Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 16. janúar 1976. TÍMINN 17 TUEART I BANN — og Tottenham sigraði Newcastle Enski landsliðsmaðurinn hjá Manchester City, Denis Tueart var I gærkvöldi dæmdur i tveggja leikja keppnisbann. Tueart mun þvi ekki leika með City-liðinu á heimavelli gegn West Ham á laugardaginn i 1. deildarkeppnini og siðari leik City gegn Middles- brough i undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar, sem fer fram n.k. miðvikudag. Tueart mun þvi leika næsta leik með City — gegn Tottenham eða Stoke i ensku bikarkeppninni 28. febrúar. Tottenham vann sigur (1:0) •yfir Newcastle i fyrri leik liðanna i undanúrslitum deildarbikar- keppninnar. John Pratt skoraði mark Lundúnarliðsins. FALLIÐ BLASIR VIÐ GRÓTTU Ekkert nema kraftaverk getur nú komið i veg fyrir, að Seltjarnar- nesliðiðGrótta falliniður i2. deild — útlitið er ekki gott hjá liðinu eftir tapið (18:20) gegn Ármenn- ingum i Laugardalshöllinni á miðvikudaginn. ARMANN — GRÓTTA... 20:18 Mörk Ármanns: — P-étur 6, Hörð- ur H. 5 (2 viti), Friðrik 3, Bjöm 2, Hörður K. 2 (1 viti), Jón 1 og Jens 1. Mörk Gróttu: — Árni 6 (3 viti), Hörður 4, Halldór 3, Magnús 2, Axel 1, Georg 1 og Björn 1. VALUR — FRAM....21:15 Mörk Vals:— Guðjón 5, Bjarni 3, Jóhann 3, Þorbjörn 2 (1 vi'ti) Jón K. 2, Stefán 2, Steindór 1, Gunn- steinn 1, Gunnar 1 og Jóhannes 1. Mörk Fram: — Pálmi 8 (1 viti), Hannes 2, Magnús 2, Árni 1, Pétur 1 og Gústaf 1. STAÐAN Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni i handknattleik: Valur............8 6 1 1 156:118 13 FH...............8 5 0 3 174:156 11 Haukar...........9 4 2 3 168:156 9 Víkingur.........8 4 0 4 165:166 8 Fram.............9 3 2 5 141:146 8 Þróttur..........9 3 2 4 167:177 8 Ármann...........9 3 1 5 151:188 7 Grótta...........8 2 0 6 139:154 4 Markhæstu menn: Friðrik Friðrikss, Þrótti....... 55 Páll Björgvinss., Vikingi....52 Hörður Sigmarss., Haukum.... 47 Pálmi Pálmason, Fram ........46 Þórarinn Ragnarsson, FH......40 GeirHallsteinsson, FH........38 Viðar Simonarson, FH.........38 Björn Pétursson,Gróttu.......38 Leiðrétting Þau mistök urðu hér á siðunni á þriðjudaginn, þegar sagt var frá þvi, að Þorkell Steinar Ellerts- son, væri byrjaður að þjálfa frjálsiþróttafólk Ármanns — að sagt var að Stefán hefði farið til náms til Sviþjóðar i iþróttafræð- um. Að sjálfsögðu átti að standa, að Þorkell Steinarhefði farið til Sviþjóðar. ..Strákarnir vir ina vel saman < ag berjast — þess vegna Björnsson, hafa þeir náð þessum árangri," segir linn snjalli þjálfari Valsliðsins, sem \ kómið skemmtilega á óvart Hilmar lefur — ,,Það verður erfitt að hamla á móti Vals- mönnum — þeir hafa yfir að ráða baráttu- glöðum leikmönnum, sem gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana sagði einn af okkar beztu handknattleiks- mönnum, þegar hann yfirgaf Laugar- dalshöllina, eftir að hafa séð hið unga lið Valsmanna gjörsigra (21:15) Framara. Það er ekkert vafamál, að Valsliðið undir stjórn Hilmars Björnssonar — þjálfarans snjalla — er það lið, sem hefur komið mest á óvart i vetur. Vals- liðið byrjaði keppnis- timabilið illa og tapaði þremur stigum af fjórum, i fyrstu tveimur leikjunum i 1. deildarkeppninni. Eftir það fóru leik- menn Valsliðsins i gang, efldust við hverja raun og eru nú óstöðvandi. Það voru fáir, sem bjuggust við miklu af Valsliðinu, eftir miklar blóðtökur sl. keppnistimabil. Mannavalið hjá Valsliðinu hefur breytzt siðan liðið var nær ósigrandi — 1973-’74. Valsliðið var fyrir miklu á- falli, þegar ólafur H. Jónsson fór til V-Þýzkalands, og þá hafa leikmenn eins og Ágúst ögmundsson og Bergur Guðnason lagt skóna á hilluna. Gísli Blöndalhefur ekki getað leikiö með liðinu vegna meiðsla og Gunnsteinn