Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. janúar 1976. TÍMINN :5 Heimsókn f ramkvæmdastjóra NATO 1 leiöara Alþýöublaðsins i gær er rætt um heimsókn Jo- sephs Luns, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandaiags- ins, til íslands. Alþýöuhlaöiö segir: „Joseph Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandaiags- ins, kom hingaö til lands i gær til þess að eiga viöræöur við islenzk stjórnvöld um land- helgismáliö. Þegar þetta er ritaö er enn ekki vitaö hvort cin- hver árang- ur hefur orð- iö af þeim fundi og þá hver. Aðal- atriöi máls- ins er, aö rikisstjórn tslands hafi gert framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandaiagsins þaö Ijóst I eitt skipti fyrir öll, aö viö ís- lendingar sættum okkur ekki við þaö, að eitt af samstarfs- rikjum okkar i NATO skuli ráðast inn á íslenzkt yfirráöa- svæði með herskipaflota og meira aö segja veitast að Is- lenzku varðskipi innan þeirra marka, sem alþjóðalög kveða á um að sé íslenzkt land. Viö tslendingarlitum á slikt fram- ferði sem vopnaða ihlutun um innanrikismál okkar og beina árás á land okkar og við krefj- umst þess, aö bandalagsþjóðir okkar I NATO viöurkenni aö svo sé.” Til Kvers erum við þar? Slðan ræöir Alþýöublaöiö um þaö, hvernig Atlantshafs- bandalagiö hafi þróazt frá þvi aö vera bundiö viö varnar- samstarf einvöröungu og yfir I samskipti á sviði menningar- mála, visinda og tæknimála. • Þó sé varnarsamstarfiö enn meginkjarni starfsemi banda- lagsins. íslendingar hafi taliö sig geta tryggt öryggi sitt meö þátttöku i Atlantshafsbanda- laginu. „Nú ber svo viö að horfa, aö erlend herveldi ógnar ekki að- eins sjálfsákvörðunárrétti okkar og frelsi til löglegra at- hafna — athafna, sem eru I öll- um atriðum sambærilegar þeim, sem viðkomandi rlki hefur sjálft haft uppi — heldur stefnir þetta hcrveldi framtiö islenzku þjóðarinnar I hættu meö þvl að láta herskipaflota sinn vernda ránsskap á is- lenzkri náttúruauðlind, sem er grundvöllur efnahagslegs sjálfstæðis þjóöarinnar. Svo hart hefur þetta herveldi aö okkur gengiö, að skip þcss hafa elt islenzkt varöskip langt inn fyrir viðurkennda Is- lenzka landhelgi og gert þar tilraun tilaðsökkva þvl. Og þá spyrjum við bandalagsþjóðir okkar I NATO, sem hafa skuldbundið sig með samning- um til þess aö standa vörð um islenzkt fullveldi fyrir erlendri hemaöarihlutun : Ætliö þiö aö standa aögerðarlausir hjá og horfa á slika atburöi gerast? Ef þiö sinnið ekki kalli okkar, hvers vegna erum viö þá I sveit meö ykkur? Til hvers er- um viö þar ef þiö látiö slikt líð- ast átölulaust — eða skiptir það meginmáli aö ykkar áliti hvaða tungumál yfirgangs- seggurinn talar, hvort þaö er t.d. enska eða rússneska?” Hverju svarar Atlantshafs- bandalagið? Loks segir Alþýöublaðið: „Þetta em þær spurningar sém viö tslendingar hljótum aö leggja fyrir Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATO, og stjórnir allra bandalagsrlkja okkar þar. Hér á tslandi hafa oft verið harðar deilur um spurninguna hvaða tilgangi það þjóni fyrir okkur aö vera aöilar að Atlantshafsbanda- laginu. Nú standa mál svo, aö það er Atlantshafsbandalagið sjálft, sem veröur að gefa svarið viö þeirri spurningu. tslenzka þjóðin biður eftir svarinu.” — a.þ. Rækjuveiðar hafnar á ný frá Hvammstanga BS—Hvammstanga. — Kækju- veiðin er hafin á ný eftir uppi- hald, sem gert var frá þvi fyrir jól. Veður hafa verið rysjótt og þvi stirðar gæftir. 