Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 20
METSÖLUBÆKUB Á ENSKU í VASABROTI SÍS-FÓDUU SUNDAHÖFN fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Argentína: EKKJA PERONS GERIR BREYTINGAR Á ARGEN- TÍNSKU RÍKISSTJÓRNINNI Reuter/Buenos Aires. Maria Estella Peron, forseti Argentínu, gerði i gær umtaisverðar breytingar á átta manna ráðu- neyti sinu. Hún leysti fjóra ráð- herra frá störfum, og fól a.m.k. tveimur nýjum mönnum stjórn tveggja ráðuneyta, að þvi er blaðafulitrúi forsetans tiikynnti i gær. Breytingar þessar koma i kjöl- far umræðna um, að fyrirhugaðar væru umtalsverðar breytingar á ráðuneyti forsetans, sem ekkja Perons hygðist framkvæma til þess að styrkja stöðu sina. Siðustu mánuði hefur Maria Estella verið undir stöðugum þrýstingi að segja annað hvort af sér forsetaembættinu eða þá að taka sér mjög langt hvildarfri frá störfum. Fyrr i gær skýrðu talsmenn for- setahallarinnar frá þvi, að Maria Estella hefði krafizt afsagnar allra ráðherranna i stjórninni vegna fyrirhugaðra breytinga. Siðar var tilkynnt, að innanrikis- ráðherrann, Angel Robledo, áhrifamesti ráðherrann i stjórn landsins, hefði verið leystur frá störfum og að við starfi hans hefði tekið Roberto Ares, bankastjóri við argentinska þjóðbankann. Robkeldo er formaður Peronista- hreyfingarinnar. Þá var Jose Deheza falið að taka við starfi dómsmálaráðherra af Ernesto Corbalan Nanclares. Manuel Arauz utanrikisráöherra var einnig leystur frá störfum, og er það álit fréttaskýrenda, að Antonio Cafiero, efnahagsmála- ráðherra, taki við starfi hans. Maria Estella Peron og fylgisveinar hennar Grimmileg ákvörðun stjórnar Suður-Afríku: FLOTTAFOLKI FRA ANGOLA VÍSAÐ FRÁ Reuter/Walvis Bay, Suðvest- ur-Afriku. — Stjórn Suð- Tito frá störfum vegna veikinda Reuter/Belgrad. Tilkynnt var af opinberri hálfu i Júgóslaviu i gær, að Titó, forseti landsins, hefði tekið sér fri frá störfum og gcngizt undir frekari læknismeöferð vegna lær- taugagigtar, sem hann hefur þjáðst af upp á siðkastið. For- setanum versnaði nokkuð fyrir nokkrum dögum er hann veiktist af kvefi. 1 april sl. var forsetinn neyddur til að taka sér hvíld frá störfum i tvær vikur vegna þessara veikinda. I febrúar sl. þurfti hann að taka sér þriggja vikna hvild frá störfum af sömu ástæðum. Einkenni lærtaugagigtar lýsa séri miklum verkjum i og við mjóhrygginn, og getur sjúklingum með sjúkdóm þennan reynzterfitt um gang. Tilkynnt var sl. mánudag, að Titó færi bráðlega i heimsókn til Mexicó, og áreiðanlegar heimildir herma, að ætlun hans muni vera að fara einnig til Kúbu, Panama og Venezuela i sömu ferðinni. ur-Afríku, neitaði i gærkvöldi þúsund flóttamönnum frá Angola, sem biða á skipum og bátum úti á Walvis-flóanum, að stiga á land i Suður-Afriku. Rikisstjórn landsins neitar al- gjörlega að taka við flóttamönn- unum og segir, að þeir verði að fara til Angola aftur. Einungis Portúgölskum flóttamönnum verður leyft að stiga á land, þar sem portúgalska stjórnin hefur ábyrgzt að þeir verði fluttir flugleiðis til Portúgal. Innanrikisráðherra stjórnar Suður-Afriku hafði áður sagt fólkinu að snúa til Mocamedes, þaðan sem það kom, þar sem það væri öruggt þar. Skipstjór- inn á einu flutningaskipanna, sem biða úti á flóanum hefur sagt, að stjórn Suður-Afriku þurfi að beita valdi, til að fá hann til að sigla burtu. „Ég er ekki reiðubúinn til að taka á mig ábyrgð á dauða farþega minna, ef ég sigli burtu. Þvi að öruggt er, að þeirra biður ekkert nema dauðinn.” Um borð i skipi hans eru 1.600 farþegar og ástandið meðal þeirra vægast sagt hörmulegt. Fregnir herma, að blóðkreppusótt