Skúla- son, hefur litið getað leikið með þvi I vetur. Allt eru þetta leikmennsem hafa leikið með landsliðinu undanfarin ár — þeir ólafur, Gisli, Ágúst og Gunnsteinn, voru i OL-lands- liði Islands i Miinchen 1972. Þrátt fyrir þetta, er Vals- liðið, sem er skipað ungum og jöfnum leikmönnum, á toppn- um. Maðurinn á bak við árangur Valsliðsins, er Hilmar Björnsson, þjálfari liðsins. — Hann er heilinn á bak við hinn óvænta og góða leik Valsliðsins. — Ég er mjög ánægður með árangurinn hjá strákunum, sagði Hilmar Björnsson i Stuttu spjalli við Timann, eftir hinn góða sigur Valsliðsins yfir Fram — Það er góð samstaða hjá strákun- um. Þeir vinna mjög vel saman og berjast rösklega. Valsliðið er skipað jöfnum leikmönnum, en hefur engar stjörnur — þess vegna er samstaðan hjá þeim miklu betri, sagði Hilmar. I --- HILMAR BJÖRNSSON... hefuryfir að ráða hæfileikum, getu og þroska, til að stjórna handknattieiksliði og vera góður þjálfari. Hér á myndinni sést hann stjórna „skólastrákunum” sinum til sigurs, gegn Fram, Ágúst ögmundsson, liðsstjóri Valsliðsins og fyrrum landsliðsmaður úr Val.sést í baksýn. (Tlmamynd Róbert) — Nú hefur þú verið þjálfari liðsins sl. tvö keppnistimabil, Hilmar. Er Valsliðið að verða fullmótað? — Nei, langt frá þvi. Ef lið á að vera gott og fullmótað, þurfa leikmenn þess að æfa markvisst saman i mörg ár. Ekkert lið verður fullmótað á minni tima en 3-4 árum. — Arangurinn, sem strákarnir hafa náð núna, vil ég þakka geysilegum áhuga og samstöðu þeirra — en þeir hafa æft af fullum krafti og jafnt i allt sumar. Þannig að þeir hafa fengið litla hvíld frá byrjun sl. keppnistimabil. Æfingarsóknin hjá þeim hefur verið 100%. Við getum fengið ( bakslag — Þú telur Valsliðið ekki fullmótað ennþá, Hilmar. Samt hefur þaðörugga forystu i deildarkeppninni? — Já, eins og er — við getum fengið bakslag undir lokin. Við eigum eftir að leika 6 leiki og það getur allt gerzt. Ástæðan fyrir þvi, að Valsliðið er á toppnum, er ekki að liðið sé nú þegar orðið svo gott — heldur eru hin liðin lélegri, sagði Hilmar. Þrotlausar æfingar eru ekki nóg til að gera lið gott, og stuðla að þvi að leikmenn liðsins vinna saman. Þjálf- arinn þarf að hafa hæfileika, getu og þroska til að stjórna liði og vera góður þjálfari. Þetta allt hefur Hilmar Björnsson til að bera. — Hann hefur sýnt það og sannað undanfarin ár. Hilmar hefur unnið mikið afrek með þjálfun hins unga Valsliðs — sem er lið framtiðarinnar — þau tvö ár, sem hann hefur þjálfað liðið. Það eru ekki mörg ár siðan Hilmar náði frábærum árangri með islenzka lands- liðið. Undir stjórn hans vann Sigvaldi ráði kvæmdastjóri Frjálsiþróttasamband tslands hefur ráðið Sigvalda Ingimundar- son sem framkvæmdastjóra sam- bandsins frá áramótum. Sigvaldi verður á skrifstofu FRÍ i Iþrótta- miðstöðinni i Laugardal á eftir- töldum dögum. þriðjudaga kl. 13.30 til 15.30, miðvikudaga kl. 13,30 til 17,00 og landsliðið stóra sigra og náði beztum árangri, sem landslið hefur náð fram að þessu. Hilmar var landsliðsþjálfari, þegar landsliðið tryggði sér farseðilinná Olympiuleikana i Miinchen. Framundan er erfiður róður hjá Hilmari Björnssyni og strákunum hans — þeir mæta Haukum i Firðinum á sunnu- dagskvöldið og nk miðviku- dagskvöld mæta þeir FH-ing- um i Firðinum. Ef Valsmönn- um tekst að komast fram hjá þessum tveimur stóru og erfiðu „skerjum” i Firðinum — þá ættu þeir að vera komnir i örugga höfn með íslands- meistaratitilinn. -SOS. nn fram- FRÍ föstudaga kl. 13,30 til 15,30. Mánuðina júni, júli og ágúst verður Sigvaldi á skrifstofu FRl á venjulegum skrifstofutima kl. 9- 12 og 13-17. Ahugafólk um frjálsar iþróttir, bæði leiðtogar og iþróttafólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.