Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 16. janúar 1976. ALDREI AAEIRA UNNIÐ AÐ HAFNARGERÐ EN ÁRIÐ 1975 FJ-Reykjavík. — Hafnarfram- kvæmdirnar á árinu 1975 voru þær mestu, sem átt hafa sér stað hér á landi samtimis, sagði Hail- dór E. Sigurðsson samgönguráö- herra I viðtali við Timann. Heild- arframkvæmdakostnaður varð sem næst 1937 milljónir króna. — A árinu 1975 var unnið að stærstu hafnargeröinni, sem er í Þorlákshöfn, hélt ráðherra á- fram. Og i þriðja lagi má nefna nýja þætti t hafnargerðum, sem voru ferjuhafnirnar á Akranesi og i Reykjavik og höfnin i Karls- ey, sem ekki kom til vegna fiski- skipa^ heldur þörungavinnslunn- ar. Um leið og framkvæmdir hafa veriö með stærra sniði en áður, hefuraf hálfu Vita- og hafnamála- skrifátofunnar verið meira gert að þvi að byggja upp hafnir til framtiðarinnar. Ég nefni hér til hafnir i Sandgerði, Grundarfirði og á Akureyri. Þá var áföllum af völdum snjó- flóðanna i Neskaupstað mætt með stóru átaki i hafnargerð, sem miðast viö uppbyggingu atvinnu- fyrirtækjanna á nýjum stað. Þá voru á árinu 1975 fram- kvæmdar miklar endurnýjanir á höfnum, meöal annars á Sauðár- króki, og mikiö var unnið i höfn- um á Snæfellsnesi. A árinu 1975 var reynt að hag- nýla efni, sem til var, svo sem stálþil, og færa það milli hafna. Þetta kemur svo til greiðslu i sama efni á næsta ári. Hér má nefna stálþil, sem flutt var frá Akureyri til Neskaupstaðar. En þótt mikið hafi verið unnið i hafnarmálum á árinu 1975, er mér ljóst, að betur má ef duga skal, sagði samgöngumálaráð- herra. Til hafnarframkvæmda er áætlað að verja á árinu 1976 svip- aðriupphæöog á árinu 1975, þvi að verkefni i hafnargerð á Islandi eru bæði mörg og mikilvæg. Hér fer á eftir yfirlit um hafn- arframkvæmdir á árinu 1975: Akranes Unnið var að gerð ferjuaðstöðu og bátabryggju, ásamt aðstööu fyrir trillur. Heildarkostnaður 52,0 m.kr. Ólafsvik Unnið var að dýpkun bæði fyrri hluta árs og sfðari hluta sumars. Var öll höfnin hreinsuð. Þá var unnið að gerð nýrrar vigtar og frágangi á stálþili. Heildarkostn- aður 37,0 m.kr. Grundarfjörður Unnið var að nýjum skipulags- uppdráttum að hafnarsvæðinu og þeir samþykktir af heimamönn- um. Einnig var gerður hafnar- garöur úr grjóti, er umlykur væntanlega bátahöfn. Heildar- kostnaður 47,0 m.kr. Stykkishólmur Byggt var að mestum hluta ný hafskipabryggja i „Stykkinu”. Heildarkostnaður 32,0 m.kr. Sauðárkrókur Unnið var að endurbyggingu hafskipabryggju. Rekið var niður stálþil, það bundið, og steyptur kantur. öðrum frágangi að mestu ólokið. Alls var keypt efni og unn- ið fyrir um 40,0 m.kr. Hofsós Rekið var niður stálþil við enda innri hafnargarðs og bryggju- hausinn tengdur eldri trébryggju með stálþili. Efni var til, en vinna og annar kostnaður var 18,5 m .kr. Ólafsfjörður Dýpkað var i höfninni fyrir alls 38,5 m.kr. Dalvík Unnið var að skipulagi hafnar- innar. Höfnin dýpkuð með dæl- ingu. Kostnaður 11,5 m.kr. Hrisey Endurbættur var nyrðri hafn- argaröurinn með grjóti. Kostnað- ur 2,7 m.kr. Hauganes Ekið var