sé komin upp meðal farþeganna. Aukin samskipti við kommúnista — umræðuefni á fundi evrópskra sósíalista Reuter/Kaupmannahöfn. Nánari samskipti við kommúnistaflokka i Evrópu, verður helzta umræðu- efnið á fundi leiðtoga evrópskra sósialdemókrata, sem haldinn verður i Kaupmannahöfn um næstu helgi. Meðal fundarmanna verða þeir Harold Wilson, Helmut Schmidt, Willy Brandt og Olof Palme. Fréttaskýrendur telja, að ágreiningur muni verða á fundin- um um samskipti þessi, sérstak- lega telja fréttaskýrendur, að fulltrúar nokkurra Natorikja muni vera andvigir hugmyndinni. Ekki var greinthverjir þeir væru. Vatíkanið: Kynvilla og sjálfsfróun stórskaðleg- ar athafnir! Reuter/Vati'kaninu, Róm. Rómversk-kaþólska kirkjan iýsti yfir mikiili andstöðu gegn öllu frjálsræði i kynferðismál- um, og sagði i skýrslu, sem gefin var út af helgiráði Vati- kansins, að alit kynlif bæri að takmarka við hjónabandið og mætti ekki fara fram utan þess. í skýrslu þcssari, sem birt var i gær, er einnig farið hörð- um orðum um kynviilu og hún sögðdæmium spiiit hugarfar. Sjálfsfróun er og lýst stór- skaðlegt i skýrslunni og sögð merki um óheilbrigðan hugsunarhátt. Róttækir kirkjunnar menn og kynvillingar lýstu skýrsl- unni sem grimmilegri og glæpsamlegri. Sitt sýnist greinilcga hverjum! Formaður skozkra þjóðernissinna: Stjórnmálaslit geta kostað mannslíf — þess vegna eiga Bretar að viðurkenna 200 mílurnar Reuter/London. Wiliiam Wolf, formaður flokks skozkra þjóð- ernissinna, sagði, að ef stjórn- málasambandi íslands og Bret- lands yrði slitið, væri það einung- is til þess fallið að auka á spenn- una i fiskveiðideilunni og slikt gæti haft hörmulegar afleiðingar i för með sér, „kostar mannsllf”, sagði hann. „Til þess að forðast þetta, skora ég á brezku stjórnina að viðurkenna 200 miíurnar og hefja viðræður um kvóta til handa Bretum.” Stjórnarkreppan á Italíu: Moro á litla möguleika Reuter/Róm. Mjög litlar likur eru taldar á þvi, að Aldo Moro, fráfarandi forsætisráðherra itaiiu, takist að mynda nýja rikis- stjórn. Minnkuðu möguleikar Moros m jög eftir úrslitafund hans með leiðtogum sósialista i gær. Eftir fundinn sagði talsmaður sósialistafiokksins, að áform Moros um myndun fjögurra flokka samsteypustjórnar, er I sætu fulltrúar kristílegra demó- krata, sósialista, sósíaldemókrata og lýðveidisflokksins, gætu alls ekki orðið að veruleika. Málamiðlunartillögur þær, er Moro bar fram gagnvart sósial- istum, voru aiis ekki fulnægjandi, sagði taismaður flokksins. Sósiai- istafiokkurinn jók mjög fyigi sitt i siðustu héraðs- og sveitar- stjórnarkosningum. Þjóðaratkvæði á Mayotte til að ókveða framtíðar- tengslin við Frakkland Reuter/Paris. Mayotte eyju á Indlandshafi verður gefinn annar kostur á þvi að ákveða hvort hún vilji öðlast sjálfstæði frá Frökk- um, og mun þjóðaratkvæða- greiðsla fara fram á eyjunni hinn 8. febrúar n.k., að þvi er tilkynnt var af opinberri hálfu i Paris i gær. Mayotte fylgdi hinum þremur Comoro eyjunum ekki að máli i júli sl. er þær lýstu einhliða yfir sjálfstæði, sem Frakkar staðfestu svo siðar. Hefur franska stjórnin þvi nú I hyggju eins og fyrr segir, að gefa ibúunum á Mayotte loka- tækifæri til að gera upp hug sinn i málinu. Þjóðaratkvæði fór fram á Comoro eyjunum 1974 og var þá samjjykkt með yfirgnæfandi meirihluta á öllum eyjunum nema Mayotte að slita sambandi við Frakka. Sara Moore í lífstíðar- fangelsi Reuter/San Francisco. Sara Jane Moore var i gærkvöidi dæmd I lifstfðarfangelsi fyrir að hafa skotið byssukúiu að Ford Bandarikjaforseta i septembermánuði sl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.