1 fyrrinótt lágu Skagastrandarbátar inni á Hvammstanga vegna veðurs, en það er i fyrsta skipti á þess- ari vertíð. Aðeins þrir bátar stunda nú rækjuveiði frá Hvammstanga. Sæmileg at- vinna hefur verið á Hvamms- tanga, þó eru nokkrir á atvinnu- leysisskrá. í sumar hófst flutningur á mjólk með tankbilum til Hvammstanga, og var þá einn bíll tekinn i notkun og flutt þannig af hluta af svæðinu. Nú um áramótin var annar tankbill tekinn i notkun, og er nú öll mjólk úr Vestur-Húnavatns- sýslu og Bæjarhreppi i Stranda- sýslu sótt á tankbila. A siðasta ári var innvegin mjólk í mjólkurstöðina á Hvammstanga 3 millj. 82 þús. litrar og hafði minnkað um 3.75% frá árinu áður. Framleið- endum hafði fækkað nokkuð á svæðinu, en meðalinnlegg frá framleiðanda aukizt verulega. Fátt er mikilvægara en að kenna börnunum umferðarreglur. Aukin áherzla lögð á umferðar- fræðslu í skólunum skyldunáms í grunnskólum Sent hefur verið ýmislegt efni á undanförnum mánuðum til skóla varðandi umferðarfræðsluna og haldnir hafa verið margir fræðslu- og kynningarfundir um þennan þátt skólastarfsins. Verð- ur þessum fundum haldið áfram eftir þvi sem aðstæður leyfa. Siðast liðið haust var Guð- mundur Þorsteinsson kennari ráðinn i fullt starf til að hafa umsjón með umferðarfræðslu i skólum og leiðbeina kennurum með kennsluna. Guðmundur hefur skrifstofu I húsakynnum Umferðarráðs og starfar i náinni samvinnu við ráðið. Rikisútgáfa námsbóka hefur á undanförnum árum gefið út þrjár kennslubækur vegna umferðar- fræðslu i skólum, sem nú eru notaðar. Umferðarráð hefur gefið út verkefnablöð ásamt leið- beiningum fyrir 6 ára börn. Fræðslumyndasafn rikisins og Umferðarráð eiga nokkrar kvik- myndir, sem töluvert hafa verið notaðar við umferðarkennslu. 1 janúarmánuði 1976 er von á vinnublöðum fyrir 7-9 ára nemendur, sem skólar geta feng- ið keypt hjá Rikisútgáfu náms- bóka. Stefnt er að útgáfu verk- efna að norskri fyrirmynd, þar sem m.a. er orðsending til for- eldra um kennsluna, og þeir þvi einnig gerðir þátttakendur i kennslu barna sinna. 1 febrúar hefur verið ákveðin teiknimyndasamkeppni fyrir 9 ára skólabörn. Þrenn verðlaun verða veitt og má nefna, að 1. verðlaun verða nýtt reiðhjól. Fyrirhuguð er útgáfa tveggja glærumyndaflokka, en i flestum skólum eru myndvarpar orðnir algengir og þvi heppilegt að nota glærumyndir við kennslu i teikn- ingu og ýmsum verkefnum. Fundir hafa verið haldnir með flestum lögregluþjónum, sem heimsækja skóla vegna umferðarfræðslu, og stefnt er að þvi að samræma störf þeirra og kennaranna. Lögð er aukin áherzla á verklegar æfingar. Könnun á reiðhjólaeign 7-9 ára barna s.l. haust sýndi, að um 97% 7 ára barna á þéttbýlissvæðum eiga reiðhjól. Þá var lögð mikil áherzla á aukna notkun endur- skinsmerkja meðal skóla- nemenda og sérstök merki fram- leidd, sem þóttu vinsæl meðal unglinga. Menntamálaráðuneytiö gaf út reglugerð um umferðarfræðslu í skólum 8. apríl 1960. Reglugerð þessi var endurskoðuð á s.l. ári og gefin út 5. júli. Þar segir í 1. grein: Tilgangur umferðarfræðslu i skólum er: 1. Að gera nemendum ljósa hættu, sem af umferð stafar, og nauð- syn umferðarreglna. 2. Að kenna umferðarreglur þær, sem gilda á hverjum tima. Skal fræðslu hagað I samræmi við iFramhald á bls. 12 mSá§KALKSTEINN baLiii. Þekju- og hleðslusteinar 250x120x65 mm 198x20x65 mm Marmaraflísar á gólf, veggi og gluggakistur Upplýsingar hjó BVGGIR % Laugavegi 168 — Simi 1-72-2«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.