurlega ástand, sem skapazt heföi, ef raf- magnsskortur hefði fylgt i kjöl- far jarðskjálftans á mánudaginn, sagði Kristján. Kvöldið eftir jarðskjálftann mikla brast á stórhriö á Kópa- skeri, og gat Kristján þess i við- talinu, að ástandið hefði orðið mun verra ef jarðskjálftinn hefði komið 12 timum siðar i stórhrið, og meðan fólk var i fastasvefni. A mánudagskvöldið var hluti ibúa Kópaskers fluttur á Leir- hafnarbæina, sem eru nokkuð noröan við Kópasker. Daginn eft- ir fengum við þær fregnir að færi svo að annar skjálfti kæmi, þá yrði hann hér nokkru norðar, sagði Kristján, og þvi lögðum viö áherzlu á að koma fólkinu áfram til Raufarhafnar. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, telur hins veg- ar nú, eftir að hafa dvalið hér við athuganir, að ósennilegt sé að annar snarpur jarðskjálftakippur muni eiga upptök sin hér beint fyrir norðan, heldur norð-vestur af Kópaskeri. Af þeim sökum höf- um við ekki brýnt fyrir fólki á Leirhafnarsvæðinu að yfirgefa hús sin, en hins vegar vitum við, að eitthvað af fólkinu þar hefur fært sig um set, sagði Kristján að lokum. Þessi mynd var tekin yfir Kópaskeri f gær. Ljósafoss liggur við bryggju. Kaupfélagshúsiö, þar sem stjórn almannavarnanna hefur bækistöð sfna, er beint upp af bryggjunni og lengst til hægri er frysti- húsið. Timamynd: Gunnar. 12-13 ára drengir játa 8 innbrot gébé—Rvik. — Hópur drengja á aldrinum 12-13 ára er nú f yfir- heyrslum á Seyðisfirði, vegna innbrotsfaraldurs, sem þar hefur geisað undanfarnar vikur. Móðir eins drengsins fannst grunsam- legt, hve mikla peninga hann hafði undir höndum, og komst þá upp um hann og félaga hans. Hafa þeir brotizt inn á átta stöðum siðan f desember. Mest hafa þeir stolið af sælgæti og sigarettum, en lftið fengið af peningum upp úr krafsinu. Samkvæmtþví sem fréttaritari blaðsins á Seyðisfirði, Ingimund- ur Hjálmarsson, sagði, hafa drengirnir yfirleitt notað sömu aðferð til að komast inn i verzlan- ir þær á staðnum sem þeir hafa stolið úr. brotið gler i hurð til að komast að lásum. Litlum skemmdum öðrum ollu þessir ungu athafnamenn. Kaupfélag Héraðsbúa virðist vera einn uppáhaldsstaður þeirra, þvi að milli jóla og nýárs brutust þeir þar inn tvisvar sama sólarhring- inn, svo og siðastliðið þriðjudags- kvöld. ÞINGMENN FRAMSOKNARFLOKKSINS Á KÓPASKERI: Sannfærður um að Kópa sker verður endurreist SEGIR INGVAR GISLASON, ALÞINGISMAÐUR V.S. Reykjavfk Alþingismennirnir Ingvar Gislason og Jngi Tryggvason fóru til Kópaskers og kynntu sér verksummerki þar. Timinn náði tali af Ingvari Gislasyni og spurði hann frétta úr ferðinni. — Ég kom til Kópaskers upp úr klukkan hálfeitt á miðvikudaginn, sagði Ingvar. Ég kom með flugvél, en Irigi Tryggvason kom á bil að heiman frá sér seinna um daginn. Við Ingi fórum svo um sveitirnar i kring um Kópasker, áttum tal við fólk og kynntum okkur aðstæður. A Kópaskeri vorum við fram undir kvöld og skoðuðum það sem þar var að sjá. Satt að segja var aðkoman ekki glæsileg. Mér virðist, að þær blaða- og útvarpsfréttir sem ég hef heyrt, gefi nckkuð rétta mynd af ástandinu, þar er vist ekkert ofsagt. Ég held, að tvisýnt sé um að fólk geti tekið upp eðlilegt heimilislif á Kópaskeri i bráð. Því veldur ekki sizt vatnsleysið og óvissan um hvar skemmdirnar á vatnsleiðslunum eru. n Ég gat ekki betur séð, en að hvert einasta hús á Kópaskeri væri meira eða minna skemmt, — ýmist húsin sjálf eða innanstokksmunir, — og sum húsin mega heita ónýt. Aðalbyggingar Kaupfélagsins eru þc óskemmdar, bæði verzlunar- og skrifstofuhúsið, vöruskemma og frystihús. Þeir, sem eftir eru á staðnum, reyna að bjarga þvi sem bjargað verður ogkoma hlutum isamtlag, eftir þvisem hægter. Eg er alveg sannfærður um að Kópasker verður endurreist, og þar ei eins og áður miðstöð héraðsins, sagði Ingvar Gislason að lokum. Ingi Tryggvason Ingvar Gislason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.