stórgrýti utan á hafn- argarö og bryggju. Heildarkostn- aöur 8,0 m.kr. Akureyri Unniö var að lokahönnun haf- skipabryggju sunnan á Oddeyri. Keypt stálþil og rekið niður I þá bryggju. Frágangi ekki lokið. Heildarkostnaður um 110,0 m.kr. Húsavik Unniö var að lögnum og lýs- ingu. Heildarkostnaður 13,0 m.kr. Borgarfjörður eystri Endurbyggður var garður út i Hafnarhólma, við hina nýju höfn, og jafnframt byggður þar stuttur innri hafnargarður. Þá var lokið við tengingu kers og bryggju i gömlu höfninni. Heildarkostnað- ur 22,0 m.kr. Neskaupstaður 1 framhaldi af snjóflóðunum i Neskaupstað var, með hjálp likantilrauna, gengið frá endan- legum tillögum að bátahöfn. Unn- ið var að gerð þeirrar hafnar og uppfyllingar undir sildarverk- smiöju. Þá var og rekið niður 107 m langt stálþil. Þilið var fengið aö láni frá Akureyri. Heildarkostn- aður (með þili) um 140,0 m.kr. Reyðarfjörður Rekið var niður um 100 m langt stálþil, það bundið og fyllt að þvi. Steyptur kantur. Heildarkostnað- ur 21,8 m.kr. Fáskrúðsfjörður Keypt var efni i dráttarbraut og unnið að ryðhreinsun og máln- ingu stálgrindar i dráttarbraut- arvagn. Kostnaður 16,0 m.kr. Stöðvarfjörður Ekið var grjóti utan á hafnar- garð og steypt ný þekja. Kostnað- ur 14,0 m.kr. Breiðdalsvík Löguð var keyrsla fram á gamla trébryggju og sett upp full- komin lýsing. Þá var og byrjað á nýrri hafskipabryggju. Heildar- kostnaður 17,5 m.kr. Djúpivogur Komiö var fyrir lýsingu. Kostn- aður 2,0 m.kr. Hornafjörður Gengið var frá þili, sem rekið haföi verið niður árið áður. Steypt plata og gengið frá lögnum og lýs- ingu. Heildarkostnaður 29,0 m.kr. Vestmannaeyjar Unnið var að ýmsum endurbót- um á lýsingu og lögnum. Kostn- aöur 20,0 m.kr. Eyrarbakki Gerðar ýmsar minniháttar lag- færingar og greiddur hluti af stál- þili, sem komið er á staðinn en ekki fariö aö nýta enn. Kostnaður 5,9 m.kr. Hafnir i Höfnum Unnið var að lýsingu og innsigl- ingarmerkjum. Kostnaður 4,5 m.kr. Sandgerði Aðalhafnargarðurinn var lengdur um 150 m. Hluti af þvi verki var unninn á árinu ’74. Reykhólahöfn við Karls- ey Gengið var frá grjótgarði og keypt efni i stálþilsbryggju. Helmingurþilsinsrekinnniður og það bundið. Þá var og dýpkað, þannig að núverandi mannvirki eiga að geta nýzt að fullu á næsta ári. Heildarkostnaður'101,0 m.kr. Halldór E. Sigurðsson, samgöngumálaráð- herra. Patreksfjörður Endurbyggður var kantur á hafskipabryggju. Kostnaður 8,0 m.kr. Flateyri Rekið niöur stálþil, sem keypt hafði verið árið áður og malbikuð þekja á bakvið. Heildarkostnaður 18,0 m.kr. Bolungavik Unnið var að malbikun á hafn- arsvæðinu og hafnargarðinum. Einnig undirbúin bygging tré- bryggju við innri hafnargarð. Heildarkostnaður 10,0 m.rk. Hvammstangi Hönnuð var ný bátahöfn og geröur grjótgarður, er lykur um hana. Einnig byggð 15 m löng tré- bryggja. Heildarkostnaður 24,7 m.kr. Hafnargerðin i Þorláks- höfn er mesta fram- kvæmd sinnar tegundar. Myndin sýnir unga Þor- lákshafnarbúa að leik i Dolos-steinum, sem gerðir voru til hafnar- innar. Föstudagur 16. janúar 1976. • TÍMINN 11 Nýmæli i hafnargerð á tslandi. Ferjubryggjan á Akranesi. Jafnframt var byggður syðri hafnargarður. Heildarkostnaður 102,0 m.kr. Vogar Unnið var að minniháttar lag- færingum og lýsingu. Kostnaður 3,0 m.kr. Hafnarfjörður Rekið var niður stálþil, bundið og fyllt i nýja togara- og báta- bryggju. Heildarlengd á stálþili 285 m. Kostnaður 40,0 m.kr. Grindavik Lokið var við dýpkun i innri höfninni og innsiglingarrás. Alls var unniö fyrir um 140,0 m.kr. Þorlákshöfn Lokið var við gerð ytri hafnar- garðs og hafin bygging innri garðsins. Heildarkostnaður á ár- inu tæpar 700,0 m.kr. Rif Stálbrúsi var settur viö enda syðri hafnargarðs. Verkinu ekki aö fullu lokið. Þá var dýpkað við smábátabryggju á árinu. Heild- árkostnaður tæpar 30,0 m.kr. Keflavik—Njarðvik Hafin var bygging grjótgarðs utan hafnarinnar i Njarðvik. Þá var unnið að endurbótum á lögn- um i Keflavik. Unnið var alls fyrir 85,0 m.kr. Lagmetisiðnaður i vanda Fyrir nokkru urðu allmiklar umræður um stöðu lagmetis- iðnaðarins og sölustofnun hans. Hér skýrir dr. örn Erlendsson, fráfarandi forstjóri sölustofnun- ar, sjónarmið sin i viðtali við Timann, en sem kunnugt er þá „fauk” hann i sviptibyljum, sem urðu i stjórn Sölustofnunarinnar nýverið. Dr. örn hefur nú stofnað eigið fyrirtæki, TRITON, sem annast sölu sjávarafurða og ráðgjafa- þjónustu i millirikjaverzlun. Afurðasölumál tslendinga, eða vissir þættir þeirra, hafa um langt skeið verið i hálfgerðum ó- iestri. Auðvitað er selt mikið af góðum fiski, söltuðum og fryst- um, svo og skreið, iýsi og mjöli. Samt er það svo, að island, sem veiðir eina milljón tonna af fiski á ári, kemst t.d. ekki á blað, þegar um er að ræða niðursuðuiðnað eða framleiðslu á lagmeti i dós- um. Þótt hér séu að visu nokkrar niðursuðuverksmiðjur og niöur- lagningarverksmiðjur, hefur ekki tekizt að gera lagmeti að gildum þætti I útflutningi okkar. Þetta var ráðamönnum ljóst, og i tið vinstri stjórnarinnar var gerð tilraun með stofnun Sölu- stofnunar lagmetisiðnaðarins. Þeirri stofnun var ætlað það hlut- verk að vinna að eflingu lag- metisiðnaðarins á Islandi. Sölustofnun hefur störf Sölustofnunin hóf störf á árinu 1972 undir forystu dr. Arnar Erlendssonar hagfræðings. Rekstur sölustofnunarinnar hefur síðan oft verið harðlega gagnrýndur, og þar hefur rikt ófriður. Upp úr sauð, þegar skipt var um stjórn stofnunarinnar og forstjórinn varð aö vikja. Gagn- rýni beindist að stofnuninni, og þá helzt sú, að milljónum væri eytt i allskonar vitleysu, eins og upp- skriftir og sósur, og stofnun- in eignaðist umbúðafjall eitt mik ið, sem seint eða aldrei kæmi að notum. Nokkur leynd hefur hvilt yfir úrræðum Sölustofnunar lag- metisiðnaðarins, nema stofnunin vinnur að endurskipulagningu af- urðasölumála. En hvað var það, sem raunverulega gerðist, og hvaða árangur náðist? Við hittum að máli dr. örn Erlendsson hag- fræðing og báðum hann að skýra sin sjónarmið fyrir lesendum Timans, en fyrst skal gerð örlitil grein fyrir manninum sjálfum, dr. Erni. Hann lauk prófi i hagfræði við háskólann i (Austur)-Berlin og skrifaði doktorsritgerð, en rit- gerð hans fjallaði um alþjóðleg viðskipti með sjávarafurðir og þróun þeirra siðustu tuttugu árin. Hann hafði þetta að segja um rit- gerðarefnið, og svo viðfangsefni að þvi loknu: Gerði tillögur i doktorsritgerð — Astæðan til þess að ég valdi mér þetta sérstaka ritgerðarefni var sú, að um það bil sem ég var að ljúka minu embættisprófi i hagfræði á árunum 1966-1967, skall á talsvert alvarleg efná- hagskreppa á Islandi. Sildveið- arnar voru þá að syngja sitt siðasta vers, og það voru uppi háværar raddir um aö við ættum að snúa okkur að stóriðju, fiskurinn gæti ekki staðið undir lifsafkomu þjóðarinnar og þeim lifskjörum, er við vildum hafa. Menn voru að missa trúna að fiskinn, og athyglin beindist að erlendri stóriðju og uppbyggingu iðnaðar. Þessar raddir voru háværar, og ég fékk áhuga á að kanna möguleika sjávarútvegs- ins og afurðasölumál hans. Eitt af þvi sem athygli hlaut að vekja, var hversu einhæf fram- leiðsla okkar var. Frystur og saltaður fiskur, lýsi og mjöl. Niðursuðuvörur voru t.d. nær engar, eða lagmeti, en stór hluti heimsverzlunarinnar með sjávarafurðir er allskyns dósa- matur, lagmeti og niðursuðuvör- ur. Ef menn nenna að lesa eins leiðinlega lesningu og doktorsrit- gerðmln er, þá erað finna aftast i henni svipaðar tillögur og niður- suðunefndin lagði siðar fyrir alþingi, en ég var starfsmaður þeirrar nefndar, sem skilaði úr- ræðum i lagmetismálinu. I april árið 1972 voru svo lögin um Sölustofnun lagmetisiðnaðar- ins samþykkt á alþingi. Stofn- fundur samtakanna var siðan haldinn i ágústmánuði það sama ár. Tók stofnunin siðan til við verkefni sitt, sem hún starfar að ennþá. Störf sölustofnunar mistókust ekki Að afloknum kosningum til alþingis kom nýr meirihluti á alþingi, stjórnarskipti urðu i Sölustofnun lagmetisiðnaðarins og ég lét af störfum sem stjórn- andi stofnunarinnar. — Nú varð nokkur hvellur kringum stjórnarskiptin. Telur þú að störf stofnunarinnar hafi mistekizt? — Það er rangt að telja, að starfiðhafi mistekizt. Við verðum _að sýna ofurlitla þolinmæði. A fyrstu þrem árunum sem stofn- unin starfaði var lagður grund- völlur að skipulagi og þjónustu fyrir lagmetisiðnaðinn, sem verður að teljast ómetanlegur i framtiðinni. Lagmetisiðnaðurinn starfar nú við allt önnur skilyrði en hann gerði áður. A þvi er enginn vafi. Hinu erheldur ekki aðleyna, að margt fór úrskeiðis. Um það má halda langar ræöur. Þetta voru yrtri aðstæður, sem þarna réðu. Það má benda á refsitollana i Evrópu, það má benda á óheppni með umboðsmenn i Bandarikjun- um, og það má benda á heims- kreppuna, sem fyrst kom fram i Japan og siðar i Bandarikjunum og olli miklum vandræðum. Við sáum þetta ekki fyrir, en það gerðu heldur ekki aðrar stofnanir atvinnuveganna ekki bankarnir heldur, og enginn hefur krafizt þess að forráðamenn verði gerðir ábyrgir fyrir afleiðingum þessara afla á svipaðan hátt og ég. Þetta hindraði okkur, þegar við vorum að ná fluginu. Hitt má viður- kenna, að við litum ekki nógu djúpt á þetta mál. Við hefðum átt að vinna meira að skipulagsmál- um iðnaðarins, ef vel átti að vera. Framleiðendurnir sjálfir, eða framleiðslan, var furðulega van- þróuð. Verksmiðjurnar unnu ekki saman að áhugamálum sinum, svo sem umbúðamálum, rekstrarmálum, t.d. lægri tryggingagjöldum, flutninga- gjöldum, komu ekki fram sem einn aðili gagnvart sjóðakerfum og stjórnvöldum, en þetta er nauðsynlegt, ef reksturinn á að geta staðizt samkeppni við stærri rekstrareiningar. Vanþróaður iðnaður og litt skipulagður Sameiginleg verkefni, sem unnið var að, var t.d. sameigin- legt vörumerki og sameiginleg innkaup á umbúðum. Sem dæmi um ásandið,var t.d. að reglugerðir erlendra viðskiptalanda okkar um lagmeti voru hreinlega ekki til hérna, og þvi undir hælinn lagt hvort flutningur komst á leiðarenda eða var stöðvaður á landamærum sem ólögleg framleiðsla. Einnig þurfti að safna upplýsingum um verð á fjár- festingarvörum til stækkunar. Segja má að þetta sé svipað fyrir- komulag og er í sölumálum hrað- frystiiðnaðarins. Hraðfrystihúsin fá margskonar fyrirgreiðslu hjá sölusamtökum þeirra. Þegar þetta er skoðað, þá fór aðeins hluti af fjármagni og bol- magni Sölustofnunar lagmetis i sölustarf, mestur hluti timans fór Rætt við dr. örn Erlendsson, fv. for- stöðumann Sölustofnun- ar lagmetisiðnaðarins. i að treysta sjálfan framleiðslu- grundvöllinn. Sölutregða og minnkandi eftirspurn olli siðan vonbrigðum. Dr. örn lætur af störfum — Svo vikur þú úr stöðu sem framkvæmdastjóri. Hvernig bar það að? Eftir að ný stjórn Sölustofnunarinnar hafði verið skipuð, kom fljótlega i ljós, aö samstarfsgrundvöllur var ekki lengur fyrir hendi. Ég var ráðinn á venjulegan hátt og hafði 6 mán- aða uppsagnarfrest. Miklir erfiö- leikar steðjuðu að stofnuninni um þetta leyti. Sölukerfi okkar i Bandarikjunum hafði brugðizt en þangað höfðum við selt mikið magn. (1.5 milljónir dala). Dreifingarkerfi bandariska félagsins brást. Við biðum ekki beint tjón, en óbeina tjónið var mikið. Ofan á þetta bættist svo al- menn sölutregða vegna efnahags- kreppunnar. Þriðji vandi okkar var birgðasöfnun á umbúðum, en umbúðakaup okkar urðu að byggjast á söluáætlunum, sem siðan brugðust. Það er ekki unnt að selja vöru eins og þessa nema hafa áður.eða jafnframt, tryggt sér nægar umbúðir. Þetta var þvi ekki hamstur, hejdur var treyst á ákveðnar afskipanir á vörum. Hluti af þessum umbúðum var keyptur utan um afuröir, sem bú- ið var að gera samninga um, en aldrei voru framleiddar. Við vor- um komnir með mjög dýrt fyrir- tæki, sem að öllu leyti var miðað við söluhorfur eins og þær voru i upphafi ársins 1974. Var þar mið- að við nauðsynlega þjónustu, sem við hefðum orðið að veita. Maður geturlika spurt, hvar við hefðum staðið, ef allt hefði haldizt óbreytt með sölu, en við hinsvegar staðið uppi án umbúða. Umbúðamálið — Hve miklar umbúðir voru til, þegar þú lézt af störfum? — Þegar ég fór frá, taldist okkur til að umbúðirnar næmu um 60milljónum króna. Sumar af þeim voru að klárast, áttu að not- astuppisamninga.sem veriðvar að framleiða i. Ég gerði ráð fyrir að um áramótin yrðu umbúðirnar upp á 30-40 milljónir, en á miðju ári 1976, jafnvel þótt sala yrði dræm, yrðu umbúðirnar komnar niður i um 20 milljónir króna. Ég vil lika taka það fram, að verðþróunin i umbúðum þessum og gengisbreytingar borga alla vexti og geymslukostnað vegna þessara umbúða, og meira til. Það er þvi ávinningur að hafa legið með þessar umbúðir, þótt fjárhagserfiðleikar væru auðvit- að við birgðasöfnunina. — Enn starfar Sölustofnunin. Stjórnin hefur sent frá sér stefnu- yfirlýsingu. Hvernig lizt þér á markmið stjórnarinnar og framtiðina? — I aðalatriðum var ekkert nýtt i þessari stefnuyfirlýsingu, sem kom frá stjórninni, eftir að hún hafði lagzt undir feld og kannað stöðuna. Ég held að ekk- ert nýmæli sé þar, sem ég hafði ekki áður kynnt fyrir fráfarandi stjórn á siðustu fundum sem möguleika. Ég hafði sett fram ákveðnar tillögur um starfs- mannahald, húsnæðismál og fleira. Nýstefna Sölustofnunar lagmetis gagnrýnd — Nýttvarekkertiþessu nema það, sem raunar lá á borðinu, að sagtyrði upp samstarfi við þessa aðila i Bandarikjunum. Þeir ætla að koma sér upp sérstöku sölu- kerfi i Bandarikjunum. Til þess er ekkert bolmagn, og er i raun- inni broslegt aö láta sér detta það i hug. Ég hafði gælt við slikar hugmyndir, en þegar málin eru skoðuð niöur i kjölinn, er það óhugsandi. Þetta er bara útópia. Það sem mérliztverst á er það, að hætta á við þessa innkaupa- starfsemi, umbúðalager og fl. Þetta tel ég hreina uppgjöf á mjög brýnu verkefni, sem hlýtur að vera grundvallarverkefni, ef iðnþróun á að vera eðlileg og markaðsmálin i lagi. Það hefði mátt endurskipuleggia innkaupa- deildina. Þess var þörf, en hún hafði aðeins starfað i tvö ár, og var þvi i mótun. Að leggja hana niður er hins vegar mjög óráðlegt — vægast sagt. Það gefur auga leið, að það þarf ekki minna fjár- magn, ef hver verksmiðja fyrir sig þarf að annast innkaup á um- búðum og halda uppi lagerum, en ef þessi mál eru sameinuð eins og gert var. Ég tel, að sú stefna, sem boðuð er þarna, sé ekki likleg til þess að leiða þennan iðnað út úr eyðimökinni. Á íslandi — ekki i úganda — Það hefur komið fram, að gripið hafi verið til mjög liarka- legra aðgerða i stjórn Sölu- stofnunar. Er þetta pólitik? — Ég eftirlæt öðrum að dæma um það, og sjálfur myndi ég nú veigra mér við að halda sliku fram. Við búum á Islandi, en ekki i Uganda. Það sem eftir á veldur mér mestum vonbrigðum, er það, að við höfðum i rauninni engan bak- hjarl. Við vorum að reyna að afla tækniaðstoðar, hjálpa til við framleiðslu á nýjum vörutegund- um og reyna að auka framleiðni i iðnaði. Þetta var ekki metið sem skyldi að minu viti. Verksmiðj- urnar fylgdu okkur ekki eftir. Þetta var likast þvi að i handbolta hlypi einn maður upp með boltann og allt i einu yrði honum ljóst, að samherjar hans hefðu ekki fylgt honum i upphlaupinu og sóknin þvi mistekizt. Þetta er ekkert aukaatriði. Verksmiöjurnar verða að geta Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.